Morgunblaðið - 07.08.1991, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGUST 1991
Vextir og verðbólga
eftir Eggert Haukdal
Afstaða stjómmálaflokkanna til
vaxtamála er mjög á reiki. Enginn
þeirra hefir markað skýra og
ákveðna stefnu. Einstakir menn í
flokkunum öllum eru ýmist með eða
á móti hávöxtum.
Ekki hefur farið mikið fyrir bar-
áttu svokallaðra verkalýðsflokka
gegn lánskjaravísitölunni, Alþýðu-
flokkurinn raunar guðfaðir hennar
að hluta og Alþýðubandalagsmenn
setið langtímum í stjóm sem staðið
hefur fyrir bullandi vaxtaokri. Und-
anskilinn er þó Lúðvík Jósepsson.
Framsókn og vextirnir
Einn er þó sá flokkur, sem telur
sig æ standa gegn vaxtahækkunum.
Það er Framsóknarflokkurinn. Svo
er þó meira í orði en á borði. Það
var einmitt formaður þess flokks,
Ólafur Jóhannesson, sem á sínum
tíma fékk samþykkt hin umdeildu
ákvæði um verðtryggingu fjárskuld-
bindinga (Lög um stjóm efnahags-
mála 1979). Raunar hefír heyrzt,
að Ólafur hafí talið sig hafa verið
blekktan af Seðlabankanum, en ekki
hefí ég sönnur fyrir því. Lofsverður
fyrirvari var þó í nefndum lögum.
Hann var sá, að vinnulaun skyldu
háð kaupgjaldsvísitölu á sama hátt
og fjárskuldbindingar lánskjaravísi-
tölu. Annað meginatriði var, að gert
var ráð fyrir raunvöxtum í námunda
við 2%. Það er vissulega mikil fóm
af samfélagsins hálfu að verðtryggja
að fullu sparifé, skuldabréf og aðra
slíka pappíra. Verðtryggingin hefír
í verðbólgu undangengins áratugar
lagt ómældar byrðar á bæði fyrir-
tæki og heimili í landinu. Þess vegna
verða fjármagnseigendur að sætta
sig við hóflega raunvexti. Enn í dag
er það skoðun lærðustu og reynd-
ustu manna í banka- og peningamál-
um, að raunvextir verðtryggðra inn-
og útlána megi alls ekki fara yfir 3%.
Allt nema kaupgjald má hækka
Hver hefír framvindan verið hér
heima síðustu árin? Núverandi for-
maður Framsóknarflokksins, Stein-
grímur Hermannsson, vann það „af-
rek“ þegar árið 1983 að afnema
kaupgjaldsvísitölu á laun, en láta
lánskjaravísitöluna haldast. Þannig
mega skuldir þegnanna hækka skv.
vístölu, meðan tekjur þeirra, sem
greiða eiga þessar skuldir, standa í
stað. Slíkt er auðvitað ósvinna —
hefír enda komið þúsundum manna
í greiðslustöðvun og gjaldþrot. Stein-
grímur gerði gott betur. Hann lét
taka kaupgjaldsþátt upp í útreikning
lánskjaravísitölunnar. Afleiðingin er
sú, að sérhver kjarabót launþega er
svo að segja jafnharðan af þeim tek-
in með hækkun verðbótaþáttar
vaxta af skuldum þeirra, íbúðarlán-
um og öðrum. Það er með ólíkindum,
að launþegar skuli hafa sætt sig við
slíka aðför að hagsmunum þeirra i
tvígang.
Hömlulausar vaxtahækkanir
með handafli
En hvað um raunvextina? Þeir
fóru hraðvaxandi í tíð síðustu ríkis-
stjómar undir forsæti Steingríms
Hermannssonar, náðu upp í 6-9%,
eða tvöfalt/þrefalt hærra en eðlilegt
getur talizt. Þetta gerðist þrátt fyrir
andóf Steingríms Hermannssonar í
tali. Hann mátti sín nánast einskis
gegn bankavaldinu. Það fer sínu
fram í skjóli Jóhannesar Nordals
seðlabankastjóra og Jóns Sigurðs-
sonar viðskiptaráðherra, sem vom
samtaka í því að leyfa hömlulausar
vaxtahækkanir. Það var og gert
undir kjörorðinu „vaxtafrelsi", sem
er reyndar hvergi til í heiminum og
alls ekki hér á landi. í öllum vestræn-
um ríkjum er vöxtum miðstýrt af
hálfu miðbanka í samvinnu við íjár-
málaráðuneyti. Sjálfur Ólafur Ragn-
ar Grímsson hrifsaði til sín aðaltæki
Seðlabankans til peningastjórnar.
Það em viðskipti bankans á opnum
markaði með ríkisvíxla, spariskír-
teini og skuldabréf, sem Ölafur þjóð-
nýtti til að fjármagna halla á rekstri
ríkissjóðs.
Á tíma þjóðarsáttar í fyrrasumar
bmgðust bæði ríkisstjómin og bank-
amir. Bankaráðin vom kölluð saman
með fárra vikna millibili, oftast til
að hækka vextina umfram verðbólgu
og þjóðarsátt, með handafli bankar-
áðsmanna. Gilti þar einu hvort það
var Vaxta-Ásmundur, Vaxta-Eyjólf-
ur eða Vaxta-Guðni sem kölluðu
saman sín bankaráð. (Stundum vom
þau þó kölluð saman til að lækka
vextina, einnig með handafli.) En
viðskiptabankamir afsaka hveija
vaxtahækkun með því, að vextir
Eggert Haukdal
„Það er ósk mín og von
að núverandi ríkis-
stjórn taki á þessum
málum af skynsemi og
einurð, þannig að fjár-
magnskostnaður og
verðbólga hætti að vera
aðalbölvaldur atvinnu-
lífsins og heimilanna í
landinu.“
SKÓÚTSALA
0CCO Skóverslun Þórðar
Laugavegi 41, Borgarnesi Kirkjustræti 8,
sími 13570. Brákarbraut 3, sími 14181.
sími 93-71904.
verði að fylgja verðbólgunni. Þeir
látast ekki vita, að vextimir gera
það sjálfkrafa. Verðbótaþáttur
vaxta, sem er lengstum meginhluti
vaxtaprósentunnar, hækkar stöðugt
í takt við lánskjaravísitöluna.
Víxlarar og stóreignamenn
andæfa
Áróðurslið íjármagnseigenda klif-
ar stanzlaust á því, að aðeins raun-
vextir séu vextir. En hver borgar
verðbótaþátt vaxta annar en lántak-
andinn sjálfur? Vextir em verðið,
allt verðið, sem greitt er fyrir pen-
inga að láni, eins og margir hag-
fræðingar hafa margsinnis gert
grein fyrir. Þetta liggur í augum
uppi. Enginn hefír leyft sér að segja,
að aðeins raunkaupgjald sé kaup-
gjald, en ekki verðbótaþátturinn skv.
kaupgjaldsvísitölu.
Eitt versta axarskaftið í vaxta-
málum var húsbréfakerfi Jóhönnu
Sigurðardóttur, sem gerði íbúðar-
byggjendur og kaupendur að skatt-
þegnum verðbréfamarkaðarins.
Aföll þessara bréfa em þegar komin
yfir 20% og kunna vissulega að verða
enn hærri. Þessi póstur bætist við
verðbótaþátt vaxta og raunvaxta,
er sameiginlega gera greiðslubyrði
húsnæðis óbærilega fyrir fjölda
landsmanna.
Gjaldþrot heimila og
fyrirtælga stóraukast
Gjaldþrot fyrirtækja, jafnvel heilla
atvinnugreina, eru tilkynnt í fjöl-
miðlum í viku hverri. Hrópað er á
aðstoð ríkisins, en opinberir sjóðir
em ekki lengur aflögufærir. Koma
þarf í veg fyrir vanda fyrirtækjanna
og heimilanna áður en til gjaldþrots
kemur. Slík uppstokkun er sársauka-
minni fyrir alla aðila og ódýrari leið
fyrir peningastofnanir og þjóðfélagið
í heild. Talað er um að selja banka
í eigu ríkisins, sem varla getur talizt
hagkvæmt fyrir skattborgarana,
a.m.k. ekki að gefa þá, eins og gert
var við Útvegsbankann. Það væri
náttúmlega hægt að gefa einhveij-
um Landsbankann eða Búnaðarban-
kann en á því græddu skattborgar-
arnir og þjóðin sem heild lítið. En
ef ætti að selja þessar stofnanir á
fullu verði — hver getur keypt þær?
Eðlilegt er að ríkisbankar og hlutafé-
lagsbankar starfi hlið við hlið. Er
- ekki nóg að gert í bili?
Ríkissjóður getur ekki til lengdar
selt arðbærar eignir og keypt skuld-
ir gjaldþrotabúa. Flest gjaldþrot
hafa stafað, beint og óbeint, af of
háum ijármagnskostnaði. Vanskil í
bankakerfinu em herfileg. I fljót-
ræði sínu halda bankastjórar og
bankaráð að þeir geti unnið upp
vanskilin með því að hækka vexti
og auka vaxtamun inn- og útlána.
Allar slíkar hækkanir auka hins veg-
ar fjármagnskostnaðinn og með-
fylgjandi erfíðleika fyrirtækja og
heimila. Vítahringur myndast.
Kjarni málsins
Í Ólafslögum nr. 13/1979 er í 7.
kafla laganna að fínna ákvæðin um
verðtryggingu sparifjár og lánsfjár,
og áttundi kaflinn fjallar um verð-
bætur á laun.
Og til þess að gera flókið mál
einfalt og skiljanlegt öllum mönnum
gerði höfundur laganna ráð fyrir og
reyndar löggjafínn einnig að beiting
lögtryggingarákvæða laganna yrði
ætíð tvíhliða, þ.e. eftir 7. kafla á
sparifé og 8. kafla á laun.
Að bijóta þetta grundvallaratriði
laganna er afskræming á þeim hug-
myndum sem liggja að baki þessarar
lagasmíðar, þ.e.a.s. að verðtrygging-
ar fjárskuldbindinga haldist í hendur
við verðtryggingu launa.
Allan níunda áratuginn seig á
ógæfuhliðina. Lán margfölduðust á
meðan launum var haldið niðri og
er með ólíkindum að verkalýðshreyf-
ingin kokgleypti þessa þróun. Fjöldi
fyrirtækja og einstaklinga lentu í
gjaldþroti, eignir-gufuðu upp í upp-
boðsrétti, fáein stórfyrirtæki, fjár-
festingafélög og ríkir einstaklingar
urðu ennþá ríkari.
Ekki getur þetta verið í anda Ól-
afs Jóhannessonar heitins enda hafði
Steingrímur Hermannsson marglof-
að þjóðinni að taka lánskjaravísitölu
úr sambandi, vandamálið er bara að
hann gleymdi að efna þau loforð.
Það hlýtur að vera eitt brýnasta
verkefni núverandi ríkisstjórnar að
höggva á þennan hnút. Annað hvort
verður að afnema lánskjaravístölu
eða að verðtryggja laun. Ef ekkert
verður að gert skiptist þetta þjóðfé-
lag bráðum í tvo hópa — bónbjarg-
arfólk og fáeina moldríka einstakl-
inga og félög. Það er fullkomin öfug-
þróun í velferðarríkinu íslandi.
Það er ósk mín og von'að núver-
andi ríkisstjóm taki áþessum málum
af skynsemi og einurð, þannig að
fjármagnskostnaður og verðbólga
hætti að vera aðalbölvaldur atvinnu-
lífsins og heimilanna í landinu og
að við getum lifað í verðbólgulausu
þjóðfélagi.
Að lokum vil ég láta það koma
fram að það er persónuleg skoðun
mín að það standist ekki í neinu sið-
menntuðu þjóðfélagi að verðtryggja
að fullu lán né heldur laun. En allra
síst stenst að verðtryggja fjármagn
að fullu á sama tíma og það er ekki
einu sinni gert við nauðþurftar laun.
Skyldi þeim aldrei líða illa valds-
mönnum hér á landi, sem bera
ábyrgð á þessu ástandi?
Eftirmáli
Frá því þessi greinarstúfur var
skrifaður og kemur fyrir sjónir les-
enda hefur talsvert vatn runnið til
sjávar. Samkvæmt frétt á útsíðu
Mbl. 24. júlí sl. virðist loks sjást ljós
í myrkrinu varðandi lánskjaravísi-
töluna. Birt er viðtal við Einar Odd
Kristjánsson í framhaldi af viðtali
við Om Friðriksson frá deginum
áður. Fyrir báðum þessum mönnum,
sem eru fulltrúar launþegasamtaka
og vinnuveitenda, virðist vera runnið
upp ljós og er það vel. Fyrir nokkru
hafði ungur hagfræðingur, Hannes
Sigurðsson, látið hafa eftir sér í
Mbl. „hvort þessi lánskjaravísitala
þurfi ekki að fara að fjara út“, en
of margir hagfræðingar hafa lengi
haft þessa vísitölu sem hálfguð.
Vonandi er að sólin sé að bijótast í
gegnum myrkrið í þessum efnum.
Eg hef um árabil með greinum í
blöðum og frumvarpsflutningi á Al-
þingi vakið athygli á nauðsyn þess
að afnema lánskjaraVísitöluna, sem
hvergi er notuð í siðuðu þjóðfélagi
nema hér. Vonandi boða viðtölin við
Einar Odd og Öm Friðriksson að
nýir tímar séu að renna upp.
Höfundur er þingmaður
SjálfsUeðisflokksins I
Suðurlandskjördæmi.