Morgunblaðið - 15.08.1991, Síða 25

Morgunblaðið - 15.08.1991, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1991 25 Bíóhöllin: Frumsýnir Lífíð er óþverri BÍÓHÖLLIN hefur tekið til sýn- ingar myndina „Lífið er óþverri". Með aðalhlutverk fara Mel Brooks og Lesley Ann Warren. Leikstjóri er Mel Brooks. Goddard Bolt er harðsvíraður kaupsýslumaður í Los Angeles í Kalifomíu. Um þær mundir sem sag- an hefst er svo komið að Bolt er einn eigandi hálfs þess svæðis í borginni sem byggt er aumustu hreysum sem hægt er að hugsa sér. En honum nægir það ekki og hann fer því ekki dult með að hann ætli sér að eignast hinn helminginn að auki. En þá kem- ur babb í bátinn. Inn á fund hjá Bolt kemur annar auðmaður, Crasswell að nafni, og hann tilkynn- ir að hann eigi hverfi það sem Bolt renni hýru auga til. Hann lætur einn- ig í ljós löngun til þess að kaupa hverfi það sem er í eigu Bolts. Crasw- ell kemur með tillögu að geti Bolt lifað auralaus, án lánskorts og allra venjulega ráða í hverfinu í fulla 30 daga á hann að hljóta hlut Crasw- ells en geti hann þetta ekki á hann að afhenda Craswell sinn hlut. VERÐ Á MATJURTUM, krónur hvert kíló 13. ágúst. Kartöflur Hvítkál Tómatar Gúrkur Kínakál Stykkishólmur 50 170 340 318 238 Bíldudalur 105 238 610 368 277 Isafjörður 115 175 529 319 227 Siglufjörður 100 188 562 297 259 Akureyri 83 163 493 297 224 Eqilsstaðir 123 175 551 330 259 Neskaupstaður 147 214 578 349 257 Hvolsvöllur 75 185 547 330 267 Selfoss 95 186 444 297 324 Keflavík 125 155 412 248 197 Grindavík 125 185 536 323 204 Hafnarfiörður 75 112 299 229 115 Reykjavík 167 161 332 199 184 Lægsta verð úr einni eða tveimur helstu verslunum á viðkomandi stað. FISKVERÐ AUPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 14. ágúst. FAXAMARKAÐURINN HF. í Reykjavík Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 99,00 75,00 94,49 7,009 662.273 Ýsa 114,00 92,00 108,87 3,962 431.349 Steinbítur 30,00 30,00 30,00 1,123 33.690 Ufsi 50,00 47,00 48,26 1,462 70.559 Skata 16,00 16,00 16,00 0,008 128 Langa 19,00 19,00 19,00 0,505 9.995 Lúða 375,00 200,00 303,26 1,276 386.960 Karfi 32,00 32,00 32,00 0,963 30.816 Skarkoli 73,00 50,00 72,83 4,380 318.981 Undirmál 61,00 61,00 61,00 1,465 89.365 Blandað 5,00 5,00 5,00 0,086 430 Samtals 92,82 22,545 2.092.561 ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar 1.ágúst1991 Mánaðargreiðslur Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 12.123 ’/z hjónalífeyrir 10.911 Full tekjutrygging 26.909 Heimilisuppbót 9.174 Sérstök heimilisuppbót 6.310 Barnalífeyrir v/1 barns 7.425 Meðlag v/1 barns 7.425 Mæðralaun/feðralaun v/ 1 barns 4.653 Mæðralaun/feðralaun v/ 2ja barna 12.191 Mæðralaun/feðralaun v/ 3ja barna eða fleiri 21.623 Ekkjubætúr / ekkilsbætur 6 mánaða 15.190 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða 11.389 Fullur ekkjulifeyrir 12.123 Dánarbætur í 8 ár (v/slysa) 15.190 Fæðingarstyrkur 24.671 Vasapeningarvistmanna 10.000 Vasapeningar v/sjúkratrygginga 10.000 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar 1.034,00 Sjúkradagpeningareinstaklings 517,40 Sjúkradagpeningarfyrir hvert barn á framfæri .. 140,40 Slysadagpeningareinstaklings 654,60 Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ... 140,40 21% tekjutryggingarauki, sem greiðist aðeins í ágúst, er inni í upp- hæðum tekjutryggingar, heimiiisuppbótar og sérstakrar heimilisupp- | bótar. ■ HIPPAHLJOMSVEITIN úr Keflavík, Deep Jimi & The Zep Creams, skemmtir á veitingastaðn- um Tveimur vinum í kvöld, fimmtudag. Hljómsveitin sérhæfir sig í rokktónlist frá því í kringum 1970 og flytur tónlist Deep Purple, Jimi Hendrix og fleiri tónlistar- manna frá því tímabili. í næsta mánuði leggja þeir í víking í vestur og ætla að dvelja og kynna tónlist sína í Bandaríkjum Norður- Ameríku í nokkra mánuði. Laugar- dagskvöld skemmtir Sniglabandið á Tveimur vinum. Sveitin gaf ný- verið út hljómplötu með „live“-upp- tökum og mún hún leika lög af þessari skífu. (Fréttatilkynning) Listasafn Sigurjóns: Ljóðatónleikar LJÓÐATÓNLEIKAR Jóhönnu Þórhallsdóttur verða endurtekn- ir í kvöld, fimmtudaginn 15. ág- úst, í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Vegna mikillar aðsóknar að Bra- hms-tónleikum Jóhönnu Þórahalls- dóttur sl. þriðjudag hefur verið ákveðið að endurtaka tónleikana í kvöld og heíjast þeir kl. 20.30. Þorsteinn Gauti á útvarpstónleikum ÞORSTEINN Gauti Sigurðsson píanóleikari leikur á tónleikum í Utvarpshúsinu í kvöld. Á efn- isskránni eru verk eftir Brahms, Rakhmanínov, Skrjabín og Liszt. Þorsteinn Gauti stundaði fram- haldsnám við Juilliard School of Music og á Ítalíu eftir að hafa lokið einleikaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Kennari hans þar var Halldór Haraldsson. Hann hefur komið fram sem ein- leikari með hljómsveitum og hald- ið sjálfstæða tónleika á Norður- löndum, Þýskalandi og í Rúss- landi, en þangað er för hans heit- ið í haust þar sem hann mun koma fram í Tsjajkovskíjhöllinni í Moskvu. Tónleikarnir í kvöld eru í beinni útsendingu sem fyrri hluti þáttar „Úr tónlistarlífinu". Verður Þor- steinn gestur þáttarins, sem er í umsjá Más Magnússonar, að tón- leikum loknum. Öllum er heimill ókeypis að- Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanóleikari. gangur að tónleikunum í Efsta- leiti 1 á meðan húsrúm leyfir, en gestir eru beðnir að koma ekki á síðustu stundu. (Fréttatilkynning) Þingflokkur Kvennalistans: Byggingu álvers mótmælt Eitt verka Bryndísar. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Samtök- um um kvennalista um byggingu álvers á Keilisnesi: „Kvennalistinn mótmælir harð- lega þeirri ákvörðun iðnaðarráð- herra að ganga til samninga um byggingu álvers á Keilisnesi. Miðað við heimsmarkaðsverð á áli nú, yrði orkuverð til hins nýja álvers um 10 mills, sem er aðeins helmingur þess sem kostar að framleiða orkuna. Þar fyrir utan færa íslensk stjórn- völd erlendum eigendum hins nýja álvers land undir verksmiðjuna og eitt stsykki höfn á silfurfati. Kvennalistinn hefur ávallt mót- mælt byggingu álvers vegna um- hverfísspjalla sem því fylgja en nú tekur steininn úr, þegar þar á ofan er verið að binda komandi kynslóð- um enn einn skuldabaggann.“ Kynning á leirmunum HAFIN er kynning í Gallerí 8, Austurstræti 8, á leirmunum eftir leirlistakonuna Bryndísi Jónsdóttur í sýningargluggum gallerísins til 18. ágúst nk. Er hér um að ræða leirvasa, skálar og diska, sem Bryndís hefur unnið nú í sumar. Við gerð leirmunanna hefur Bryndís þá aðferð að láta leirinn skreyta sig sjálfan með því að blanda saman leirtegundum, sem hafa ólíka eiginleika, ólíka áferð og lit. Bryndís stundaði nám við Leiðrétting Vettvangsferðin með tjörnum í Sandgerði sem Náttúrverndarfélag Suðvesturlands stendur fyrir er í kvöld, fimmtudaginn 15. ágúst, en ekki 19. ágúst eins og misritaðist í fréttatilkynningu frá félaginu. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. keramikdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands og lauk því árið 1978. Hún hefur rekið eigið verkstæði frá 1985 og hefur tekið þátt í mörgum samsýningum á und- anförnum árum en hélt fyrstu einkasýningu sína í FÍM-salnum í fyrrahaust og fékk góðar móttökur. ■ SÁLINhans Jóns míns heldur þessa helgina áfram för sinni um landið. Að þessu sinni heggur hún strandhögg á Vestfjarða- kjálkanum og er það jafnframt í fyrsta og eina skipti á þessu sumri sem þangað verður haldið. Á föstudagskvöldið mun sveitin leika í Félagsheimili Patreks- fjarðar og á laugardaginn í Sjal- lanum á Isafirði. Um helgina halda Sálar-menn áfram að reyna nýjung- ar frá fjölþjóðafyrirtækinu GONG. Saxafónleikari sveitarinnar, Jens Hansson, mun gera tilraunir með nýja tegund saxafóns. ■ NEÐANHOPP kynnir tónleika Halldórs Gylfasonar og Heiðu í hvöld, fimmtudag, 15. ágúst. Hall- dór Gylfason mun flytja frumsam- ið efni með kassagítar og söng og með fylgja í kaupbæti nokkur Ijóð. Heiða mun flytja frumsamið efni með gítar og söng. Tónleikarnir fara fram á Moulin Rouge og hefj- ast kl. 10 og aðgangur er ókeypis. Neðanhopp sér um tónlist fyrir, eftir og milli atriða. Sönghópurinn Emil ásamt Önnu Siggu á tónleikum. Emil með tónleika á Púlsinum SONGHOPURINN Emil heldur tónleika á Púlsinum fimmtudag- inn 15. ágúst kl. 22.00. Gestir Emils að þessu sinni verða Anna Sigga og ónefndur kvartett. Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur, 4. júní -13. ágúst, doliarar hvert tonn BENSÍN ÞOTUELDSNEYTI GASOLÍA SVARTOLÍA 325 325 325 200 oUU 07C 300 300 175 Súper 244/ 9Rn 242 275 275 150 250 OOE 250 125 99Q/ 225 2oo — — 100 Blylaust 227 17r 904 7R i-Í- —-■‘4. ' -1 -'; - ~ •- -n 69/ i'n 184 60 67 150 . III l i I I I 1 | || 150 150 25 7.J 14. 21. 28. 5.J 12. 19. 26. 2.Á 9. 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1— 7.J 14Q21. 28. 5.J 12. 19. 26. 2.Á 9. ■H 1 1 1 1 1 1 1 1 1—1— 7.J 14. 21. 28. 5.J 12. 19. 26. 2Á 9. T_1 1 1 1 1 1 1 1 1 1—f— 7.J 14. 21. 28. 5.J 12. 19. 26. 2Á 9. Efnisskrá verður af-ýmsum toga: Ensk og íslensk síðrómantík, madr- igalar ög swing. Síðast en ekki síst mun Operustúdíó Emils riða á vað- ið með „A Little Nightmare Music“, óperu í einum óafturkallanlegum þætti eftir P.D.Q. Bach. (Fréttatilkynning) ■ TRÚBADORINN og myndlist- armaðurinn Guðmundur Rúnar verður í Vagninum, Flateyri, föstudags- og laugardagskvöld. Hann mun leika af fíngrum fram íslenska og erlenda alþýðutónlist ásamt því að raula slagara frá sjálf- um sér. Einnig fyrirhugar hann að halda myndlistarsýningu á laugar- deginum á vatnslitamyndum er hann mun vinna er hann staldrar við í þessum víðfræga úgerðar- og skemmtibæ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.