Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUljt 17. ÁGÚST 1991 ------------------------------1----^-------- 9 Kærunefnd jafnréttis- mála tekur til starfa FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur nú skipað sjö menn í Jafnréttis- ráð. Jafnframt því er í fyrsta sinn skipuð ný kærunefnd jafnréttis- mála sem í sitja þrír lögfræðingar. Er það í samræmi við ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna sem samþykkt voru frá Alþingi í vor en þar er kveðið á um skipun þessarar nefndar. Kærunefnd jafnréttismála mun taka til meðferðar kærur vegna meintra brota á hinum nýju lögum. Hún er skipuð til þriggja ára en hana skipa Ragnhildur Benedikts- dóttir formaður og Sigurður Helgi Guðjónsson sem tilnefnd eru af Hæstarétti og Margrét Heinreks- dóttir sem skipuð er í nefndina án tilnefningar. Jafnframt þessu hefur nýtt Jafn- réttisráð verið skipað eins og ávallt eftir aiþingiskosningar. Helstu hlut- verk þess eru að móta stefnu í jafn- réttismálum og hafa frumkvæði að sérstökum tímabundnum aðgerðum til að rétta hlut kvenna. í Jafnréttis- ráði sitja nú Lára V. Júlíusdóttir formaður sem skipuð er án tilnefn- ingar, Gylfi Arnbjömsson sem til- nefndur er af AÍþýðusambandi ís- lands, Hrafnhildur Stefánsdóttir til- nefnd af Vinnuveitendasambandi íslands, Margrét Ríkarðsdóttir sem Bandalag starfsmanna ríkis og bæja tilnefnir, Guðrún Árnadóttir sem tilnefnd er af Kvenréttindafé- lagi íslands, Drífa Hjartardóttir til- nefnd af Kvenfélagasambandi ís- lands og Ragnhildur Benediktsdótt- ir sem jafnframt er formaður kæru- nefndar jafnréttismála. Hjartans þakkir til ykkar, sem glöddu mig meö heimsóknum, blómum, gjöfum og skeyl- um í tilefni áttatíu ára afmœlis míns. Guð blessi ykkur öll. Garöar Sigurðsson, Sólbakka, * Grindavík. GEFÐU DOS TIL HJALPAR! Á laugardögum söfnum við einnota umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli kl. 11.00 og 15.00 og við sækjum. ÞJÓÐÞRIF (3® Qb UKMUO teUMSKM KÁIA KUUUSTOrwjM HJÍUMSVDT* OMMU SXÍTA Dósakúlur um allan bæ. Tré vaxa ekki á peningum I forystugrein breska vikuritsins The Ec- onomist segir, að það sé alls ekki einfalt mál að bjarga regnskógunum. Innflutnings- bann Evrópuríkja á timburvöru frá hitabelt- inu mundi til dæmis rýra verðmæti skóg- anna og draga úr vilja til að endurplanta. greiddu oft allt of lítið Regnskóga- verndí ljósi efnahags- mála I forystugrein breska vikuritsins The Econom- ist 10. ágúst síðastliðinn er fjallað um eyðingu regnskóganna og leiðir til .að stuðla að verndun þeirra. Þar segir meðal annars: „Kapítalisminn _ er óvinveittur trjám. í flest- um tilvikum er ekki svo auðvelt að kaupa eða selja þau gæði, sem felast í tijánum: þau eru heim- kynni flestra lífvera heimsins; Iauf þeirra heldur i sér raka og örv- ar úrkomu; stofnar þeirra binda koltvísýr- ing, sem annars mundi valda hækkun hitastigs i heiminum. Onnur gæði tijánna, einkum í þriðja heiminum, renna einkum til fátækra og kosta ekk- ert, oftast sem fæða, eldi- viður eða byggingarefni. En sem fjárfesting eru tré að öllum jafnaði einskis virði. Séu menn hugsa um stundarhagn- að, selja þeir þau og bijóta landið til ræktun- ar.“ Síðar í forystugrein The Economist segir: „Jafnvel þótt nógir pen- ingar stæðu til boða væri vandasamt að bjarga regnskógunum. Sum Evrópubandalagsrikj- anna vilja banna inn- flutning á viði úr hita- beltinu. Það hefði i för með sér, að skógurinn yrði jafnvel enn verð- minni en hann er og hvatningin til að endur- planta dvínaði að sama skapi. Bandalagið ætti fremur að koma á bónus- kerfi til að umbuna þeim 0,125% skógarhöggsins i hitabeltinu, sem staðið er að með umhverfisvænum hætti. Hagfræðingar sögðu gjama, að ómarkvissar eða ranghugsaðar niður- greiðslur væru stór hluti þessa vanda. Skógíir- höggsmenn, sögðu þeir, fyrir leyfi til að höggva tré; hæfilegt gjald hvetti timburfyrirtækin tii að endurplanta og viðhalda þannig verðmæti fjár- festmgarinnar. Naut- griparækt í Braziliu átti að dafna á skattaivilnun- um og niðurgreiðslum. Nú er orðið þ'óst, að skógruðning er flóknari en svo, og lausnin krefst pólitískrar og efnahags- legrar snilli. Skattlagning mundi gera skógarhöggið enn óarðbærara, án þess þó að hvetja til endurplönt- unar. Betra væri að fara að tillögu hagfræðinga þjá Þróunarbanka Asíu og veita hveijum þeim leyfi til skógarhöggs, sem byði hæstu trygging- una. Tryggingarféð væri bundið, meðan samning- urinn gilti, og glataði leyfishafinn eignarhaldi sínu á þvi, ef hann léti undir höfuð leggjast að vemda skóginn. Annar kostur gæti verið fram- búðarleiga gegn árlegu gjaldi með fimm ára end- urskoðunarákvæði, sem gerði kleift að segja upp leigunni, ef leigutaki stæði sig ekki. Ef fram- búðarleiga þessi væri höfð framseljanleg hvetti það leigutakann til að viðhalda verðmæti sér- leyfisins." Meiri í sjón en raun í forystugrein breska ' dagblaðsins Daily Tel- egraph 15. ágúst siðastl- iðinn er fjallað um hinn nýja sambandslagasátt- mála, sem fyrirhugað er að undirrita í Moskvu í næstu viku. Þar segir meðal annars: „í næstu viku verður undirritað í Moskvu sögulegt plagg, sem hafa mun í för með sér fyrstu breytingu á stjómskipan Sovétríkjanna frá árinu 1922. [Míkhail] Gorbatsj- ov forseti vonast til, að nýi sambandssáttmálinn geri hvort tveggja að stöðva valdastreymið frá miðstjórninni til lýðveld- anna og sannfæra leið- toga á Vesturlöndum um, að áhugi hans á umbót- um sé gegnheill, þannig að leiðir opnist fyrir umfangsmikla aðstoð. Þó er hætt við, að sama gildi um athöfnina 20. ágúst næstkomandi og margt af því, sem nú á sér stað í Sovétríkjunum; að hún verði meira í orði en á borði. Fyrir það fyrsta verða það aðeins fimm af fimmtán lýðveldum, sem undirrita sáttmál- ann: Rússland, Hvita Rússland, Kazakhstan, Úzbekistan og Tadzhik- istan. Búist er við, að fjögiir lýðveldi vil viðbót- ar (Úkraína, Azerbtydzh- an, Turkmenistan og Kirgízía), sem aðild áttu að undirbúningssam- komulaginu, er tókst í Novo Ogarevo i apríl- mánuði síðastliðnum, fylgi á eftir á næstu mán- uðum. Þau sex, sem þá eru eftir, Eystrasaltsrík- in, Georgía, Armenía og Moldavia, hafa neitað að skrifa undir sáttmálann. Þamiig er mikilvægi þessa umtalaða atburðar takmarkaðra en virst gæti í fijótu bragði." Síðar í forystugrein- inni segir: „I raun og veru markar undirskrift nýja sambandssáttmál- ans ekki endalok valda- baráttunnar milli mið- stjómarinnar og lýðveld- anna, þar sem drottin- vald stjórnarlierranna í Kreml hefur farið síhnignandi, heldur verða aðeins kaflaskil í þessari baráttu. Óljós atriði sáttmálans eiga einungis eftir að magna sundurlyndið, og sum ákvæði hans þarfnast skjótrar breytingar, ef þau verða þá ekki að langmestu leyti snið- gengin i framkvæmd. Á hinn bóginn sjást þess lítil merki, að lausn hinna raunverulegu efnahags- vandamála sé nær en áður. Öruggt má te(ja, að hveitiuppskcran verð- ur minni á þessu hausti en í fyrra og hlýtur það að hafa i för með sér stórfelldan innfiutning hveitis. Hætta á óðaverð- bólgu fer vaxandi, þar sem útgjöld vegna vam- armála em enn há og lýðveldisstjómir hafa samþykkt launahækkan- ir án þess að framleiðni hafi aukist á móti. Hægf- ara breytingar í átt til hins nýja skipulags eiga sér stað við aðstæður, sem kenna má við upp- lausn og ringulreið. Þeg- ar upp verður staðið ætti nauðsynin á innbyrðis viðskiptum lýðveldanna að sannfæra stjómir flestra þeirra um rétt- mæti þess að halda áfram þátttöku í ríkjasamband- inu. En nýi sáttmálinn verður varla þungur á metunum, þegar sú ákvörðun verður tekin.“ HJÚKRUNARFRÆÐINGAR LJÓSMÆÐUR HVERNIG VÆRIAÐ BREYTA TIL OG KYNNAST EINHVERJU NÝJU? Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA) leitar nú eftir hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum til starfa. FSA býður starfsfólki sínu upp á fullkomna vinnuaðstöðu og góðan starfsanda byggðan á faglegum grunni. FSA er deildaskipt sjúkrahús með ýmsar sérgreinar þar sem þú getur nýtt þína faglegu þekkingu til fulls. Við FSA er starfsrækt dagheimili þar sem starfsfólki gefst kostur á að láta börn sín dvelja. Við FSA eru m.a. starfræktar eftirtaldar deildir: Lyflækn- ingadeild, Bæklunardeild, Handlækningadeild, Barna- deild, Fæðinga- og kvensjúkdómadeild, Slysa- og bráða- móttökudeild, Háls-, nef- og eyrnadeild, Oldrunardeild, Augndeild, Gjörgæsludeild, Svæfingadeild, Geðdeild, Skurðdeild og Speglunardeild. Fulltrúar frá FSA verða til viðtals á Hótel Sögu sunnudaginn 18. ágúst frá kl. 16.00 til 18.00. FJORÐUNGSSJUKRAHUSIÐ A AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.