Morgunblaðið - 07.08.1991, Page 18

Morgunblaðið - 07.08.1991, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1991 Alls konar leikur með kanóna og aðra raddskipan hindraði Bach ekki í því að búa til fallega tónlist, sem stendur jafn vel að vígi gagnvart þeim sem ekkert vilja vita um bygg- ingu verkanna og þeirra sem kunna þar á nokkur skii. Rose Kirn lék þessi verk af mikilli kunnáttu og trúlega hefði hún leikið meira með raddregistur ef orgel Skálholts- kirkju hefði leyft slíkt. Prelúdía og fúga í f-moll en þó sérstaklega Tokkatan fræga í C- dúr, var glæsilega flutt. Tokkatan hefst á glæsilegum hljómborðsleik og pedalsóló, er- síðan snýst upp í knúsaðan leik með tvö tónmynstur. Á eftir þessum glæsilega leik kem- ur undurfagur Adagio kafli en verk- inu lýkur með einkar skemmtilegri og áhrifamikilli fúgu, sem byggir á nokkuð óvenjulegu en karakter- sterku stefi, þar sem leikið er með einfaldar endurtekningar stefsins og þagnir. í fúgunni var leikur Rose Kim glæsilegur enda er þetta verk einn allsheijar „virtúósaleik- ur“, bæði hvað varðar útfærslu tón- hugmynda og notkun orgelsins. Eins og fýrr er getið, stundar Hilm- ar Örn Ágnarsson nám hjá Rose Kirn og svo sannarlega er hann þar í góðum höndum, sem eftir leik hennar að dæma er vel kunnandi í list sinni. ÚTSAIA MIKIÐ ÚRYAL AF GÓÐUM SKÓM Á ALLA FJÖLSKYLDUNA. STÓRLÆKKAÐ VERÐ! SKÓR Á AILA FJOLSKYLDUNA... UTSALA Jakkaföt 29.900 - 19.900 Jakkaföt L7.400 - 9.900 Stakir jakkar Jj9r90O - 12.500 Buxur JL9Q0 - 4.900 Skyrtur JLSQO - 2.500 Peysur J5r9f>Ö - 3.900 AV\AM Laugavegi 47, HVIilll iP símar 29122 - 17575 MEIRIVERDLÆKKUN Orgeltónleikar _________Tónlist______________ Jón Ásgeirsson Orgelleikarinn Rose Kirn lék á áttundu tónleikum sumartónleik- anna í Skálholti og flutti eingöngu verk eftir J.S. Bach. Einskis er hennar getið í efnisskrá en Hilmar Örn Agnarsson, orgelleikari í Skál- holti mun vera nemandi hennar. Á efnisskránni voru tólf kóralar (BWV 632-644) úr Orgelbuchlein, Fantas- ían í G-dúr (BWV 572), Prelúdía og fúga í f-moll (BWV 534) og Tokkata og fúga í C-dúr (BWV 564). Rose Kim er góður orgelleikari og lék verk meistarans á mjög sann- færandi máta. Tónleikamir hófust á G-dúr fantasíunni, sem hefst á leikandi „solfeggio" kafla en mið- þátturinn er sérkennilegur „kóral- leikur" byggður á gagnstígu tón- ferli, sem hefst með fallandi G-dúr tónstiga í efstu rödd á móti hækk- andi tónferii í pedal. Þessi gagn- stígi tónstigaleikur birtist síðan með ýmsum hætti og lýkur með glæsi- lega rísandi niðurlagi. Tónverkinu lýkur með eins. konar kandensu og Rose Kirn var þessi skemmtilega fantasía mjög vel flutt. Kóralforspilin eru ekki aðeins falleg tónlist, heldur og em mörg þeirra hreinn tónfræðilegur galdur, hvað varðar raddskipan og form. + 20% AF ÚTSÖLUVERÐI 3 DAGAR EFTK AF ÚTSðLUIWH JOSS \ Kringlunni 8-12, sími 689150 Brandenborg- arkonsertar _________Tónlist______________ Jón Ásgeirsson Um síðustu helgi vom þrír af sex konsertum er Bach samdi fýrir Christian Ludwig, markgreifa af Brandenburg, fluttir á sumartónleik- unum í Skálholti, nánar tiltekið þriðji, fjórði og fimmti. Flytjendur vom Bach-sveitin og þó ekki sé til- greindur stjórnandi, er líklegt að Ann Wallström konsertmeistari og Helga Ingólfsdóttir hafi þar um gert, sem nauðsynlegt hefur verið ritað til samstillingar í leik og túlkun. Margt hefur verið ritað um Brand- enborgarkonsertana en séðir út frá þróun hljómsveitarinnar, er ljóst að í þeim er lítið fengist um þau atriði í hljómsveitarritun, sem varðar jafn- vægi milli radda og hljóðfæra, sem þó var á tímum Bachs, orðið mikil- vægt atriði í hljómsveitarútfærslum ýmissa óperutónskálda. Þeir sem leitast við að leika hljómsveitarverk Bachs, á sem næst uppmnaleg hljóð- færi, með það markmið í huga, að uppfærslan verði sem líkust því sem ætla mætti að hún hafi verið á tím- um meistarans, lenda oft í vandræð- um með jafnvægi á milli radda og hljóðfæra, auk þess sem hraðinn, ýmsar hrynrænar útfærslur, skreyt- ingar og leiktækniútfærslur era vandamál, sem enn era deiluefni sérfræðinga. Þeir sem hafa sett sig gegn því að reynt sé að endurvekja gamlan leikmáta rökstyðja mál sitt með því, að það sé í raun ómögulegt og að tónlist lifi aðeins, að mögulegt sé að leika hana á hljóðfæri hvers tíma. Aðrir telja þörf nútímamannsins fyr- ir gamla tónlist, sprottna upp úr þeirri tilfinningalegu ófullnægju, sem útspekúleruð nútímalistsköpun hefur ræktað hjá listneytendum. Inn í þessa umræðu kemur þáttur hljóð- ritunartækninnar en nú er hægt að hlusta á tónlist frá öllum tímum, sem ekki var hægt áður fyrr og því var öll gömul tónlist þá dæmd til að gleymast. Þrátt fyrir annmarka varðandi hljóðfæraskipan og jafnvægi milli hljóðfæra, sem finna má víða í Brandenborgarkonsertum, er tón- listin svo stórkostleg, að orð þar um verða næsta fáfengileg, svo sem eins og ávallt þegar menn reyna að lýsa eða útskýra list. Ekki verður sagt að flutningurinn á konsertunum þremur hefí verið hnökralaus og var það einkum óviss tónstaða (intonati- on) sem setti oft eirrauðan lit á hljóminn, þar sem hann átti að glampa skær, sérstaklega í þriðja konsertinum, sem er saminn ein- göngu fyrir strengi. Þrátt fyrir þetta var margt fallega gert hjá einstaka hljóðfæraleikara helst þeim er léku einleik. Það vom blokkflautuleikar- amir Camilla Söderberg og Ragn- heiður Haraldsdóttir og Ann Walls- tröm fíðluleikari, sem lék mjög vel í íjórða konsertinum og Ann sérstak- lega vel „kadensuna“ í þriðja þættin- um. Fimmti konsertinn er í raun sembalkonsert og lék Helga Ingólfs- dóttir „kadensuna" í fyrsta þætti frábærlega vel. I heild vom þetta skemmtilegir tónleikar og ljóst að Bach-sveitin eflist með hveiju árinu en „stand- ard“ í flutningi verður til á löngum tíma, þar sem leiðarljósið er ögun og trú á farsæl ieiðarlok. Þetta hef- ur verið takmark þeirra sem staðið hafa fyrir sumartónleikunum í Skál- holti og þeir hafa áorkað miklu, og hvað varðar tónlist, endurreist Skál- holtsstað til mikillar virðingar sem menningarsetur. Guðrún Y. Gísladóttir við nokkur verka sinna. W^h\ V. \ ;7s7 Jff Hveragerði: Myndlistarsýning í Eden GUÐRUN V. Gísladóttir heldur sölusýningu á myndverkum sín- um í Eden í Hveragerði dagana 12. til 25.ágúst nk. Á boðstólum verða u.þ.b. 30 málverk, aðallega olía á striga, og nokkur vatnslitaverk, öll unnin á síðastliðnum 2 ámm. Auk þess verða til sýnis fáein olíumálverk úr einkaeign, sem listakonan vann á ámnum 1979-1987. Þetta er í fyrsta skipti sem Guð- rún sýnir myndverk sín opinber- lega, en hún hefur á undanfömum árum m.a. gefíð út tvær ljóðabæk- ur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.