Morgunblaðið - 07.08.1991, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1991
Hvernig þolreiðar efla og
styrkja íslenska hestinn
eftir Gunnar
SteinPálsson
Víkveiji Morgunblaðisns fjallar
þann 1. ágúst sl. um keppni í þol-
reið, sem fram fór helgina 27.-28.
júlí sl. Víkveiji misstígur sighrapal-
lega þegar hann heldur því fram
að illa sé farið með íslenska hestinn
í þolreiðarkeppni þar sem knapar
hrósi glæstum sigrum en hirði lítt
um líðan hesta sinna. Umræða af
þessu tagi, grundvölluð á vanþekk-
ingu, er allri hestamennsku hættu-
leg. Hér á eftir eru því nokkur atr-
iði sem Víkveiji þekkir ekki en
ætti að kynna sér áður en hann
fellir dóma á opinberum vettvangi
í fimmtíu þúsund eintökum Morg-
unblaðsins.
íslenska hestinum er það frá
fomu fari eiginlegt að vinna mikið
og einmitt þol hans og dugnaður á
fjöllum uppi í erfiðri færð og slæmu
veðri, hefur verið aðal hans í marg-
ar aldir. Margar frásagnir eru til
um elju hans og dugnað í hrakning-
ENN ER töluvert sorp flutt á
gömlu sorphaugana í Gufunesi
þó sorpböggunarstöðin hafi tekið
til starfa. Timbri, sem ekki er
hægt að kurla og nýta sem kol-
efnisgjafa í Málmblendiverk-
smiðjunni á Grundartanga, er
ekið á jarðvegstippinn i Gufu-
nesi. Að sögn Ogmundar Einars-
sonar framkvæmdastjóra Sorp-
eyðingarstöðvar Reykjavíkur er
þarna einkum um að ræða sag,
spæni og annað smágert timbur.
um íslendinga á heiðarvegum og
öllum sem til þekkja er ljóst að vel
þjálfaður íslenskur hestur mætir
miklu álagi án nokkurra eftirkasta.
Við undirbúning þolreiða eru ein-
mitt þessir eiginleikar laðaðir fram
og eru væntanlega flestir sammála
um að á tímum alls kyns keppni á
hringvöllum sé mikilvægt að missa
ekki algjörlega sjónar á uppruna
og sögu íslenska hestsins.
Þegar Víkveiji heldur því fram
að enginn hirði um líðan hrossanna
sést honum yfir að einmitt í þolreið-
inni eru öll hross skoðuð vandlega
af dýralækni bæði fyrir og eftir
keppni. í engri annarri keppni
hrossa á íslandi er fylgst með púlsi
hesta og andardrætti, hugsanlegu
kjaftsæri, hnakksæri, meiðslum á
fótum eða öðru sem í þolreið jafn-
gildir refsistigum. Samanlögð refsi-
stig geta síðan hæglega valdið því
að menn eru dæmdir úr keppni og
jafnvel í henni miðri. Allt miðar því
að knapar þjálfi hross sín þannig
að þau nýti getu sína til fulls og
skili dagsverki sínu án þess að þeim
Ögmundur segir að alls sé þrem-
ur til fjórum prósentum þess
úrgangs sem til stöðvarinnar
komi ekið í Gufunes.
Að sögn Ögmundar munar þar
mestu um garðaúrgang, en auk
hans fellur til töluvert af blautum
og fljótandi úrgangi sem ekki er
hægt að bagga. Mestur hluti þessa
sorps eru ósöluhæf matvæli sem
ekki valda skaða þar sem þau eru
urðuð.
hafi á minnsta hátt verið misbeitt.
Þolreiðin er því ekki kappreið,
heldur snýst hún fyrst og fremst
um að knapi þekki hestinn sinn,
viti hvað má bjóða honum og hafi
á þann hátt byggt upp það nauðsyn-
lega traust hestsins að hann vinni
verk sitt óaðfinnanlega, vitandi það
að aldrei muni koma til þess að
gengið verði of nærri honum. Án
þessa sambands knapa og hests
n|est aldrei sá árangur sem Vík-
veija blöskrar svo mjög.
I nýafstaðinni þolreið reið sigur-
vegarinn um 80 kílómetra á rúm-
lega fjórum og hálfri klukkustund.
Fyrri daginn reið hann 42 kílómetra
á tveimur klukkustundum og þrett-
án mínútum eða um 19 km. á
klukkustund. Ekkert refsistig var
gefið vegna meiðsla eða misbrúkun-
ar og púls mældist 52 slög á mín-
útu einungis hálfri klukkustund eft-
ir erfiðan sprett yfir blautar mýrar
og brattar brekkur. Víkveiji þarf
ekki að trúa því frekar en hann
vill en það er skoðun greinarhöfund-
ar að rétt þjálfuð hross skynji það
þegar þau hafa unnið gott dagsverk
og gleðjist ekki síður yfir slíku en
fjölmörg dýr önnur og raunar
mannfólkið líka.
Víkveiji getur víða með fullum
rétti haft hom í síðu hestamanna.
Léleg fóðrun, lítil eða engin brúk-
un, slæmir hagar, lítið skjól, notkun
á sprengsöddum hrossum eða Iöng
ferðalög á illa þjálfuðum hestum,
allt fyrirfinnst þetta hjá einstaka
aðilum og getur hæglega talist fant-
askapur. Andhverfa þess er hins
vegar langtum algengari. íslend-
ingar umgangast langflestir hross
sín af mikilli alúð og nærgætni
enda eru þau svo samofin sögu og
lífsbaráttu þjóðarinnar að nær
hveiju mannsbarni er það eiginlegt
og nánast meðfætt að sýna þessum
Gunnar Steinn Pálsson
„Þolreiðar á íslandi
verða vonandi stundað-
ar um langa framtíð. í
þeim þyrftu helst að
keppa tugir eða hundr-
uðir stæltra og vel
þjálfaðra hrossa sem
halda nafni og sögu ís-
lenska hestsins á lofti
með stolti og sæmd.“
vinum sínum alla þá nærgætni sem
möguleg er. Það að stríðala hross
án þess að hreyfa þau er ekki nær-
gætni. Það að stæla þau og efla
þannig að þau njóta vinnu sinnar
er ekki misnotkun. Það að ríða þeim
vel undirbúnum í þolreið er ekki
níðingsháttur heldur uppbygging
sem hrossin njóta góðs af í langan
tíma á eftir. Það er íslenska hestin-
um eðilegt að vera í fullri þjálfun
og í raun nauðsynleg forsenda vel-
líðunar hans.
Greinarhöfund rennir í grun að
Víkveiji geti þekkt þá tilfinningu
að taka þátt í kappleikjum án þess
að búa yfir þeim líkamsstyrk sem
gerir honum kleift að gefa sig að
fullu í leikinn frá fyrstu mínútu til
hinnar síðustu. Hann þekkir e.t.v.
þá leiðu tilfínningu sem mannfólkið
upplifír með árunum að þurfa stöð-
ugt að hafa áhyggjur af orkusparn-
aði fyrir líkamann, sleppa því t.d.
í knattspymu að „geysast fram í
sóknina" af áhyggjum yfír því að
komast akki aftur í vömina o.s.frv.
Víkveiji kannast e.t.v. líka við það
að í golfí getur úthaldsleysi valdið
taugatitringi og einbeitingarskorti
og jafnvel í erfiðum skákum getur
líkamlegt ásigkomulag haft úrslita-
áhrif.
Hjá hrossum getur lélegt líkam-
legt ástand og úthaldsleysi oft vald-
ið svokölluðum reiðkvíða. Hræðslan
við ofþreytu getur þá valdið kergju
og óvissan um lengd dagleiða getur
valdið því að hrossin víkja sér und-
an átökum, hlífa sér stöðugt og
passa sig jafnvel á því eins og
meintur Víkveiji þarf e.t.v. að gera
að spara kraftana og „hanga í vörn-
inni“. Slíkum hrossum líður illa.
Slík hross vinna ekki þolreiðar. Slík-
um hrossum leiðist jafnvel alla daga
ársins. Af slíkum hrossum ætti Vík-
verji miklu frekar að hafa áhyggjur
en þeim sem skokka á Þingvöll og
til baka sér til skemmfunar!
Þolreiðar á íslandi verða vonandi
stundaðar um langa framtíð. í þeim
þyrftu helst að keppa tugir eða
hundruðir stæltra og vel þjálfaðra
hrossa sem halda nafni og sögu
íslenska hestsins á lofti með stolti
og sæmd. Keppni í þolreið er ný
af nálinni en leggur um leið rækt
við elstu og rómuðustu eiginleika
íslenskra hrossa. Þess vegna eigum
víða að vinna henni fastan sess í
Islenskri hestamennsku. Vonandi
mun Morgunblaðið, sem frá upp-
hafí þolreiðarkeppninnar fyrir fjór-
um árum hefur sinnt umfjöllun um
hana af stakri prýði, áfram leggja
sitt af mörkum, í þeim efnum rétt
einso g allir þeir aðrir sem unna
íslenska hestinum og bera hag hans
og orðspor fyrir bijósti.
Höfundur hefur tekið þátt í
þolreiðakeppninni síðastliðin þrjú
ár.
Sorpa:
Sorp enn flutt á öskuhaugana
Þröstur náði áfanga í Gausdal
Skák_______________
Margeir Pétursson
ÞRÖSTUR Þórhallsson, al-
þjóðlegur skákmeistari varð í
fimmta til áttunda sæti á opna
mótinu í Gausdal í Noregi sem
kennt er við Pétur Gaut. Þröst-
ur hlaut sex og hálfan vinning
af níu mögulegum og þar sem
hann tefldi við fjóra stórmeist-
ara og meðalstig andstæðinga
hans voru 2.456 dugir þetta
honum til að hljóta sinn fyrsta
áfanga að stórmeistaratitli. Til
að verða stórmeistari í skák
þarf að ná slíkum árangri á
mótum sem samtals eru a.m.k.
24 skákir að lengd og ná Iág-
marksstigatölunni 2.500. Þröst-
ur er þar með kominn í sömu
spor og annar ungur alþjóða-
meistari okkar, Hannes Hlífar
Stefánsson, sem einnig hefur
einn áfanga, fékk hann á móti
í Gausdal í fyrra.
Þröstur sem er 21 árs náði
einnig sínum fyrsta áfanga að
alþjóðlegum meistaratitli í Gausd-
al. Það var árið 1987 og samá
haust hlaut hann titilinn. Þresti
hefur vegnað vel það sem af er
árinu, hann hefur orðið bæði
skákmeistari Reykjavfkur og ís-
landsmeistari í atskák eftir æsi-
spennandi sjónvarpseinvígi við
Jóhann Hjartarson. Eins og öðr-
um ungum skákmönnum okkar
hefur verkefnaleysi háð Þresti en
í sumar hélt hann í víking ásamt
Hannesi Hlífari. Rétt áður en
mótið í Gausdal hófst tefldu þeir
á opnu móti í Austurríki með
þokkalegum árangri.
Opna mótið sem kennt er við
Pétur Gaut er eitt af fjórum mót-
um sem norski skákfrömuðurinn
Arnold J. Eikrem heldur á ári
hveiju, en hann er íslendingum
að góðu kunnur fyrir skákstjórn
hér á landi. Nafn mótsins er til
komið af því að Gausdalur er af-
dalur út úr Guðbrandsdal og á
þessum slóðum er talið að Ibsen
hafí fengið fyrirmyndina að sögu-
sviði leikrits síns. Lengi vel var
þetta mót helst ætlað ungum
skákmönnum sem kepptu að al-
þjóðlegum meistaratitli, auk þess
sem það er opið fyrir stigalausa
skákmenn. Nú mun FIDE hafa
slakað þannig á formkröfum sín-
um að það getur gefíð áfanga að
stórmeistaratitli þótt tefldar séu
níu umferðir á aðeins sjö dögum.
Mótinu hefur líka vaxið fiskur um
hrygg sem sézt bezt á því að þar
tefldu nú fímmtán stórmeistarar,
flestir frá austantjaldslöndunum.
Þótt verðlaun á mótinu séu
mjög í lægri kantinum og hækki
ekkert ár frá ári verður það stöð-
ugt sterkara vegna hins einkenni-
lega ástands sem ríkir austur í
Sovétríkjunum. Oflugir meistarar
þaðan gera sér það að góðu að
tefla um lág verðlaun þar sem
þeir vita að aðbúnaðurinn er mjög
góður. Hvorki meira né minna en
18 af 90 þátttakendum voru
sovézkir, að keppendum frá Eist-
landi, Lettlandi og Litháen meðt-
öldum.
Þröstur byijaði nokkuð vel á
mótinu, náði m.a. snemma að
leggja sovézka stórmeistarann ■
Kaidanov að velli. I sjöundu um-
ferð varð hann fyrir því áfalli að
tapa fyrir Serper, sem sigraði á
mótinu. Þar með var Ijóst að hann
yrði að vinna tvær síðustu skák-
imar og það heppnaðist. Fyrst
mátaði hann indverskan alþjóða-
Þröstur Þórhallsson
meistara mjög snaggaralega og í
síðustu umferð vann hann norska
alþjóðameistarann Berge Östen-
stad í langri og erfíðri skák.
Úrslit mótsins:
1. Serper, Sovétríkjunuin 7'A v.
2-4. Bologan, Kaidanov og Dvo-
iris, Sovétr. 7 v.
5-8. Þröstur Þórhallsson, Ernst,
Svíþjóð, Kengis, Lettlandi og
Cehov, Sovétr. 6 'h v.
Hannes Hlífar Stefánsson var
á meðal fjölmargra skákmanna
sem hlutu 6 v. Níu nemendur I
Skákskóla' íslands tóku þátt á
mótinu, svo og dr. Kristján Guð-
mundsson, skólastjóri. Árangur
þeirra var þannig að Kristján og
Magnús Örn Ulfarsson hiutu fjór-
an og hálfan vinning, Guðlaugur
Gauti Þorgilsson hlaut þtjá og
hálfan vinning, Smári Teitsson,
Hlíðar Þór Hreinsson, Snorri
Kristjánsson, Jóhann Sigurðsson
og Lárus Knútsson hlutu ailir þijá
vinninga og þeir Kjartan Maack
og Óðinn Gunnarsson fengu tvo
og hálfan vinning. Mega þeir allir
sæmilega vel við una miðað við
styrkleika mótsins.
Auk Þrastar náðu tveir ungir
Sovétmenn áfanga að stórmeist-
aratitli. Serper varð Evrópumeist-
ari unglinga í fyrra og þarf árang-
ur hans ekki að koma á óvart, en
Bologan hefur ekki teflt áður á
vesturlöndum.
Þeir Þröstur og Hannes hafa
nú þegar hafíð nýja atlögu að stór-
meistaraáföngum, því á sunnu-
daginn hófst „Gausdal intemati-
onal“ sem yfírleitt hefur verið
mun öflugra en Péturs Gauts-
mótið. Þar eru tefldar níu umferð-
ir á jafnmörgum dögum.
Við skulum líta á snaggaraleg-
an sigur Þrastar í næstsíðustu
umferð. Andstæðingur hans hefur
um skeið verið fastur maður í
Ólympíuliði Indveija.
Hvítt: Þröstur Þórhallsson
Svart: Murugan, Indlandi
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5 2. Rf3 - e6 3. d4 -
cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 -
d6 6. Be3
Þetta hvassa afbrigði hefur
verið mjög vinsælt hér á landi.og
Þröstur þekkir það út og inn. Það
kemur því ekki á óvart að hann
blæs strax til sóknar. 6. — a6 7.
Dd2 — b5 er vinsælla framhald
um þessar mundir. Sú leið sem
Indveijinn velur hefur reynst full-
hægfara og hann hefur ekki neitt
nýtt fram að færa í hina fræðilegu
umræðu.
6. - Be7 7. f3 - a6 8. Dd2 -
Rc6 9. g4 - 0-0 10. 0-0- 0 -
Rxd4 11. Bxd4 - b5 12. g5 -
Rd7 13. h4 - Bb7
í skákinni Solozenkin-Epishin
í Sovétríkjunum 1986 lék svartur
13. - b4 14. Re2 - Da5 15. Kbl
— Bb7 16. Rcl — Hac8, en eftir
17. Hgl! - Re5 18. Be2 - Rc4
19. Bxc4 — Hxc4 20. h5 varð
hvíta sóknin hættulegri en sú
svarta.
14. Kbl - b4 15. Re2 - d5?
Eftir þetta gefur Þröstur ekki
færi á neinu mótspili. Betra virð-
ist 15. - Re5
16. e5! - Dc7 17. f4 - Rc5 18.
Bxc5 — Bxc5 19. Rg3 — Db6
20. Bd3! - Be3 21. De2
Tuttugasti leikur hvíts fól í sér
peðsfórn, sem svartur má nú ekki
þiggja: 21. — Bxf4 22. Rh5 —
Be3 (Eftir 22. - De3 23. Hhel!
vinnur hvítur mann) 23. Rf6+! —
gxf6 24. gxf6 - Kh8 25. Dg4! -
Hg8 25. Dh5 - h6 26. Dxf7 og
svartur er óveijandi mát. Það
framhald sem svartur velur er
einnig vonlaust.
21. - g6 22. h5 - d4 23. hxg6!
— Bxhl 24. g7 og svartur gafst
upp. Eftir 24. — Kxg7,25. Dh5 —
Hh8 26. Dh6+ - Kg8 27. Rh5
blasir mátið við.