Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Fækkun fiskiskípa og áhrif hennar Miklar breytingar eru nú framundan innan sjáv- arútvegsins og veldur þar ekki aðeins kvótakerfið og lög- bundin endurskoðun þess. Veruleg skerðing þorskveiði- heimilda knýr menn til hag- ræðingar án tillits til þess hvaða kerfi er beitt við stjórn- un veiðanna. Nýr hugsunar- háttur er einnig að ryðja sér til rúms, menn lifa ekki lengur á tonnum og kílóum heldur krónum og aurum. Þessi stað- reynd verður mönnum æ ljós- ari og um leið nauðsyn þess að gera sem mest verðmæti úr aflanum hveiju sinni. í ljósi þess þurfa menn að íhuga betur hve mikil fækkun er talin nauðsynleg í flotanum til að laga stærð hans að skyn- samlegri nýtingu fiskistofn- anna. Togarar eru taldir 109 að veiðum á síðasta ári í nýút- komnum Útvegi Fiskifélags íslands. Þar kemur einnig fram afli þeirra ár hvert síðustu 5 árin. Af því má sjá, að meðalafli á togara hefur lengst af verið nálægt 3.500 tonnum á ári. Vilji menn fækka togurunum um þriðj- ung og miða til dæmis við aflann 1990, kæmu að meðal- tali rúm 5.000 tonn í hlut hvers og eins. Vafalítið gæti þessi floti náð 5.000 tonnum á skip að meðaltali, en spurn- ing er, hvort gæði aflans yrðu slakari og breyta yrði sóknar- og aflamynstri. Með eitthvað minni afla á togara, væri hugsanlega hægt að hámarka gæði aflans og verðmæti bet- ur, vinna meira í verðmætari pakkningar um borð í frysti- togurunum og vanda betur meðferð ísfisksins. Almenn samstaða er um fækkun fiski- skipa en slík fækkun má að sjálfsögðu ekki leiða til verri meðferðar á aflanum. Annar þáttur í þessu sam- bandi er íhugunarverður. Með því að fækka í flotanum, kem- ur meiri afli í hlut hvers skips, tekjur útgerðar og sjómanna aukast. Síðustu þrjú ár hefur ávinningurinn af hækkandi verði sjávarafurða runnið í mun meira mæli til útgerðar og sjómanna en fiskvinnslu og fiskverkafólks. Verði um umtalsverða fækkun skipa að ræða, þýðir það einnig að margir sjómenn hljóta að missa vinnu sína, en tekjur hinna munu hækkað mikið að öllu óbreyttu. Því má segja, að tvær spurningar vakni þar; Verður farið út í breytta tekjuskiptingu milli útgerðar og sjómanna eða verður fisk- verð lækkað og ávinningur vinnslunnar af því færður til fiskverkafólks? Það er þekkt dæmi frá Bandaríkjunum, að við gildistöku framseljanlegs kvóta á skelfiskveiðum, fækk- aði bátum gífurlega við veið- arnar, afli á hvern sem áfram hélt margfaldaðist, margir sjómenn misstu vinnuna, en tekjur þeirra, sem héldu pláss- um sínum jukust ekki, aðeins vinnan. Enn ein spurning er hvort útgerðarmenn og sjó- menn muni nýta sér tækifærið með tekjuaukningunni til að taka upp afleysingar í aukn- um mæli og vera jafnvel með tvær áhafnir á hveiju skipi. Þá hljóta að koma til í vax- andi mæli hugmyndir um að tengja betur en áður verð á fiski til vinnslu og verð á af- urðunum. Verðlagningu á heilum humri upp úr sjó hefur verið þannig háttað nokkur misseri og varð þessi leið meðal annars til þess nú að lækkaði verð til sjómanna samfara lækkandi afurða- verði. Það er erfitt fyrir fisk- vinnsluna að gera samninga um fast verð á hráefninu til langs tíma, þegar breytingar eru miklar og verð á afurðum fer lækkandi. Hækki afurða- verðið er hins vegar léttara að skipta kökunni. Ævinlega er erfiðara að lækka verð eða laun en hækka. Því hlýtur sú stefna að verða tekin upp, að fiskur verði í auknum mæli metinn upp úr sjó í föstum viðskiptum milli útgerðar og fiskvinnslu eftir því í hvaða vinnslugrein hann hentar og hver gæðin eru og verð reikn- að eftir verði afurðanna hveiju sinni. í raun er það þessi verðlagning, sem ríkir á almennum uppboðsmörkuðum fyrir fisk. Þar bjóða menn undir eðlilegum kringumstæð- um ekki meira í fiskinn, en verð á væntanlegum afurðum og framleiðslukostnaður og gæði gefa tilefni til. Norskir þingmenn deila um hvort pólitísk eining hafi náðst í Lúxemborg: Fleiri en Irar gerðu athuga- semdir við norska tilboðið - segja fulltrúar stjórnarandstöðunnar um greinargerð viðskiptaráðherrans NORSKIR þingmenn deildu hart í gær um stöðu viðræðna um Evrópskt efnahagssvæði (EES) eftir greinargerð þá sem norski viðskiptaráðherrann, Eldrid Nordbo, flutti á fimmtudag. Kaci Kullmann Five, formaður Hægriflokksins, hélt því fram að norska ríkisstjórnin hefði lagt rangt mat á samningsstöðu sína eftir ráð- ' herrafund Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) í Lúxemborg 18. júní. Five sagði þetta meðal ann- ars: „Viðskiptaráðherra lét tveimur mikilvægum spurningum ósvarað í greinargerð sinni í gær. 1. Hvað var eiginlega sagt á fundinum í Lúxemborg? Við höfum fengið að heyra hvað [Jacques] Poos [utanríkisráðherra Lúxem- borgar] sagði, hvað ráðherrar okkar höfðu fram að færa, og hvað írar sögðu. En í Arbeiderbladet í gær er haft eftir þýska utanríkisráðu- neytinu að á fundinum hafi komið fram það sjónarmið að rannsaka þyrfti tillöguna áður en hún yrði samþykkt. Er þetta rétt? Og ef það er rétt, voru Þjóðveijar einir um að gera athugasemdir af þessu tagi? Hingað til hefur okkar eigin ríkis- stjórn statt og stöðugt vísað til þess, sem Poos sagði í samantekt sinni um fundinn. Við höfum öll heyrt hann tala um pólitíska sam- stöðu eða samkomulag. En norsk- um ráðherrum, sem taka þátt í samningum, ber sérstök skylda til þess að taka tillit til heildarinnar í því, sem fram fer. Því spyr ég: hvert er mat norsku ráðherranna á því, sem gerðist á fundinum í heild? Lágu sjávarútvegsmálin svo ljóst ; fyrir að þeir teldu að ástæða væri | til að segja að pólitískt samkomulag ríkti um þetta atriði þótt Poos hefði ekki sagt það. Að auki virðist mér Arbeiderbladet hafa hitt naglann á höfuðið í leiðara í dag þar sem þeir benda á að Poos fjallaði ekki um inntak þessarar svokölluðu pólitísku samstöðu. Ég fæ ekki séð að það muni tor- velda samningaviðræðurnar að Stórþingið fái svör við þessum spurningum. Við höfum nefnilega ekki aðra en en okkar eigin ráð- herra til að spyija um þetta. Að auki verðum við að gera ráð fyrir að norsku ráðherrarnir séu hæfari til að' meta hina raunverulegu samningsstöðu og einnig til að meta mikilvægi sjávarútvegsmál- anna, en fulltrúar lands, sem ekki eiga hagsmuna að gæta í sjávarút- vegi. _ 2. I greinargerðinni var ekki minnst einu orði á áhrif þess að norskir ráðherrar sögðu að fullur sigur hefði unnist með samkomu- laginu. í Verdens Gang sagði: „Þetta er fullur sigur, sagði hæst- ánægð Eldrid Nordbo við VG. Þessi orð voru mælt þegar geng- ið var af fundinum í Lúxemborg, áður en norsk dagblöð höfðu fengið tækifæri til að blása niðurstöðurnar upp. I útsendingu norska ríkisútvarps- ins klukkan hálf sjö sama dag sagði forsætisráðherrann að þetta væri stór dagur fyrir Norðmenn og í lok- in kvaðst hún þegar hafa fagnað samkomulaginu „með þvl að fara glöð og hamingjusöm í rúmið vit- andi í raun að það mikilvægasta væri í höfn.“ Hér var ekki heldur neinn fyrir- vara að finna. Og forsætisráðherr- ann fagnaði sem sé áður en hún hafði séð eitt einasta norskt dag- blað. Gleði hennar var því ekki unnt að rekja til þess hvernig norsk- Kaci Kullmann Five. ir íjölmiðlar tóku á málinu. Samkvæmt Dagbladet 20. júní var helsti samningamaður okkar, Eivinn Berg, sýnu raunsærri í tali. „Berg er þeirrar hyggju að of mik- il fagnaðarlæti af hálfu Norðmanna gætu leitt til þess að viðsemjendum hans í EB fyndist þeir hafa verið plataðir." Margt bendir til þess að einmitt þetta hafi gerst. Göngum út frá því að raunveru- legt, en ótraust, munnlegt pólitískt samkomulag hafi legið fyrir í Lúx- emborg. Voru það fagleg vinnu- brögð stjórnmálamanna að fagna sigri? Hlaut ekki slík hegðun að kalla fram neikvæð viðbrögð meðal EB-ríkja? Það ber því vitni að ríkis- stjórnina skorti hæfni til sjálfsgagn- rýni þegar hún kveðst ekki geta hafa brugðist öðru vísi við á þessu sviði. Forseti, ég er þeirrar hyggju að norskra hagsmuna hefði verið betur gætt ef fagnað hefði verið af hófsemi og menn hefðu einbeitt kröftum sínum að því að setja góð- an samning á blað. Ég hafði búist við því að við- skiptaráðherrann myndi bæði ríkis- stjórnarinnar og sjálfs sín vegna orða hlutina á annan hátt, en að segja að ríkisstjórnin hefði ekki getað brugðist öðru vísi við. Það eru vart aðrir en ríkisstjórnin, sem telja að hún hafi aðeins breytt rétt frá 18. júní þar til slitnaði upp úr viðræðunum um EES í júlí.“ Stórþingið ekki látið vita Kjell Magne Bondevik, formaður Kristilega þjóðarflokksins, hafði þetta að segja: „Það hefur sýnt sig á fyrirvörum, sem komið hafa fram í EB-löndunum, að ekki ríkti af- dráttarlaus eining á sameiginlega ráðherrafundinum eins og látið var í veðri vaka í upphafi. Við fengum fljótt að vita að írar hefðu slegið slíkan varnagla. Samkvæmt Ar- beiderbladet í gær höfðu önnur áhrifamikil EB-ríki haft fyrirvara á snemma í viðræðunum, þ. á m. Þjóðveijar. Ef þetta er rétt, þá er það gagnrýni vert að Stórþingið skyldi ekki vera látið vita. Við- skiptaráðherra hefur lagt áherslu á að Norðmenn verði að miða stefnu sína við EB sem slíkt, en ekki ein- stök lönd. Þetta er skiljanlegt. En það var talin ástæða til þess að greina frá fyrirvara íra. Ég geri ráð fyrir að fulítrúar ríkisstjórnarinnar svipti hulunni af því í þessari um- ræðu hvort önnur lönd hafi gert svipaða fyrirvara, eða hvernig stað- an í raun er. Athyglisvert atvik í sambandi við ræðu viðskiptaráðherrans í gær Eldrid Nordba. gerir atburði Lúxemborgarfundar- ins enn óljósari: í skriflegu hand- riti, sem dreift var [ög birtist í íslenskri þýðingu á miðopnu Morg- unblaðsins í gær], stendur: „Það kom aldrei fýrir að kröfu EFTA eða forsendum hennar væri mótmælt, hvorki fram að Lúxemborgarfund- inum né á honum sjálfum.“ (Hér er átt við kröfurnar um fríverslun með físk.) í flutningi ræðunnar sagði viðskiptaráðherrann hins veg- ar að því hefði aldrei verið mót- mælt „að þetta væru kröfur EFTA og forsendur.“ Þarna er um allt annað að ræða. í skriflegu útgáf- unni var látið að því liggja að EB og EFTA væru sammála um kröfu og forsendur EFTA, en í útgáf- unni, sem viðskiptaráðherrann not- aði í ræðustóli, var aðeins staðhæft að EB þrætti ekki fyrir það að EFTA hefði kröfu og forsendur og það er ekki það sama og að EB og EFTA hafí verið ásátt um þessi atriði. Ég veit ekki hvort þessi breyting var tilviljun, en ég vil að minnsta kosti að viðskiptaráðherr- ann skýri þetta. Það er augljóst að ég er að vekja máls á þessu vegna þess að það varðar kjarnann í deil- unni, sem hefur sprottið af Lúxem- borgarfundinum, það er hvort ríkt hafi eining um kröfu EFTA um fríverslun með sjávarafurðir . . . Þegar Kristilegi þjóðarflokkurinn tekur afstöðu til niðurstaðna EES- viðræðnanna verður það gert með tilliti til samkomulagsins í heild, sem og annarra kosta. Þá verðum við að vega og meta kosti og galla Gro Harlem Brundtland og hvort tveggja verður örugglega að fínna í niðurstöðum samning- anna. í samræmi við yfirlýsingu frá landsfundi Kristilega þjóðarflokks- ins verður við slíkt heildarmat lögð áhersla á - ákvæði, sem varða umhverfí, heilsu og öryggi, - að þetta sé þjóðarréttarsamn- ingur, - að við höldum í höfuðatriði byggðastefnunnar og getum beitt stórntækjum okkar í því sambandi, - að við getum haldið áfram haftastefnu í áfengismálum og megum nota okkar aðferðir til þess, - að við stjórnum nýtingu nátt- úruauðlinda okkar sjálfir, - að við fáum fullnægjandi reglur gegn losun úrgangsefna. Það er mikilvægt að leggja áherslu á að það er skýr munur á aðild að EB og EES-samningi, meðal annars þetta: EES-sáttmáli mun öndvert við aðild að EB veita okkur frelsi til að framfylgja eigin byggðastefnu, landbúnaðar- ög sjávarúvegsstefnu, skattapólitík og gjaldastéfnu, auk eigin landamæravörslu o.s.frv." Fyrirvari íra olli breytingu Eldrid Nordbo, viðskiptaráð- herra, svaraði Bondevik með eftir- farandi orðum: „Bondevik þingmaður hefur lagt fram spumingu um orðalag í grein- argerð minni í gær. Ég sé að um- rætt orðalag, bæði eins og það kem- ur fyrir í greinargerðinni og eins og ég las það í flutningi mínum, getur verið óljóst. Orðalagið í skrif- uðu ræðunni gaf til kynna að við hefðum knúið fram kröfu Norð- manna og EFTA um fijálsan mark- aðsaðgang fyrir físk og sjávaraf- urðir fyrir ráðherrafundinn í Lúx- emborg. Það höfðum við ekki gert. Það var ekki fyrr en á sameiginlega ráðherrafundinum í Lúxemborg að fijáls markaðsaðgangur var viður- kenndur eins og stóð í handriti mínu: „var ekki andmælt.“ Það er alveg ljóst að þetta var eitt þeirra atriða, sem árangur í viðræðunum um sjávarútvegsmál var reistur á. Eins og ég hef hvað eftir annað hamrað á voru það aðeins írar, sem höfðu á fyrirvara um þetta atriði. Þetta var ástæðan fyrir því að ég breytti handriti mínu. Þýðir ekki að leggja árar í bát Gro Ilarlem Brundtland forsætis- ráðherra sagði meðal annars í ræðu sinni: „Þótt síðar hafi komið í ljós að EB stóð ekki við samkomulagið frá Lúxemborg, finnst mér lítt upp- byggilegt að við Norðmenn skulum nota tíma okkar og krafta til þess að ræða hvort það hafi verið rétt hjá okkur að vera ánægð með þær niðurstöður, sem formaður ráð- herraráðs EB lýsti yfír meðan á ráðherrafundinum í Lúxemborg stóð og eftir að honum lauk. Stjórn- in er hvorki upptekin af þessu, né af því að gagnrýna meðferð sjávar- útvegsmálsins innan EB. Aðalatriðið er hvernig við getum gætt þjóðarhagsmuna okkar. Því vinnur stjórnin nú að því, sem enn er stefna Norðmanna, að tryggja landinu gott EES-samkomulag. Þetta er ekki auðvelt verkefni og stjórnin hefur aldrei reynt að leyna því. Hér semja nítján lönd. Sess sjávarútvegsmálsins í EES-viðræð- unum sýnir betur en nokkuð annað hvernig einfalt mál, sem varðar þjóðarhagsmuni — ekki aðeins fyrir Norðmenn og íslendinga, heldur einnig fyrir ýmis EB-ríki — getur orðið að höfuðmáli í svo umfangs- miklum samningum milli þetta margra ríkja. Hér er ekki um það ræða að Norðmenn og EFTA standi andspænis EB sem heild. Við stönd- um frammi fyrir ólíkum hagsmun- um fjölda ríkja og oft mótsagna- kenndum. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá náum við ekki settu marki fyrr en ríkin 19 segja öll já, bæði við einstökum hlutum og heildinni... Við höfum unnið að því baki brotnu að gæta norskra hagsmuna. í sjávarútvegsmálinu höfum við ein- faldlega sannreynt það að við höf- um mætt EB-ríki, sem byijaði seint að gæta sinna, en fór þá af stað af krafti. Þess vegna var málinu frestað í Brussel í júlí í stað þess að endanleg niðurstaða fengist. Ef við ættum að leggja árar í bát vegna þess að okkur tókst ekki að ná'fram kröfum okkar, þá myndum við ekki ná langt í alþjóðlegri samvinnu. Eins og viðskiptaráðherrann hefur lagt áherslu á er það samkomulag- ið í heild, sem á að gera útslagið þegar við vegum og metum lokanið- urstöðuna. . .“ Dala- og A-Barðastrandasýsla: Sameiginlegt átak gert í at- vinnu- og skipulag*smálum HÉRAÐSNEFND Dalásýslu og forráðamenn Reykhólshrepps hafa ráðið verkefnastjóra til þess að vinna að átaksverkefni í avinnumál- um. Einnig hefur verið sett á laggirnar 6 manna nefnd til þess að vinna í þessum málum. Þetta er m.a. gert til þess að bregðast við fólksfækkun á svæðinu en íbúum þarna hefur fækkað um á annað hundrað á síðastliðnum 5 til 6 árum. Að sögn Sigurðar Rúnars Frið- jónssonar, formanns héraðsráðs Dalasýslu, var samþykkt á aðal- fundi héraðsnefndar í vor tillaga um að leita eftir samstarfi við Reykhólahrepp um sameiginleg málefni. Þetta samstarf er nú haf- ið en það á m.a. að beinast að því að finna leiðir til þess að sporna við fólksfækkun á svæðinu. Einnig \á að huga að byggðaskipulagi með tilliti til átaks í þjónustuverkefnum og leita að nýjum áherslum í at- vinnumálum. Að ayki á að kanna sameiginlega áherslur í sam- göngumálum. Nefndin sem starfar að þessum málum vinnur undir handleiðslu Byggðastofnunar, skipulagsstjóra og fleiri aðila. Sigurður sagði að ráðinn hefði verið til tveggja ára Bjarni Jóns- son, líffræðingur og rekstrarhag- fræðingur, til þess að stjórna átaksverkefni í atvinnumálum. Einnig var ráðinn Vilborg Guðna- dóttir, stjórnmálafræðingur, en hún á að athuga uppbyggingu ferðaþjónustu. Sigurður sagði að hann vænti mikils af þessu átaki en fyrsti fundur nefndarinnar ásamt Bjarna og Vijborgu verður í næstu viku. Þegar ég vann á Hótel Ritz eftir Guðmund J. Guðmundsson Eftir stríðið var mikill hótels- kortur í Reykavík, hótelum hafði fækkap frá því sem var fyrir stríð. Hótel ísland sem gat hýst sennilega flesta gesti hafði brunnið árið 1943 eða 1944. Hótel Hekla hafði verið tekið undir íbúðarhúsnæði á stríðsárunum og reyndar var áður búið að breyta fyrstu hæðinni í skemmtistað. Síðan var þetta hús tekið undir skrifstofur Reykjavík- urborgar og þar sem áður var skemmtistaður voru skrifstofur framfærslumála. Yngra fólkið man sjálfsagt sumt ekki hvar hótel Hekla var, en hótelið var við norðurenda Lækjartorgs, þar sem nú er búið að byggja ljótt steinhús. Hótel Borg var eftir stríðið lang- stærsta og aðalhótel bæjarins. Hót- el Vík og hótel Skjaldbreið voru staðsett í miðbænum, Vík við Veltusund og Skjaldbreið við Kirk- justræti. Og svo að sjájfsögðu Hjálpræðisherinn. Þar gistu mest sjómenn og veglaust aðkomufólk á ferð í bæinn. Mér finnst oft rang- lega verið lagt til Hjálpræðishers- ins, hann hefur verið mörgum ómetanleg hjálparhella. Ég minnist ekki fleiri hótela. En það sérstæða í þessu var, hve þessi hótel voru stéttskipt, betri borgarar utan af landi bjuggu á Borginni, athafnamenn, sýslu- menn, stórútgerðarmenn og hluti alþingismanna hafði þar aðsetur um þingtímann. Á hótel Vík voru öðrum fremur smærri útgerðar- menn, fískverkendur, skipstjórar. Útgerðarmenn áttu tíð erindi til Reykjavíkur, þar sem bankarnir höfðu ekki eins mörg útibú úti á landi í þá daga. Á hótel Skjald- breið var nokkuð blandaður mann- skapur, þar sáust oft prestar, sveit- arstjórnarmenn og einstaka stór- bændur. Þarna voru að sjálfsögðu fleiri stéttir en það hviídi alltaf virðulegur blær yfír þessu hóteli. Samgöngur til Reykjavíkur höfðu batnað, vegir voru orðnir betri, áætlunarbílar með tíðari ferð- ir, innanlandsflug var að hefjast og fór vaxandi með hveiju ári. Og þar af leiðandi var fólk ekki eins bundið skipsferðum og áður var. Einkabíllinn var lítið kominn til sögunnar. En gistiherbergi vantaði í Reykavík, þó fortek ég ekki að eitt- hvert óformleg gistiheimili hafi verið í einstaka húsi. En það getur ekki hafa verið mikið því húsnæðis- erfiðleikar voru það miklir í Reykavík á þessum tíma. En þá tíðkaðist á ráðstefnum og þingum verkalýðshreyfíngarinnar og allra pólitískra flokka að Reykvíkingar urðu að taka einn eða tvo fulltrúa utan af landi sem næturgesti. Ég minnist þess nokkrum sinnum, að ég þurfti að hitta kaupmenn og útgerðarmenn utan af landi er þeir komu í bæinn, þá höfðu þeir að- gang að herbergi í prívathúsi, sem þeir notuðu er þeir komu í bæinn. Það hlýtur að hafa verið mikill gróðavegur að reka hótel í Reykjavík á árunum eftir stríð. Þegar verið er að minnast á ferðalanga til Reykjavíkur minnist ég þess, þegar ég var barn fyrir stríð, að í Morgunblaðinu og Vísi var alltaf sérstakur dálkur sem hét „Gestir í bænurn". Og þar voru taldir upp ýmsir héraðshöfðingjar úr sínu byggðarlagi, sýslumenn, hreppstjórar, kaupfélagsstjórar, stærri útgerðarmenn, læknar o.fl. Það þótt bera vott um nokkrar mannvirðingar að vera talinn upp á þessum gestalista. Og það hafa sagt mér eldri blaðamenn að nokk- uð hafi borið á því að vissir menn Guðmundur J. Guðmundsson „ Við svo búið mátti ekki standa, hótelrými þurfti að auka og- það var öruggur gróðaveg- ur. Þá uppgötvuðu menn að gamall braggi, sem hafði verið breskur officeraklúbbur var til staðar skammt fyrir ofan Nauthólsvík. Aldr- ei var mér kunnugt um eigendur. Þessi braggi var flikkaður upp að innan og breytt í gisti- hús“. hafi sjálfir hringt til að vera vissir að þeir væru á þessum gestalista, en blöðin fengu þetta fyrst og fremst á hótelunum og strand- ferðaskipunum. Við svo búið mátti ekki standa, hótelrými þurfti að auka og það var öruggur gróðavegur. Þá uppgötvuðu menn að gamall braggi, sem hafði verið breskur officeraklúbbur, var til staðar skammt fyrir ofan Nauthólsvík. Aldrei var mér kunnugt um eigend- ur. Þessi braggi var flikkaður upp að innan og honum breytt í gisti- hús. Þessi braggi var brátt þéttset- inn, fjöldi herbergja var rösklega 20 og með a.m.k. 50-60 rúmum, þetta voru járnrúm. Ræsting á göngum og herbergjum var góð. Ennfremur var þarna stór setu- stofa með miklum arni, svörtum leðursófum og stólum, þetta voru djúpir leðurstólar, þar sem breskir officerar höfðu setið og drukkið sitt viskí og reykt sínar Dunhillpíp- ur með sín montprik sem voru ein- kennistákn breskra officera á stríðsárunum. Líklega hefur það verið haustið 1947 frekar en 1948 að til mín kom vinur minn og bað mig um að hjálpa nú til að gerast næturvörður á Hótel Ritz, en svo hét umrætt braggahótel — „stort orð Hákot". Ég gekk tregur til leiksins, en ég hafði stundað lögreglustörf og agi þurfti að vera á slíkum 5 stjörnu hótelum og kúltúr. Þá sló ég til er fyrsta kauptilboð hafði veirð hækk- að verulega, en aðeins í stuttan tíma á meðan verið væri að finna annan mann. Ég held að ég hafi unnið þarna allt að 3 vikur. Hótelstjórinn á þessu 5 stjörnu hóteli var íslendingur, ungur mað- ur nýútskrifaður frá einum fræg- asta hótelskóla í Sviss. Upp úr 10 á kvöldin kallaði hann starfsfólk saman, tvisvar í viku, til að kynna því hótelmenningu í officeraher- berginu. Þetta voru ákaflega hátíð- legir og eftirminnilegir fundir. Mér er ákaflega minnisstæð ein setning sem hann sagði í fyrirlestri sínum: „íslendignar eru þeir barb- arar að þeir halda að hótel séu til að éta soðningu og fleygja sér í rúm yfir hánóttina.“ Þá varð einhverri eldhúsdömu að orði: „Nú, til hvers er það þá?“ „Sko,, þarna kemur það, þarna kemur hótelmenningin," sagði hinn menntaði hótelstjóri. „Hótel eru ekki til slíks, hótel eru til að svala lúxuskenndum gesta.“ Hann varð að vísu að gera hlé á máli sínu, af því að það skrölti svo í braggaplötunum á þakinu á svölu vetrarkvöldinu. Svo hann endurtók setninguna. Síðan kenndi hann hvernig ætti að drekka vín. Vín var að vísu óþekkt á hótelinu, nema það sem gestir báru í beltisstað. Síðan tók hann flösku með dýrasta viskí og hellti í staup. Við mig sagði hann, sem aldrei hafði smakkað áfengi, en var einn af fjórum leikur- um, hvernig drekka ætti vín á 5 stjörnu hóteli. „Að ég ætti ekki að drekka svona, en dreypa á og gefa síðan þjóninum umsögn mína með kurteisi en með nokkru yfirlæti og festu.“ Hann taldi það algört skil- yrði fyrir ungan mann að kunna kúltúr í víndrykkju. Um það leyti voru gestir að koma með svarta- dauða og ákavíti í beltisstað. Um nætur kallaði þessi ungi hámenntaði hótelstjóri, sem ég held að nú búi í Kanada, mig inn til sn í sitt einkaherbergi og las fyrir mig frumsamin ljóð. Gestir sem komu voru af öllum stéttum, að vísu ekki frammámenn eða miklir athafnamenn þjóðfélags- ins og nokkuð bar á amerískum hermönnum og ég man að minnsta kosti tvívegis eða þrívegis að þeir komu frá giftingu og leiddu brúði sína til sængur. Og voru með þeim miklir blómvendir. Þarna var framreiddur morgun- verður (International Breakfast) og kvöldkaffí og ég held að þarna hafi eitthvað verið um hádegisverð. Mitt starf var að taka á móti gest- um, láta þá skrá sig í gestabók og hindra að drukknir menn kæmust þarna inn því Hótel Ritz var ekki fyrir fyllirafta. Allt gekk þetta árekstralaust. En uppúr miðnættinu hófst kvæðalesturinn á hverri nóttu. Ég var sérstaklega hrifínn af einu kvæði, sem hét „Ég er einn“ og ort var á svissnesku fjallahóteli. Sumar nætur lásum við kvæði þekktra skálda til skiptis. Hótel- stjórinn hafði sterka skáldaæð. Eftir að ég hafði starfað þarna í tæpar þijár vikur, að vísu lengur en ég ætlaði í fyrstu, yfirgaf ég starf þetta. Hótelið starfaði að mig minnir a.m.k. í þijú ár, en nú eru þarna rústir einar, utan gufubaðhúss sem enn stendur og sótt var til skamms tíma af helstu fyrirmönnum þjóðar- innar. Mér dettur þetta stundum í hug, þá sjaldan ég hitti þann ágæta Reykvíking, Þorvald í „Síld og fisk“, sem byggði og rekur eitt flottasta hótel Reykjavíkur, Hótel Holt, þegar ég hitti hinn dugmikla athafnamann Þorvald, sem jafnan er einn af þremur efstu skattgreið- endum Reykjavíkur og segi: „Ekki er að þýí að spyija Þorvaldur, allt- af eru einn af þeim þremur efstu.“ Þá svarar Þorvaldur jafnan: „Já, andskoti tolla þeir illa við hliðina á mér.“ Sennilega hefur draumsýn hótel- stjórans unga, sem lærði 1 Sviss, ræst hjá Þorvaldi á Hótel Holti „að svala lúxuskenndum hótelgesta". Höfundur er formaður Vcrkanmnnaf/élagsins Dagsbrúnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.