Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1991 51 Aðalfundur Skólameistarafélags Islands á Sauðárkróki: Framkvæmd framhaldsskóla- laga þarfnast endurskoðunar Sauðárkróki. UM miðjan júní var aðalfundur Skólameistarafélags Islands hald- inn á Sauðárkróki. Megin viðfangsefni fundarins var um stjórnun framhaldsskólans auk hefðbundinna aðalfundarstarfa. Framsögu- erindi fluttu Jón Torfi Jónsson dósent, sem ræddi um ábyrgð skólastjórnenda og Þór Vilhjálmsson skólameistari sem fjallaði um framkvæmd laga um framhaldsskóla. Fram kom á fundinum að þau markmið sem nýleg lög mæla fyr- ir um sjálfstæði skóla hafa í mörg- um veigamiklum atriðum ekki náð fram að ganga og því þyrfti að vinna mjög að endurbótum á framkvæmd þessara laga og þeirra reglugerða sem þeim eru tengd. Ný stjórn félagsins var kjörin á fundinum, en hana skipa: Jón Fr. Hjartarson skólameistari, for- maður, en aðrir í stjórn eru, Hjálmar Árnason skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Margrét Friðriksdóttir að- stoðarskólameistari í Mennta- skólanum í Kópavogi. Vara- menn í stjórn eru Gyða Jó- hannsdóttir skólameistari Fóst- urskóla íslands og Kristján Thorlacius áfangastjóri Fjöl- brautaskólans við Ármúla. í spjalli við nýkjörinn formann Jón Fr. Hjartarson kom fram að höfuðverkefni nýju stjórnarinnar verður endurskoðun á starfsemi framhaldsskólanna og mun stjórnin beita sér fyrir því að starfsár skólanna verði lengt, með samningum milli ráðuneytis og viðkomandi kennarasamtaka, þannig að öflugt starf fari fram í skólunum utan hins hefðbundna kennslutíma og telur félagið að það sér raunar grundvöllur alls þróunarstarfs í framhaldsskólun- um. Þá mun stjórnin beita sér fyrir því að stjórnir skólanna verði gerðar virkari, með því að vinna að lagfæringum á ýmsum reglu- gerðum sem um þetta fjalla svo sem með gleggri verkaskiptingu á milli skólanefnda, skólastjórnar og kennarafundar, en þar eru ýmis atriði óljós. Einnig brenna á stjórnendum skólanna þeir erfiðleikar sem eru á því að fá starfsfólk að skólun- um og eru þar kjaramálin helsti Þrándur í Götu. . Benti Jón Fr. Hjartarson meðal annars á að mjög erfið- lega gengur að fá iðnaðarmenn til kennslu í verkgreinum svo og viðskiptafræðinga til kennslu í verslunargreinum og eðlisfræði og stærðfræðikenn- arar væru nánast ófáanlegir. Jón sagði að lokum að stjóm- völd þyrftu að nýta sér þá mögu- leika sem felast í skólunum til eflingar því þróunarstarfi sem fram þarf að fara til þess að skóla- starf og menntun sllaðnaði ekki. Að þinghaldi loknu skoðuðu fundarmenn hinn forna þingstað í Hegranesi og síðar sigldi hluti hópsins til Drangeyjar þar sem Jón Fr. Hjartarson. Kristinn Kristmundsson skóla- meistari á Laugavatni las valda kafla úr Grettlu, um staðai-vist þeirra bræðra Grettis og Illuga í eynni, en hinn hluti hópsins hélt heim til Hola og skoðaði staðinn og dómkirkjuna þar undir leið- sögn heimamanna. - BB. Ábendingar frá LÖGREGLUNNI: Merkingar gatnaskemmda og vinnusvæða Lögreglan í Reykjavík og borg- arverkfræðingur vilja hvetja verk- taka og aðra framkvæmdaaðila í borginni að kynna sér vel reglur um merkingar gatnaskemmda og vinnusvæða og haga frágangi og merkingum samkvæmt þeim. Jafn- framt vilja þessir sömu aðilar hvetja ökumenn og aðra vegfarend- ur til þess að virða þær merkingar sem til staðar eru og haga ferð sinni í samræmi við þær. í reglunum segir m.a. að verk- taki eða framkvæmdaraðili sé ábyrgur fyrir merkingum vinnu- svæða. Fyrir vinnu á götum og gangstéttum þurfi framkvæmda- leyfi lögreglu og veghaldara. Áður en merkingar hefjist þurfi að gera veghaldara og lögreglu viðvart. Lögreglan skeri endanlega úr um, hvemig vinnusvæði skuli afmarkað og merkt. Þegar framkvæmdir hefjist þurfi að vera búið að gahga frá öllum merkjum. Umferðarmerki skuli vera í samræmi við gildandi reglugerð. Þau skuli öli vera stöð- ug, vel sýnileg og þannig staðsett, að starfsmönnum stafi ekki hætta af. Merkjum skuli ávallt haldið hreinum. Fjarlægja skuli, eða breiða yfir með Ijósum yfirbreiðsl- um, þau merki, sem fyrir voru við götuna, áður en framkvæmdir hóf- ust, ef þau gilda ekki á verktíman- um eða gefa villandi upplýsingar um ástand mála. Á þeim tíma sem vinna liggur niðri, t.d. um nætur og á frídögum, skuli taka niður, eða hylja með ljósri yfirbreiðslu, öll merki er varða framkvæmdina sjálfa, en skilja eftir þau merki sem nauðsynleg eru vegna ástands götu. Þegar framkvæmdum er lok- ið, og umferð er aftur óhindruð um götuna, skuli strax fjarlægja öll merki, sem sett voru upp á meðan vinna stóð yfir. Ennfremur skuli koma almennum merkingum í það horf, sem var fyrir hendi, áður en framkvæmdir hófust. Lögreglan mun fylgjast náið með að ákvæðum reglnanna verði fylgt á famkvæmdatímabilinu. Nemendasamband Samvinnuskólans: ** Tólfta bindi Árbókar komið út TÓLFTA bindi Árbókar Nemendasambands Samvinnuskólans er komið út. í henni eru birt æviágrip nemenda Samvinnuskólans sem útskrifnðust frá 1980 til 1984. Nú er Samvinnuskólinn orðinn há- skóli og í tilefni þessara timamóta ritar Jón Sigurðsson, fyrrver- andi rektor, grein um tildrög þess. Einnig ritar Vésteinn Benedikts- son, núverandi rektor, um framtíðaráætlanir skólans. Auk æviágripa og mynda af nemendum og fyrrnefndra greina eru í Árbókinni kaflar úr fundar- gerðum Skólafélags Samvinnu- skólans frá árunum 1980-1984 ásamt fjölda mynda úr starfi Sam- vinnuháskólans og Nemendasam- bandsins. Ennfremur er grein eftir Reyni Ingibjartsson um Hamra- garða, heimili Jónasar Jónssonar fyrsta skólastjóra Samvinnuskól- ans, en það hefur um 20 ára skeið verið félagsheimili Nemendasam- bandsins og starfsmannafélaga samvinnufyrirtækja í Reykjavík. Einnig skrifar Kristján Eysteins- son um störf Nemendasambands- ins og hugmyndir um framtíðar- starf. Ritstjóri Árbókar Nemenda- sambandsins er Guðmundur R. Jóhannsson. Árbók Nemendasambands Sanv. vinnuskóláns er 195 blaðsíður og er hún prentuð og innbundin í prentsmiðjunni Odda. Skýrsla Enskilda kynnt á morgnn SKÝRSLA Enskilda Corporate Finance um íslenska hlutabréfamark- aðinn, ásamt tillögum um umbætur og þróun á næstunni, m.a. hlut- verk Verðbréfaþingsins, verður lögð fram og kynnt á morgun, mið- vikudag. Skýrslan hefur verið í vinnslu síðustu mánuði að tilstuðlan Seðlabanka Islands, Iðnþrónarsjóðs og Verslunarráðs íslands. Fundurinn verður í Skálanum, Hótel Sögu og stendur frá kl. 8-9.30. Eiríkur Guðnason aðstoðar- bankastjóri í Seðlabankanum kynn- ir skýsluna. Síðan munu þeir Sig- urður B. Stefánsson framkvæmda- stjóri VÍB hf. og Þorkell Sigurlaugs- son framkvæmdastjóri hjá Eim- skipafélagi íslands segja álit sitt á henni. Auk þess gefst tækifæri til orðaskipta. Skýrslan verður til sölu við inn- ganginn á fundinum. Þátttöku þarf að tilkynna fyrirfram til Verslunar- ráðs íslands, Skrifstofu viðskipta- lífsins. Morgunblaðið/Hilmar Ámason Frá lokahófi þátttakenda í starfsleikninámi kennara á suðurfjörðum Vestfjarða. Patreksfjörður: Starfleikninámi lokið Patreksfirði. # . Kennarar á suðurfjörðum Vestfjarða létu ekki sitt eftir liggja 1 svonefndu starfsleikninámi, sem fram fór á vegum Kennaraháskóla íslands vítt og breitt um landið. Þetta var tveggja vetra nám und- ir handleiðslu leiðbeinanda, Helgu Gísladóttur, og stjórn Þorsteins Sig- urðssonar frá KHÍ. Þorsteinn kom sjálfur og afhenti skírteini í matar- veislu sem nemendur héldu til að fagna lokum. Nemendur eru raunar allir kennarar á Barðaströnd, Bíldudal, Tálknafirði og Patreks- firði. Fræðslustjóri Vestfjarða, Pét- ur Bjarnason, kom til veislunnar ásamt Jónínu Emilsdóttur, sem hafði umsjón með náminu hér. Námið þótti talíast all vel og ekki síður lokahófið eins og sjá má á myndinni. - Hilmar. UM FJOLL & FIRÐI Við efnum til 9 daga hótelferðar til að upplifa margbreytileika íslenskrar náttúru, allt frá fjöruborói og upp á reginfjöll. Meðal helstu áfanga á leiðini eru Kaldidalur, Snæfellsnes, Breiðafjörður, Véstfirðir, ísafjarðardjúp, Strandir og Kjalvegur. Gist verður á hótelum allar nætur. Innifalinn er morgunverður og kvöldverður daglega og hádegisverður síðasta daginn. Leiðsögumaður er Guðmundur Guðbrandsson. Brottför 20. júlí. Skógarhlíð 18 • 101 Reykjavík • Sími 91-25855 Telex 2049 • Bréfasími 91-625895 vU FERÐASKRIFSJUFA ÍSIANDS Verð á mann í tveggja manna herbergi er kr. 61.500,- Ellilífeyrisþegar fá 10% afslátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.