Morgunblaðið - 07.08.1991, Page 1

Morgunblaðið - 07.08.1991, Page 1
64 SIÐUR B/C 175. tbl. 79. árg.__________________________________MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1991_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Gíslamálið í Líbanon: Mannræningjar boða mikilvæg skilaboð til Perez de Cuellars Beirut, SÞ. Reuter. JAVIER Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sagðist í gær ekki enn hafa fengið nein skilaboð frá samtök- unum íslamska Jihad sem hafa í haldi flesta vestræna gísla í Líban- on. Talsmenn Jihad höfðu áður sagt að þau myndu innan 48 klukkustunda senda „sérstakan sendiboða“ á fund hans til að ræða lausn gíslanna. Liðsmaður einnar hreyfingar múslimskra bókstafstrúarmanna í Líbanon sagði að sendiboðinn yrði að líkindum einn af vestrænu gíslun- um og hefur verið giskað á að um sé að ræða fréttamanninn Terry Anderson. Jihad hefur ávallt krafist þess að ísraelar slepptu úr fangelsi flölda palestínskra skæruliða gegn Sovétríkin: Svarthúfur skakka leikinn vegna ítalskra íþróttaskóa Moskvu. Reuter. TÓLF þúsund pör af íþrótta- skóm, sem fluttir höfðu verið inn frá Italíu, ollu miklum usla í borginni Nizhníj Tagil, sem er um þúsund kílómetra austur af Moskvu. Sovéska dagblaðið Trud skýrði frá því í gær að slík hefði ásóknin verið í ítalska skófatnaðinn að til þriggja daga óeirða hefði komið í stál- veri í borginni. Vildu verka- mennimir ólmir festa kaup á vestrænum íþróttaskóm og gerðu aðsúg að manni sem einn síns liðs sá um að afgreiða þá. Lauk kaupæðinu með því að afgreiðslumaðurinn sá sig til- neyddan að kalla til hinar ill- ræmdu „svarthúfur", sem eru sérsveitir innanríkisráðuneytis- ins, til að halda aftur af við- skiptavinunum. því að^ vestrænu gíslarnir fengju frelsi. Iranskt dagblað, Teheran Ti- mes, fullyrti að Israelar hefðu með „grimmdarverkum sínum í Líbanon og á hernumdu svæðunum" komið i veg fyrir að gislarnir yrðu leystir úr haldi fyrir tveim mánuðum er blaðið sagði að hreyfing væri komin á málið. Það telur sig nú hafa traust- ar heimildir fyrir því að breskir og bandarískir gíslar verði látnir lausir fyrir helgi. Jihad, sem er hliðhollt klerka- stjórninni í íran, er talið hafa á valdi sínu sex Bandaríkjamenn, þijá Breta, tvo Þjóðveija og einn Itala en fáeinir eru auk þess í haldi hjá öðrum hópum. Sumir gíslanna, þ. á. m. Anderson, hafa verið í haldi frá 1985. írönsk stjórnvöld segjast geta haft áhrif á stefnu mannræn- ingjanna en þau geti ekki stjórnað gerðum þeirra. Hashemi Rafsanjani forseti hefur oft hvatt til þess að gíslamir verði látnir iausir af mann- úðarástæðum. Reuter Hermaður úr júgóslavneska sambandshernum, sem gætir brúar yfir Dóná, er skilur að Króatíu og Serbíu, notar tækifærið er hlé varð á bardögum til að glugga í dagblað. Forsætisráð Júgóslavíu lýs- ir yfir vopnahléi í Króatíu • • Evrópubandalagið vill að SÞ og ROSE láti deiluna til sín taka Belgrad, Haag, Moskvu. Reuter. FORSÆTISRÁÐ Júgóslavíu lýsti í gærkvöldi yfir vopnahléi í Króatíu sem tók gildi klukkan fjögur í morgun að íslenskum tíma. Áður höfðu júgóslavnesk- ir embættismenn hitt fulltrúa Króata og serbneskra skæruliða að máli en þeir hafa háð blóðug Buthelezi ver sig: Segir ANC hafa þegið fé af KGB Telur einnig að fjármunir frá Norðurlönd- um hafi runnið til hryðjuverkastarfsemi Hong Kong, Brasilíuborg. Reuter. MANGOSUTHU Buthelezi, leiðtogi Inkathaflokks zúlumanna í Suður- Afríku, vísaði því á bug í gær að uppljóstranir um leynilegan fjárstuðn- ing ríkisstjórnar hvíta minnihlutans við Inkatha hefðu skaðað álit leið- togans. Hann sagði umrædda fjárhæð, um sex miiljónir ISK árlega undanfarin fjögur ár, vera smáræði og auk þess hefði honum ekki verið kunnugt um greiðslurnar. Buthelezi segir Afríska þjóðarráðið (ANC), hreyfingu Nelsons Mandela, hafa lengi þegið fé frá útlöndum til hryðjuverkastarfsemi, m.a. frá sovésku öryggislögreglunni, KGB, og Norðurlöndum. S-Afríkustjóm hefur einnig viður- kennt að hafa greitt verkalýðssam- tökum sem hlynnt eru Inkatha um 30 milljónir ÍSK á ári. Buthelezi seg- ist einnig álíta að það sé hræsni að fjargviðrast yfír fénu til Inkatha þeg- ar vitað sé að ANC hafi fengið 1,3 milljónir Bandaríkjadollara (nær 80 milljónir ÍSK) frá suður-afrískum stjómvöldum til að að hjálpa pólitísk- um flóttamönnum að koma sér fyrir á ný í landinu. „Þetta lítilræði, 250.000 rönd, var greitt aðstoðar- manni án vitundar minnar og við höfum endurgreitt féð,“ sagði But- helezi í viðtali við útvarpsstöð í Hong Kong þar sem hann er í heimsókn. „ANC fær háar greiðslur frá KGB, frá Norðurlöndunum og annars stað- ar að til að stunda hryðjuverk. Mér þykir furðulegt að umheimurinn skuli hneykslast vegna þessara 250.000 randa.“ Nelson Mandela er á ferðalagi í Rómönsku Ameríku og sagði á mánudag að ráðamenn í Brasilíu hefðu heitið því að aflétta ekki efna- hagslegum refsiaðgerðum gegn Suð- ur-Afríkustjórn fyrr en allri mismun- un kynþátta þar í landi hefði verið hætt. Um 45% Brasilíumanna eru blökkumenn eða múlattar og þótt þeir njóti að nafninu til jafnréttis við hvíta er reyndin önnur. Enginn ráð- herranna er svartur og eignamenn eru nær allir hvítir. átök í Króatíu undanfarnar vik- ur. Lýstu þá báðir aðilar því yfir að þeir myndu virða vopna- hléssamkomulag. Utanríkisráðherrar Evrópuband- alagsins (EB) funduðu í Haag í gær til að reyna að finna lausn sem komið gæti í veg fyrir borgarastyij- öld í Júgóslavíu. Fyrir fundinum lágu ýmsar tillögur frá aðildarríkj- um EB m.a. um viðskiptaþvinganir gagnvart Serbíu og að sendar yrðu hersveitir til að stilla til friðar í landinu. Frakkar leggja mesta áherslu á að sendar verði sveitir til Júgóslav- íu og sagði Roland Dumas, utanrík- isráðherra Frakklands, í gær, að Frakkar vildu að Vestur-Evrópu- sambandið sendi lið til Júgóslavíu sem myndi skilja hinar stríðandi fylkingar að án þess að taka þátt í átökunum. Gerhard Stoltenberg, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði Þjóðveija ekki geta tekið þátt í slíkum aðgerðum vegna ákvæðis í stjórnarskrá landsins sem einnig kom í veg fyrir að Þjóðveijar tóku þátt í aðgerðum fjölþjóðaliðsins við Persaflóa. Ráðherrar EB tóku ekki afstöðu til þessara tillagna á fundi sínum í gær en sögðust vera því hlynntir að Sameinuðu þjóðirnar og Ráð- stefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE), sem kemur saman til fundar í Prag á fimmtudag, létu málið til sín taka. Þá hvöttu þeir forsætisráð Júgóslavíu til að kalla fulltrúa allra deiluaðila til fundar til að ræða um framtíð Júgóslavíu. Sögðu þeir EB vera reiðubúið að standa að slíkum fundi ef þörf krefði. Um helgina voru þrír af utanrík- isráðherrum bandalagsins í Júgó- slavíu og ræddu þar við fulltrúa deiluaðila. Umleitanir þeirra við að koma á friði fóru hins vegar út um þúfur eftir að fulltrúar Serba mættu ekki á fund sem ráðherramir höfðu boðað til. Sovétmenn vöruðu í gær Vestur- lönd við að senda herlið til Júgóslav- íu. I opinberri yfírlýsingu, sem birt var af sovésku TASS-fréttastof- unni, segir að þeir sem leggi til að sent verði alþjóðlegt herlið til Júgó- slavíu hafí greinilega ekki gert sér fyllilega grein fyrir hvaða afleiðing- ar slíkt gæti haft. Hemaðaríhlutun gæti orðið til þess að deilurnar í Júgóslavíu breiddust út um alla Evrópu. Sagði einnig í yfírlýsing- unni að ekki væri til sú deila sem ekki væri hægt að fínna lausn á með samningum og gagnkvæmum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.