Morgunblaðið - 15.08.1991, Page 41

Morgunblaðið - 15.08.1991, Page 41
rw rpij MORGUNBLAÐIÐ ffatiöTÍ^fÍFMMTUUAGUR 15. ÁGÚ5T l'99'l 41 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Sex ungmenni á Eyrarsundsleikana Sex íslensk ungmenni kepptu í frjálsíþróttum á Eyrarsunds- leikunum í Helsingborg 12. til 14. júlí sl. Leikarnir eru eitt stærsta fijálsíþróttamót sem haldið er í Svíþjóð. Keppt er í aldursflokkum allt frá 10- til 22 ára. Einnig er keppt í nokkrum greinum karla og kvenna. í ár voru um 2.500 kepp- endur frá 12 löndum. íslensku keppendurnir sex voru sigurvegarar í skólaþríþraut FRÍ og Æskunnar. Undankeppni var haldin í skólum landsins í 60 m hlaupi, hástökki og boltakasti. Sex stigahæstu einstaklingarnir í flokk- um 12, 13 og 14 ára mættu svo á Laugarvatn 1. júní þar sem úrslita- keppnin fór fram. Stigahæstu ein- staklingarnir þar voru verðlaunaðir með þessari skemmti- og keppnis- ferð til Svíþjóðar. íslendingarnir stóðu sig vel á þessu fjölmenna móti: Daði Sigurþórsson frá Stykkis- hólmi sigraði örugglega í hástökki 12 ára stráka er hann stökk 1,53 m. Hann átti síðan góðar tilraunir við íslandsmetsjöfnun, 1,58 m. Daði komst einnig í úrslit í 60 m hlaupi stráka og lenti í fimmta sæti á 8,58 sek. Ellen Dröfn Bjömsdóttir frá Laugabakka, V-Húnavatnssýslu, keppti í flokki 12 ára. Hún hljóp 60 m á 9,06 sek., stökk 4,14 m í langstökki og hljóp 800 m á 2:49,20 sek. Jóhanna Ósk Jensdóttir 13 ára úr Kópavogi fór 1,46 m í hástökki og 4,62 í langstökki. Hörður Már Gestsson 13 ára úr Mosfellsbæ bætti sig í langstökki, stökk 5,15 m, hljóp 80 m á 10,51 sek og stökk 1,46 m í hástökki. Aðalheiður Auður Bjarnadóttir 14 ára úr Hafnarfirði kastaði spjóti 24,72 m og stökk 1,41 m í hástökki. Daníel Pétursson 14 ára frá Hvammstanga hljóp 80 m á 10,39 sek., kastaði spjóti 28,74 m, varp- aði kúlu 10,51 m og stökk 5,25 m í langstökki. Frjálsar íþróttir unglinga: Hrafna-Flóki Vest- Qardameistari VESTFJARÐAMÓT í frjálsum íþróttum 16 ára og yngri var haldiðá Bíldudal laugardaginn 10. ágúst. Þrjú héraðssam- bönd mættu með lið sín til leiks með.samtals 120 keppendur. Vestfjarðamót í fijálsum íþrótt- um er árlegur viðburður og hefur Héraðssamband Hrafna- Flóka sigrað á þremur síðustu mót- ■■•■■■ um. í fyrra vann Róbert Hrafna-Flóki Vest- Schmidt fjarðabikarinn til skrifar eignar. Enn fór á sama veg að þessu sinni, þegar Hrafna-Flóki sigraði með 333 stig. í öðru sæti varð Héraðssamband Strandamanna með 216,2 stig og í þriðja og síðasta sæti varð Héraðssamband Vestur- ísfírðinga með 174,8 stig. Það var Valdimar Gunnarsson íþróttafrömuður á Bíldudal sem veitti bikarnum viðtöku fyrir hönd Hrafna-Flóka við mikinn fögnuð félagsmanna. Gefandi bikarsins að þessu sinni var Fáfnir hf. á Þing- eyri. KNATTSPYRNA Úrslrta- keppni 3. fl. kvenna Islandsmóti 3. flokks kvenna í knattspyrnu lýkur um helgina, er úrslitakeppnin fer fram á KR- vellinum. Keppni hefst í dag, fimmtudag 15. ágúst, og lýkur á sunnudag. Sex lið eru í úrslitum og er leikið í tveimur riðlum. í öðrum eru lið Breiðabliks, IA og Tindastóls en í hinum KR, Stjarnan og Sindri. í dag kl. 18 leika UBK og ÍA og kl. 19 Stjarnan og KR. Á morg- un leika ÍA og Tindastóll kl. 16.30 og KR-Sindri kl. 17.30. Á laugar- dag eigast svo við Tindastóll-UBK kl. 11 og kl. 12 Sindri og Stjarnan. Á sunnudag verður leikið um sæti; kl. 11 um 5. sæti, kl. 12 um 3. sæti og úrslitaleikurinn hefst kl. 13. Morgunblaðiö/Róbert Schmidt Valdimar Gunnarsson veitti bik- arnum viðtöku fyrir hönd Hrafna- Flóka. FELGSLIF íþrótta- og leikjaskóli ÍR Handknattleiksdeild ÍR gengst fyrir námskeið í ágúst fyrir stelpur og stráka á aldrinum 7-11 ára. Kennsla fer fram í íþróttahúsi Seljaskóla. Boðið er uppá hálfsmánaðar námskeið og er það fyrra hafið. Það síðara verður 19. - 23. ágúst frá kl. 13 - 15. Handknattleiksdeildin starfrækir einnig handknattleiksskóla fyrir stelpur og stráka á aldrinum 11-13 ára. Það fyrra er haftð en hið síðara verður dag- ana 19. - 23. ágúst frá kl. 15 - 17. Kennarar verða Bima Petersen og Ólafur Gylfason. Upplýsingar í síma 36027 (Óli). Körfboltanámskeið KR Körfuknattleiksdeild KR efnir til nám- skeið fyrir byijendur og lengra komna - stúlkur og stráka, t Hagaskólanum 23.-25. ágúst. Þáttt' kuskráning er í KR-heimilinu 19. og 20. ágúst kl. 19-21.30, eða í síma: 12164 og 10820. Leikmenn meistaraflokks KR sjá um kennslu, en skólastjóri er Páll Kolbeins- son. Firmakeppni ÍK ÍK heldur firmakeppni í knattspymu á grasvellinum í Smárahvammi í Kópavogi sunnudaginn 18. ágúst. 7 leikmenn í hveiju liði. Nánari upplýsingar og skrán- ing i síma 40097 eða 40903 (Jón). Sigurvegarar skólaþríþrautar FRÍ og Æskunnar fyrir utan Leifsstöð. Talið frá vinstri: Hörður, Daði, Daníel, Jó- hanna, Aðalheiður, Ellen Dröfn og Aðalbjörg fararstjóri. m ISLANDSMOTIÐ SAMSKIPADEILD KOPAVOG§yOLLUR - AÐALVÓLLUR Breiðablik - Víkingur í kvöld kl. 19 BYKO Mætum öll! I tilefni fyrsta leiks Blikanna á ,nýjum* Kópavogsvelli verða lögin „Áfram, áfram Breiðablik* og „Þetta er Breiðablik* frumflutt fyrir leikinn. Snælda með lögunum verður til sölu meðan á leik stendur. TRYGGIÐ YKKUR EINTAK!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.