Morgunblaðið - 07.08.1991, Page 52

Morgunblaðið - 07.08.1991, Page 52
PC MAGAZINE UM IBM OS/2i „ÞETTA ER FRAMTÍÐIN" MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Akureyri: Hótel Stefanía er gjaldþrota HÓTEL Stefanía hf. á Akureyri var úrskurðað gjaldþrota hjá bæj- arfógetaembættinu á Akureyri í gær, að beiðni Búnaðarbankans. Búnaðarbankinn lagði fram beiðni um gjaldþrot fyrir tíu dögum en veitt- ur var frestur í nokkra daga áður en úrskurður var kveðinn upp. Nýr rekstraraðili tók við rekstri hótelsins 1. ágúst sl. Eignir hótelsins eru því sem næst engar en ekki er ljóst hvetj- ar kröfur eru í búið. Sjá nánar á bls. 30. Davíð Oddsson: Tel enn að „vaxtahækk- unin hafi ver- ið of mikil „ÉG RÆDDI þetta mál við Seðla- bankasljóra í dag, í framhaldi af greinargerð sem hann tók saman um þetta efni. Ég er enn þeirrar skoðunar að vaxtahækkunin hafi verið of mikil,“ sagði Davíð Odds- son, forsætisráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann sagði þessi mál verða rædd íifram næstu daga. „Ég tel allar forsendur fyrir því að vaxtastig ætti að geta lækkað með haustdögum," sagði Davíð. „Verðbólguspár og veruleikinn benda til mjög hraðrar lækkunar vísitölu á næstunni, og það er mjög mikilvægt að vextir á nafnvaxtaskuldbinding- um fylgi því fast eftir og lækki hratt aftur. Flugleiðaþoturnar: Gæti þurft að breyta handfar- angurshólfum LÍKUR benda til að þotur Flug- leiða séu á meðal 1.057 Boeing 757- og 737-þotna sem gera þarf breytingar á, þar sem hólf fyrir handfarangur, sem eru fyrir of- an farþegasæti, standast ekki staðla bandaríska loftferðaeftir- litsins. Boeing-flugvélaverk- smiðjurnar tilkynntu þessar breytingar á mánudag, en bentu á að gallarnir hefðu engin áhrif á öryggi vélanna. „Boeing hefur ekki enn haft sam- band við Flugleiði vegna þessa, og því vitum við ekki hversu umfangs- mikil breyting þetta er, en reiknum með að hún verði framkvæmd næst þegar vélarnar fara í skoðun,“ sagði Margrét Hauksdóttir hjá upplýs- ingadeild Flugleiða í samtali við Morgunblaðið. „Við bíðum nú eftir að fá upplýsingar frá verksmiðjun- um,“ sagði hún ennfremur. Vélar Flugleiða eru enn í ábyrgð, og sagði Margrét líklegt að kostnaður sem breytingunum fylgir verði greiddur af verksmiðjunum. Islendingar skrifa undir viðskiptasamning við Litháa: Fyrsta V estur-E vrópurík- ið sem semur við Litháen Morgunblaðið/Bjöm Valdimarsson Síldarævintýri á Sigló Ein sérstæðasta skemmtun verslunarmannahelgarinnar var Sfldarævintýri á Siglufirði. Þar var gamla sfldar- stemmningin rifjuð upp við góðar undirtektir heimamanna og burtfluttra Siglfirðinga. Sjá nánar í frétt á miðopnu. Þetta eru mín sjónarmið í þessu sambandi. Akvarðanir um vaxta- breytingar eru vitanlega í höndum bankanna, en það er sjálfsagt að þessi sjónarmið komi ítarlega fram,“ sagði forsætisráðherra ennfremur. Sjá einnig viðtöl á bls. 23. Viðskiptasamningur íslands og Litháens var undirritaður í Vilnius síðastliðinn mánudag. Um er að ræða almennan ramma- samning og ekki verður strax um nein viðskipti að ræða, að sögn Sveins Björnssonar sendifull- trúa, sem undirritaði samninginn fyrir íslands hönd. Island er fyrsta Vestur-Evrópuríkið, sem semur um viðskipti við Litháa, en áður hafa þeir gert viðskipta- samning við Tékka. „Litháar eru enn að skipuleggja sitt stjórnarráð og taka sín mál smám saman í eigin hendur. Ég þori ekki að segja til um hvenær bein viðskipti geta hafizt sam- kvæmt samningum," sagði Sveinn Björnsson í samtali við Morgunblað- ið í gær. „Litháar hafa auðvitað verið undir Sovétríkjunum og ekki haft neina sjálfstæða utanríkisvið- skiptastefnu. Þessir samningar eru upphafið á henni. Það eru ekki einu sinni til nein fyrirtæki ennþá, sem beinlínis stunda utanríkisverzlun." Að sögn Sveins er ráð fyrir því gert í samningnum að viðskipti landanna fari fram eftir reglum um svokölluð beztu kjara viðskipti, samkvæmt Almenna samkomulag- inu um tolla og viðskipti (GATT). I því felst að Litháum verða veittar allar þær viðskiptaívilnanir, sem önnur ríki njóta hjá íslendingum, að undanteknum þeim Iöndum, sem gert hafa fríverzlunarsamninga við Island. Með samningnum er einnig hvatt til aukinnar tæknisamvinnu land- anna og samstarfs einstaklinga og fyrirtækja í Litháen og á íslandi. Að sögn Sveins verður fljótlega sett á laggirnar sameiginleg nefnd, sem sjá mun um framkvæmd samn- ingsins. Gert er ráð fyrir nefndum af þessu tagi í viðskiptasamningum við Pólvetja og Tékka og eru þær skipaðar fulltrúum út- og innflytj- enda í báðum löndum, ásamt full- trúum utanríkisráðuneyta þeirra. Sveinn Bjömsson og Ramutis Grizas, aðstoðaratanríkisráðherra Litháens, undirrituðu samninginn. Meðal þeirra, sem viðstaddir voru, var Algirdas Saudargas, utanríkis- ráðherra Litháens. Samningurinn tók gildi við undirritun. Togvindubúnaður flutt- Fá umferðaróhöpp um helgina: Umferð til og frá höfuð- borginni aldrei verið meiri TÆPLEGA 98 þúsund bifreiðir fóru um helstu vegi til og frá Reykjavík um verslunarmannahelgina, samkvæmt talningu Vegagerðar ríkisins fyrir Umferðarráð og hefur umferðin aldr- ei verið meiri. Sömu helgi í fyrra fóru rúmlega 94 þúsund bílar um sömu vegi. Að sögn lögreglu víða um land var helgin ein sú rólegasta í manna minnum. Talning Vegagerðarinnar leiddi í ljós að fleiri bifreiðir fóru um Vesturlandsveg en undanfar- in ár, eða rúmlega 35 þúsund bílar samanborið við tæplega 30 þúsund í fyrra. Minni umferð var hins vegar um Suðurlandsveg en undanfarin ár. Hjá lögreglu voru skráð 50 umferðaróhöpp, flest minnihátt- ar árekstrar og í þeim meiddust átta manns lítillega. Lögregla hafði afskipti af 83 ökumönnum vegna meintrar ölvunar við akst- ur. Sjá fréttir af skemmtunum um verslunarmannahelgina á miðopnu, bls. 30,31 og 50. ur út á alþjóðamarkað Rafboði hf. býst við milljarða sölu innan nokkurra ára RAFBOÐI hf. í Garðabæ, eitt stærsta raftæknifyrirtæki hér á landi, gekk nú í vor frá markaðssetningar- og samvinnusamningi við stórfyr- irtækið Asea Brown Boveri, ABB, í Hamborg en samkvæmt honum tekur ABB að sér alþjóðlega markaðssetningu sjálfvirka togvindubún- aðarins, Autotrawl, frá Rafboða. Gert er ráð fyrir, að árleg sala verði komin í hálfan milljarð eftir tvö ár. Ásgeir Erling Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Rafboða, segir, að samningurinn við ABB sé tvíþætt- ur. Annars vegar legði fyrirtækið fram 300.000 mörk, rúmlega 10 milljónir ísl. kr., sem þróunarstyrk og sem greiðslu fyrir þá tækniþekk- ingu, sem það fengi með samningn- um, en hinn hlutinn væri sölu- og markaðssamningur. Samkvæmt honum tekur ABB að sér að mark- aðssetja og selja búnaðinn á alþjóða- markaði en Rafboði mun áfram annast íslenska heimamarkaðinn. ABB ætlar að auglýsa sjálfvirka togvindukerfið frá Rafboða og ann- an búnað fyrir um þtjár milljónir marka, rúmar 106 millj. ísl. kr., og verður megináherslan til að bytja með lögð á Þýskaland og1 Sovétrík- in. Sovésku fiski- og verksmiðju- skipin voru flest smíðuð í Austur- Þýskalandi sem var og nú er verða mikil samvinna með Þjóðvetjum og Sovétmönnum í sjávarútvegsmál- um. Þá ætlar ABB einnig að ein- beita sér að spánska markaðinum en fyrirtækið er með útibú mjög víða. Rafboði hf. veltir nú um 100 milljónum kr. en Ásgeir Erling sagði, að salan á þessu ári yrði væntanlega um 160-180 millj. kr. og hann taldi, að hún færi í hálfan milljarð á næsta ári. Þá sagði hann, að ef þeir samningar, sem nú væri verið að vinna að, gengju upp mætti jafnvel tala um sölu upp á nokkra milljarða eftir npkkur ár. Sjá nánar í Úr verinu bls. Cl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.