Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991
41
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
í 691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
ív itfiin iu
ATHUGASEMD
„Hvað ertu líf nema litur?“ Þetta
er heiti greinar sem Bragi Ásgeirs-
son myndlistarmaður skrifar í
Morgunblaðið 31. júlí sl. Fjallar hún
um sýningu á verkum Kjarvals,
Kjarval í heimahögum, í félags-
heimilinu Fjaðraborg í Borgarfirði
eystra.
Þar leggur hann út af ljóði
Kristjáns fjallaskálds, að hann tel-
ur. Þótti honum hlýða að vitna til
þessa fagra ljóðs er litadýrð Austur-
lands skartaði hinu fegursta og
ljúka svo grein sinni með birtingu
ljóðsins í heild. Ljóð þetta getur vel
minnt á lífsskoðun Fjallaskáldsins.
Greinin er hugljúf og einlæg, því
að höfundur er þess fullviss að hér
sé allt rétt sem hann fer með.
En aðgát skal höfð, því að hér
er sá galli á gjöf Njarðar, að áður
nefnt ljóð er ekki eftir Kristján
Jónsson. Það hefur aldrei komið
honum í hug, því það var ort og
til orðið áður en Fjallaskáldið var
vaxið úr grasi. Ljóð þetta er ort
lengst í vestri, á Árnarstapa undir
Jökli, þar sem brimið lemur
klettótta strönd, hvítan jökulinn ber
við loft og Helgrindur rísa hæst í
austri. Svo æðilángt er sótt tilvísun
til þess og höfðað með því til nátt-
úrudýrðar Austurlands. Höfundur
ljóðsins LÍFIÐ er amtmannssonur-
inn á Stapa, Steingrímur Thor-
steinsson.
I bók sinni Steingrímur Thor-
steinsson tekur Hannes Pétursson
ljóðið til meðferðar og lýsir tilurð
þess eftir handritum. Það var ort
1848, þá var höfundurinn 17 ára
gamall. í upphafi var það fjögur
erindi sem hafa, með árunum, mikl-
um breytingum tekið, uns að lokum
eitt erindi var eftir og er birting
þess í umræddri grein ekki endan-
leg niðurstaða.
Upphafleg gerð fyrsta erindis var
eins og hér birtist:
Hvað ertu líf nema litur?
Ljósblettir ótal.
Er á dauðasæ loga og leiftra
í lífssólarskini.
Hverfur einn fyrr en annar
og allir að lokum.
Er sorta frá sólinni dregur
sjást nýir glampar.
í ljóðabók Steingríms birtist ljóð-
ið endanlega svona:
Hvað ertu líf nema litur?
Ljósblettir ótal.
Á dauðasæ lygnum er leiftra
í lífssólarskini.
Hví ertu lífröðull ljósi
svo lúfur og fagur?
Hví ertu helsærinn kyrri
svo hulinn og djúpur?
Sigurður Sigurmundsson
frá Laugarási
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 10 og 12,
mánudaga til föstudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa.
Hestamenn, sem eru á ferð nálæt vegum þurfa að sýna
mikla gætni. Ökumenn, sem verða varir við hestamenn eiga
að draga úr hraða og reyna að koma í veg fyrir óhöpp.
Slæmt fram-
ferði vagn-
stjóra
Ég er einn af þeim sem er svo
óheppinn að þurfa stundum orðið
að reiða mig á þjónustu Strætis-
vagna Reykjavíkur til að komast
leiðar minnar. Almenna reglan er
sú að vagnarnir eru ekki nerna
nokkrum mínútum seinir, vel geng-
ur að komast í þá og úr og maður
kemst leiðar sinnar nokkurn veginn
klakklaust.
Svo er þó ekki alltaf. Morgun
einn kom enginn vagn og ég og
margir aðrir urðum að bíða í tutt-
ugu mínútur eftir næsta. í annað
skipti hef ég lent í því að vagnstjór-
inn fór í kappakstur við annan
strætisvagn sem gerði ferðina afar
óþægilega fyrir mig og aðra sem í
vagninum voru. En um daginn tók
þó steininn úr. Ég tók Leið tvö og
hugðist fara úr í Aðalstræti.
Hringdi ég bjöllunni tímanlega til
merkis um þetta og ljós kviknaérv,
við höfuð vagnstjórans. En hvað
gerist? Hann heldur áfram að keyra
þó ég kalli til hans að ég vilji úr
og keyrir mig alla leið upp á Vestur-
götu. Ekki biðst hann afsökunar á
þessu sjón- og heyrnarleysi sínu.
Hvernig stendur á því að strætis-
vagnastjórum líðst þetta framferði
sitt? Á ekki að ávíta menn sem
svona koma fram við farþega sína
eða jafnvel reka þá? Setja þeir ekki
skammarblett á alla stéttina, líka
þá vagnstjóra sem eru til fyrir-
myndar í þessu starfi?
Farþegi
Vegna glcesilegs árangurs bridgelandliösins í
sumar hafa Samvinnuferðir - Landsýn í
samvinnu við Bridgeskólann ákveðið að bjóða
ungu fólki á aldrinum 12-15 ára
ÓKEYPIS NÁMSKEIÐ
ÍBRIDGE
Bridge erþroskandi ogspennandi íþrótt, sem
allir hafa gott af að lœra. Framundan eru líka
spennandi tímar ígreininni, því landsliðið er
á förum til Japans til að taka þátt í
heimsmeistarakeppninni í bridge.
Kennslan fer fram dagana 26.8. til 30.8.
kl. 13.00-15.30 alla dagana í húsi
Bridgesambandsins i Sigtúni 9.
Þar fer skráning einnigfram
ísímum 68 93 60og68 93 61.
Bridge er ekki bara fyrirpabba og mömmu.
Nú skuluð þið slá þeim við!
Sam vinnuferðir -Lantis ýn
Austurstræti 12, sími 69 10 10