Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991 Sovétríkin: Jakovlev gengur úr flokknum Moskvu. Reuter. ALEXANDER Jakovlev, sem var einn helsti ráðgjafi Míkhaíls Gorb- atsjovs, forseta Sovétríkjanna, gekk í gær úr kommúnistaflokknum. Hann varaði við því að stalínistar, sem hygðu á valdarán í flokknum, ætluðu að binda enda á umbætur í Sovétríkjunum. Fyrr í þessari viku greindi frétta- stofan Tass frá því að stjórnunar- nefnd kommúnistaflokksins reka Jakovlev úr flokknum fyrir að kynda undir óeiningu innan hans með stuðningi sínum við klofningshóp flokksfélaga, Lýðræðislegu umbóta- hreyfinguna. Sagði nefndin athæfi Jakovlevs ólöglegt. Jakovlev sat í stjórnmálaráði kommúnistaflokksins og átti stóran Sovétríkin: Neita að selja rík- inu korn Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Tímosjísjín, forstöðu- maður Innkaupastofnunar Sov- étríkjanna, segir í viðtali við sov- éska dagblaðið Prövdu að bændur þar í landi neiti að selja kornupp- skeru sína til ríkisins og sé því hætt við að hið miðstýrða mat- væladreifikerfi landsins færi úr skorðum. í viðtalinu lét Tímosjísjín í ljós verulegar áhyggjur yfir því að mat- vælabirgðir landsins yrðu ekki nægi- legar fyrir veturinn ef svo héidi fram sem horfði. Nú er vinna við kornuppskeru Sovétríkjanna u.þ.b. hálfnuð og hafa um 84,5 milljónir tonna safnast. Aftur á móti hafa einungis 19 millj- ónir tonna skilað sér til kornhlaðna ríkisins, en það er um Ijórðungur þeirra 77 milljóna tonna sem gert var ráð fyrir að söfnuðust fyrir vet- urinn. Bændur eru tregir til að selja korn fyrir rúblur sem ekkert er hægt að kaupa fyrir í tómum versl- unum ríkisins. Þeir telja þann kost vænlegri að stunda vöruskipti og fá þannig eitthvað fyrir sinn snúð. Búist er við að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi gefi bráðlega út sér- staka tilskipun þar sem hugsanlega verði boðin betri greiðslukjör fyrir korn og sektum hótað ef kröfum ríkisins verði ekki mætt. þátt í að móta g/asnosí-stefnu Gorb- atsjovs.Jakovlev sagði af sér stöðu aðstoðarmanns Gorbatsjovs í síðasta mánuði vegna ágreinings við hann um það hvort kommúnistaflokkurinn væri þess umkominn að endurbæta sjálfan sig. Hann hefur gengið til liðs við Edúard Shevardnadze, fyrr- um utanríkisráðherra, í forystu Lýð- ræðislegu umbótahreyfingarinnar. Ilreyfingin er afsprengi umbótasinn- aðra félaga í kommúnistaflokknum. Jakovlev hefur löngum átt stirð samskipti við flokkinn. Umbótasinn- ar hafa hampað honum, en hann hefur verið þyrnir í augum aftur- haldssamra flokksfélaga. Undanfar- ið hefur Jakovlev verið ómyrkur í máli um framtíð flokksins. í upphafi þessa mánaðar sagði hann í viðtali að flokkurinn ætti sér enga framtíð. „Nú _er allt um seinan,“ sagði hann. „Ég verð sannfærðari um það með degi hveijum að marxískar kreddur eru rót allra okkar vanda- mála.“ Grikkland: Reuter Paul Simon í Central Park Bandaríski poppsöngvarinn Paul Simon hélt á fimmtudag ókeypis útitónleika í Central Park í New York. Milli 500 og 750 þúsund manns komu til að hlýða á söngvarann kyija lög sín. Simon er fæddur og uppalinn í New York. Hann sagði að tími hefði verið kominn til að hann gleddi íbúa borgarinnar. Svíþjód: Ráðstaf- anir gegn atvinnuleysi Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsihs. SÆNSKA stjórnin ákvað í gær að verja rúmlega einum milljarði sænskra króna (rúmlega 9,7 millj- örðum ÍSK) í að reyna að stemma stigu við síauknu atvinnuleysi þar i landi. Umfram allt mun verða lögð áhersla á að auka menntunar- möguleika og atvinnutækifæri ungmenna og í því skyni verður mjög fljótlega bætt við 12.000 nýjum störfum og skólaplássum. Um 9.000 ungmennum mun gef- ast kostur á að fara í framhalds- skóla umfram það sem nú er og styrkir til fyrirtækja á landsbyggð- inni eiga að skapa ný atvinnutæki- færi. „Við ætlum okkur að fylgja eftir þeim árangri sem við höfum náð í baráttunni við verðbólguna og um leið halda áfram að beijast við atvinnuleysið. Ríkisstjórnin gerir þó ráð fyrir að efnahagurinn verði erfið- ur í haust og fram á næsta ár,“ sagði Ingvar Carlsson forsætisráðherra í yfirlýsingu. - Þeim ungmennum sem fara í tveggja ára nám í framhaldsskóla mun bjóðast að bæta einu ári við. Stjórnarandstaðan hefur ekki tek- ið þessu vel og er sömu skoðunar og formaður Vinnuveitendasam- bandsins að ákvörðunin sé algjöi'lega óábyrg. Tyrkjum boríð á brýn að vilja spilla Kýpurviðræðum Ankara, Aþenu. Reuter. GRIKKJAR sökuðu á fimmtudag Tyrkja um að þeir væru að grafa undan friðarráðstefnu, sem lagt hefur verið til að haldinn verði til að leysa Kýpurdeiluna. I yfirlýsingu frá gríska utanríkisráðuneyt- inu sagði að annað væri ekki að sjá fyrst Tyrkjar neituðu að þeir hygðust gefa eftir landsvæði á eynni. „Sú skoðun utanríkisráðherra Tyrklands að leysa eigi ágreining- inn um landsvæði við samninga- borðið stangast á við forsendur þess að haldinn verði alþjóðleg frið- arráðstefna," sagði í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins. Mesut Yilmaz, forsætisráðherra Tyrklands, fór þess á miðvikudag á leit við gríska starfsbróður sinn, Konstantín Mitsotakis, að þeir hitt- ust í næsta mánuði til að ræða málefni Kýpur, áður en alþjóðaráð- stefna um eyjuna verður haldin. Aeuters-fréttastofan hafði eftir háttsettum embættismanni í gríska utanríkisráðuneytinu að í bréfi sínu til Mitsotakis hefði „Yilmaz lagt til að þeir hittust á meðan fundur Evrópusamtaka lýð- ræðisflokka stæði yfir- dagana 11.-13. september í París og reyndu að leysa ágreininginn fyrir alþjóðaráðstefnuna“. Yilmaz sagði að stjórnin í Ank- ara vænti stuðnings grísku ríkis- stjórnarinnar við að finna viðun- andi lausn bæði fyrir Kýpur-Tyrkja og Kýpur-Grikkja. Sameinuðu þjóðirnar eru að undirlagi Bandaríkjastjórnar að reyna að koma á ráðstefnu um Kýpur í næsta mánuði. George Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að ráðstefnan verði haldin með því skilyrði að Grikkjar og Tyrkjar grynnki á ágreiningsmál- um sínum áður. Dagblöð grískra Kýpurbúa greindu frá því í síðustu viku að Kýpur-Tyrkjar hefðu sam- þykkt að skila á milli sjö og tólf prósentum hernámssvæðunum veiðimenn vilja nú að krókódíla- veiðar verði gefnar fijálsar.æðis síns á norðurhluta eyjarinnar. Safa Giray, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði hins vegar er hann kom til Norður-Kýpui' í gær að engin skuldbinding um að gefa eftir landsvæði hefði verið gerð: „Við sögðum að tyrkneskir og grískir Kýpurbúar gætu leyst þetta mál við samningaborðið." Kýpur hefur verið klofin í tvennt síðan 1974. Þá hertóku tyrkneskar hersveitir norðurhluta eyjunnar og lýðveldi var stofnað sem engin þjóð nema Tyrkjar hafa viðurkennt. Amazón-vatnas væðið: Sambúðarerfíðleikar krókódíla o g manna Rio de Janeiro. Frá Huldu Geirlaugsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. í NHAMUNDA í Amazón-fylki segja yfirvöld að krókódílum hafi fjölgað úr tíu þúsundum í tvær milljónir síðan veiðibanni var komið á árið 1967. Þetta 20.000 manna þjóðfélag liefur upphafið mikinn málarekstur með kröfu sinni um að veiði verði gefin fijáls a ny. Þorpsbúar segja að um offjölg- un skepnanna sé að ræða sem stofni lífsafkomu þeirra í hættu. Krókódílarnir vekja reiði þorpsbúa vegna þess að þeir éta frá þeim fiskinn, sem iífsafkoma þeirra byggist á, og skemma veiðinetin. Þeir óttast að verða hungruðum krókódílum að bráð þegar skortur verður á fiski í vatninu. Skiptar skoðanir eru um þetta. Mörgum finnst eðlilegt að sporna við ofljölgun krókódílastofnsins á þessu fjórtán milljóna ferkíló- metra vatnasvæði Amazonfylkis með því að leyfa takmarkaðar veiðar. Þannig verði stuðlað að því að tryggja afkomu þeirra 200 fiskveiðiþorpa sem eru á svæðinu. Sala á krókódílaskinnum og meiri fískur í vötnum myndi auðvelda lífsafkomu fólksins. Umhverfisverndarsinnar og fræðingar ýmsir draga í efa að umhverfinu geti stafað slík ógn af krókódílum sem haldið er fram. Þeir benda á að náttúran sjálf sjái um að halda jafnvægi á milli stofna og taka dæmi frá öðrum náttúruverndarsvæðum í Brasilíu þar sem krókódílar lifa í sátt og samlyndi við menn og. dýr. y Ríkisstjórn landsins hefur sent sérfræðinga til Amazonfylkis til að komast að því hvort um raun- verulega offjölgun skepnanna sé að ræða og ef svo er, hvernig bregðast megi við. Hefur sérfræð- ingunum verið gefinn sex mánaða frestur til að komast rækilega til botns í málinu. Krókódílum í Amazón-fylki hefur fjölgað úr 10 þúsund í tvær milljónir á rúmum þijátíu árum, sem liðin eru frá því að bann var lagt á veiðar þeirra. Þykir koma til greina að ein- áfram verndaður. Ljóst er að það hver hluti stofnsins verði fluttur , er ekki ofarlega á baugi hjá til sérstakra eldisstöðva eða að Umhverfisverndarráði Brasilíu að leyfð verði takmörkuð veiði á karl- krókódílaveiðar verði leyfðar á ný. stofninum, en kvenstofninn yrði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.