Morgunblaðið - 15.08.1991, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. AGUST 1991
Friðun Geysis
eftir Guðmund E.
Sigvaldason
Nú eru Geysisgos seld á eitt
hundrað og tuttugu þúsund krónur
Þessi ráðstöfun hefur verið gagn-
rýnd á þeirri forsendu að verðið sé
of lágt, fimm hundruð þúsund væru
nær lagi (morgunútvarp Rásar 1,
12. ágúst 1991). Undirritaður var
af tilviljun staddur við Geysi einn
laugardag í júlí, en þá hafði fyrir-
tækið Pepsí Cola keypt Geysisgos
af Náttúrverndarráði.
Árið 1846 var hér á ferð þýzkur
eðlis- og efnafræðingur, Robert
Bunsen að nafni. Hann skoðaði
Geysi og gerði síðan eftirlíkingu af
Geysisgosum á rannsóknastofu
sinni. Frá honum er komin skýring
á gosum í Geysi. Þegar leið á
nítjándu öldina dró mjög af Geysi,
en eftir jarðskálftana miklu, 1896
og 1912, óx 'honum ásmegin og
gaus oft og fallega fram undir
•1930, en þá fór gosum að fækka.
Þessu veldur útfelling af kísli í að-
færsluæð hversins þannig að ekki
berst að nægjanlega heitt vatn til
að suða geti orðið á um það bil 20
metra dýpi. Trausti Einarsson, pró-
fessor, vissi að til að framkalla gos
þyrfti að breyta aðstæðum á þann
veg að suða gæti hafist á þessu
dýpi við lægra hitastig. Einfalt ráð
var að lækka þrýsting í aðfærslu-
æð. Það var gert með því að ijúfa
hveraskálina og lækk.a vatnsborð í
hvernum. Þetta gekk vel um sinn,
en þar kom að ekki dugði til. Þá
datt Trausta annað ráð í hug. Við
suðu vatns myndast gufubólur. Til
að bóla myndist þarf að yfirvinna
ákveðinn þrýstimörk, en þau eru
annars vegar háð hæð vatnssúlunn-
ar yfir bólunni, hins vegar eiginleika
vatnsins, sem kallast yfirborðs-
spenna. Yfirborðsspennan veldur
því að á sléttu yfirborði verða vatns-
dropar kúlulaga. Ef ögn af sápu
er látin snerta dropann fellur hann
saman. Það er með öðrum orðum
hægt að auðvelda bólumyndun og
suðu með því að setja út í það sápu.
Nú var byijað að gera hvort tveggja
í senn, lækka vatnsborð í hvernum
og setja í hann sápu. Þetta hreif
og hrífur enn.
Náttúruvernd er hugtak, sem
eðli sínu samkvæmt hlýtur að fá
breytilega merkingu frá einum tíma
til annars og einnig getur menn
greint á um merkingu þess á hveij-
um tíma. Ef skilgreining hugtaks
er rúm, er eðlilegt að hver og einn
túlki það eftir smekk eða hagsmun-
um og þá hafa hugsmunir oftar
meira vægi en smekkurinn. Ekki
skal dómur lagður á hvemig Nátt-
úruverndarráð túlkar hlutverk sitt
að annast friðun Geysis, en að
gefnu tilefni langar mig að rifja upp
hvernig eldra Náttúruvemdarráð,
skipað öðram mönnum, túlkaði frið-
un Geysis. í nokkur ár á sjöunda
áratugnum starfaði ég lítið eitt fyr-
ir Náttúravemdarráð, sat fundi
þess og hlustaði á umræður. Þá var
Birgir Kjaran formaður ráðsins, en
Hákon Guðmundsson og Sigurður
Þórarinsson voru ásamt formanni
einna virkastir þátttakendur í um-
ræðum. Þá var Geysir og Geysis-
svæðið í umsjá Geysisnefndar og
svo hélst þar til á þessu ári. Ef
mig misminnir ekki þá hafði Geysis-
nefnd sent erindi til Náttúravernd-
arráðs þar sem óskað var eftir
umsögn ráðsins. Málið snerist um
það að óskir höfðu komið fram um
að bora í Geysi og hreinsa kísilút-
fellingar úr aðfærsluæð. Með þessu
móti átti að endurlífga hverinn og
ljá svæðinu aukið aðdráttarafl fyrir
ferðamenn. Mér er umræðan um
þetta mál minnisstæð. Hún fjallaði
um skilgreiningu á hugtakinu nátt-
úravernd. Ég skal ekki leggja dóm
á hvort skilgreining manna, sem
nú era allir látnir, sé betri eða
smekklegri en þeirra sem nú selja
gos í Geysi, en þó er vert að minna
á að þar töluðu framkvöðlar nátt-
úraverndar á íslandi.-
Niðurstaða umræðnanna var
eitthvað á þessa leið: Geysir þróast
með eðlilegum hætti frá einu skeiði
til annars. Þar skiptast á tímabil
Guðmundur E. Sigvaldason
„Ef slíkar aðfarir eru
leyfðar er jafnframt
fallið frá friðun, sam-
kvæmt skilningi mínum
á hugtakinu náttúru-
vernd“.
tilkomumikillar virkni og löng
hvíldarskeið. Slík er hin náttúralega
hegðun þessa frægasta goshvers í
heimi og það eiga menn að sætta
sig við ef hugur fylgir máli að friða
Geysi sém einstætt fyrirbrigði
íslenskrar náttúru. Til þess að koma
eilítið til móts við óskir ferðamanna
um hveragos mætti hins vegar að
skaðlausu bora í hver, sem nefnist
Strokkur og var goshver um miðja
síðustu öld. Ef vel tekst til að end-
urlífga Strokk þá ætti ásókn í að
fikta við Geysi að linna. Náttúra-
vemdarráð Birgis Kjarans leyfði
sem sé boran í Strokk til þess að
menn hættu að ásælast Geysi sem
söluvöra fyrir ferðamenn. Þessi
umsögn er væntanlega til í gerðar-
bókum ráðsins, en ég tel mig muna
þetta nokkuð rétt, enda minnis-
stætt.
í þessari umsögn var ekki tekin
afstaða til sápuausturs í Geysi, enda
var sú iðja aflögð að mestu eða
öllu á þeim árum. Ég ætla ekki að
halda því fram að smekkur minn
sé mælistika á rétt og rangt í þeim
efnum, en sá smekkur mótaðist
mjög af skoðunum þessara fram-
kvöðla náttúravemdar. Það kann
þess vegna að vera tímaskekkja að
láta sér mislíka aðfarir, sem felast
í því að þvinga friðað náttúrufyrir-
bæri til óeðlilegrar hegðunar í þeim
tilgangi einum að þjóna hagsmun-
um ferðaþjónustu. Ef slíkar aðfarir
era leyfðar et jafnframt fallið frá
friðun, samkvæmt skilningi mínum
á hugtakinu náttúravernd. Ef Nátt-
úraverndarráð gerir hvort teggja í
senn að falla frá friðun Geysis og
notar hann jafnframt til fjáröflun-
ar, þá hefur skilgreining-orðsins
náttúravemd breyst meira en ég
hugði, og Náttúravemdarráð er
með nokkram hætti annað en þegar
ég kynntist því fyrst.
Höfundur er forstöðumaður
Norrænu eldfjallastöðvarinnar.
Fjórðung-súrslitin í Brussel:
Short tók forystu - ívantsjúk jafnaði
Skák
Margeir Pétursson”
HVÍTU mennirnir voru sigur-
sælir í þriðju umferðinni f gær,
þrjár skákanna unnust á hvítt
og I þeirri fjórðu var Anand með
gjörunna stöðu gegn Karpov, en
sleppti honum aftur með jafn-
tefli. ívantsjúk hristi af sér slen-
ið, lagði Júsupov örugglega að
velli og jafnaði metin. Short
vann Gelfand aftur og tók for-
ystuna og sömuleiðis vann Tim-
man aðra skákina í röð gegn
Kortsjnoi og er kominn með
tveggja vinninga forskot.
Það er höggvið á báðar hendur í
í Brussel og þessi einvígi eiga
næsta lítið skylt við þann jafnteflis-
þæfing sem sást oft í slíkum keppn-
um á áttunda áratugnum, sérstak-
lega eftir að Fischer hætti. Tefldar
hafa verið tólf skákir og þar af
hafa sjö unnist. Flestar jafnteflis-
skákimar hafa líka verið söguleg-
ar, þótt Karpov og Anand hafi
gert allar skákir sínar jafntefli hef-
ur það ekki verið sökum friðarvilja,
heldur mistaka í vænlegum stöð-
um.
Þegar þijár af átta umferðum
hafa verið tefldar er útlit fyrir
æsispennandi og fjöraga keppni í
a.m.k. þremur einvígjum, en Korts-
jnoi verður að fara að kveða sér
hljóðs ef hann ætlar að eiga mögu-
leika gegn Timman, sem er kominn
með tvo og hálfan af þeim fjórum
og hálfum vinningi sem þarf til að
sigra.
Lagleg sóknarskák Short
Það hafa heldur betur orðið
umskipti hjá þeim Short og Gelfand
eftir að Englendingurinn tapaði
fyrstu skákinni í aðeins 25 leikjum
með hvítu>. Nú hefur hann unnið
tvær skákir í röð og tekið foryst-
una. Short hefur tekið þá skynsam-
legu stefnu gegn hinum spreng-
lærða andstæðingi sínum að sneiða
hjá fræðilegri baráttu og í þriðju
skákinni beitti hann afbrigði gegn
Sikileyjarvörn sem var afar vinsælt
á enskum helgarmótum fyrir 10-20
árum. Gelfand hefði mátt reikna
með þessu í undirbúningi sínum,
en brást samt ekki við á réttan
hátt og eftir 20 leiki var hann með
lakari stöðu, auk þess sem tínia-
hrak vofði yfir honum. Short þving-
aði síðan fram vinning mpð lag-
legri sóknarlotu.
Hvítt: Nigel Short
Svart: Boris Gelfand
Sikileyjarvöm
1. e4 - c5 2. Rc3 - d6 3. f4 -
Rc6 4. Rf3 — g6 5. Bc4 - Bg7
6. 0-0 - e6 7. d3
Á ensku helgarmótunum fóm-
uðu menn hér gjaman peði með
7. f5 og það gerði sænski stórmeist-
arinn Hellers gegn Gelfand á
síðasta Ólympíumóti. Þá skák vann
Rússinn öragglega, en hefur nú
ekki svar á reiðum höndum gegn
rólegri uppbyggingu Short.
7. - Rge7 8. Del - Rd4 9. Rxd4
- cxd4 10. Re2 - 0-0 11. Bb3 -
Rc6 12. Bd2 - d5 13. e5 - f6
14. exf6 - Bxf6 15. Khl - a5
16. a4 - Dd6?!
Gelfand ætlar út í aðgerðir á
drottningarvæng, en þar hefur
hvítur ekki neina sláandi veikleika
til að sækja að. Betra virðist 16. —
Re7 með það fyrir augum að stað-
setja riddarann á f5. Reyndar hafði
Gelfand þegar tekið á sig fremur
þunglamalega stöðu með áttundu
og tólftu leikjum sínum
17. Rgl! - Bd7 18. Rf3 - Rb4
19. Df2 - Dc5 20. Bc3 - Rc6
21. Hael - b6 22. Bd2 - Rb4
23. Dg3 - b5
Síðustu tveir leikir svarts eru
byggðir á yfirsjón, honum hefur
yfirsézt næsti leikur hvíts sem er
bæði glæsilegur og óvæntur og
tryggir honum vinningsstöðu.
24. f5! - exf5 25. Re5 - Be8 26.
axb5 — Dxb5?
Ljótur afleikur. Hér fór forgörð-
um síðasta tækifærið til að treysta
varnimar. Nú vinnur hvítur fljótt:
27. Hxf5 - Kh8 28. Hxf6! -
Hxf6 29. Rg4 - Hf5 30. Rh6 -
Hh5 31. Df4 og svartur gafst upp.
Kortsjnoi er heillum horfinn
Þrátt fyrir slæmt tap í annarri
skákinni stofnaði Kortsjnoi strax
til mikilla sviptinga með svörtu í
gær með því að beita hinu svo-
nefnda Jánisch-bragði spænska
leiksins. Timman tók mjög rólega
á móti því, gaf peðið til baka. í
miðtaflinu stóð hann örlítið betur
að vígi vegna betri peðastöðu. Að
venju eyddi Kortsjnoi miklum tíma
í leit að færum, en veikti einungis
eigin stöðu. Eftir ráðleysislegar
hrókatilfærslur í 22.-25. leik var
hann Timman auðveld bráð í tíma-
hrakinu.
Þetta slæma tap Kortsjnois
minnir nokkuð á versta kafla hans
í heimsmeistaraeinvíginu við
Karpov 1981, en þá gróf hann ein-
mitt sína eigin gröf í tveimur skák-
um.
Hvítt: Jan Timman
Svart: Viktor Kortsjnoi
1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5
- f5 4. Rc3 — fxe4 5. Rxe4 —
Rf6 6. De2 - d5 7. Rxf6+ -
gxf6 8. d4 — Bg7 9. dxe5 — 0-0
10. e6 - He8 11. 0-0 - Bxe6 12.
Dd3 - Dd6 13. Be3 - a6 14.
Bxc6 - Dxc6 15. Rd4 - Dd7 16.
Rxe6 - Dxe6 17. Hadl - Had8
18. Bd4 - Dd6 19. c3 - a5 20.
h3 - b6 21. Be3 - c5 22. Hfel
- He7 23. He2 - De6 24. Db5
- Hd6 25. Hed2 - Hd8
26. b4 - axb4 27. cxb4 - d4 28.
bxc5 - bxc5 29. Dxc5 - Hd5 30.
Dc4 - Ha5 31. Dxd4 - Hxa2 32.
Dd8+ - Kf7 33. Hxa2 - Dxa2
34. Bc5 - Hb7 35. Hel - Kg6
36. Dd3+ - f5 37. Dg3+ - Kf7
38. Df3 og svartur gafst upp.
Nú hélt ívantsjúk ró sinni
Skákin í gær minnti talsvert á
fyrstu skákina að því leyti að Ivant-
sjúk náði strax betri stöðu upp úr
byijuninni með nákvæmri tafl-
mennsku og vann síðan lið í mið-
taflinu. Reynslunni ríkari tókst
honum nú að komast hjá tímahraki
og hann innbyrti sigurinn öragg-
lega.
Hvítt: Vasilí Ivantsjúk
Svart: Artúr Júsupov
Drottningarbragð
1. c4 - e6 2. Rc3 - d5 3. d4 -
Rf6 4. cxd5 — exd5 5. Bg5 —
Be7 6. e3 - 0-0 7. Bd3 - Rbd7
8. Rge2 - He8 9. 0-0 - Rf8 10.
Dc2 - c6 11. f3 - Rh5 12. Bxe7
— Dxe7 13. e4 — dxe4 14. fxe4
- Bg4 15. e5 - Had8 16. Re4!
Laglegur leikur sem tryggir
hvítum stöðuyfirburði. E.t.v. hefur
Júsupov ekki áttað sig á því að
hann væri mögulegur, en nú geng-
ur 16. — Bxe2 17. Bxe2 — Hxd4?
auðvitað ekki vegna 18. Bxh5 og
16. — Re6 er svarað með 17. Rd6.
16. - Rg6 17. Hadl - Hf8 18.
h3 - Bxe2 19. Bxe2 - Rhf4 20.
Bc4 - Kh8 21. Hf3
Aðstaða svarts er svo erfíð að
Júsupov sér sig knúinn til að veikja
peðastöðu sína. En það flýtir fyrir
óförunum.
21. - f6 22. exf6 - gxf6 23. Rg3
- b5? 24. Bfl - c5 25. Df2 -
Dc7 26. Hcl - c4 27. b3 - Hfe8
28. bxc4 — bxc4 29. Hxc4 — Db8
30. h4 - Rd5 31. Rh5 - He4 32.
g3 — Rxh4 33. gxh4 — Hg8+ 34.
Khl - Hgg4 35. Hc5 - Hxh4+
36. Hh3 - Hxh3+ 37. Bxh3 -
Dbl+ 38. Dgl - Dxgl+ 39. Kxgl
- Rb6 40. d5 Hh4 41. d6! og
Júsupov gaf, því 41. — Hxh3 er
svarað með 42. Hc8+ — Rxc.8 43.
d7 - Hxh5 44. dxc8=D+ Kg7 45.
Db7+ o.s.frv.
Anand var með gjörunnið
Anatólí Karpov fyrrum heims-
meistari er svo sannarlega luk-
kunnar pamfíll í þessu einvígi.
Hann rambaði á barmi glötunar í
annarri skákinni og í gær var hann
svo sannarlega kominn fram af
barminum. Eftir fljótfæmisafleiki
Indveijans slapp hann með jafn-
tefli. Karpov ræður ekki við hraða
og snerpu Anands, en virðist hafa
níu líf eins og kötturinn.
Staða Karpovs eftir byijunina
var í góðu lagi, en eftir að honum
urðu á mistök í miðtaflinu opnuð-
ust allar flóðgáttir. Um tíma hafði
Anand tvö peð yfir og þar að auki
yfirburðastöðu og betri tíma, en
það dugði ekki til.
Hvítt: Vyswanathan Anand
Svart: Anatólí Karpov
Caro-Kann vörn 1. e4 — c6 2.
Rf3 — d5 3. Rc3 — Bg4 4. h3 -
Bxf3 5. Dxf3 - e6 6. d3 - Rd7
7. Be2 - g6 8. 0-0 - Bg7 9. Dg3
- Db6 10. Khl - Re7 11. f4 -
f5 12. e5 - d4 13. Rbl - Rd5
14. Ra3 - Bf8 15. Rc4 - Dc7
16. a4 - R7b6 17. Df2 - Rxc4
18. dxc4 - Rb4 19. Bf3 - Bc5
20. Hdl - De7 21. De2 - a5 22.
c3 — dxc3 23. bxc3 — Ra6 24.
Be3 — Bxe3 25. Dxe3 — Dc5 26.
Dd4 - Kf7 27. Habl - Hab8 28.
Hb6 — De7 29. Bxc6 — bxc6 30.
Hxa6 - Hhd8 31. Dgl - Hxdl
32. Dxdl - Hd8 33. Df3 - Da3
34. Kh2 - Hd7 35. Dxc6 - He7
36. Ha8 - Dcl 37. Df3 - Kg7
38. Hd8 - Hc7 39. c5 - Da3 40.
Da8 - Dxc5 41. Hg8+ - Kh6
42. Dd8 - De7 43. Dd2 - Hc4
44. Dd6 - Df7
45. Hf8??
Eftir 45. Dd8! - Hxf4. 46. g4!
verður svartur mát eða tápar
drottningunni.
45. - Db7 46. Dd8 - De4 47.
Dh4+ — Kg7 og hér var samið
Jafntefli.