Morgunblaðið - 15.08.1991, Side 44
3NW0UII& EIMSKIP
TVÖFALDUR1. vinningur VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ
FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1991
VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Stjörnuprjón:
Sovéskt fyrirtæki
kaupir pijónavélar
FYRIRTÆKIÐ Stj'örnuprjón hf.
í Reykjavík hefur gert ramma-
samning við sovéskt fyrirtæki
um að selja til Sovétríkjanna
vélar til framleiðslu á peysum
og treflum. Þá hefur fyrirtækið
SG Einingahús á Selfossi kann-
að möguleika á stofnun sam-
eignarfyrirtækis í Sovétríkjun-
um með þarlendum aðilum.
Söluandvirði véla Stjörnupijóns
nemur um 25-30 milljónum króna.
Þá hefur sovéska fyrirtækið lýst
áhuga sínum á því að Stjörnupijón
verði hluthafi í nýju sameignarfyr-
irtæki í pijónaframleiðslu og leggi
Arnarfjörður:
40 refir unn-
ir á grenjum
Bíldudal.
GRENJAVINNSLU í Arnarfirði
lauk fyrir nokkru. Samtals voru
40 dýr unnin, sem er svipuð tala
og undanfarin ár.
í samtali við Arnfinn Jónsson,
refaskyttu á Þingeyri, var heldur
minna af tófu í sumar heldur en í
fyrra. Þá náði hann og Valur Richt-
er 82 dýrum í Mýrarhreppi og Þing-
eyrarhreppi. Nú veiddu þeir félagar
einungis 35 dýr í Þingeyrarhreppi.
„Það var mikið af tófu hér í fyrra
svo ég bjóst við meiru núna. Við
höfum ekkert orðið varir við dýrbít
í sumar en undanfarið hefur verið
töluvert um hlaupadýr hér á svæð-
inu, en minna um dýrbíta. Þetta
gekk vel fyrir sig, nema með tvö
greni, þá þurftum við að liggja í 30
klukkutíma við hvort greni til að
vinna þau,“ Sagði Arnfinnur Jóns-
son. Hann er búinn að veiða vel á
þriðja hundrað refi, en faðir hans,
Jón Þ. Sigurðsson, var í 40 ár í
grenjavinnslu fyrir Þingeyrarhrepp.
R. Schmidt.
íslendingarnir þá fram tækniþekk-
ingu sína og stjórni verksmiðjunni.
Þá hafa Sovétmennirnir einnig
áhuga á að kaupa íslenskt hand-
pijónaband til framleiðslunnar.
Von er á fulltrúum sovéska fyr-
irtækisins hingað til lands í
september til að- ganga endanlega
frá þessum samningi.
Sjá frétt í viðskiptablaði
3b.
Fjórar bílvelt-
ur á Suðurlandi
FJÓRAR bílveltur voru á Suður-
landsundirlendinu í gær og ein á
Snæfellsnesi. Engin slys urðu á
fólki en bílar voru í öllum tilvik-
um töluvert skemmdir.
í ijórum af fimm tilvikum var
um útlendinga að ræða sem veltu
bílaleigubílum sínum. Allir bílarnir
voru töluvert skemmdir.
Framkvæmdir á Reykjanesbraut
Morgunblaðið/Keli
Malbikunarframkvæmdir hafa staðið yfir á Reykjanesbraut undanfarna daga og hefur bílaumferð verið
takmörkuð um brautina. Hluta hennar, milli Vogaafleggjara og Kúagerðis, var lokað í nótt en vegfarend-
um var að sögn lögregiunnar í Keflavík bent á að fara Vogaafleggjara og gamla Keflavíkurveginn að
Kúagerði.
Davíð Oddsson forsætisráðherra:
Spuming að taka fjármálalega
hlutverkið af Byggðastofnun
Sé ekki ástæðu til að breyta starfssviði Byggðastofnunar,
segir Matthías Bjamason formaður sljómar stofnunarinnar
DAVÍÐ Oddsson forsætisráð-
herra segir að spurning sé hvort
ekki sé tímabært að endurskoða
hlutverk Byggðastofnunar, taka
af henni fjármálalegt hlutverk
hennar og færa það til almennra
peningastofnana. Ríkisendur-
skoðun hefur komizt að þeirri
niðurstöðu að við stjórnarskiptin
í vor hafi staða Framkvæmda-
sjóðs Islands og Byggðastofnun-
ar verið mun verri en komi fram
í reikningum þessara stofnana
og hefði átt að afskrifa lán að
upphæð 4,5 milljarðar króna
umfram það, sem gert var í
reikningunum.
„Mér fínnst að þessi skýrsla
Ríkisendurskoðunar hljóti að vekja
upp spurningar um það hvort ekki
sé tímabært að endurskoða hlutverk
Byggðastofnunar,“ sagði Davíð
Oddsson á blaðamannafundi í gær.
Hann sagði að lögum samkvæmt
væri hlutverk stofnunarinnar að
fylgjast með þróun byggðar í land-
inu og gera áætlanir í byggðamál-
Háseta af Hamri SH tók út með trollinu en var bjargað frá drukknun:
Mér tókst í þriðju tilraun
að skera hann úr trollinu
- segir björgunarmaðurinn Gísli Wium
Ólafsvík.
HÁSETA á Hamri SH frá Rifi, Krislján Þórisson, 24 ára, tók út
af skipinu með grandaravír siðastliðinn laugardag, en var bjargað
úr sjónum af félaga sínum, Gísla Wium, 33 ára, sem sýndi mikið
snarræði er hann kastaði sér í sjóinn á eftir Kristjáni. Þurfti Gísli
að skera gat á trollið til þess að ná Kristjáni upp á yfirborðið, en
hann lenti inni i trollinu þegar hann fór í sjóinn. Hvorugum varð
meint af volkinu, en Kristján hlaut þó höfuðhögg og lítilsháttar
skurð í andliti. Hamar var við veiðar í Kolluál þegar atburðurinn
átti sér stað, en skipið kom að landi í Rifi í gær.
Að sögn Gísla var verið að hífa
trollið um borð þegar hemill á
spilinu hætti að halda vegna
bleytu, og grandaravírinn húrrað-
ist út og tók Kristján með sér.
Gísli, sem var við spilið, segist þá
hafa drifið sig úr úlpu, peysu og
skóm, og síðan tekið með sér
hníf áður en hann kastaði sér í
sjóinn á eftir Kristjáni.
„Ég þurfti að taka nokkur
sundtök áður en ég náði að hitta
á hann þar sem hann var inni í
trollinu. Þegar báturinn tók dýfur
keyrði það Kristján sífellt niður,
og þegar ég kom að honum var
hann að örmagnast við það að
reyna ná lofti. Ég fór strax að
reyna að skera hann úr trollinu,
og í þriðju tilraun tókst mér að
skera gat og ná hausnum á honum
upp úr. Við héngum svo í trollinu
á meðan það var híft rólega inn,“
sagði Gísli í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Um þrjár mínútur liðu frá því
Kristján tók út og þar til Gísli fór
honum til aðstoðar, en 15 mínútur
liðu þar til þeir náðust um borð.
Sjórinn var 13 gráðu heitur, og
ágætis veður þegar óhappið átti
sér stað, en nokkuð þung undir-
alda.
Guðmundur Matthíasson, skip-
stjóri á Hamri, sagði að Gísli hefði
sýnt mikið snarræði við björgun-
ina og ætti hann mikið hrós skilið
fyrir það. Hann sagði að þeir fé-
lagar hefðu verið fljótir að ná sér
eftir volkið í sjónum, og ekki hafi
verið ástæða til að fara með þá
í land.
Kristján Þórisson hélt í gær
áleiðis til Reykjavíkur og tókst
ekki að ná tali af honum.
Alfons.
um, jafnframt því að veita fjármuni
til atvinnulífsins,
„Það hlýtur að flögra að manni
að verulegur þáttur skýringarinnar
á því, hvernig farið hefur fyrir þess-
um opinberu sjóðum, sé að menn
hafi tekið pólitískri leiðsögn, getum
við sagt, eða látið undan pólitískum
þrýstingi við meðferð þessara fjár-
muna. Þess vegna sé staðan eins
og hún sé orðin. Það er spurning
hvort ekki eigi að breyta um hlut-
verk þessarar stofnunar, láta hana
hafa mikilvægt hlutverk, sem tekur
til þeirra þátta, sem ég rakti fyrst,
en huga að því hvort ekki sé eðli-
legt að láta hið fjármálalega hlut-
verk Byggðastofnunar ganga yfir
til þeirra stofnana, sem með slíkt
eiga að fara. Þá á ég við almennar
fjármálastofnanir," sagði Davíð
Oddsson.
Matthías Bjarnason, alþingis-
maður og formaður stjórnar
Byggðastofnunar, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að hann sæi
ekki ástæðu til að breyta starfs-
sviði Byggðastofnunar með þessum
hætti. „Eg er aigerlega ösammála
þessum skoðunum og þetta mál
hefur ekkert verið rætt í Sjálfstæð-
isflokknum,“ sagði Matthías.
Hann sagði að þegar menn töluðu
um tap sjóðanna, þyrfti líka að líta
á tap bankanna. „Þeir hafa ekkert
farið varhluta af þessum töpum.
Það er rétt að það komi fram áður
en menn fara að koma með svona
fullyrðingar."
Matthías sagðist hvorki hafa lát-
ið núverandi né fyrrverandi ríkis-
stjóm beita sig pólitískum þrýst-
ingi. „Ég hef bara gert það og stað-
ið að því sem ég hef talið vera eðli-
legt og í samræmi við það hlutverk,
sem Byggðastofnun er ætlað sam-
kvæmt lögum,“ sagði hann.
Sjá miðopnu.