Morgunblaðið - 07.08.1991, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUIi 7. ÁGÚST 1991
Minning:
*
Gunnar Olason
efnaverkfræðingur
Fæddur 29. janúar 1925
Dáinn 29. júlí 1991
Ef ekki væri sýknt og heilagt
vitnað til Bólu-Hjálmars um vini,
sem fara fjöld, væri mér næst skapi
að gera svo nú, því að á skömmum
tíma hefur stórt skarð verið höggv-
ið í lið vina minna. Nú seinast Gunn-
ar frændi minn og bekkjarbróðir í
M.A.
Gunnar fæddist að Bakka í
Kelduhverfi og voru foreldrar hans
Óli Guðmundur Árnason bóndi þar
og kona hans Gunnþóra Margrét
Þórarinsdóttir.
Við Gunnar kynntumst fyrst á
námsárum okkar í Menntaskólan-
um á Akureyri og bundumst þar
vináttuböndum. Að loknu námi hér
heima fór Gunnar til Sviss og lauk
þaðan háskólanámi í efnaverk-
fræði. Síðan jók hann enn við þekk-
ingu sína með framhaldsnámi við
háskóla í Bandaríkjunum. Að því
búriu hélt hann heim og hóf störf
við Atvinnudeild Háskóla íslands
og síðar við Áburðarverksmiðjuna
í Gufunesi. Hann gegndi og stjórn-
arstörfum í Stéttarfélagi verkfræð-
inga og í efnaverkfræðideild V.F.Í.
Á menntaskólaárunum var eðli-
legt að við hændumst hvor að öðr-
um og kom þar til frændsemi okkar
og foreldra okkar. Þá prýddi heldur
hópinn Guðmundur frændi okkar
Björnsson frá Kópaskeri. Er hart
að sjá á bak slíkum afbragðsmönn-
um um aldur fram, sem gættu þó
betur heilsu sinnar en flestir aðrir.
Þegar horft er um öxl blasir við,
hve mikla þakkarskuld við eigum
að gjalda mörgum samferðamönn-
um okkar. Næst nánustu ástvinum
verða skólasystkin og samverka-
menn. Bekksögnin frá M.A. og si-
fjalið hafa með hveiju árinu treyst
tryggðaböndin og ýmsir góðir lagt
þar hönd á plóginn.
Foringi okkar á árum áður, Héð-
inn heitinn Finnbogason og Auður
húsfreyja hans stýrðu samkomum
ókkar meðan þeirra naut við. Nú
hafa þau Móses Aðalsteinsson og
Ingibjörg haldið því merki á lofti
með mikilli sæmd og rausn. Seinast
nú fyrir nokkrum dögum söfnuðu
þau okkur saman í tilefni af því að
Sigurður bekkjarbróðir okkar Helg-
ason matematicus maximus mundi
í Boston og kona hans voru hér
stödd. Glatt var á Hjalla að venju
og í blíðunni var brugðið á það ráð
að ganga sér til skemmtunar um
Elliðaárdal.
Við Gunnar frændi minn helt-
umst úr lestinni og gengum nokkra
stund tveir einir. Okkur varð skraf-
dijúgt, rifjuðum upp gamlar minn-
ingar, þ.á m. sagnir af kærum sér-
vitrum frændum okkar að norðan,
sannar og lognar og hlógum dátt.
Gunnar var að þessu sinni óvenju
hress, glaður og sviptiginn. Ekki
hvarflaði að mér þá að þetta yrði
hinsti fundur okkar þessa heims.
Helgu, sem mest var gæfa Gunn-
ars á lífsleið, og ástvinum öðrum
sendum við Kristín innilegar sam-
úðarkveðjur.
Guðmundur Benediktsson
Kveðja frá spilafélögum.
í dag, miðvikudaginn 7. ágúst
kl. 13.30, er kvaddur frá Langholts-
kirkju vinur okkar, bekkjarbróðir
og spilafélagi Gunnar Ólason.
Veist, ef þú vin átt,
þann er þú vel trúir,
og vilt þú af honum gott geta,
geði skalt við þann
og gjöfum skipta,
fara að finna opt.
(Úr Hávamálum)
Fyrir einum 27 árum þegar við
ljórmenningarnir, allir bekkjar-
bræður úr M.A. og samstúdentar
1945 tókum fyrst í kort, datt víst
engum okkar í hug að úr yrði spila-
klúbbur, sem enst hefur fram á
þennan dag. Þeir sem þarna spáðu-
í spilin voru, auk Gunnars Ólason-
ar, nafni hans Sigurðsson, Baldur
Þ. og Móses.
Fljótt sköpuðust ýmsar hefðir í
klúbbnum, svo sem að byija ávallt
spilamennsku að hausti hjá þeim
Gunnari og Helgu, enda að vori á
sama stað og spila aldrei í r-Iausu
mánuðunum. Svo fór þó að síðustu
sagnir okkar félaganna voru sagðar
að heimili þeirra hjóna í maí síðastl-
iðnum.
Klúbburinn hlaut raunar nafn,
hér á Fremristekk, sem ungur dótt-
ursonur okkar Ingibjargar gaf hon-
um, þegar hann fylgdist af áhuga
með undirbúningi afa síns fyrir
komu þeirra félaga. „Amma, vinirn-
ir hans afa eru að koma.“ Já, „Vin-
irnir hans afa“ var réttnefni á okk-
ar félagsskap.
Ekki sátu þó spilin alltaf í fyrir-
rúmi, heldur var rætt vítt og breitt
um allt milli himins og jarðar. Oft
kom það fyrir mitt í sögnum að
mál bar á góma og þurfti að kryfja
til mergjar, en þá heyrðist ósjaldan
spurt „hver átti að segja?“ eða jafn-
vel „hver á að gefa?“ Okkur verður
ætíð minnisstæður glaðvær hlátur
og breitt bros Gunnars við slíkar
uppákomur, en hann var glaðsinna,
kunni vel að meta gamanmál og
hafði á hraðbergi ýmsar spaugileg-
ar frásagnir af því sem á daga
hafði drifið.
Þótt Gunnar væri allra manna
ljúfastur í lund þá gat hann skipt
skapi, hleypt brúnum og talað tæpi-
tungulaust um hiuti, sem honum
þótti miður fara, en aldrei varð sú
orðræða löng, því að léttleikinn sem
að baki bjó náði fljótt undirtökunum
og brosið, sem verður okkur minnis-
stæðast, færðist yfir andlitið.
Þrír fyrstnefndu félagarnir voru
lestrarhestar miklir og var því há-
bókmenntaleg umræða oft í gangi,
hvort heldur var við spilaborðið eða
í kaffihléinu. Fjórða manni þótti
umræðan mjög fýsilega og því
lengri því betri, þar sem hann var
hvað minnst hneigður til spila-
mennskunnar. Ósjaldan var vitnað
í alfræðirit, sem alls staðar voru
handbær og oft slegið upp ef menn
voru ekki sammála.
Gunnar starfaði lengst sinnar
starfsæfi sem efnaverkfræðingur
hjá Áburðarverksmiðju ríkisins, en
um nokkurra ára skeið hafði hann
ekki gengið heill til skógar, og svo
kom að hann hætti störfum og var
alloft rúmliggjandi á sjúkrahúsum.
Við félagarnir urðum því oft að
fella niður okkar sameiginlega tóm-
stundagaman og sitja þess í stað
við sjúkrabeð vinar okkar. Aldrei
brást þó að hann tæki • brosandi á
móti okkur og tæki þátt í umræðu
um mál líðandi stundar, sér í lagi
ef þar var einhver léttleiki í bland.
Þessar heimsóknir urðu okkar
nokkur uppbót á samveruna við
spilaborðið. Skyndilegt fráfall vinar
okkar kom því ekki svo mjög á
óvart, en síðustu mánuðina var
hann vel hress og ekkert spilakvöld
féll niður síðari hluta vetrar. Gott
er að minnast samveru okkar félag-
að kveðja elsku mömmu í síðasta
sinn þann 29. maí síðastliðinn er ég
var þá á leið til Þýskalands. Ég vil
þakka mömmu allar okkar góðu
stundir sem við áttum saman. Minn-
ing hennar er ljós í lífi mínu, og bið
ég algóðan Guð að styrkja föður
minn og ástvini alla.
Blessuð sé minning Elínborgar
Dagmars Sigurðardóttur.
Sigrún Þóranna Friðgeirsdóttir
anna hér á Fremristekk ásamt
fjölda annarra bekkjarsystkina í
júní sl. 46 árum eftir að við útskrif-
uðumst sem stúdentar frá M.A. Þau
hjón, Gunnar og Helga, höfðu fyrir-
hugað ferð nú í ágúst til Þýska-
lands og Sviss, þar sem Gunnar var
við verkfræðinám á yngri árum.
Gunnar Ólason var Þingeyingur,
fæddur að Bakka í Öxarfirði, sonur
hjónanna Óla G. Árnasonar bónda
þar og Gunnþóru M. Þórarinsdótt-
ur. Hann flutti til Akureyrar er
hann hóf langskólagöngu sína við
Menntaskólann á Akyreyri. Hann
var einn fjögurra systkina. Tvö eru
látin, Ragnar efnaverkfræðingur og
Sigurveig húsfreyja. Eftirlifandi
bróðir Gunnars er Jón, áður bóndi
að Skógum í Öxarfirði. Uppeldis-
bróðir Gunnars er Björn Jónsson,
fyrrum starfsmaður hjá Mjólkur-
samsölunni í Reykjavík. Þeir Gunn-
ar og Björn voru systrasynir, nábýl-
ismenn hér í Reykjavík hin síðari
ár og miklir mátar.
Árið 1962 kvæntist Gunnar
Helgu Guðmundsdóttur Helgasonar
trésmiðs í Reykjavík og konu hans
Guðrúnar Benediktsdóttur. Einka-
dóttir Helgu og Gunnars er Þóra
Guðrún.
Gunnar var vinsæll í hópi skólafé-
laga sem nú minnast hans með hlýju
og söknuði. Við spilafélagarnir og
konur okkar, samstúdentar og vinir
syrgjum látinn bróður, sendum
konu hans, dóttur og öðrum að-
standendum dýpstu samúðarkveðj-
ur og biðjum þeim guðs blessunar.
Blessuð sé minning Gunnar Óla-
sonar.
Móses Aðalsteinsson
Aðfaranótt mánudagsins 29. f.m.
andaðist í Reykjavík Gunnar Óla-
son, efnaverkfræðingur, eftir lang-
vinn veikindi, 66 ára að aldri.
Hann hét fullu nafni Gunnar
Þórarinn og var fæddur 29. janúar
1925 á Syðri-Bakka í Kelduhverfi
í Norður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar
hans voru Óli Guðmundur Árnason,
bóndi þar, og kona hans Gunnþór-
unn Margrét Þórarinsdóttir.
Hann var yngstur fjögurra systk-
ina en þau voru eftir aldri: Sigur-
veig Guðný, maki Þorlákur Jónsson,
fyrrum stjórnarfulltrúi; Jón fyrrum
bóndi í Skógum í Kelduhverfí, maki
Sigríður Guðmundsdóttir; Ragnar
Árni, fyrrum forstjóri á Akureyri,
maki Ragnheiður Valdimarsdóttir.
Einnig ólst upp með þeim systk-
inabarn þeirra, Björn Jónsson, fyrr-
um starfsmaður hjá Mjólkursamsöl-
unni í Reykjavík.
Gunnar fór í Menntaskólanum á
Akureyri og lauk stúdentsprófi það-
an árið 1945. Næsta vetur var hann
starfsmaður í skrifstofu bæjarverk-
fræðings í Reykjavík en hélt síðan
utan til frekara náms. Hann lagði
stund á efnaverkfræði og lauk prófi
í þeirri grein frá Eidgenössische
Technische Hochschule í Zúrich í
Sviss árið 1952.
Fædd 4. janúar 1914
Dáin 30. júlí 1991
í dag kveðjum við elskulega
frænku mína, Elínu Ástmarsdóttur,
sem lést aðfaranótt 30. júlí sl. á
Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Þar hafði hún átt heimili síðastliðin
fimm ár.
Elia frænka eins og allir í fy'öl-
skyldunni kölluðu hana, fæddist á
Isafirði 4. janúar 1914 og var
yngsta barn foreldra sinna, hjón-
anna Rósamundu Guðmundsdóttur
og Ástmars Benediktssonar. Systk-
ini hennar voru María, sem giftist
Aðalsteini Guðbjartssyni, og áttu
þau þijú börn, Magnús, kvæntur
Elínborgu Guðbrandsdóttur, en þau
áttu sex börn, og Ingólfur, kvæntur
Rósu B. Blöndals, þau eignuðust
einn son.
ÖIl þessi börn og seinna börn og
barnabörn hlutu sinn sess í stóra
hjartanu hennar Ellu frænku, því
Að prófi loknu starfaði hann í
iðnaðardeild Atvinnudeildar Há-
skóla íslands árin 1952-1953 en
árið 1954 hóf hann störf sem verk-
fræðingur hjá Áburðarverksmiðj-
unni í Gufunesi. Þar varð lífsstarf
hans.
Sá sem þesar línur ritar, getur
ekki borið um störf Gunnars á sér-
sviði efnafræðinnar en það er mál
þeirra sem gerst þekktu til starfa
hans, að þarna væri réttur maður
á réttum stað.
í desember árið 1962 kvæntist
hann eftirlifandi konu sinni, Helgu
Guðmundsdóttur, en hún vann þá
í skrifstofu Áburðarverksmiðjunn-
ar. Foreldrar Helgu voru Guðmund-
ur trésmiður Helgason og kona
hans Guðrún Sigríður Benedikts-
dóttir. Þannig urðum við Gunnar
svilar.
í Sólheimum 24 bjó Helga Gunn-
ari gott heimili og þar höfðum við
hjónin á liðnum árum átt margar
ánægjustundir í hópi skyldfólks og
annarra vina. Þessa er nú minnst
með þakklæti.
Á góðri stundu minntist Gunnar
gjaman námsáranna í Sviss og þá
leyndi sér ekki að hann var hrifinn
af mörgu þar í landi. Þess má geta
að hann er einn af örfáum íslend-
ingum, sem lært hafa mállýsku þá,
sem töluð er í norðurhluta landsins,
hina svonefndu „Schweizer-
Deutsch". Hann mat mikils alda-
gamla menningu, lífshætti og hefð-
ir þess fólks, sem býr í miðri Evr-
ópu norðan Alpafjalla. Enginn vafi
lék á því að rætur hans voru langt
þaðan í norðri, í Þingeyjarbyggð á
Norðurlandi Austur. Þangað leitaði
hugur hans og hann sótti þangað
þegar aðstæður leyfðu.
Fyrir um sex árum veiktist Gunn-
ar og gekk ekki heill til skógar eft-
ir það. Þurfti hann oft að dvelja á
sjúkrahúsum og stundum langdvöl-
um. Að kvöldi 29. f.m. fékk hann
alvarlegt áfall, er leiddi til andláts
hans þá um nóttina.
í þessum veikindum var eigin-
kona stoð hans og stytta. Trúar-
vissa veitti henni ómetanlegan styrk
í þeirri baráttu. Einnig ber að nefna
þátt einkadóttur þeirra Þóru Guð-
rúnar og uppeldisbróðurins Bjöms,
sem reyndist honum ávallt hinn
besti vinur og bróðir. Þá var tryggð
og ræktarsemi bekkjarbræðranna
frá menntaskólaárunum honum
mikils virði. Sjálfur sýndi Gunnar í
veikindum sínum ekki aðeins sterk-
an vilja heldur einnig hógværð og
þolinmæði, sem var verð aðdáunar.
Við andlát hans er mikill harmur
kveðinn að eftirlifandi konu hans
Helgu Guðmundsdóttur og dóttur
þeirra Þóru Guðrúnu.
Við Guðfinna vottum þeim svo
og öðrum ættingjum innilegustu
hluttekningu okkar.
Með Gunnari Þórami Ólasyni er
genginn vandaður maður og vamm-
laus. .
Þórður Björnsson
hún hafði sérstakt lag á börnum
og yndi af þeim, þó það yrði ekki
hennar hlutskipti í lífinu að giftast
og eignast böm sjálf.
Hún stundaði nám í Húsmæðra-
skólanum á Isafirði, og þar voru
tengd vináttubönd, sem aldrei slitn-
uðu, en auk þess hlaut hún þar þá
hagnýtu þekkingu, sem fylgdi henni
síðan, og ég, eins og fleiri, naut
góðs af. Síðar fór hún suður til
Reykjavíkur og starfaði eftir það
við afgreiðslustörf, lengst hjá Jóni
Dalmannssyni, gullsmið, á Skóla-
vörðustíg 21, og síðar hjá dóttur
hans, Dóru Jónsdóttur, gullsmið,
bæði þar og í Gullkistunni á Frakka-
stíg. Alls mun hún hafa starfað hjá
sömu fjölskyldunni í 30 ár.
Á kveðjustund streyma minning-
arnar fram, Ella frænka að spila
við okkur, að kenna mér margföld-
unartöfluna, svo aldrei gleymist,
pijóna á okkur, eða dúkkumar okk-
ar, og svo ótal margt annað, sem
ElínborgD. Sigurðar-
dóttir - Minning
Elínborg Dagmar lést 9. júlí síð-
astliðinn og langar mig í fáum orðum
að minnast hennar. Elínborg eða
Bogga eins og hún var oftast kölluð
fæddist í Vestmannaeyjum þann 8.
september 1915 yngst af fjórum
systkinum og tveir eftirlifandi bræð-
ur hennar em búsettir í Vestmanna-
eyjum. Elínborg var dóttir hjónanna
Sigurðar Bergssonar og Sigurbjarg-
ar Jónínu Jónsdóttur frá Efra Hvoli.
Minningamar hrannast upp hjá mér,
glaðlyndi hennar og hjálpsemi, hlýj-
an streymdi frá henni. Ef eitthvað
bjátaði á var svo gott að leita ráða
hjá henni hún átti ráð við öllu. Elín-
borg kvæntist eftirlifandi eigin-
manni sínum Friðgeiri Guðmunds-
syni, 14. desember 1940 og eignuð-
ust þau 8 böm, 7 þeirra komust til
fullorðinsára. Þau em Guðríður
Svava gift Sævald Pálssyni, Guð-
laugur Kjartan giftur Þorgerði Þor-
geirsdóttur, Sigríður Þyri gift Lárusi
Lárussyni, Sigrún Þóranna gift Pétri
Ólafssyni, Elínborg Fríða, gift
Kristjáni Valgeirssyni, Sólveig, gift
Böðvari Benjamínssyni og Hrefna
gift Jónasi Jónassyni.
Ekki hvarflaði að mér að ég væri
ge@8fflG® Graníl s/(?
HELLUHRAUN114 • 220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 652707
OPIÐ 9-18. LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-15.
Elín Astmars-
dóttír - Minning