Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 25
■ LONDON - Samkvæmt tveimur nýjum skoðanakönnun- um í Bretlandi hefuríhaldsflokk- urinn aukið fylgi sitt og minnk- að forskot Verkamannaflokks- ins. í könnun sem gerð var fyrir vikublaðið Sunday Times sagði að íhaldsflokkurinn hefði minnk- að forskot Verkamannaflokksins úr 6% í síðasta mánuði í 2% nú. Samkvæmt könnun þessari fengi Verkaniaimaflokkurinn 41%, íhaldsflokkurinn 39% og Frjálslyndi demókrataflokk- urinn 15% atkvæða ef kosið yrði nú. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir blaðið The Mail on Sunday fengi Verkamanna- flokkurinn 42% og íhaldsflokk- urinn 41% atkvæða ef kosið yrði nú. H PORAC - Aurskriða féll úr hlíðuni eldfjallsins Pinatubo á Filippseyjum á sunnudagskvöld og áttu íbúar þorpsins Jarong fótum sínum íjör að launa. Skriðan var 3ja metra þykk og í henni voru hnullungar á stærð við ísskápa. Ekki er vitað til þess að neinn hafi farist en 18 vatnabuffalóar og fleiri dýr drukknuðu. Þetta er fyrsta aurskriðan sem verður í Pinatubo síðan það byrjaði að gjósa 9. júní sl. 343 hafa farist í gosinu, starfsemi tveggja bandarískra herstöðva hefur lamast og um 250.000 manns hafa neyðst til að yfirgefa heim- ili sín. ■ TÓKÝÓ - Seðlabanki Jap- pns lækkaði í gær vexti á lánum sem bankinn veitir viðskipta- bönkum úr 6% í 5,5%. Þetta er í fyrsta skipti í fjögur ár sem Seðlabanki Japans lækkar þessa vexti en þeir voru hækkaðir í ágúst á síðasta ári úr 5,25% í 5,5%. Fjármálaráðherra Japans, Ryutaro Hashimoto, sagði að þetta væri gert til að auka hag- vöxt í landinu. H RIO FRIO - Stjórnarherinn í EI Salvador felldi á laugardag a.m.k. 11 liðsmenn í sveitum vinstrisinnaðra skæruliða úr launsátri nálægt þorpinu Rio Frio í vesturhluta landsins. Tals- maður hersins sagði að 40 skær- uliðar hefðu gengið inn í laun- sátur stjómarhersins og a.m.k. 11 þeirra hefðu verið felldir með jarðsprengjum eða riffilskot- um. Hann bætti því við að ekki væri vitað með vissu hve margir hefðu særst. H MOSKVU - 31 kolanámu- maður fórst í sprengingu. í námu í Karaganda-héraði í Kas- akstan í Sovétríkjunum á sunnu- dag, að sögn fréttastofunnar TASS. Eldar kviknuðu við sprenginguna og börðust slökkviliðsmenn enn við að ráða niðurlögum þeirra í gær, mánu- dag. Eins manns var saknað en nær útilokað er talið að einhver finnist á lífi í námunni þegar björgunarmenn komast inn í hana. H Srinagar - Uppreisnar- menn frá Kasmír á Indlandi, sem hafa hótað að drepa indv- erskan yfirmann olíufyrirtæk- is sem þeir hafa í haldi, gáfu í gær 24 klukkustunda frest til viðbótar áður en þeir láta verða af hótunum sínum. Þá sendu þeir frá sér ljósmynd af alvarlega særðum manni sem þeir segja vera sænskan gísl. Ekkert hefur hins vegar frést af ísraela sem er í haldi eins af mörgum upp- reisnarhópum múslima sem beij- ast við stjórnvöld á Indlandi um yfirráð í Kasmír-héraði. H PARÍS - Sovétmenn vilja flytja út flugskeyti sem granda öðrum flugskeytum og eru að þeirra sögn nákvæmari en bandarísku Patriot-flaugarnar sem notaðar voru í Persaflóa- stríðmu til að granda flugskeyt- um Iraka. Þetta kom fram í máli háttsetts sovésks embættis- manns, Borís Boúnkine, í við- tali sem birt var á mánudag í blaðinu Air et Cosmos. MOfiGUNBLAÐip ÞRIÐJUDAGUR;2. JÚLÍ 1991 Líbanonsher heldur innreið sína í hafnarborgina Sídon Sídon, Kfar Jarra. Reuter. Reuter Ibúar Sídon hylla líbanska hermenn með því að fleygja hrísgijónum yfir þá-þegar þeir sóttu inn i borgina í gær. LÍBANSKAR hersveitir héldu inn- reið sína í hafnarborgina Sídon í gær og hótuðu að hrekja liðsmenn Frelsissamtaka Palestínu (PLO) frá stöðvum sínum umhverfis borgina með valdi. Stjórnvöld vilja með þessu ná fullu valdi á land- inu, en til þessa hefur PLO ráðið yfir þessu svæði. Ekki kom til vopnaviðskipta þegar hersveitirn- ar komu til borgarinnar, en liðs- menn PLO hafa ögrað herliðinu og neitað að gefa eftir virki sín. Stjórnvöld eru með þessu að reyna að koma á lögum og reglu á þessu svæði, en palestínskir flóttamenn eru þar mjög fjölmennir og PLO hefur ráðið þar lögum og lofum. Nú hefur herlögum verið aflétt í borginni, en þau hafa varað frá því að borgara- styijöld braust þar út fyrir 16 árum. Skriðdrekar voru í fararbroddi herliðsins, sem var skipað um 6.000 hermönnum auk þess sem 4.000 manna varálið var sent út á mánu- dagskvöld. Á leiðinni til Sídon (sem er um 40 km suður af Beirút) urðu nokkrar tafir á ferð þess þegar farið var um landsvæði þar sem vopnaðir liðsmenn PLO gerðu sig líklega til að sýna mótþróa. Að sögn sjónar- votta var skotið af vélbyssum nálægt bænum Salhiheh, en ekki er vitað til þess að mannfall hafi orðið. Þegar ljóst var að liðsmenn PLO myndu sýna mótþróa sagði varnarmálaráð- herra Líbanons, Michel al-Murr, að herinn myndi ekki hika við að beita valdi ef nauðsynlegt væri til að ná fram ætlunarverki sínu. „Helst vilj- Svíar sækja um EB-aðild Haag. Reuter. SVÍAR sóttu í gær forndega um aðild að Evrópubandalaginu (EB), en að sögn Jacques Delors, for- seta framkvænidastjórnar EB, gæti hlutleysisstefna þeirra komið í veg fyrir aðild. Að sögn Ingvars Carlssons, for- sætisráðherra Svíþjóðar, er hlutleys- isstefna Svía enn í fullu gildi, en í „alveg nýju pólitísku andrúmslofti". Þegar Delors var spurður á frétta- mannafundi hvort hlutleysi Svía gæti komið í veg fyrir aðild þeirra að EB svaraði hann: „Að sjálfsögðu - nema fallið sé frá því að EB hafi eina utanríkisstefnu, sem ég er ekki reiðubúinn til að gera.“ Ruud Lub- bers, utanríkisráðherra Hollands, sagði í viðtali við sænska blaðið Dagens Nyheter að það væri ekki í verkahring þess aðila sem sækir um aðild að ákveða hvort hlutleysi sé við hæfi heldur myndi EB taka þá ákvörðun. um við að aðgerðin fari fram friðsam- lega, en ef herinn þarf að beita valdi mun hann gera það.“ Talið er að um 6.000 hermenn PLO séu austan við borgina. Þeir hafa einsett sér að tryggja öryggi og rétt palestínskra flóttamanna á svæðinu, en í Líbanon eru um 300.000 flóttmenn. Stjórnvöld í Lí- banon vilja ekki ræða frekar við PLO um réttindi flóttamannanna fyrr en herinn hefur staðsett sig í borginni. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN VANDAÐIR HERRASKÓR Stærðir: 39-46 Litur: Svartur Leðursóli, skinnfóður. Ath.: Sérlega mjúkir og þægilegir. Verðkr. 4.995,- Kringlunni, Toppskórinn, Domus, s. 689212. Veltusundi, sími 21212. s. 18519. Fremstur máal jafningja ÁljHONDA Hann er fallegur og rennilegur, lætur vel að stjóm og þýðist þig á allan hátt. Rúmgóður, ríkulega búinn og ótrúlega spameytinn. Hann er HONDA CIVIC. Greiðsluskilmálar fyrir alla. Verð frá kr. 998.000,- staðgr. WHONDA Cll V IC ! • • • HONDA A ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900 ,25 Master floor Níðsterkt parket kr. fm. Þolir Þolir vatn og fitu vindlinguglóð' Umhverfis-. Eldtefjandi verndundi Rakahelt spónaparket kr. /. 720, — fm. WC með harðri setu kr Í3.900,- Handlaug á fæti kr. &.300f — Baökör 170x70 kr tt.ÓOO,- A^k3URSTAFElL Bíldshöfða 14,112 Reykjavík, símar 91-672545/676840.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.