Morgunblaðið - 07.08.1991, Page 30

Morgunblaðið - 07.08.1991, Page 30
Stríðsárin á Akureyri og Eyjafirði: Ljósmynda frá stríðs- árunum leitað vegna vegria útkomu bókar BOK um sögu stríðsáranna á Akureyri og Eyjafirði kemur út í nóvember næstkomandi, höfundur hennar er Jón Iijaltason sagn- fræðingur á Akureyri, en hann skrifaði m.a. I landi Eyralands og Nausta, sem er 1. bindi af sögu Akureyrar. Mikill fjöldi mynda mun prýða bókina og er höfundurinn nú að leita eftir myndum sem teknar voru á Akureyri eða í Eyjafirði á stríðsárunum. í stríðsárasögunni verður dregin upp mynd af dvalarstöðum her- námsliðsins í Eyjafirði, samskipt- um þess við Eyfirðinga og viðbún- aði að taka á móti Þjóðverjum. Akureyri verður í brennipunkti frásagnarinnar, enda voru þar höfuðstöðvar hersins á Norður- landi. Sögusviðið nær þó innan frá Melgerðismelum, þar sem var flugvöllur setuliðsins og út á Siglu- nes og Sigluíjörð. Farið verður um Öxnadal og Hörgárdal, Dagverð- areyri, Hjalteyri, Árskógsströnd, Dalvík, Ólafsíjörð og endað á Si- glufirði. Grenivík er einnig inni í þessari mynd, en þar hlustaði lítil hersveit Breta eftir óvinakafbát- um. Gripið verður á ýmsum við- kvæmum málum stríðsáranna, svo sem nasisma, Bretavinnu og ástandinu. Sagt verður frá eina Eyfirðingnum sem var handtekinn af setuliðinu og sendur utan í her- fangabúðir, árásum Þjóðveija á ísland og ýmsum skondnum atvik- um er urðu vegna tortryggni Breta í garð Eyfirðinga, svo eitthvað sé nefnt. Mikill ijöldi mynda verður í bók- inni, sem margar hafa hvergi áður birst; ófáar myndanna eru í einka- eign breskra og bandarískra her- manna, aðrar koma úr söfnum í Bandaríkjunum og á Bretlandseyj- um, þá hafa íslenskir einstaklingar einnig lánað myndir í bókina. Jón Hjaltason leitar nú mynda í bók sína, en hann kvaðst þess fullviss að myndir frá þessum tíma væru víða til, Bretarnir hefðu tek- ið mikið af myndum sem þeir gáfu fólki. Þeim sem eiga myndir frá þessum tíma er því bent á að hafa samband við höfund bókarinnar. Viking Brugg: Anna varla eftirspurn eftir alkóhóllausa ölinu VIKING Brugg á Akureyri hef- ur vart undan að framleiða alkóhóllausa Löwenbrau-bjór- inn, sem fyrirtækið setti fyrst á markað um miðjan júlí. Sala á öðrum framleiðsluvörum fyrir- tækisins gengur einnig vel og eru dæmi um 100% söluaukn- ingu einstakra öltegunda á milli ára. dæmi að söluaukning á einstökum tegundum væri 100%, en það ætti m.a. við um Viking bjórinn. „Salan er helmingi meiri en á sama tíma á síðasta ári, þannig að það er mikið að gera í verksmiðjunni þessa stundina,“ sagði Magnús. Vel heppnað skáta- mót í Vaglaskógi SKÁTAMÓTIÐ „Á grænni grein“ var haldið í Vaglaskógi um verslunarmannahelgina, en um 400 manns voru ýmist beinir eða óbeinir þátttakendur á mótinu. Samfelld dagskrá var frá morgni til kvölds, en skátafélagið Klakkur á Akureyri sá um undirbúning og framkvæmd mótsins. Jóhannes Ámason mótstjóri sagði að mótið hefði gengið prýðilega fyrir sig, en það stóð frá því á föstu- dagskvöld fram á mánudag. Um það bil 230 skátar á aldrinum 11-15 ára tóku þátt, auk þess sem um 80 skátar eldri en 15 ára störfuðu í vinnubúðum og um 100 manns voru í fjölskyldubúðum. Dagskrá mótsins var að stórum hluta miðuð við umhverfið og má nefna að skátar unnu í skóginum m.a. við að draga út tré og einnig var flokkun sorps á dagskránni. Tjaldbúðalífið tók Iíka mikinn tíma og voru tjaldbúðir skoðaðar á hveijum degi og verðlaun veitt fyrir fallegustu tjaldbúðirnar. Kvöldvökur voru haldnar, slegið upp balli sem og tívolíi og þá var einn- ig boðið upp á um 30 atriði sem skátaflokkar skráðu sig í að vild, m.a. var þar vatnsrennibraut, vatnasaf- arí, skordýra- og plöntuskoðun, endurvinnsla á pappír og margt fleira. Þá var starfandi útvarpsstöð í skógin- um og dagblað gefið út alla mótsdagana. „Dagskrá mótsins er miðuð við það að þátttakend- ur hafi bæði gagn og gaman af, þeir sjá sjálfir um að skemmta sér og það greinir skátamót frá öðrum útihátíðum," sagði Jóhannes. Landsmót skáta verður haldið í Kjarnaskógi á Akur- eyri árið 1993 og sagði hann undirbúning þegar haf- inn og skátamótið „A grænni grein“ hefði verið góður undirbúningur fyrir landsmótið. Skátarnir sáu um gæslu í skóginum og gátu á þann hátt stýrt því að þar kæmu engir inn nema þeir sem ætluðu sér að dvelja í skóginum í ró og næði. Hótel Stefanía gjaldþrota: Búnaðarbankínn knúði hótelið í gjaldþrot á tæpum mánuði - segir Stefán Sigurðsson eigandi Hótels Stefaníu Magnús Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri Viking Brugg sagði að viðtökur neytenda við hinu alkóhóllausa öli hefur verið afar góðar og frá því framleiðsla hófst upp úr miðjum júlí hefðu þúsundir kassa verið seldar. Greinilegt væri að fólk kynni að meta þetta öl. „Þetta öl hefur greinilega hitt í mark, viðtökur almennings sanna það,“ sagði Magnús. Ekki hefur verið bætt við starfs- fólki þrátt fyrir mikla framleiðslu- aukningu, en það sem fyrir er hefur unnið lengri vinnudag. Magnús sagði að sala á öðrum framleiðsluvörum fyrirtækisins gengi einnig vel og þess væru Tilkynnt var um eitt umferðar- óhapp til lögreglunnar á Akureyri, en um kl. 6.30 á sunnudagsmorgun var fólksbíl ekið á brúarhandrið yfir Ytri-Tunguá í Hörgárdal. Far- þegi var fluttur á slysadeild með HÓTEL Stefanía hf. var úrskurð- að gjaldþrota hjá bæjarfógeta- embættinu á Akureyri í gær, að beiðni Búnaðarbanka Islands. Bankinn fór fram á að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta fyrir tíu dögum, en veittur var nokkur frestur áður en úrskurð- smávægileg meiðsli, að sögn varð- stjóra. Lögreglubílar frá Akureyri voru á ferð víða um þjóðveginn, en umferð gekk vel, þó eitthvað hafi verið um hraðakstur. Að sögn ur var kveðinn upp. Nýr rekstrar- aðili tók við rekstri hótelsins 1. ágúst síðastliðinn. Stefán Sig- urðsson eigandi Hótels Stefaníu segir að Búnaðarbankinn hafi knúið hótelið í gjaldþrot á tæpum mánuði og segir hann vinnubrögð bankans forkastanleg. varðstjóra var rólegt í miðbæ Ak- ureyrar um helgina. Lögreglumenn á Dalvík og Ól- afsfirði höfðu með sér samvinnu um helgina og fylgdust með um- ferðinni. Hún gekk óhappalaust fyrir sig, en þó voru sautján öku- mgnn teknir fyrir of hraðan akst- ur, að sögn lögreglu í Ólafsfirði. Mikil umferð var um Dalvík og Ólafsfjörð, einkum á laugardag, en þá voru margir á leið til Siglu- ljarðar að fylgjast með síldarsölt- un. Ólafur Birgir Árnason lög- fræðingur Búnaðarbanka íslands sagði að forráðamenn bankans hefðu verið orðnir langþreyttir þar sem ekki hefði verið staðið í skilum í nokkurn tíma og því hefði verið farið fram á gjaldþro- tið. Ólafur Birgir sagði málið afar flókið og óljóst væri hver tengslin milli félaganna Hótels Stefaníu og Hafnarstrætis 83, 85 og 88, séu. Erlingur Sigtryggsson fulltrúi skiptaráðandans á Akureyri sagði að kannað yrði hvaða eignir væru til í búinu og í framhaldi af því hvort að því yrði ráðinn bústjóri. Þá kæmi einnig í ljós hvert fram- haldið yrði með áframhaldandi rekstur. Hafnarstræti 83, 85 og 88 ætti fasteign þá þar sem rekstur hótelsins færi fram og því þyrfti að kanna hver tengslin á milli þess og Hótels Stefaníu hf. væru, en félagið Hafnarstræti 83, 85 og 88 væri ekki gjaldþrota. Hótel Stefanía og Hafnarstræti 83, 85 og 88 voru stofnuð á sama tíma, árið 1985, Hótel Stefanía var rekstraraðili hótelsins, en Hafnar- stræti 83, 85 og 88 á fasteignir þar sem starfsemin fer fram. Hafnar- stræti 83, 85 og 88 sagði upp leigusamningi sínum við Hótel Stefaníu 30. júlí síðastliðinn og nýr rekstraraðili tók við rekstri hótelsins 1. ágúst. Ingunn Árna- dóttir hótelstjóri hefur rekið hót- elið frá þeim tíma. Stefán Sigurðsson eigandi Hótels Stefaníu sagði að Búnaðarbankinn hefði knúið hótelið í gjaldþrot á tæpum mánuði, 26. júní síðastliðinn gjaldféllu lán þau er gjaldþrotið snýst um og strax 1. júlí hefði hann fengið bréf frá lögfræðingi bankans og viku síðar hefði hann verið boðað- ur til bæjarfógeta til að vísa til eigna. „Ég bauð upp á fasteigna- tryggingu í Hafnarstræti 83, 85 og 88, en því var hafnað. Fæstir víxlar Búnaðarbankans ná inn á fasteign- irnar, Hótel Stefanía er því sem næst eignalaust. Það hlýtur því að vera forkastanlegt af ríkisbanka að hafna fasteignatryggingunni,“ sagði Stefán. Rekstur hótelsins hefur að sögn Stefáns aldrei gengið jafn vel og nú og hefur verið nánast fullbókað í allt sumar, þá hefur mikil aukning verið hvað veitingasöluna varðar. „Þannig að hótelið verður eftir sem áður rekið hér,“ sagði Stefán. Lögreglan: Mikil umferð en óhappalaus Sautján teknir fyrir hraðakstur LÖGREGLUMENN á Dalvík og Ólafsfirði tóku saulján ökumenn fyr- ir of hraðan akstur um helgina, frá fimmtudagskvöldi til mánudags- kvölds. Mikil umferð var í gegnum bæina á laugardag og greinilegt að sögn lögreglumanna að straumurinn lá til Siglufjarðar þar sem rifjaðar voru upp minningar síldaráranna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.