Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991
31
Afmæliskveðja:
Bergur Arnbjörns-
son, Akranesi
Það var á bemskuárum bifreiðar-
innar þegar allir vegir voru bugðótt-
ir og ósléttir. Þá mátti sjá gráan
rykmökk þyrlast upp og mynda langa
reykjabólstra í landslaginu þar sem
græn bifreið branaði áfram, þegar
þeir allra djörfustu kitluðu pinnann
á 100.
Og unga fólkið horfði með aðdáun
til þeirra sem óku bifreiðum og í
golunni mátti heyra lágt væl síren-
unnar þegar riddarar þjóðvegarins
óku um byggðir. Þessir riddarar sem
brunuðu um landið á drossíum fram-
kvæmdavaldsins og holtasóleyjan á
Holtavörðuheiði horfði á þá í undrun
og spurn og velti því fyrir sér hvort
eitthvað lægi á.
Bifreiðin var að leysa þarfasta
þjóninn af hólmi í byggð og bæ. Til
varð ný stétt manna, bifreiðaeftirlits-
menn. Hlutskipti þeirra var að ferð-
ast um landið og líta eftir ökumönn-
um og bílum.
Það var ekki örgrannt um að loft-
ið titraði dulítið af rafmagnaðri
spennu. Landsbyggðin hefur löngum
hýst litríka bændur og skrautlega
sérvitringa við sjávarsíðuna. Þeir
voru ófúsir að þýðast þessa nýju stétt
manna. Höfðingjar, smákóngar og
kotbændur hver í sínu plássi gengu
ekki með lagabókstafinn í vasanum.
Þeir voru alls ekki klárir á paragröf-
um varðandi bifreiðamálefni. Þeir
töldu þessa nýju herra vart umkomna
þess að segja sér fyrir verkum. Þó
var ekki laust við að ótta mætti
greina í augum manna þegar hinir
prúðbúnu eftirlitsmenn í græna uni-
forminu birtust í heimabyggð þeirra.
Það má segja að bifreiðaeftirlits-
menn hafi eiginlega verið fyrstu lög-
reglumenn dreifbýlisins.
Níræður höfðingi í dag, Bergur
Arnbjörnsson, er einn af frumherjum
bifreiðaeftirlitsinanna á íslandi.
Umdæmi hans náði frá Hvalfjarðar-
botni norður í Skagafjörð að Strönd-
um óg Dölum meðtöldum. Hann
starfaði lengst af í náinni samvinnu
við Geir Bachmann í Borgarnesi,
Sigurð Guðjónsson, Akranesi, Gunn-
ar Þórðarson á Sauðárkróki og oft
var Jón Jónsson, bóndi í Stóradal,
honum til aðstoðar.
Það var ekki ónýtt fyrir mig sem
ungan svein að fá að ferðast með
þessum köppum nokkrar ferðir norð-
ur í land.
Verkefni Bergs vora margvísleg í
bifreiðaeftirlitinu. Það þurfti að
skoða bílana, láta menn taka bílpróf,
standa fyrir meiraprófsnámskeiðum
og alrnennt vegaeftirlit. Þá þurfti
hann að vera sýslumönnum til halds
og trausts við að góma bruggara og
náunga sem óku á númerslausum
jeppum og drossíum eða grindar-
skökkum vörubílum, sem gátu staðið
fastir á þröngum brúm.
Bergur Arnbjörnsson lifði sig inn
í starf sitt og gegndi því með ár-
vekni og metnaði. Urlausnarverkefn-
ið gat stundum verið erfítt og stund-
um þurfti ef til vill að fara ómjúkum
höndum um menn og málefni. En
hann gerði sér grein fyrir því að til
þess er valdið að beita því þegar við
á öðrum til eftirbreytni. Hann var
fljóthuga og skjótráður, kjarkmaður
og slíkir eiginleikar koma sér vel
þegar menn lenda í átökum við lög-
bijóta.
Á blómaskeiði ævi sinnar átti
Bergur heima á Jaðarsbraut 13,
Akranesi. Þar hafði Sara kona hans
búið honum fallegt heimili. Ég man
hvað mér fannst til um glæsileika
heimilisins. Þetta stóra hús, þessi
fallegu húsgögn og hvítur sandurinn
og fjaran fyrir neðan húsið, alveg
eins og í bíómynd.
Á ferðum sínum norður í land
kynntist Bergur húnvetnskum lax-
veiðiám og vötnum og heillaðist af
þeim. Hann reyndist sleipur laxveiði-
maður. Ég man að hann minntist oft
á það þegar ég ferðaðist með honum
á þessum árum og við vorum staddir
í Þinginu, að hann sagðist hafa veitt
lax yfir 40 pund rétt ofan eða við
Hnausa. Hann hafði farið heim á
bæinn og beðið leyfis að renna fyrir
fisk og fengið það og þurfti ekkert
að borga þar sem frúin taldi enga
veiðivon.
Bergur keypti jörðina Litlu-Borg
í V-Hún. með vinum sínum af Akra-
nesi fyrir margt löngu en jörðinni
fylgir veiðiréttur í Vesturhópsvatni.
Þar stendur nú allnokkur sumar-
húsabyggð þeirra Akurnesinga og
fleiri.
Bergur dvelur nú á dvalarheimil-
inu Höfða, Akranesi. Það er ekki
sami hraðinn á honum og fyrrum en
hugsunin er skýr og athyglin í lagi.
Ég sendi föðurbróður mínum árn-
aðaróskir í tilefni dagsins.
Þorsteinn H. Gunnarsson
Þann 17. ágúst 1991 er níræður
Bergur Arnbjörnsson á Akranesi.
Hann er fæddur að Galtarholti í
Borgarhreppi, Mýrasýslu. Foreldrar
Arnbjörn Árnason, Borgarnesi og
kona hans Guðrún Sigurðardóttir.
Ungur verður Bergur þátttakandi í
borgfirskum bústörfum. Hann flytur
til Reykjavíkur 1920 og þaðan aftur
til Borgarness 1938, skipaður hrepp-
stjóri 1939, fulltrúi sýslumanns og
bifreiðaeftirlitsmaður í sinni æsku-
byggð, Borgarnesi. Einnig stofnandi
Lúðrasveitarinnar Svanir, í Karlakór
Borgnesinga, einnig í Reykjavík
karlakórsniaður. Bergur var búsettur
í Reykjavík á árunum 1920-38. Þar
var hann atvinnubílstjóri,. rak þar
bifreiðastöð og bifreiðasöiu. Hann
er skipaður bifreiðaeftirlitsmaður
1938 og er i því starfi samfellt til
1965.
2. október 1926 giftist hann Söra
Ólafsdóttur, fæddri 24. rnars 1902.
Foreldrar hennar vora Ólafur Þór-
arinsson, steinsmiður í Reykjavík og
Þorgerður Vilhelmína Gunnarsdóttir.
Börn Bergs og Söru eru Ólafur fædd-
ur 9. janúar 1927, starfsmaður hjá
Sjóvá í Reykjavík, kvæntur Þóru
Stefánsdóttur; Þorgerður fædd 24.
maí 1928, gift Hannesi Hjartarsyni,
Akranesi; Guðrún fædd 11. apríl
1933, gift Gunnari S. Jónssyni, húsa-
smið í Rvík; Björn Arnar fæddur 13.
júlí 1935, rafvirkjameistari, kvæntur
Ingibjörgu Ingólfsdóttur kennara,
Akranesi; Auðurfædd 30. apríl 1945,
dáin 14. júlí 1963.
Fyrst man sá er þetta skrifar Berg
sem Borgnesing, vissi að hann var
þar útlærður skósmiður, bifreiðaeft-
irlitsmaður með fleiru. Ég minnist
þess einnig þegar hann flutti til
Akraness 1942 og bjó í sínu fallega
húsi Guðnabæ. Þá hétu húsin hér á
Skaga sínum nöfnum, sem er svo
virðulegt. Síðar byggir Bergur glæsi-
legt steinhús á tveimur hæðum við
Jaðarsbraut 13, einum fegursta stað
á Skaganum. Þaðan fluttu þau hjón
í hjónaíbúð við Hrafnistu, dvalar-
heimili aldraðra í Reykjavík. Þar lést
Sara kona Berg.
Hugur Bergs leitaði upp á Akra-
nes og þangað flutti hann stuttu síð-
ar á Dvalarheimilið Höfða, þar sem
hann býr síðan í notalegri eins-
mánnsíbúð við þolanlega heilsu,
minnugur, hress og glaður. Hann lít-
ur í anda yfir langa fjölbreytta lífs-
göngu, stundum erilsama. Löggæsl-
ustörf eru misjafnlega vinsæl af hin-
um ólöghlýðnu Islendingum. Það
fylgir hinu mikla frelsi til orða og
athafna, að vilja ráða sér sjálfur.
Þess vegna er erfitt starf að vera
samviskusamur löggæslumaður á
íslandi. Þessu kynntist Bergur eins
og fleiri. Bergur var aðsópsmikill í
sínu starfi og lét að sér kveða, þó
maður vænn og drengilegur. Hann
vildi gera skyldu sína.
Bergur er hár maður vexti, reistur
og fasmikili maður sem tekið er eft-
ir og setur svip á samtíðina. Þrátt
fyrir ekki alltaf vel'séð ábyrgðar-
starf og vissulega margar aðfinnsl-
ur, hygg ég Berg mann vinsælan af
sinni samtíð og marga góða vini
hefur hann átt í gegnum tíðina. Þótt
sumum þætti hann stundum of
stressaður í starfi, sem ég hygg vera
vegna mikillar samviskusemi. Ég
minnist skipstjóra sem ég var með
sem var hinn mesti ljúflingur í landi
en önugur og stressaður á sjónum.
Þetta kallaðist að vera sjókaldur,
vanlíðan vegna ábyrgðar.
Bergur hefur margt borið við um
dagana eins og fram er komið. Þó
er margt ótalið. Eins og margir sam-
tíðarmenn hans varð hann að bijót-
ast áfram til manns af meðfæddum
dugnaði, metnaði og hæfileikum.
Aldamótakynslóðin bar stóra drauma
í bijósti, hvergi deig til átaka. í upp-
hafi aldarinnar voru atvinnuhættir
og áhöldin, til verka fornfáleg, að
miða við nútímann. En það ber að
hafa í huga, að nútímatækni og vel-
megun á öllum sviðum mannlífsins
er afrakstur dyggilegra unninna
verka fyrri kynslóða, þá ekki síst
þeirrar sem er að skila ævistarfinu
af sér, aldamótakynslóðarinnar.
Bergur var ákafa maður og víða
dyggur þátttakandi á framfarabraut
sinnar kynslóðar. Bergur átti sæti í
fjölmörgum stjórnum og nefndum.
Stjórnarmaður Slysavarnafélags ís-
lands í 4 ár og í 12 ár í Akranes-
deild félagsins. Þarna er hann ævifé-
lagi. í umferðarnefnd, bamaverndar-
nefnd og verðlagseftirlitsmaður, allt
á Akranesi. Bergur er heiðursfélagi
bifreiðaeftirlitsmanna íslands'. Einn-
ig heiðursfélagi í Félagi stangveiði-
manna á Akranesi. Á þessu sést að
hann er virtur af verkum sínum.
Hann var um árabii kennari og for-
stöðumaður námskeiða til meirabif-
reiðastjóraprófs, auk þess að prófa
fjöldann allan af nýjum bifreiðastjór-
um. Bergur var um langa tíð umboðs-
maður Sjóvá á Akranesi. Hann var
bílasali, umboðsmaður Ford á Akra-
nesi. Bergur var mikill laxveiðimuð'
ur, átti margar ánægjustundir með
góðum vinum við gjöfular veiðiár. Á
þessu sést að víða kom þessi athafna-
sami maður við sögu. Er þó ekki
allt upp talið, en hér verður tíund
lokið að sinni. Eitt er víst að þeir
menn sem eru vandir að virðingu
sinni og heiðursmenn í hvívetna eiga
að lokum allra hylli fyrir ævistarfið.
Það er ánægjulegt fyrir níræðan
mann að geta litið yfir liðna tíð og
hugsað glaður til gömlu áranna.
Bergur á ljúfar og kærar endurminn-
ingar um látna eiginkonu. Sara var
vel gefin og vel gerð kona, stillt og
prúð, hornsteinn heimilisins eins og
góðar konur eru ætíð. Hún bjó manni
sínum fallegt heimili, ól honum góð
börn, sem reynst hafa mannkosta
fólk.
Það er ómetahleg lífshamingja og
styrkur að eiga gott heimili og
traustan lífsföranaut, sem léttir
áhyggjum hins erilsama dags af vin-
um sínum. Þökkin til slíks fólks er
eilíf og af hjartanu gefin. Nú er
Bergur sestur í friðarstól ellinnar
sáttur við allt og alla, dagfarsprúð-
ur, oft glaður i góðra vina hópi, gam-
ansamur, hress og virðulegur. Hann
er vinur vina sinna, vellátinn vist-
maður á Höfða. Hann nýtur viðriflgf
ar fyrir langt og farsælt ævistarf.
Margur mun hugsa hlýtt til Bíla-
Bergs á þessum tímamótum, en und-
ir því virðulega nafni þekkist hann
vítt um landið. Þeir verða margir sem
votta honum hlýhug, virðingu og
þökk fyrir góð kynni.
Ég hefi lengi þekkt Berg að góðu
einu og ber hlýjan hug til þessa sóma-
manns. Eins og svo margt aldamóta-
fólkið á Bergur þjóðarþökk fyrir far-
sælt ævistarf í þágu lands og þjóð-
ar. Megi heill og hamingja fylgja
honum til hinstu stundar.
V algarður L. Jónsson
JMtááur
r
a
morgun
f-. ■■ . . - ■.
; i ;T> A
Guðspjall dagsins:
Mark. 7.:
Hinn daufi og
málhalti.
Reykjavíkurprófasts-
dæmi vestra:
ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa
starfsfólks Áskirkju er minnt á
guðsþjónustu í Laugarneskirkju
sunnudag kl. 11. Sóknarprestur.
BÚSTAÐAKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 11. Organisti
Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi
Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.
Dómkórinn syngur. Organisti
Marteinn H. Friðriksson. Sr.
Jakob Á. Hjálmarsson.
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11.
Altarisganga. Prestur sr. Halldór
S. Gröndal. Organisti Árni
Arinbjarnarson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11. Sr. Karl Sigurbjörnssonh.
Tónleikar kl. 17. Blásarasveit
Paul Schim. Þriðjudag:
Fyrirbænaguðsþjónusta kl.
10.30. Beðið fyrir sjúkum.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Jón Bjarman.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.
Sr. Arngrímur Jónsson.
Kvöldbænir og fyrirbænir eru í
kirkjunni á miðvikudögum kl. 18.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja
Guðbrands biskups.
Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr.
Flóki Kristinsson. Organisti Jón
Stefánsson. Kór Langholtskirkju
syngur. Molasopi að
guðsþjónustu lokinni.
LAUGARNESKIRKJA:
Guðsþjónusta í dag í Hátúni 10b.
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson.
Sunnudag: Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson.
Organisti Ronald V. Turner. Heitt
á könnunni eftir guðsþjónustu.
Fimmtudag: Kyrrðarstund kl. 12.
Orgelleikur, altarisganga,
fyrirbænir.
NESKIRKJA: Messa kl. 11. Orgel
og kórstjórn Reynir Jónasson.
Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson.
Fermdir verða: Þorsteinn Freyr
Jóhannsson, Kópavogsbraut 12,
Kópavogi og Arnljótur Bjarki
Bergsson, Selási 17,
Egilsstöðum. Miðvikudag:
Bænamessa kl. 18.20. Sr.
Guðmundur Óskar Ólafsson.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Helgistund kl. 11. á vegum
sóknarnefndar. Organisti Þóra
Guðmundsdóttir.
Reykjavíkurprófasts-
dæmi eystra:
ÁRBÆJARKIRKJA.
Guðsþjónusta sunnudag kl. 11.
árdegis. Sr. Guðmundur
Þorsteinsson. Organisti Jón
Mýrdal.
SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni:
Messa kl. 16. Sr. Kristinn Ág.
Friðfinnsson.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Engin
guðsþjónusta vegna sumarleyfa
sóknarprests, en bent á
guðsþjónustur í Árbæjarkirkju kl.
11 og Fella- og Hólakirkju kl.
20.30. Sr. Gísli Jónasson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND:
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Stefán
Lárusson. Organisti Kjartan
Ólafsson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA:
Kvöldguðsþjónusta sunnudag kl.
20.30. Organisti Guðný M.
Magnúsdóttir. Prestur sr.
Guðmundur Karl Ágústsson.
GRAFARVOGSSÓKN.
Guðsþjónusta kl. 11 í
félagsmiðstöðinni. Organisti
Sigríður Jónsdóttir. Ath. gengið
um bakdyr
félagsmiðstöðvarinnar vegna
framkvæmda við aðalinngang.
Vigfús Þór Árnason.
KOPAVOGSKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
Þorbergur Kristjánsson.
SELJAKIRKJA: Engin
guðsþjónusta verður í Seljakirkju
en vísað á guðsþjónustur í
Árbæjarkirkju kl. 11 og Fella- og
Hólakirkju kl. 20.30.
Sóknarprestur.
HVÍTASUNNUKIRKJAN
Fíladelfía: Brauðsbrotning kl. 11.
Almenn samkoma kl. 20.
Æskulýðskór frá Kanada tekur
þátt í samkomunni.
HJÁLPRÆÐISHERINN.
Utisamkoma Lækjartorgi kl. 16.
Hjálpræðissamkoma kl. 20.30.
Kaft. Ben Eivind Nygaard frá
Noregi talar.
KRISTKIRKJA Landakoti:
Lágmessa kl. 8.30, stundum
lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30.
Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga
lágmessa kl. 18, nema
laugardaga kl. 14. Ensk messa
laugardagskvöld kl. 20.
MARÍUKIRKJA Breiðholti:
Messa kl. 11. Rúmhelga daga
18.30 nema fimmtudag kl. 18.30
og laugardag kl. 14.
SJÓMANNAHEIMILIÐ Örkin,
Brautarholti, (Færeyska
sjómannaheimilið): Samkoma kl.
17. Jens Pétursson talar.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: <
Messa kl. 11. Fyrstamessa eftir
stækkun söngpalls og gefst færi
á að skoða hann eftir messu.
Organisti Helgi Bragason. Sr.
Gunnþór Ingason.
BESSASTAÐAKIRKJA.
Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr.
Bjarni Þór Bjarnason. Organisti
Þorvaldur Björnsson.
Sóknarnefnd.
KAPELLA ST. Jósefssystra
Garðabæ: Hámessa kl. 10, lesin
á þýsku.
KÁPELLAN St. Jósefsspítala:
Hámessa kl. 10.30. Lágmessa
rúmhelga daga kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa ,
kl. 18.
KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík:
Messa kl. 16.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa
kl. 11. Organisti Ester
Ólafsdóttir. Kór kirkjunnar
syngur. Soknarprestur.
KAPELLAN NLFÍ, Hveragerði:
Messa kl. 11. Sigrún
Óskarsdóttir prédikar.
HRAUNGERÐISKIRKJA: Messa
kl. 13.30. Sr. Kristinn Ág.
Friðfinnsson.
STÓRA NÚPSKIRKJA: Messa kl.
21. Sr. Axel Árnason.
ÞINGVALLAKIRKJA: Messa kl.
14. Organisti Einar Sigurðsson.
Sóknarprestur.
ÓLAFSVÍKURPRESTAKALL:
Messa í Ingjaldshólskirkju kl. 11.
Organisti Friðrik Stefánsson.
Messa í Ólafsvíkurkirkju kl. 14.
Organisti Nanna Þórðardóttir.
Sr. Friðrik Hjartar.