Morgunblaðið - 07.08.1991, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. AGUST 1991
27 '
Morgunblaðið/KGA
altalæk
Morgunblaðið/Kári Jonsson
Síldarævintýri á Siglufirði:
Stemmningin eins
og í gamla daga
UM verslunarmannahelgina þrefaldaðist íbúatala Siglufjarðar þeg-
ar síldarævintýrið var rifjað upp í bænum. Fjölmargir burtfluttir
Siglfirðingar og aðrir sem unnu við síldina hér áður fyrr heim-
sóttu bæinn. Allt gistirými var fullbókað, tjaldstæðið fylltist, fólk
tjaldaði suður um allan fjörð og gestir voru í flestum húsum í
bænum. Að auki komu margir íbúar úr nágrenni Siglufjarðar til
að fylgjast með söltuninni og öðrum dagskrárliðum hátíðarinnar.
Að sögn lögreglunnar voru um 4-5.000 manns í bænum þegar
mest var og fór ævintýrið einstaklega vel fram.
Söltunarplani var slegið upp og
ýmsum munum sem tengjast
síldarárunum var komið fyrir í
miðbænum. Þar mátti sjá „Sigur-
vin“ bát Gústa guðsmanns, gamla
bíla frá síldarárunum, t.d. rútu frá
Siglufjarðarleið, síldartunnur og
net auk þess sem strigatjöldum
var slegið upp. Ymis atriði voru
til skemmtunar og komu þar fjöl-
margir við sögu. Leikfélagið söng
lög úr „Síldin kemur, síldin fer“,
Danshljómsveit Sigluijarðar lék
lög frá síldarárunum, Fílapensla-
kórinn brá sér í líki Gautanna og
karlakórsins Vísis og hljómsveitin
Miðaldamenn lék fyrir dansi á
landleguballi og síldarballi. Sr.
Bragi J. Ingibergsson messaði í
Hvanneyrarskál að viðstöddum
fjölda manns. Gengið var upp í
„Skál“ með hestamenn í farar-
broddi. Boðið var upp á sætaferðir
um Siglufjarðarskarð og bátsferðir
um fjörðinn og sjóstangaveiðimót-
ið Sjósigl var haldið í þriðja sinn.
Hið nýja síldarminjasafn var svo
að sjálfsögðu opið alla helgina.
Veðrið lék við bæjargesti þessa
daga og var sól og blíða á meðan
á hátíðinni stóð.
taka langt fram úr björtustu von-
um aðstandenda. „Allir sem leitað
var til lögðust á eitt um að gera
ævintýrið að veruleika. Bæjarbúar
tóku höndum saman um að hátíð-
in tækist sem best. Hugmyndin
fæddist fyrir aðeins einum mánuði
og því varð að láta hendur standa
fram úr ermum við undirbúninginn
rétt eins og í síldinni hér áður
fyrr. Veðurguðirnir lögðu okkur
einnig lið og hér var einmuna blíða.
Betra gat það ekki verið“. Síldar-
ævintýrið var haldið að frumkvæði
bæjaiyfirvalda og stefnt er að því
að gera það að árvissum viðburði
í bæjarlífinu um verslunarmanna-
helgar.
—M.J.
Vestmaimaeyjar:
Mikil stemmning var í
rigningunni á þjóðhátíð
V estmannaeyj u m.
ÞJÓÐHÁTIÐIN í Vestmannaeyjum tókst með ágætum þrátt fyrir að
veðurguðirnir sýndu ekki sínar bestu hliðar. Talið er að um 8.000
manns hafi verið á Þjóðhátíðinni og skemmtu flestir sér vel þrátt
fyrir rigningu og austan stinningskalda bæði föstudag og laugardag.
Hápunktur gleðinnar var svo
þegar ræst var í síldarsöltun á
Drafnarplaninu á laugardagseft-
irmiðdag. Þrælvanar síldarstúlkur
sýndu réttu handbrögðin og
bryggjuformaðurinn, verkstjórinn,
frákeyrar og spekúlantinn vor allir
á sínum stað. Að lokinni söltun-
inni var dansað og sungið á plan-
inu alveg eins og í gamla daga
og tóku áhorfendurnir virkan þátt
í söngnum. Stemmningin var alveg
eins og áður og mátti sjá síldarg-
lampá í augum viðstaddra þegar
hvað mest var um að vera á plan-
inu.
Að sögn Theódórs Júlíussonar
framkvæmdastjóra Síldarævin-
týrsins fóru undirtektir og þátt-
Það blés ekki byrlega við upphaf
hátíðarinnar á föstudagsmorgun.
Slagveðursrigning og austan stinn-
ingskaldi. Eyjamenn og aðrir há-
tíðargestir létu veðrið þó ekki aftra
sér og fjölmenntu með tjöld sín í
Ilerjólfsdal. Hátíðin hófst með setn-
ingu eftir hádegi á föstudag og var
upp frá því nánast sleitulaus dag-
skrá til mánudagsmorguns. Fjöldi
skemmtikrafta kom fram á há-
tíðinni og virtist fólk skemmta sér
vel þrátt fyrir óhagstætt veður.
Klætt regnfatnaði fjölmennti það í
brekkur Heijólfsdals og fylgdist
með dagskránni og dansaði síðan
fram undir morgun á pöllunum
tveim. Brenna og flugeldasýning
voru á miðnætti á föstudags- og
laugardagskvöld að venju og þótti
hvort tveggja tilkomumikið.
Á sunnudag stytti upp og var
stemmningin í brekkusöngnum; við
varðeldinn undir stjórn Árna
Johnsens mikil.
Að sögn lögreglunnar í Eyjum
var mjög erilsamt hjá þeim um
helgina. Mun erilsamara en undan-
farnar Þjóðhátíðar og töldu þeir
ástæðu þess fyrst og fremst vera
veðrið. Það væri reynslan áð þegar
veður væri gott vær mun minna
að gera hjá lögreglunni. Þeir sögðu
að ölvun hefði verið mjög mikil og
fangageymslur hefðu verið marg-
setna yfir helgina. Talsvert var um
skemmdir og þjófnaði úr tjöldum
sem kært var til lögreglunnar. 4
fíkniefnamál komu til kasta lögregl-
unnar og var þar eingöngu um
neyslu að ræða. Ein kæra barst
vegna nauðgunar og er það mál í
rannsókn og fjöldi kæra vegna
líkamsárása barst.
Vel gekk að flytja aðkomufólk
til síns heima eftir hátíðina á mánu-
dag. Veður var mjög gott og var
loftbrú milli lands og Eyja auk þess
sem Heijólfur var í stanslausum
ferðum.
Grímur
Meiri fíkniefnaneysla
en á fyrri hátíðum
Blönduósi.
UM ÞAÐ BIL 2.400 ungmenni voru á rokkhátíð í Hunaveri um verslunar-
mannahelgina, að sögn mótshaldara. Hátíðin tókst vel og lítið var um
slys og óhöpp og veðrið lék við mótsgesti. Lögregla á Blönduósi segir
að ölvun hafi verið almenn en ekki mikil en neysla fíkniefna var meiri
á þessari útihátíð í ár en áður hefur verið og hafði lögreglan afskipti
a.m.k tólf einstaklingum vegna þessa.
Að sögn lögreglunnar á Blönduósi
þá fór útihátíðin í Húnaveri vel fram
og þakkar hún það góðu skipulagi.
Kristján Þorbjörnsson aðalvarðstjóri
lögreglunnar á Blönduósi sagði að
ölvun hefði verið almenn en ekki
mikil, en fíkniefnaneysla hefði aukist
frá fyrri útihátíðum og hefði þurft
að hafa nokkur afskipti vegna þess.
Engin alvarleg slys urðu en nokkuð
um smá skrámur, sem fyrst og
fremst voru af völdum glerbrota. Öll
aðstaða til hátíðahalda var góð.
Mótsgestir gátu fengið heitan mat
allan sólarhringinn meðan á hátíðinni
stóð, slysavarnadeildir Slysavarnafé-
lags íslands og Flugbjörgunarsveitir
á Norðurlandi höfðu með hendi allt
eftirlit inni á mótsvæðinu og lækna-
vakt var alla helgina. Þrátt fyrir
þennan viðbúnað eru aðstandendur
svolítið hissa á því hversu fáir lögðu
leið sína í Húnaver um helgina. Ingi
Hans mótstjóri sagði að þetta væri
talsvert áfall fyrir þá hugsjónamenn
sem hefðu reynt að koma_ á fót ár-
vissri rokktónlistarhátíð á íslandi, en
kunni engar skýringar á því hvers
vegna svo fáir hefðu komið sem raun
ber vitni.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar gekk umferð um Húnavatns-
sýslur vel um þessa rniklu ferða-
helgi. Þó var 21 ökumaður tekinn
vegna gruns um ölvunarakstur og
26 ökumenn voru teknir fyrir hrað-
akstur en það mun vera minna en
gerist um venjulega helgi.
- Jón Sig.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Krakkarnir skemmtu sér vel á barnaballinu,