Morgunblaðið - 15.08.1991, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1991
Norðmennimir fyrir utan annað sumarhúsið. Morgunblaðíð/Jón Sigurðsson
Blönduósi:
Sumarhús byggð
við tjaldstæðið
Blönduósi.
BYGGÐ hafa verið tvö sumarhús við tjaldsvæðið á Blönduósi en
samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir að alls verði byggð á þessu
svæði tíu hús. Það er trésmiðjan Stígandi hf. á Blönduósi sem bygg-
ir húsin en þau eru innflutt frá Hallingdal í Noregi og er það fyrir-
tækið Al-Hyttebygg sem framleiðir húsin. Stígandi hf. og Al-Hytte-
bygg hafa gert með sér samstarfsamning þar sem gert er ráð fyrir
að Stígandi hf. taki að sér framleiðslu og markaðssetningu á þessum
sumarhúsum.
NEYTENDAMAL
íslenskir síldarréttir
Þróun og gæði —
Morgunblaðið/KGA
Þröstur Björgvinsson vinnur að vöruþróun og kerfisbundnu gæðaeft-
irliti þar sem fylgst er með vörunni í vinnslu að borði neytenda.
Um verslunarmannahelgina
komu fulltrúar frá Al-Hyttebygg til
að vera viðstaddir þegar fyrstu
húsin voru tekin í notkun. I förinni
voru fjörutíu og fjórir Norðmenn
og gróðursettu þeir birkitré við
húsin af þessu tilefni. Gert er ráð
fyrir því að stofna hlutafélag 'um
uppbyggingu og rekstur tjaldsvæð-
isins og eru sumarhúsin hluti af
þeim rekstri. Ennfremur er gert ráð
fyrir því að efna til hugmynda-
samkeppni um nafn á húsin og
verða fyrstu verðlaun viku gist-
ing í sumarhúsi sem þessum í
Hallingdal í Noregi. Þessi hús
sem Stígandi hf. er að byggja
við tjaldstæðið á Blönduósi eru
verðlaunahús en þau voru valin
til framleiðslu úr 147 tillögum
um byggingu heilsárshúsa í Nor-
egi.
Innlendir síldarréttir hafa
verið á markaði hér í nokkra
áratugi, þeir hafa þótt nokkuð
einhæfir og oft misjafnir að
gæðum. Nú virðist vera breyting
á. Áhugaverða síldarrétti má nú
sjá í hillum matvælaverslana og
er ekki ósennilegt að þeir nái
vinsældum hjá stærri hópi inn-
lendra neytenda en áður. Takist
framleiðendum að viðhalda
gæðum er ekki óraunhæft að
ætla að útflutningur geti orðið
á þessari fullunnu síld í framtíð-
inni.
Eitt þeirra matvælafyrirtækja
sem komið hefur með nýja síldar-
rétti á markaðinn er „íslensk mat-
væli“ sem starfrækt er í Hafnar-
firði. Neytendasíðan ræddi þar við
framkvæmdastjórann, Sigurð
Björnsson efnaverkfræðing, og
Þröst Björgvinsson mjólkurfræð-
ing um framleiðslu á unnum síldar-
réttum, þróun og gæðaeftirlit.
„Við hér hjá íslenskum matvæl-
um leggjum mikla áherslu á gæða-
máiin og við vinnum markvisst að
umbótum á því sviði,“ sagði Sig-
urður Björnsson um leið og hann
benti á borð hlaðið síldarréttum
og laxi, framleiðslu fyrirtækisins.
Hann var spurður hve margar
tegundir síldarrétta væru fram-
leiddar hjá fyrirtækinu?
„Að jafnaði eru framleiddar 6-7
tegundir," svaraði hann. „Við erum
með karrýsíld, tómatsíld, sinneps-
síld, hvítlaukssíld, kryddsíld, mar-
ineraða sfld. Nýjasta framleiðslan
er konfektsíld og portvínssíld, sem
er einskonar afbrigði af kryddsíld.“
Síldarréttir í léttari sósum
Sósur sem settar hafa verið með
sumum síldarréttum hafa þótt
nokkuð feitar eins og t.d. með
karrý- og sinnepssíld. Þeir félagar
voru spurðir hvort í gangi væri
þróun á léttari sósum.
Þröstur sagði að sósan í krukk-
unum væri aðeins lítill hluti af inni-
haldinu og af þeim ástæðum teld-
ist varan ekki vera mjög feit. Sig-
urður bætti við að í þessum sósum
væri ekki majones, matarolía væri
grunnefnið en fitan væri ekki eins
mikil og í majonesi. Þessa sósu
sagði hann vera þróaða og unna
hjá fyrirtækinu. Hugmyndin væri
að vinna að frekari þróun á sósum
úr mjólkurafurðum í stað matarol-
íu og væri fyrsta afurðin, laxasal-
at, nú að koma á markaðinn. Hann
bent á plastdós með fallega lax-
bleiku salati, sem við smökkun
reyndist örlítið hlaupkennt en
bragðmilt.
Markvisst unnið að bættum
gæðum
Við snerum umræðunni að gæð-
amálum. Margir hafa haldið því
fram að danska síldin, sem hér er
seld í verslunum, sé bæði hvítari
og betri en sú íslenska. íslensk
marineruð síld í plastdósum hefur
oft verið bæði grá og þrá. Þeir
félagar voru spurðir hvort munur-
inn gæti legið í mismunandi
vinnslu síldarinnar hér og í Dan-
mörku.
Sigurður svarði því til að í þess-
ari dönsku síld væru flök úr nýrri
sfld, edik-verkaðri, sem gerir hana
hvítari. „Það hráefni sem við not-
um hér er eingöngu verkuð síld,“
sagði hann. „Við notum aldrei
ferska síld og ekki heldur frysta
síld. Allt okkar hráefni er saltsíld
sem við kaupum frá Síldarútvegs-
nefnd. Við kaupum hjá þeim söltuð
flök og roðflett og þeir skera þau
jafnvel fyrir okkur í bita. Við not-
um sykursaltaða síld í hluta af
okkar framleiðslu, kryddsaltaða
síld og edikverkaða síld í bitum.
Við kaupum eingöngu síld sem
hefur staðist gæðakröfur Ríkis-
matsins. Hráefnið sem við erum
með er dýrasta síldarhráefni á
markaðnum í dag og það besta sem
fáanlegt er á Norðurlöndum. Við
teljum að við séum að vanda vel
til hráefnisins með því að skipta
við þessa aðila."
Aukið geymsluþol vörunnar
Sigurður sagði að fýrirtækið
væri að fara í gegnum endurskipu-
lagningu hvað varðar vinnslu og
hreinlæti og þessir þættir yrðu til
að auka geymsluþol vörunnar.
Þröstur sagði að unnið væri mark-
visst að því, með ákveðnum aðferð-
um, að auka geymsluþol á síldar-
legi án rotvamarefna. Hvað varðar
framleiðslu á öðrum matvörum
eins og á reyktum laxi, þá væri
verið að stytta þann tíma sem
matvælin væm á borðum í vinnslu,
á þann hátt ætti varan að komast
ferskari á neytendamarkaðinn en
áður.
Aukið gæðaeftirlit
„Við erum með kerfisbundið
gæðaeftirlit sem miðar að því að
fylgjast með vörunni, frá því að
við fáum hráefnið í hús og þar til
það er komið á borð til neytenda,"
hélt Þröstur áfram. Hann sagði að
ef eitthvað kæmi upp þá ætti að
vera hægt að rekja ferilinn og finna
hvar mistök hafi átt sér stað, hve-
nær varan hafi verið framleidd
Hýtl skrifstofutækninám
Tölvuskóli Reykjavíkur gerir þér kleift að auka við þekkingu
þína og atvinnumöguleika á skjótan og hagkvæman hátt.
Þú lærir bæði á Macintosh- og PC-tölvur, auk almennrar
skrifstofutækni, bókfærslu, tölvubókhalds, verslunarreikn-
ings og toll- og verðútreikninga.
Innritun stendur yfir.
Hringið og fáið sendan ókeypis bækling.
Tölvuskóli Reykiavíkur
Borgartúni 28, sími 91-687590
Jón Sig.
nóatún
Stórkostleg
verðlækkun á
lambakjöti
Kr. kg. Venjulegt
verð
Lambalæri.........499 lj&í
Lambahryggur......499 §9ð
Lambaframp. sagaður... .369 40á
Lambasaltkjöt.....399 53o
Lambalifur........299 QZé
Hangilæri m/beini.... ..699
Lambaskrokkar ’h - 349 kr.
NÝTT KORTATÍMABIL
NÓATÚN17 ROFABÆ 39 HAMRABORG, KÓP
®17261 ® 671200 ®43888
LAUGAVEG1116 ÞVERHOLTI6, MOS FURUGRUND 3, KÓP.
® 23456 ® 666656 ® 42062