Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991 Morgunblaðið/Theodór Fulltrúar japönsku hrossakjötskaupendanna skoða hrossakjöt í slát- urhúsinu í Borgarnesi með kjötiðnaðarmanni og dýralækni. Mikilaukn- ing á sölu hrossakjöts til Japans Borgarnesi. TVEIR fulltrúar japanskra kaup- enda á hrossakjöti heimsóttu Stór- gripasláturhús Kaupfélags Borg- firðinga, Borgarnesi, í gær ásamt fulltrúum frá Goða hf., Félagi hrossabænda og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Að sögn Jóhanns Steinssonar að- stoðarframkvæmdastjóra hjá Goða hf. hefur sala á hrossakjöti til Japans gengið rífandi vel að undanförnu. Nú væri að koma í ljós árangur af 4 ára markaðsvinnu Goða hf. og búvörudeildar Sambandsins sem unnin hefur verið í samvinnu við markaðsdeild Félags Hrossabænda. í fyrra hefðu verið flutt 70 tonn af hrossakjöti tii Japans en í ár væri gert ráð fyrir að salan færi yfir 100 tonn. Kaupendumir í Japan væru aðallega tveir aðilar sem í upphafi hefðu keypt héðan fisk en síðan sýnt áhuga á að kaupa hrossakjöt. Síðan þessi viðskipti hófust hafa fulltrúar kaupenda komið árlega til íslands til að skoða sláturhús og leiðbeina um skurð og úrbeiningu á kjötinu. Japanir sneiða hrossakjötið niður í þunnar skífur eða strimla, dýfa því síðan í sérstaka sojasósu og borða það síðan hrátt. Þeir kaupa aðeins fitusprengt kjöt og því þarf að vanda valið á þeim hrossum sem slátrað er. Hrossin þurfa að vera vel alin og væn því annars er hætta á að kjötið á þeim sé ekki það sem kallað er fitusprengt. Eftir að kjötið hefur verið úrbeinað er því pakkað og síðan er það sent ófrosið með flugi til Jap- ans. Sagði Jóhann að gott verð feng- ist fyrir hrossakjötið og þama væri því um hagstæðan útflutning að ræða þar sem ekki þyrfti neinar út- flutningsbætur. TKÞ. VEÐURHORFUR í DAG, 17. ÁGÚST YFIRLIT: Vestur af landinu er 993 mb lægð sem þokast austur. Við Labrador er vaxandi 988 mb lægð sem hreyfist norðaustur. SPÁ: Hæg suðvestlæg og vestlæg átt. Víðast léttskýjað og þurrt. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Sunnan- og suðvestan strekkingur og skúrir um vestanvert landið en dálítil rigning á Norðaustur- og Austurlandi. Fremur hlýtt í veðri. HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðvestan kaldi eða stinningskaldi. Skúr- ir um vestanvert landið en þurrt og víðast léttskýjað á Norðaust- ur- og Austurlandi. Hiti 7-11 stig vestanlands en 10-20 stig norð- austan- og austanlands. Svarsimi Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r / r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda f * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * - V El — Þoka = Þokumóða ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður m. / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 14 súld Reykjavík 12 skýjað Bergen 14 skúr Helsinkl 14 þrumuveður Kaupmannahöfn 17 þrumuveður Narssarssuaq 7 skýjað Nuuk 4 rigning Osló 22 hálfskýjað Stokkhólmur 18 rigning Þórshöfn 15 skýjað Algarve 26 þokumóða Amsterdam 20 skýjað Barcelona 29 heiðskírt Berlín 28 léttskýjað Chicago 19 skýjað Feneyjar 28 léttskýjað Frankfurt 29 léttskýjað Glasgow 17 skýjað Hamborg 21 skýjað London 21 léttskýjað Los Angeles 19 alskýjað Lúxemborg 23 léttskýjað Madríd 37 léttskýjað Malaga 34 skýjað Mallorca 32 heiðskírt Montreal 21 lóttskýjað NewYork 23 heiðskírt Orlando 23 skýjað París 23 skýjað Madeira 24 skýjað Róm 30 léttskýjað Vín 24 léttskýjað Washington 22 mistur Winnipeg 13 skýjað Þing SUS á Isafirði: Kemur til greina að flytja Byggðastofnun - sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra ísafirði. Frá Kristjáni Jónssyni blaðamanni Morgunblaðsins. „ÞAÐ ERU forréttindi ungs fólks á öllum tímum að rækta með sér bjartsýni og drauma um framtíðina," sagði Davíð Stefánsson, formað- ur Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS), er hann setti 31. þing sambandsins í gær. Þingið er haldið á ísafirði undir kjörorðinu „Kraft- ur nýrrar kynslóðar" og fulltrúar frá félögunum 34 munu vera hátt á annað hundrað. ísól Fanney Ómarsdóttir, for- maður Fylkis, sem er félag Ungra sjálfstæðismanna á ísafirði, bauð fundarmenn velkomna og þar næst ávarpaði Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra og formaður flokksins, þingið. Davíð hóf mál sitt á því að þakka ungum sjálfstæðismönnum mikið og gott framtak í síðustu sveitarstjórn- ar- og alþingiskosningum. „Það er engin vafi að sá andi sem skapast í kosningum, sú bylgja sem flytur okkur áfrám, þarf ekki síst að koma frá hinum ungu kjósendum og þeir sem helst ná til þeirra eru þeir full- trúar flokksins sem starfa í félögun- um sem eru aðilar að Sambandi ungra sjálfstæðismanna." Forsætisráðherra ræddi um síðustu stjómarmyndun sem gengið hefði afar hratt fyrir sig. Hann minnti á að stjórnin hefði notið óvenju lítils fylgis fyrst eftir að hún var mynduð en nú sýndu skoðana- kannanir 60% fylgi hennar. Davíð sagði að það hefði verið fróðlegt að fylgjast með brambolti núverandi stjórnarandstæðinga meðan stjórn- armyndunarviðræður fóru enn fram. Ólafur Ragnar Grímsson hefði sagt þá að enginn ágreiningur væri milli flokks síns og Alþýðuflokksins. Þeir hefðu nákvæmlega sömu skoðanir í Evrópumálunum, álmálinu, svo- nefndu fijálshyggjumálum, einka- væðingu o.s.frv. Meira að segja Hjör- leifur Guttormsson hefði umpólast á einum degi og væri nú orðinn hæg- fara krati sem myndi styðja stjóm undir forystu Jóns Baldvins. Eftir stjórnarmyndunina hefði öllu verið snúið við og Ólafur Ragnar hefði kallað Jón Baldvin hinn mesta svik- ara. „Ólafur Ragnar minnti mig helst á Rómeó eins og hann hefði litið út eftir að Julía hefði hent honum út af svölunum." Davíð sagði stjórnarsamstarfið hafa gengið vel. Auðvitað hefði ýmis- legt komið uppá eins og algengt væri þegar menn væru að fara að stað, menn væra að æfa sig í sam- vinnu. Sambandið milli manna hefði vaxið og batnað með degi hveijum. Hann sagðist sannfærður um að stjórnin gæti orðið farsæl og hún komið miklu í verk. Fyrstu verkin hefðu verið hreinsunarverk, nauð- synlegt hefði verið að taka á ríkisfjár- málunum. Forsætisráðherra minnti á slæma stöðu opinberra sjóða og Byggða- stofnunar. Hann sagði að jafnan þegar fjármunum hefði verið á glæ kastað með þessum hætti hefði það verið sagt að það væri gert í nafni byggðastefnu. „Ég er sannfæður um það að fólkið úti á landi hlýtur að vera þreytt á því að alltaf þegar upp kemur að illa sé farið með fé að þá sé sú ráðstöfun og óráðsía kennd við hinar dreifðu byggðir. Ekki síst þær byggðir sem kannski hafa á undan- fömum áram dregið mest fé inn í sameiginlega sjóði landsmanna. Ég er sannfærður um að þetta fólk hugs- ar: Hefði ekki mátt ráðstafa þessu betur? Hefði ekki mátt fara betur með þessa fjármuni en þarna hefur verið gert?“ Davíð minnti á þau orð Steingríms Hermannssonar að vestræn efna- hagslögmál giltu ekki á íslandi. For- sætisráðherra sagði veraleikann hafa sýnt að þau giltu allstaðar, þótt auð- vitað hefði frést af tilraunastarfsemi af sama tagi og Stefánssjóðimir hefðu verið. „Við heyrðum um garð- yrkjubóndann sem reyndí að spila hljómplötu með lögum karlakóra til að auka agúrkuvöxt. Þessar aðferðir duga ekki frekar en aðferðir Steingríms Hermannssonar." Forsætisráðherra sagði sjálfstæð- ismenn ekki hafa lofað tafarlausum skattalækkunum, hins vegar lofað að stöðva skriðþunga skattahækk- ana. Þetta verk væri nú hafið. Lögð yrði fram hvít bók þar sem kæmi fram með hvaða hætti ríkisstjórnin hygðist starfa út kjörtímabilið. Stefn- an yrði mörkuð. Þar myndu verða ofarlega á baugi ákvörðun um einka- væðingu, aukið frelsi í atvinnulífi, skilvirkni í stjómsýslu og minnkun reglugerðafargans. Hann sagðist einnig vona að þar yrði tekið á sjóða- kerfinu og haldið fram virkri byggða- stefnu sem skilað raunverulegum árangri. „Ég get til að mynda ímynd- að mér að við myndum leggja til, fyrr eða síðar, að Byggðastofnun verði flutt út á land. Ekki skal ég segja hvert, kannski frekast norður á Akureyri.“ Á þingi SUS verður mótuð stefna sambandsins í helstu málaflokkum og liggja frammi drög að tillögum sem afgreiddar verða á morgun, sunnudag, en þá lýkur þinginu með kjöri formanns og stjórnar. Um sjáv- arútvegsmál segir meðal annars í drögunum að til greina komi „að ákveðið gjald verði innheimt af út- gerðaraðilum fyrir afnot af auðlind- inni. Fiskurinn er takmörkuð auðlind og því í hæsta móti eðlileg krafa að menn greiði fyrir nýtingarréttinn af henni.“ Um Evrópumálin segir að SUS telji það ekki „samræmast hagsmunum landsins sem stendur“ að sækja um aðild að Evrópubanda- laginu. Tillögur eru um aukna einka- væðingu og meðal annars birtur listi yfir nær 150 fyrirtæki sem ýmist eru hrein ríkiseign eða ríkisvaldið á hlut í þeim með oeinum eða óbeinum hætti. Halldór Sigfússon fyrr- verandi skattstjóri látínn HALLDÓR Sigfússon fyrrver- andi skattsjóri í Reykjavík lést á Borgarspítalanum í Reykjavík síðastliðinn föstudag, 83 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eina dóttur, Sigrúnu. Halldór fæddist á Kraunastöð- um í Aðaldal 2. maí 1908. Hann stundaði náin í Samvinnuskólan- um í Reykjavík 1927-29 og í Pitman’s College í London 1933. Hann var endurskoðandi hjá lög- regluskrifstofunni í Reykjavík 1930-34. Hann var settur skattstjóri í Reykjavík í águst 1934 og skipað- ur í stöðuna vorið 1939. Halldór lét af störfum sem skattsjóri þegar hann náði sjötugsaldri. Halldór Sigfússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.