Morgunblaðið - 07.08.1991, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.08.1991, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. AGUST 1991 Ráðstefna um frið í Mið-Austurlöndum: Enn ósamið um þátt- töku Palestínumanna Nikósíu. Keuter.^ ARABAR og Israelar eru nú nær því að setjast að samningaborði en nokkru sinni síðan 1973 eftir síðustu friðarför James Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um Mið-Austurlönd og Norður- Afríkuríkin Túnis, Marokkó og Alsír. Israelar hafa samþykkt að taka þátt i friðarráðstefnu, sem fyrirhuguð er í október, með ákveðn- um skilyrðum um hverjir verði fulltrúar Palestínumanna á ráðstefn- unni. Egyptar, Jórdanir, Líbanir og Sýrlendingar hafa samþykkt þátt- töku í friðarráðstefnu en utanríkis- ráðherra Sýrlendinga, Farouq al- Shara, sagði í gær að ísraelar ættu ekki að fá að segja til um hverjir yrðu fulltrúar Palestínumanna á ráðstefnunni. Baker, sem lauk fimm daga frið- arför sinni í Alsír í fyrradag, sagði að nú væri gullið tækifæri til að koma á friði í Mið-Austurlöndum og sagðist vera mjög vongóður um að það myndi takast. Framkvæmd- astjóri Sameinuðu þjóðanna, Javier Perez de Cuellar, sagðist einnig vera mjög vongóður um að viðleitni Bakers myndi bera árangur. Enn hefur þó ekki riáðst sam- komulag um fulltrúa Palestínu- manna. ísraelar segjast ekki munu setjast að samningaborði með full- trúum Frelsissamtaka Palestínu (PLO) og ekki heldur Palestínu- mönnum frá austurhluta Jerúsalem, sem þeir innlimuðu árið 1967. Yass- er Arafat, leiðtogi PLO, sagði í gær að Palestínumenn myndu ekki sam- þykkja skilyrði ísraela. Embættismenn bandaríska ut- anríkisráðuneytisins héldu í gær til Filippseyjar: Forsetafrú- in fyrrver- andi ætlar að snúa heim New York, Manila. Reuter. IMELDA Marcos, ekkja Ferdin- ands Marcos, fyrrverandi for- seta Filippseyja, mun snúa aftur til heimahaga sinna þrátt fyrir að þar bíði hennar ákærur af hálfu stjórnvalda fyrir spillingu, að sögn lögfræðings hennar, James Linns. Linn sagði í samtali við Reuters- fréttastofuna í gær að frú Marcos myndi snúa heim um leið og reglu- gerðir bandarískra flugmálayfir- valda um að ekki megi flytja jarð- neskar leifar húsbónda hennar flugleiðis. falla úr gildi þann 1. október næstkomandi. Corazon Aquino, forseti Filipps- eyja, hefur ekki leyft að jarðneskar leifar Marcosar, sem lést árið 1989, verði fluttar til Filippseyja. Á mánudag gaf hún í skyn að svo gæti farið að það yrði leyft, en kvaðst ekki ætla að láta þvinga sig til að gera það í fljótræði. Linn hafði það að segja um ákærur stjómvalda á eyjunum á hendur Imeldu að ekki væri til „vottur af sönnunargögnum" sem bendluðu frúna við þau mál sem hún væri ákærð fyrir. í gær gaf saksóknaraembættið á Filippseyj- um út ákæru á hendur Imeldu þar sem hún er sökuð um að hafa þvingað kaupsýslumann til að selja forsetanum sáluga landskika þar sem hann taldi að fjársjóðir úr síð- ari heimsstyrjöldinni væm grafnir í jörðu. Áður höfðu stjómvöld ákært þau hjónin fyrir að hafa stolið 10 milljörðum dala (610 mill- jörðum ÍSK) frá þjóðinni á 20 ára valdaferli Marcosar. ísraels til að leita lausnar á deil- unni um fulltrúa Palestínumanna og Baker hefur þegar lýst sig reiðu- búinn til að fara sjöundu friðarför- ina til Mið-Austurlanda ef það gæti orðið til að tryggja lausn málsins. Ísraelar héldu landnámi á Vest- urbakkanum enn áfram í gær þegar 15 gyðingaijölskyldur komu með hjólhýsi til Eshkolot til að setjast þar að. Landnámið, sem hefur verið fordæmt víða um heim, er tqlið geta sett strik í reikninginn í undir- búningi friðarráðstefnunnar. „Rík- isstjórnin ætlar sér ekki að hvika frá stefnu sinni um að nema ísra- elskt land,“ sagði dómsmálaráð- herra Israels, Dan Meridor, í gær. Bandaríkjamenn, sem eru helstu bandamenn ísraela, hafa margoft lýst því yfir að landnám ísraela sé helsta hindrunin í tilraunum til að koma á friði. Vinstri- og friðarsinnar í ísrael hafa sakað Yitzhak Shamir, forsæt- isráðherra ísraels, um að stofna möguleikanum á að koma á friðar- viðræðum í hættu með landnáminu og segja það í raun ögrun við þá sem koma til með að sitja við samn- ingaborðið með Israelum og sé dæmigert fyrir tvöfeldni ísraelskra stjórnvalda. Þau hafi samþykkt að taka þátt í friðarráðstefnu en með landnáminu séu þau í raun að gefa neikvætt svar. Baker hitti leiðtoga Marokkó, Túnis og Alsírs að máli síðustu tvo daga friðarfarar sinnar í því skyni að fá þá til að beita Palestínumenn þrýstingi um að fallast á skilyrði fyrir þátttöku þeirra í friðarráð- stefnunni. Reuter Stuðningsmenn Likud-flokksins í ísrael ganga fylktu liði um götur Maale Adumim á Vesturbakkanum og krefjast aukins landnáms gyðinga á hernumdu svæðunum. Maale Adumim er stærsta byggð gyðinga á Vesturbakkanum með um 15.000 og fyrsta borgin þar en staðurinn fær borgarréttindi í náinni framtíð. Gíslamálið í Iran: Bandaríkjaþing lætur kanna aðild aðstoðarmanna Reagans Washington. Reuter. FORSETI fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Thomas Foley, og þing- flokksformaður demókrata í öldungadeildinni, George Mitchell, til- kynntu á mánudag að Bandaríkjaþing ætlaði að láta rannsaka hvort eitthvað væri hæft í ásökunum á hendur aðstoðarmönnum Ronalds Reagans, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að þeir hafi séð til þess að bandarískum gíslum í haldi í íran frá 1979 til 1981 yrði ekki sleppt fyrr en eftir að forsetakosningar í Bandarikjunum voru um garð gengnar. Þeir sögðust ekki hafa neinar óyggjandi sannanir en sögðu að ásakanir þær sem fram hefðu komið væru þess eðlis að þeir yrðu að láta rannsókn fara fram. Þingflokksformaður repúblikana í fulltrúadeildinni, Bob Michel, for- dæmdi rannsóknina, sagði hana vera peningasóun og að öllum væri Reuter Líkt eftir Presley í Leníngrad Sovétmaðurinn Rafick setur sig í stellingar í gervi rokkarans Elvis Presleys í Leníngrad í gær. Þá var tónlistarsjónvarpsstöðin MTV að taka upp kynningarmyndband vegna tónleikaraðar sem verður í Len- íngrad 15.-22. ágúst nk. sama um niðurstöður hennar hvort eð væri. Raddir sem krafist hafa rann- sóknar á aðild aðstoðarmanna Re- agans að gíslamálinu hafa orðið æ háværari eftir að Gary Sick, sem starfaði á vegum Jimmys Carters, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í þjóðaröryggisráðinu, birti grein um málið í apríl sl. Sick segir í grein sinni að nokkrir af aðstoðarmönn- um Reagans, þ.á m. William Casey, sem síðar varð yfirmaður banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA, hafí hitt íranska embættismenn árið 1980 og hvatt til þess að gíslarnir yrðu ekki látnir Iausir fyrr en eftir forsetakosningarnar 4. nóvember sama ár. Þá voru Ronald Reagan og Jimmy Carter í framboði til embættisins. Sick sagði að aðstoðarmenn Re- agans hefðu óttast að ef gíslamir hefðu verið látnir lausir í október hefði það getað orðið til þess að auka sigurlíkur Carters í kosning- unum. Ástæða þess hve Carter tap- aði kosningunum með miklum mun er m.a. talin vera sú að honum tókst ekki að fá gíslana látna lausa. Bandarísku gíslarnir 52 voru síðan látnir lausnir aðeins nokkrum mín- útum eftir að Reagan sór embætti- seið sinn sem forseti 20. janúar 1981. Þá höfðu þeir verið í haldi í íran síðan 4. nóvember 1979 þegar íranskir uppreisnarmenn hertóku bandaríska sendiráðið í Teheran. ERLENT Rannsóknir á Grænlandi: Kuldaskeið eyddi byggð Islendinga Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DORTE Dahl-Jensen, er stjórnar rannsókn á veðurfarsbreytlngum á Grænlandi, segir að nú sé hægt að staðfesta að byggðir íslenskra Iandnema hafi lagst skyndilega í eyði á fimmtándu öld vegna kóln- andi veðurfars. Borað hefur verið í jökulinn allt niður á 2.200 metra dýpi og gefa ískjarnar til kynna að kuldaskeið hafi byrjað um þetta leyti. Vísindamenn álíta að hlýindaskeið hafi verið á þessum slóðum um það leyti er Eiríkur rauði og fylgdarlið hans settist að á Grænlandi í lok tíundu aldar. Iskjarninn er hinn næstlengsti sem nokkurn hefur náðst upp; sov- éskir vísindamenn hafa eitt sinn borað niður á 2.450 metra dýpi á Suðurskautslandinu. Þýskaland: Interhotel-keðian seld í einu laei Berlín. Reuter. ALLT bendir til þess að einn aðili muni kaupa svo gott sem öll hótelin í Interhotel-keðjunni í austurhluta Þýskalands, að sögn heimildar- manns innan Treuhand-eignarhaldsfyrirtækisins, en það sér um að einkavæða fyrrum austur-þýsk ríkisfyrirtæki. Heimildamaður Reuters-frétta- stofunnar, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að hótelin yrðu seld nánast öll í einu lagi sem hót- elkeðja en síðan myndu einn til tveir aðilar í viðbót geta keypt afgang- inn, sem yrði einn sjötti til Ijórðung- ur af heildinni. Deutsche Interhotel AG er talið vera verðmætasta fyrirtækið í aust- urhluta Þýskalands og eru m.a. fjöl- mörg hágæða hótel í austurhluta Berlínar, Dresden og Leipzig í eigu þess, auk fjölmargra hótela í lægri gæðaflokkum í flestum borgum austurhlutans, Ástæðan fyrir því að Treuhand vill selja Interhotel í einu lagi er að flestir hugsanlegir kaupendur, alls um fimmtíu talsins, höfðu ein- ungis sýnt áhuga á að festa kaup á fjórum til fímm þeirra 35 lúxus- hótela sem eru innan vébanda keðj- unnar. Breski bankinn S.G. Warburg, sem sér um að skipuleggja söluna, vonast til að geta selt hótelkeðjuna í septembermánuði fyrir um þijá milljarða marka. Meðal þeirra sem hafa sýnt mik- inn áhuga á Interhotel er þýska hótelkeðjan Steigenberger Hotel og bresku keðjurnar Trusthouse og Tiller. Þýskaland: Njósnafor- inginn Wolf beri vitni Bonn. Reuter. ÞÝSK stjórnvöld heita fyrr- verandi yfirmanni austur- þýsku leyniþjónustunnar, Markus Wolf, því að hann verði ekki ákærður ef hann samþykki að bera vitni í rétt- arhöldum yfir einum undir- manna sinna í Miinchen. Áður hefur verið lögð fram ákæra á hendur Wolf vegna starfa hans. Talið er að hann dveljist nú í Moskvu en þangað fór hann skömmu fyrir samein- ingu þýsku rfkjanna í október á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.