Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JULI 1991 Tveir ungir menn létust 1 bifhjólaslysi TVEIR tuttugu og fjögurra ára ganilir menn létust í bifhjólaslysi á Reykjanesbraut við Hafnarfjörð aðfaranótt sunnudags. Þeir hétu Þór Guðmundsson, til heimilis að Pagrabergi 44 í Hafnarfirði, og Kristinn Kolbeinn Ingólfsson, búsettur að Breiðvangi 13 í Hafnar- firði. Báðir voru ókvæntir og barnlausir. Engin vitni voru að slysinu, en Tilkynning barst um slysið um það er talið hafa orðið með þeim klukkan hálffimm um nóttina. hætti að ökumaður bifhjólsins hafi misst stjórn á því á leið norður Reykjanesbraut, í svokallaðri Reykdalsbrekku við Kinnahverfi. Hjólið hafi þá farið utan í vegrið og mennirnir kastazt af því, langt út fyrir veg. Hjólið rann áfram utan í vegriðinu, tugi metra, og stöðvaðist á miðri akrein. Annar maðurinn var látinn er að var komið, en hinn lézt skömmu eftir að hann var fluttur á slysa- deild. Talið er að bifhjólið hafi verið á miklum hraða er slysið varð. Annar maðurinn var með öryggishjálm, en hinn ekki. Kristinn Kolbeinn Ingólfsson Þór Guðmundsson Frá slysstað. Ríkisjarðir: STARFSREGLUR um kaup ríkissjóðs á fullvirðisrétti í sauðfjárfram- leiðslu hafa ekki verið staðfestar af fulltrúa Stéttarsambands bænda, þar sem ágreiningur er um uppgjörsmáta ríkisins við leiguliða á ríkisjörðum og um hver skuli teljast eigandi fullvirðisréttarins, fram- leiðandinn, það er bóndinn, eða eigandi jarðarinnar, ríkið. Mál þetta var meðal annars tekið upp á aðalfundi Prestafélags íslands, þar sem sr. Halldór Gunnarsson gagnrýndi harðlega þær starfsreglur sem landbúnaðarráðherra hefur kynnt. í Fréttabréfí Stéttarsambands samtali við Morgunblaðið í gær, að bænda, maí 1991, eru birtar starfs- reglur um kaup ríkissjóðs á full- virðisrétti i sauðfjárframleiðslu. Með vísan til samnings landbúnað- arráðherra og Stéttarsambandsins frá 11. mars 1991 og lánsfjárlaga segir að samningsaðilar hafi ákveð- ið að setja sér þessar starfsreglur um 1. hluta aðlögunar sauðfjár- framleiðslu að innanlandsmarkaði. Reglurnar eru undirritaðar af. Halldóri Blöndal landbúnaðarráð- herra, en enginn undirritar þær fyrir hönd bænda. Þórólfur Sveinsson varaformaður Stéttarsambands bænda sagði í Bílvelta í Dýrafirði: 16 ára stúlka mikið slösuð SEXTÁN ára stúlka slasaðist al- varlega er hún velti bifreið í beygju rétt við flugvöllinn í Dýra- firði á sunnudag. Stúlkan var flutt með sjúkraflug- vél til Reykjavíkur ásamt einum af þremur farþegum í bíinum. Sá reynd- ist lítt slasaður. Hún liggur hins veg- ar þungt haldin á gjörgæzludeild, en er þó ekki talin í lífshættu. Stúlkan, sem ekki hefur náð bíl- prófsaldri, missti stjórn á bifreiðinni, sem fór út af veginum og valt eina eða tvær veltur áður en hún stöðvað- ist á girðingu. um ýmislegt í þessum starfsreglum hafi orðið samkomulag milli manna, en ósamkomulag um annað. „Fyrir- hugaður uppgjörsmáti ríkisins við leiguliða á sínum jörðum er eitt af því sem var ósamkomulag um og gerði það að verkum að þetta var ekki undirritað af fulltrúa Stéttar- sambandsins," sagði hann. Hann sagði að þó að búið sé að hnýta marga enda í þessu máli, sé enn mikill fjöldi ákvarðana sem þarf að taka og nokkur atriði sem eftir er að vinna í áfram. „Það er alveg ljóst, að þetta er eitt af þeim atriðum sem við reynum að vinna áfram, ekki síst eftir að hafa heyrt viðbrögð bænda, því að auðvitað reynum við að átta okkur á þeim og gera okkur grein fyrir hvar skór- inn kreppir,“ sagði Þórólfur. „Þetta er bæði í eðli sínu flókið og kemur inn á fleira en vinnu sam- kvæmt búvörulögunum. Það verður ekki hjá því komist að líta einnig á hvernig jarða- og ábúðarlög mæla fyrir um réttindi og skyldur leigu- liða og jarðeigenda. Þetta er þrælsnúið, en augljóslega eitt af því sem við verðum að reyna að vinna í áfram,“ sagði Þórólfur Sveinsson. Sr. Halldór Gunnarsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þessar starfsreglur jafngiltu eigna- upptöku hjá um 35% bænda, eða hátt í 1.500 bændum. Bændur, sem myndað hefðu fullvirðisréttinn, ættu ekki að eiga hann, heldur jarð- areigandi. Þetta sagði Halldór vera í mótsögn við það sem þáverandi landbúnaðarráðherra hefði kynnt á aukafundi Stéttarsambandsins í vetur, þegar samningur um stefnu- mörkun í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt milli ríkisstjórnar og Stéttarsambandsins var kynntur og samþykktur. Halldór sagði að ráð- herra hafi tekið fram á þeim fundi að bændur á ríkisjörðum mundu fá sambærileg tilboð um uppkaup á fullvirðisrétti og aðrir bændur og yrðu tilboðin söluhvetjandi fyrir þá. „í viðauka I. í samningnum er talað um framleiðendur fullvirðis- réttarins, en ekki eigendur jarða,“ sagði Halldór. „í starfsreglunum er augljóslega brotið á samningi við bændur eins og hann var kynntur og síðan samþykktur." Skákmótið í Andorra: Margeir Pétursson einn efstur MARGEIR Pétursson, stór- meistari í skák, sigraði á alþjóð- lega mótinu í Andorra, sem lauk á sunnudag. Margeir var einn efstur með sjö og hálfan vinning af níu mögulegum. Margeir fór illa af stað en vann fimm síðustu skákir sínar. Þátt- takendur á mótinu voru 140, þar af 10 stórmeistarar. í öðru og þriðja sæti, með sjö vinninga, urðu alþjóðlegu meistararnir Komlj- enovic frá Júgóslavíu og Argentín- umaðurinn Zarnicki. Allmargir keppendur fengu sex og hálfan vinning, þar á meðal sovézku stórmeistararnir Tukm- akov og Krasenkov og Kanada- maðurinn Spraggett. Aðrir, sem fengu sex og hálfan vinning, voru Marin frá Rúmeníu, Moskalenko og Magerranov, báðir Rússar, Búlgarinn Kolev og Englendingur- inn Sadler. Ágreiningur bænda og ríkis um uppkaup á fullvirðisrétti Halldór sagði fullvirðisréttinn eiga að vera eign þess aðila sem hafi áunnið réttinn með byggingu húsa, ræktun jarðar og framleiðslu. „Það er framleiðandinn sem samn- ingur milli ríkisstjórnarinnar og Stéttarsambands bænda kvað á um,“ sagði hann-. Halldór sagði skýringu þess, að hann hafi tekið þetta mál upp á aðalfundi Prestafélagsins vera þá, að það varðaði hagsmuni fjöl- margra presta, þar sem þeir sitji prestsetursjarðir og hafi stundað þar sauðfjárbúskap, en jarðirnar eru í eigu ríkisins. Áformað er að fulltrúar Stéttar- sambands bænda ræði við aðstoðar- mann landbúnaðarráðherra um þetta mál og er stefnt að því að viðræðurnar hefjist í vikulok. Stykkishólmur: Bátur með tuttugu ferðamenn rakst á boða Fiskibátar sóttu fólkið BÁTUR Eyjaferða í Stykkis- hólmi, Hafrún, rakst á boða og laskaðist þegar verið var á skemmtisiglingu við Klakkeyjar með um 20 ferðamenn síðdegis í gær. Leki kom að bátnum, sem var siglt inn í Eiríksvog við Klakkeyjar á meðan fiskibátar frá Stykkishólmi voru kallaðir út til að ferja fólkið í land. Farþegarnir héldu ró sinni full- komlega, að sögn Sigríðar Ágústs- dóttur, ferðamálafulltrúa á Snæ- fellsnesi. „Bömin, sem voru með í ferðinni, sungu bara í bátnum á leiðinni til baka og flestir hlógu að öllu saman,“ sagði Sigríður í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði að engin hætta hefði verið á ferðum., Farþegunum voru bætt upp óþægindin með því að bjóða þeim í kaffi. Óljóst er hvað olli slysinu, en stórstraumsfjara var þegar bátur- inn steytti á boðanum. Ekki liggur fyrir hversu miklar skemmdirnar á Hafrúnu eru, en hún var dregin til Stykkishólms og átti að taka hana í slipp í gærkvöldi. Álviðræður: Fundi iðnaðarráðherra með forstjórunum frestað í DAG var fyrirhugað að forsljórar álfyrirtækjanna þriggja sem mynda Atlantsál og Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra ættu með sér fund hér á landi, þar sem lokaundirbúningur færi fram að samningsgerð aðila, en fundinum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Að sögn Jóns Sigurðssonar verður þess í stað fundur samninganefndar fyrirtækj- anna og íslensku álviðræðunefndarinnar í dag. „Okkur kom saman um að hafa ekki fund forstjóranna með mér fyrr en síðar í mánuðin- um, vegna þess að þeir voru ekki alveg tilbúnir að svara erindum sem við sendum þeim fyrir rúmri viku,“ sagði iðnaðarráðherra í samtali við Morgunblaðið í ga'r. Paul Drack aðalforstjóri Alumax væri enn bjartsýnn á jákvæða loka- sagði við Morgunblaðið í gær að niðurstöðu samningaviðræðnanna. þótt toppfundinum hefði verið frest- „Markmiðið með toppfundinum er að, breytti það því ekki að hann að reka smiðshöggið á þá samninga sem enn eru í vinnslu. Sá tímapunkt- ur er einfaldlega ekki kominn, en það styttist óðum í hann að mínu mati,“ sagði Drack. Iðnaðarráðherra sagði að unnið hefði verið að því að undanförnu að móta hafnar- og lóðamál nýrrar'ál- bræðslu betur, þar sem gengið væri út frá því að Islendingar byggðu, ættu og rækju höfnina, en Atlantsál greiddi hafnargjöld. Þetta hefði ný- lega verið kynnt Atlantsáli, en svör fyrirtækisins hefðu ekki borist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.