Morgunblaðið - 07.08.1991, Page 44
'44 -
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1991
fólk f
fréttum
MÓNAKÓ
Hjarta furstans
farið að gefa sig
Furstafjölskyldan í Mónakó hefur
mátt þola ýmislegt að undanf-
ömu. Það var gífurlegt áfali fyrir
hana þegar Grace furstafrú lést í
bílslysi fyrir um tíu árum en einkum
tók Rainer fursti dauða hennar
nærri sér. Hann hefur einnig átt í
miklum vandræðum með að hafa
stjórn á börnunum þremur en þau
hafa lent í ófáum hneykslismálum
eftir að þau urðu fullveðja. Það sér
samt ekki fyrir endann á vandræð-
um fjölskyldunnar því að nú berast
þær fregnir að hjarta furstans sé
að gefa sig og segja læknar hans
að eina vonin sé að skipta um
hjarta. Heyrst hefur að furstinn
hafi þegar gefíð samþykki sitt fyrir
slíkri aðgerð og nú sé einungis beð-
ið eftir því að heppilegur gefandi
finnist. Gefandinn þarf að vera á
svipuðum aldri og furstinn og fall-
ast á að hjartað sé tekið úr honum
eftir andlátið. Síðan er bara að bíða
eftir því að einhver deyi sem hægt
er að nota hjartað úr og þá getur
aðgerðin farið fram.
Furstinn, sem er 68 ára gamall,
ku taka öllu þessu umstangi með
stóískri ró enda hefur honum verið
ráðlagt að æsa sig ekki að óþörfu.
Öll þau hneykslismál sem fursta-
börnin hafa lent í hafa oft komið
hjarta hans til að slá örar. Nú verð-
ur bara að koma í ljós hvort að
umhyggja þeirra fyrir karli föður
sínum knýi þau til að haga sér bet-
ur á næstunni.
Rainer fursti af Mónakó.
KÍNA
Islenskir jarðfræði- og
landafræðinemar á ferð
Ijúní fór hópur jarðfræði- og land-
afræðinema í náms- og skemmt-
iferð til Kína. Þar í landi voru þeir
gestir Nanjing-háskóla og meðan á
dvölinni stóð, ferðuðust þeir vítt og
breitt um iandið. Meðal annars fóru
þeir upp á Emei-fjall sem er um
3000 metrar á hæð og eitt af helg-
um fjöllum búddatrúarmanna.
I Kína sýndi hópurinn þjóðrækni
sína í verki með því að halda þjóð-
hátíðardaginn, 17. júní, hátíðlegan
en þá var farið í skrúðgöngu og
blys tendruð. Að sögn eins Kínafar-
ans, Victors Kr. Helgasonar, tókst
förin í flesta staði mjög vel og urðu
þeir jarðfræði- og landafræðinemar
margs vísari í henni.
Frá hátíðarhöldunum að kvöldi
hins 17. júní.
■m
íslendingarnir ásamt kínverskum fararstjórum á Emei-fjalli.
PARÍS
17T Stjör n uspekistöói n gunnlaugur guðmundsson
^ miðbæjarmarkaðnum
sendum í póstkröfu aðalstræti 9, sími 10 3 77
Myndlistarnámskeið fyrir börn
Getum bætt við nemendum á síðasta námskeið
sumarsins, 12.-23. ágúst.
Farið verður í eftirfarandi:
Leirmótun — málun —
blandaöa tækni — teikningu og fleira
Námskeiðið stendur yfir í 2 klst. á dag.
Leiðbeinendur verða:
Guðlaug Halldórsdóttir, grafískur hönnuður,
og Helga Jóhannesdóttir, leirlistakona.
- Báðar hafa veitt barnastarfi forstöðu. -
Innritun verður alla virka daga frá kl. 9-16 í hús-
næði Tónlistarskóla Eddu Borg í Hólmaseli 4-6.
Ennfremur er að hefjast innritun á vetrarnámskeið.
Upplýsingar í símum 73452,
673395 og 667228.
David Bowie flottur á því
í þessu lífi?
líf
Þrátt fyrir að tónlistarmaðurinn
David Bowie sé orðinn 43 ára
slær hann ekki slöku við í vinnu
eða kvennamálum. Um þessar
mundir er hann með stúlku að nafni
Iman en hún er vinsæl fyrirsæta í
tískuheiminum.
Fyrir nokkrum árum var Bowie
þekktur fyrir að lifa hátt en eitt-
hvað hefur hann lækkað flugið að
undanförnu, Hann reynir eftir
megni að forðast ágang blaða-
manna og ljósmyndara en er þó
ekki mótfallinn því að auglýsa sig
öðru hvoru. Nýlega kom hann elsk-
unni sinni á óvart með því að bjóða
henni í stutt frí til Parísar. Vöktu
þau mikla athygli á gönguferðum
sínum um borgina, hvort sem þau
leiddust um þröngar götur Latínu-
hverfisins eða eftir Signubökkum.
Bowie var augljóslega stoltur af
hinni glæsilegu Iman enda var hún
ávallt klædd eftir nýjustu tísku.
Hún er af sómölskum ættum og
hafa þau Bowie verið allt að því
óaðskiljanleg í sjö mánuði.
hvaðan kemur þú?
hver er tilgangur þinn
David Bowie og
Iman leiðast eftir
Signubökkum.