Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 40
- 40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17: ÁGÚST 1991 // öKiLclíJ efóir ncimerií fitt og </'é JkuLum íccta. þig t/iba..* Ást er ... TM Reg. U.S. Pat Off. —all rights reserved ° 1991 Los AngelesTimesSyndicate Með morgimkaffinu Þú verdur orðinn grá- skeggjaður og ég hvíthærð áður en þú ákveður brúð- kaupsdaginn okkar___ r> HÖGNI HREKKVISI „AMMA BfZAUT H£l--GÆTiœou h'AP EIHUM NÚ/MER 3? ?" Reisum heimspekingn- um frekar miimisvarða Nú er rétt lokið við sprenging- arnar miklu á bílastæðahornlóðinni við Hverfisgötu og Smiðjustíg og mikil steypuvinna hafín sem ekki fer framhjá neinum sem þar á leið hjá. Þar á enn eitt bílastæða- skrímslið að rísa ásamt hæfilegum fermetraskammti fyrir viðskipta- lífíð. Okkur er talin trú um að miðbærinn deyi verði ekki þessi steinsteypumusteri hespuð upp um alla borg sem allra fyrst og það sem allra stærst. Það var og. En væri ekki samt miklu skemmtilegra og meira viðeigandi á þessari umræddu Hverfisgötu- hornióð að reisa þeim manni minnisvarða sem einmitt bjó lengstan hluta ævi sinnar á þeim stað í lifanda lífi hér? Manni sem helgaði mestallt líf sitt, æru og heilsu hugsjónastarfi því sem hann lagði fram og trúði svo staðfast- lega á? En það var auðvitað dr. Helgi Pjeturss jarðfræðingur (f. 1873,- d. 1949) sem setti fram Nýjalskenningarnar í samnefndum sex bókum sínum (Nýjall, Ennnýj- all, Framnýjall, Viðnýjall, Sannýj- all og Þónýjall). Án alls efa er dr. Helgi einn af mestu hugsjónamönnum sem ís- lenska þjóðin hefur alið af sér og er stórlega vanmetinn hugsuður um líffræðiheimspeki lífsins á jörð- inni og í alheimi. Dr. Helgi áleit strax árið 1920 í bók sinni Nýjal að alheimurinn væri fullur af lífi og hlaut aðhlátur mikinn fytir. Það hlær engin leng- ur að þessari lítt umdeildu stað- reynd vísindanna í dag. Hann áleit líka eftir skoðunum forn-Grikkja að framlíf allra jarðarbúa færi fram á öðrum hnöttum annarra sólkerfa ýmist í okkar vetrarbraut eða öðrum. Eða eins og Grikkirnir orðuðu það að lífið á jörðinni kæmi frá stjörnunum og færi aftur til stjarnanna. En kjarnann í kenningum sínum orðaði Helgi á þann veg „að það sem þúsundir - milljóna hafa haldið véra líf í Goðheimi eða andaheimi er lífið á öðrum hnöttum“. Svo mörg voru þau orð. Og fleiri þurftu þau líklega ekki að vera. En hvað sem mönnum finnst annars um sérvitringinn Helga Pjeturss þá er hann og brautryðj- andastarf hans bæði í jarðfræði (doktorsritgerð hans um landslag Islands og ógnarverk ísaldaijökl- anna; Om Islands Geologi — við Kaupmannahafnarháskóla rétt í bytjun aldarinnar) sem og heim- speki slíkt gullaldarafrek að fáu verður til jafnað í hugsun, víðsýni, frumleika og dirfsku hér á landi. Það eitt ætti örugglega að nægja til að halda minningu meistarans á loft. Enda á ailan máta viðeig- andi í dag í ljósi nálgunar nútíma- vísinda til skoðana dr. Helga. Magnús H. Skarphéðinsson Gleraugri Ungur piltur á Akureyri hjólaði á íþróttavöllinn þann 4. júlí sl. Á ieiðinni varð hann fyrir því óhappi að týna gleraugunum sínum. Þau hafa trúlega verið í appelsínugulu hulstri. Ef einhver hefur orðið þeirra var er viðkomandi vinsamieg- ast beðinn að koma gleraugunum til skila á Lögreglustöðina á Akur- eyri. Læra stalínistar ekkertaf Frólegt væi’i það ef gerður yrði sagnfræðilegur samanburður á þessum tveimur stjórnarbyltingum sem gerðar voru á þessari öld. Bylt- ingarinnar í Rússlandi 1917 og svo þeirrar á Spáni. í Rússlandi var komið á stjórnarfari sem afmáði öll mannréttindi en á Spáni var bylt- ingin gerð til þess að þjóðin fengi aftur lýðræði og mannréttindi. Frankó stjórnaði sem einvaldur til að byija með og fékk svo þjóð- inni fullt sjálfræði með þingbund- inni konungsstjórn. Þetta gat Frankó þrátt fyrir að England setti viðskiptabanná Spán. Lenín og hans félagar fengu aftur á móti matvæli og annan fjárhagslegan stuðning en hvernig skyldi svo marx-lenin- stalínisminn við þjóðina? Spánn var orðið frægt ferðamannaland með sæmilegum lífskjörum þegar Frankó hætti að stjórna. En hvern- ig eru lífskjör almennings núna í Rússlandi? Frankó notaði sér kaldastríðið út í yrstu æsar. Bandaríkin urðu sögnmu? að hafa „keflavíkurflugvöll" á Spáni, og lét Frankó þá borga og það vei og sagði sem satt var, að allt sem ameríkanarnir þyrftu að byggja yrði kyrrt á Spáni þegar þeir færu. Og þó að einhverjh' hernámsandstæðingar hefðu getað galað um hættuna af veru Banda- ríkjamanna á Spáni, þá var því ekki ansað. Aftur á móti lét Frankó allt það fé sem Bandaríkjamennn greiddu honum fara í vegagerð, sem marg borgaði sig. Og ferðamenn streymdu til Spánar, ekki síst vegna góðra vega. Við fórum öðruvísi að. Ekki mátti leggja góðan veg frá Keflavík til Hvalijarðar, því. það átti að vera niðurlæging fyrir þjóðina. íslenskan var í hættu og ég veit ekki hvað. Öll þessi vitleysa var gerð undir yfirskini þjóðrækninnar. Á bak við þessa frelsisbaráttu stóð KGB. Geta stalínistarnir ekkert lært af söguni? Húsmóðir Víkverji skrifar Víkveiji hefur verið tíður gestur í Perlunni undanfarnar vikur og hefur flest gott um þær heim- sóknir segja. Þangað er bæði gaman og gott að koma með erlenda sem innlenda gesti. Allir sainferðamenn Víkveija í þessum heimsóknum hafa verið dolfallnir yfir hönnun þessa liúss og lýst undrun sinni og ánægju með hversu vel hefur tekist til. Lítill linokki í för með Víkvetja varð agnd- ofa þegar liann kom inn um snún- ingshurðina og leit í kring um sig: „Vá! Þetta er flottara en höll!“ hróp- aði hann. ítalskur blaðamaður sem Víkveiji vildi endilega sýna þetta nýjasta stolt Reykvíkinga sagðist viss um að Perlan yrði sökum sér- stæðni og hönnunar heimsfræg inn- an tíðar. XXX að er ákaflega skemmtilegt á fögrum sumardögum eins og við höfum notið í sumar að fá sér ís í veitingasalnum og rölta svo úti eftir útsýnishring Perlunnar og njóta þess sem fyrir augu ber. Frágangur við útsýnisskífurnar og þær upplýs- ingar sem þar hefur verið komið svo smekklega fyrir er einnig til fyrir- myndar. Það hefur verið fróðlegt að leggja við eyrun úti á pallinum og heyra undrun erlendu ferðamann- anna þegar þeir komast að raun um að það kostar ekkert að skoða útsýn- ið í hinum ágætu sjónaukum útsýnis- pallsins. Engin myntrifa neins stað- ar! Víkveiji ætlar rétt að vona að þar sé ekki um tímabundið ástand að ræða, heldur varanlegt. xxx Starfsfólk Perlunnar er ungt, lip- urt og elskulegt fólk, en eitt á það ólært, samkvæmt reynslu Víkveija. Það er vinnulag og að haga vinnuhraða sínum í samræmi við annríki hverju sinni. Flest skiptin sem Víkveiji hefur sótt Perluna heim hefur verið mikið annríki. Mest er biðröðin við ísafgreiðsluna, þar sem fá má ljúffenga kúluísa eða mjúka ísa. Ekkert er yfir bragðinu að kvarta, síður en svo. En afgreiðslu- fólkið virðist einfaldlega ekki geta haft hröð handtök, það er alltaf í fyrsta gír, jafnvel þótt ísröðin nái út að lyftu. Það sama á við um kaffiafgreiðsl- una. Sem betur fer er boðið upp á prýðiskaffi í Perlunni, hefðbundið, expresso og svo cappucino. Víkveiji er í hópi cappucino-aðdáenda. En að fá sér cappucino í Perlunni er sannkallað þolinmæðisverk. Það er með ólíkindum að fylgjast með verk- laginu, eða öllu heldur verkleysunni þegar lagaður er einn bolli af þessu ítalska sælgætiskaffi. Ekki minna en tíu mínútur tekur það, og stúlk- urnar vandræðast í gegnum verkið, án þess að kunna til þess, og nota ekki einu sinni þægilegustu áhöldin. Þetta verður allt að skrifast á kostn- að þess sem rekur veitingasöluna í Perlunni. Hann hefur ekki undirbúið ungt og óreynt starfsfólk sitt sem skyldi, eða veitt því þá starfsþjálfun sem það ætti réttilega að fá, áður en því er fleygt út í afgreiðsluna. Þetta finnst Víkveija miður, því það er augljóst af Ijúfmannlegri og glað- legri framkomu starfsfólksins að efniviðurinn er fyrir hendi. x x x Raunar hallast Víkveiji að því að þetta vandamál sé ekkert einkavandamál Perlunnar, því mjög algengt virðist vera i afgreiðslu- og þjónustufyrirtækjum yfir sumar- tímann, að skólafólkinu sé þjálfunar- og eftirlitslaust kastað út í hringiðu starfsins, án þess að fá lágmarkstil- sögn. Auðvitað er þetta miður, því það er margsannað að miklum mun erfiðara er að kenna gömlum hundi að sitja en livolpi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.