Morgunblaðið - 07.08.1991, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.08.1991, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1991 Utanríkisráðherra hefur leynt upplýs- ingum um frílista Ráðherrann segir ásakanir Ólafs á misskilningi byggðar „OLLUM lykilstofnunum sljórnkerfisins hefur verið sagt ósatt og mjólkurvörum smyglað inn í samninga á síðustu vikum viðræðn- anna í Brussel," segir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins. Ilann sakar utanríkisráðherra um að hafa brugðist lagaskyldu með því að leyna upplýsingum um mjólkurafurðir á frílista í viðræðum EFTA og EB. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra segir engu hafa verið leynt, þessar upplýsingar hafi legið fyrir í ráðuneytum landbúnaðar og iðnaðar frá febrúarbyij- un. Bréfleg viðbrögð ráðuneytanna sýni að mönnum hafi verið ljóst að þessar tegundir væru á umræddum lista. Búferlaflutningar vestur um haf . Svisslendingarnir Jiirg Sommerauer, námuverkfræðingur og flug- vélasmiður, t.h. og Sven Girsperger, jarðfræðingur, við Glasair flugfél Sommerauers á Reykjavíkurflugvelli. Ólafur Ragnar kveðst munu krefja Jón Baldvin skýringa um málið á fundi utanríkismálanefnd- ar í vikunni. „Hafi aðalsamninga- maður Islands ákveðið að láta það viðgangast að mjólkurafurðir færu inn á listann ber honum að víkja,“ segir Ólafur. „Ef ákvörðunin er utanríkisráðherra hefur hann lejmt mikilvægum upplýsingum og ég tel ástæðu til að Alþingi komi sam- an til sérstaks fundar um málið í águst.“ Forseti Alþingis, Salóme Þor- kelsdóttir, kveðst ekki hafa heyrt að þetta mál þætti næg ástæða til að kalla saman aukaþing. Úr því hljóti að mega greiða í ríkisstjórn og utanríkismálanefnd. Jón Baldvin Hannibalsson segir ákvarðanir í viðræðunum í Brussel teknar í samráði við sig. „Ábyrgð á þeim hvílir vitanlega á mér,“ segir hann. „Við tókum ekki þátt í viðræðum um listann í vetur en sögðum í júlí: Ef leyfður verður tollfijáls aðgangur fýrir sjávaraf- urðir föllumst við á þennan sam- ræmda lista. Við stóðum frammi fyrir því að hafna EES samningun- um í heild eða taka því að smjör- líki og ísefni séu með á lista yfir iðnaðarvörur úr landbúnaðarhrá- efnum.“ Ólafur Ragnar segir það bera vott um vankunnáttu samninga- manna íslands í Brussel, að telja unnt að leggja jöfnunargjald á inn- flutt smjörlíki. Það verði ekki hægt þar sem jurtaolía sé ekki framleidd hérlendis. Jón Baldvin vísar þess- ari fullyrðingu á bug og segir hana dæmigerða fyrir misskilninginn í málflutningi Ólafs. Jón segir jöfnunargjald gegna þeim tilgangi að vega upp á mun á verði innflutnings og innlendum framleiðslukostnaði, með álagn- ingu þess sé hægt að mæta niður- greiddu hráefnisverði erlendis. Fyrir mjólkurfituna í smjörlíki sé auðvitað hægt að setja á jöfnunar- gjald til að vega upp lágt mjólkur- verð í EB-löndum. En hvað jurta- olíu varði þurfi ekkert að jafna, hún sé keypt á heimsmarkaðsverði. Gunnar Snorri Gunnarsson skrifstofustjóri í utanríkisráðu- neyti segir að á viðræðulistum EFTA og EB sem sendir voru hlut- aðeigandi ráðuneytum í febrúar, sé tollflokkur 2106 og undir hann falli vörur eins og Létt og laggott og Smjörvi með meira en 15% mjólkurfítu. Á lokalista sem geng- ið hafí verið frá í júlí sé einnig flokkur 1507, að ósk iðnaðarráðu- neytis, en undir hann falli smjörlíki með minna en 15% mjólkurfítu. Það sé misskilningur Ólafs Ragn- ars að smjörlíkið hafi bæst á list- ann í sumar óg rangt að einhveiju hafí verið smyglað þar inn. ÞEGAR fólk flytur búferlum milli heimsálfa fylgja oft miklir búslóðaflutningar. Það þarf að huga að mörgu og dýrðargripir þurfa sérstaka umönnun. Sviss- neski námuverkfræðingurinn Jiirg Sommerauer fékk nýverið kostaboð um atvinnu í sinni grein vestur í Utah-fylki í Bandaríkjunum sem hann og þáði. Meðal þess sem fylgdi bú- slóð Sommerauers var flugvél sem hann og eiginkonan smíð- uðu í sameiningu áður en þau hjónin tóku sig til við að stækka fjölskylduna. Flugvélina, sem er af gerðinni Glasair, gátu þau ekki hugsað sér að selja eða skilja eftir í geymslu heima í Sviss því þeim finnst hún vera hluti fjölskyldunnar. Þegar Jiirg Sommerauer og kona hans, Beate, fyrst kynntust kom það á daginn að þau höfðu bæði áhuga á flugi og varð það þeirra fyrsta verk í sameiningu að smiða sér flugvél. Flugvélasmíðin tók um tvö og hálft ár og urðu heildarvinnustundir þeirra hjóna við smíðina um 4.000 alls. Yængir vélarinnar voru smíðaðir í stofu þeirra hjóna en skrokkurinn var smíðaður í bílskúrnum. Það leynir sér ekki við skoðun vélarinnar, sem þau skírðu „Bleiki baróninn", að þau hafa vandað vel til smíðinnar, enda hlutu hjónin fyrstu verðlaun fyrir smíðina á flugsýningu heima- smiða í Frakklandi á sl. ári. Þegar að flutningnum kom var ákveðið að sonurinn skyldi taka sér far til vesturheims með áætl- unarflugvél, en eiginmaðurinn fékk það verkefni að flytja flugvél- ina milli heimsálfa. Þar sem það er ekki fyrir óvana að fljúga smá- flugvél einn síns liðs yfír Norður- Atlantshafi fékk Sommerauer vin sinn einn, Sven Girsperger, sem er jarðfræðingur og reyndur flug- maður, til að koma með. Girsper- ger hefur áður farið fram og til baka yfir Atlantshafíð á smáflug- vél og er með töluverða reynslu í blindfiugi. Hingað til íslands komu þeir ferðafélagar í byijun síðustu viku, en vegna óhagstæðra veður- skilyrða á flugleið þeirra héðan þurftu þeir að bíða færis til að komast áfram. En ekki sátu þeir aðgerðarlausir á meðan á bið þeirra stóð heldur notuðu félagam- ir tækifærið til að skoða landið úr flugvél Sommerauers enda námu- verkfræðingur og jarðfræðingur væntanlega vel færir um að meta landslag og fegurð íslands okkar án leiðsögumanns. Þeir fóru vítt og breitt um landið félagamir í nokkmm ferðum og kváðust mjög hrifnir af öllu, að undanskildu verðlaginu hér. Eru þeir að fá 'ann ROÐ efstu laxveiðiánna er óbreytt eftir hina löngu helgi. Þverá ásamt Kjarrá hefur enn vinninginn, en á hæla hennar koma Laxá í Kjós og Norðurá og þar á eftir Langá á Mýrum og Laxá í Aðaldal, en í síðastnefndu ánni þykir veiðin þó afar dauf. Breyt- ing kann að verða á lokaröð ánna, því veiði lýkur í Þverá um næstu mánaðamót og í efri hlutanum, Kjarrá, 3. september. Veiði í Norðurá lýkur 31. ágúst, en í Laxá í Kjós verður veitt til 9. september og í Langá til 12. september á neðsta svæðinu, en til 20. september á miðsvæðinu og á Fjallinu. Laxá og Langá gætu því skákað Borgarfjarðaránum tveimur um einhver sæti áður en yfir lýkur og svo er slatti af ám sem hefur gefið eitthvað minna, en gætu tekið mikinn kipp ef skilyrði gerast hagstæð áður en yfir lýkur. Þverá sækir sig á ný Andrés Eyjólfsson frá Síðum- úla, leiðsögumaður við Þverá, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að milli 1.230 og 1.240 laxar væru komnir á land úr ánni allri, Þverá og Kjarrá. Veiðin hafí dottið mikið niður í eina fimm daga, en væri nú að koma upp á ný. I fyrradag komu svo miklir hitaskúrir, að áin óx og litaðist og í kjölfarið fór að veiðast betur og í aflanum voru meira að segja grálúsugir fískar, þannig að enn er lax að ganga á svæðinu. Norðurá nálgast þúsund „Við vorum að taka þetta saman og fengum út að Norðuráin er komin í svona 910 til 920 laxa, Norðurá 1 með um 850 laxa þar, af, en Stekkurinn utan Norðurár 1 um 40 stykki og Munaðarnesið og efri dalurinn með swona. 30 fiska,“ sagði Ingólfur Ásgeirsson veiðimaður í Norðurá í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann hafði verið ásamt föður sínum í ánni í ijóra daga og lágu 8 flugufiskar í valnum eftir þá. Ingólfur sagði að öll áin væri „virk“, þ.e.a.s. að lax veiddist um allt. Áin er frem- ur vatnslítil, en skúrimir að und- anfömu hafa sett mark sitt á veiðiskapinn, þannig litaðist áin grængul á dögunum, er það kom þrumuskúr í Bauluna þannig að líparítdmlla fossaði í ána. Er hún skolaðist úr kom skot í veiðina, en annars er hún jöfn og þokka- leg. Kjósin komin í 1.000 stykki Ásgeir Heiðar staðarleiðsögu- maður við Laxá í Kjós sagði við Morgunblaðið í gær að tölumar úr Kjósinni hefðu verið svo á reiki að undanfömu að hann vissi varla lengur hvort hann segði sjálfur satt eða ekki! Helst hefði verið að. heyra á fjölmiðlum að veiðin væri komin vel á tólfta hundrað- ið.„Það er ekki rétt. Rétt er að veiðin er að skríða í 1.000 laxa. Það var mjög góð veiði um tíma eftir rigningarnar, en þótt mikið hafi gengið af laxi þá og síðan hafa tökur ekki verið sem skyldi. Áin er nefnilega það lítil að laxinn bunkar sig á fáum stöðum og tek- ur þá illa. Það er hrikalegt magn af físki á neðsta svæðinu. Það minnir á mergðina sem var á svæðinu metveiðisumarið 1988. Það verður fjör er hrúgan fer að dreifa sér um ána,“ sagði Ásgeir Heiðar. Langá stendur vel Jóhannes Stefánsson leiðsögu- maður og veiðivörður við Langá •sagði í gær að tveir síðustu dag- arnir hefðu verið fremur daufir, enda mjög heitt og bjart í veðri. En veiðin hefði verið allgóð og mjög viðunandi það sem af væri, vel á áttunda hundrað laxar væm komnir á land úr ánni allri og góður tími eftir á ýmsum af svæð- unum, eins og til dæmis á Fjall- inu. „Það gæti verið gott hér neðst áfram, því við emm enn að fá nýmnna físka og það vantar ekki lax í ána, af honum er nóg,“ sagði Jóhannes. Síðustu daga veiddust tveir boltafískar á Langárvísu, báðir í Glanna, annar 16 pund og hinn 15 pund. í hylnum Iiggja nokkrir sem eru augsýnilega ekki minni og jafn vel heldur stærri. Laxá í Þing. dauf Stefanía starfsstúlka í eldhús- inu í Vökuholti gluggaði í veiði- bókina fyrir Morgunblaðið í gær- dag og sagði um 600 laxa komna á land. Hún hafði ekki spurnir af efri svæðum árinnar, en Morgun- blaðið hefur eftir góðum leiðum að heildaraflinn sé eitthvað yfir 700 fískar. Menn em ekkert of hressir með veiðina, því lítill físk- ur er talinn í ánni og helst að menn fái smáskot fyrir neðan Æðarfossa annað slagið. Nýlega veiddist 25 punda hængur, rosa- legur en draugleginn risi, í Vitaðs- gjafa. á Nesveiðunum. Er það stærsti lax sem frést hefur af hér á landi í sumar. Óvenjulítið hefur veiðst af 20 punda löxum og stærri það sem af er hér á landi. Þannig hefur t.d. enginn slíkur lax veiðst enn á svæðum Laxárfélags- ins í Laxá í Aðaldal. gg Patreksfj örður: Eldur í rækjuveiðiskipi LITLAR skemmdir urðu af eldi sem kom upp um borð í rækju- veiðiskipinu Erlingi KE er það var á leið til hafnar á Patreksfirði á mánudag. Slökkvilið bæjarins réði niðurlögum eldsins þegar komið var að bryggju um tveimur klukkustundum síðar. bragðist hárrétt við. Skipið lagði síðan að bryggju um klukkan 20, og var eldurinn slökktur undireins. Að sögn lögreglunnar á Patreks- firði barst tilkynning frá skipveij- um um reyk framantil í skipinu laust fyrir klukkan 18, og hafði áhöfnin þá lokað og þétt rýmið þar sem eldur logaði. Þannig var kom- ið í veg fyrir að aukið súrefni næði að auka logann, og tók lög- reglan fram að skipveijar hefðu Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kviknaði eldurinn útfrá rafmagni. Erlingur fór síðan frá Patreksfirði um miðnætti á mánu- dag áleiðis til Keflavíkur. „Bleiki baróninn“, heimasmíðuð Glasair I flugvél svisslendingsins Jiirg Sommerauer í Reykjavík á leið til nýrra heimkynna í vesturheimi. Ólafur Ragnar Grímsson:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.