Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1991 t Móðir mín, amma okkar og langamma, ANNA KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR, Háaleitisbraut 105, andaðist í Borgarspítalanum sunnudaginn 30. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurrós Einarsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðic og afi, ANTON SIGURÐSSON húsasmiðameistari, Fornhaga 26, verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag, þriðjudaginn 2. júlí, kl. 15.00. Haraldur Antonsson, Karin Hartjenstein, Steinar Antonsson, Sigurður Antonsson, Ingólfur Antonsson, Erla Eggertsdóttir, Hjalti Sigurðsson, Jóna Kristmannsdóttir og barnabörn. t Konan mín, ÁSLAUG ÁRNADÓTTIR PROPPÉ, Álfhólsvegi 4a, Kópavogi, lést á heimili sínu 30. júní. Að ósk hinnar látnu fer útför hennar fram í kyrrþey. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á heimahlynningu Krabba- meinsfélags íslands. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Gunnar Proppé. t Faðir okkar, AUÐUNN ÁRNASON frá Dvergasteini, Súðavíkurhreppi, andaðist 30. júní. Börnin. t Hjartkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afí og langafi, FRÍÐSTEINN ÁSTVALDUR FRÍÐSTEINSSON, Bergstaðastræti 10C, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 27. júní sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. júlí kl. 10.30. Jósefína Svanlaug Jóhannsdóttir, Hólmfríður Fríðsteinsdóttír, Kormákur Kjartansson, Þórdís Fríðsteinsdóttir, Vigfús Waagfjörð, Ástriður Fríðsteinsdóttir, Hulda Karlsson, Sjöfn Sasser, Gary E. Sasser, Steina Fríðsteinsdóttir, Óskar Björgvínsson, Barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, GUÐBJÖRG ELLERTSDÓTTIR, Jaðarsbraut 21, lést í Sjúkrahúsi Akraness 1. júlí. Guðríður Ó. Jóhannsdóttir, Ólafía G. Jóhannsdóttir. t Bróðir minn, JÓN GUÐMUNDSSON bóndi á Skiphyl, lést í Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 30. júní. Elísabet Guðmundsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBJÖRG JÓNASDÓTTIR, Efstasundi 73, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. júlí kl. 13.30. Sigríður Sígurðardóttir, Gisli Ingólfsson, Kristrún Sigurðardóttir, Ole Mikalsen, Stefán Jón Sigurðsson, Anna M. Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. i i ; i ; i ; i n—i-;- Angantýr Elías- son - Minning Fæddur 29. apríl 1916 Dáinn 18. júní 1991 Angantýr Elíasson var einstakur maður. Fundum okkar Týra, en svo var hann gjarnan nefndur í vina- og kunningjahópi, bar fyrst saman er ég réðst sem löglærður fulltrúi við embætti bæjarfógetans í Vest- mannaeyjum á árinu 1971. Týri var þá starfsmaður við embættið og hafði með höndum stjórnun lög- skráningar en sinnti jafnframt toll- útreikningum og tollafgreiðslu. I afleysingum sinnti Týri gjaldkera- störfum. Ekki má gleymast, að Týri var sérfróður meðdómsmaður í málum er snertu siglinga- og sjó- mannalög svo og í landhelgismál- um, en Týri hafði skipstjórnarrétt- indi og átti a4 baki gifturíkan skip- stjórnarferil. Til margra ára var Angantýr prófdómari við stýri- mannaskólann í Vestmannaeyjum. Hann var hafnsögumaður og síðar hafnarvörður. Öllu framangreind- um störfum sinnti Týri af stakri prýði og kostgæfni. Með okkur Týra tókst strax hin besta vinátta, sem náði langt út fyrir hin starfslegu daglegu sam- skipti í 15 ár. Týri var vinur vina sinna og það fékk ég oft að reyna. Hann var samviskusamur, glaðleg- ur, heiðarlegur og þegar það átti við hreinskilinn. Ekki sakaði, að hann Angantýr, þetta heilsteypta prúðmenni, var einnig hið mesta snyrtimenni. Síður en svo var Týri skaplaus maður en hann kunni þá list, mörgum betur, að stilla skap sitt. Mannkostir Týra nutu sín vel í opinberum embættisstörfum. Oft var ég aðnjótandi yfirgripsmikillar þekkingar hans í siglingarétti. Það var gott að hafa Týra sér við hlið við dómstörf. Hann Týri minn spurði gjarnan ekki margra spurn- inga í réttarsalnum en þá er hann kvaddi sér þar hljóðs voru spurning- ar hans hnitmiðaðar og skynsamar. Týri hafði sterka réttlætiskennd en honum var annt um að niðurstaða í hveiju máli væri fengin eftir ná- Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA AÐALSTEINSDÓTTIR, Smyrlahrauni 17, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, miðvikudaginn 3. júlí kl. 15.00. Hafdís Jóhannesdóttir, Eiríkur Ólafsson, Viðar Sæmundsson, Aðalsteinn Sæmundsson, Sigurður Sæmundsson, Lísbeth Sæmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, ÞORBJÖRG SIGRÍÐUR SIGURBERGSDÓTTIR, áður til heimilis í Hamrahlið 23, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 4. júlí kl. 15.00. Þórunn Gunnarsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður, JENSÍNU EGILSDÓTTUR, Strandgötu 19, Hafnarfirði. Sérstaklega þökkum við starfsfólki St. Jósefsspítala í Hafnarfirði fyrir góða umönnun í veikindum hennar. Fyrir hönd annara vandamanna, Þórunn Agla Gisladóttir, Marin Gísladóttir, Helmut Neumann, Guðrún Gísladóttir, Jensina Gísladóttir, Pat Olivo, Sigurgeir Gíslason, Sigriður B. Sigurðardóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLÖF ÓLAFSDÓTTIR, Grundargerði 21, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 25. júní, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 3. júlí kl. 15.00. Sigurjón Auðunsson, Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, Kristín Hafsteinsdóttir, Jórunn Sigurjónsdóttir, Vilberg Sigurjónsson, Sigrún Andrésdóttir, Hólmfríður Sigurjónsdóttir, Nils Axelsson, Guðrún Sigríður Sigurjónsdóttir og barnabörn. LEGSTEINAR GRANÍT - MARMARI Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður, pósthólf 93, símar 54034 og 652707. kvæma skoðun og athugun. Angan- týr Elíasson var þægilegur og góð- ur samstarfsmaður. I fjölskyldulífi var Angantýr hamingjumaður. Sem ungur maður giftist hann eftirlifandi eiginkonu, Sigríði Björnsdóttur frá Bólstað- arhlíð í Vestmannaeyjum. Silla bjó Týra gott heimili, fyrst í Hlaðbæ þá í Grænuhlíðinni og eftir að það hús hafði farið undir hraun, var flutt á Asaveginn en hin síðari ár var heimilið í Kleifarhrauni. Á heim- ili Týra_var gott að koma þar sem snyrtimennska og myndarskapur blasti hvarvetna við augum og gest- risni og hlýhugur fyllti andrúmsloft- ið. í öllu þessu var hið mesta jafn- ræði með þeim hjónum. Barngóður var Týri og barnaláni átti hann að fagna. Ég gleymi því ekki hve vænt honum þótti, þegar barnabörnin komu í heimsókn til afa, þá ljómaði Týri af gleði. Hin síðari ár var Týri farinn að kröftum í baráttunni við erfiðan sjúkdóm. Hin mikla stoð hans og stytta í erfðri sjúkdómslegu og veik- indum var hans góða eiginkona og hans stóra og góða fjölskylda. Við sem álengda stóðum eigum fyrir það mikið að þakka, því svo sannar- lega átti Týri alltaf hið besta skilið. Guð blessi minningu Angantýs Elíassonar. Sillu, börnunum og barnabörnum votta ég mína dýpstu samúð, en minningin um góðan dreng lifir með okkur öllum. Jón Ragnar Þorsteinsson BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. Blómastofa Friöfinm Suðurfandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar viö öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.