Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 32
'32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991 Hjónaminning: Andrés Hafíiðason Ingibjörg Jónsdóttir Ingibjörg Fædd 12. nóvember 1890 Dáin 26. maí 1961 Andrés Fæddur 17. ágúst 1891 Dáinn 6. mars 1970 Þegar ég lít til baka og minnist þeirra ára, sem ég var prestur á Siglufirði, hlýnar mér um hjarta- rætur, því að þetta voru góð ár - -með góðu fólki. Margir af sam- starfsmönnum mínum og vinum frá þessum árum eru nú horfnir úr hópnum, en minningin um þá lifir. Meðal þeirra, sem hæst ber í þess- um hópi eru merkishjónin Ingibjörg Jónsdóttir og Andrés Hafliðason, og það er markmið þessarar greinar að minnast þeirra, því að að í dag eru liðin hundrað ár frá fæðingu Andrésar. Hann fæddist á Siglufirði 17. ágúst 1891. Foreldrar hans voru hjónin Hafliði Guðmundsson, hreppstjóri og kona hans Sigríður Pálsdóttir, bæði voru þau ættuð af Suðurlandi og fædd í Reykjavík. Hafliði Guðmundsson fluttist til Siglufjarðar 1877, mun það hafa verið fyrir áeggjan Snorra Pálsson- ar verslunarstjóra Gránufélagsins, en hann var mikill framfaramaður á sinni tíð, hefir honum eflaust lit- ist vel á hinn unga mann. Hafliði varð brátt einn af forystumönnum hreppsins, var iengi hreppstjóri og gegndi mörgum trúnaðarstörfum, og heimili þeirra hjóna var þekkt fyrir gestrisni og myndarskap. Andrés ólst upp á heimili foreldra sinna, voru systkinin fimm er náðu 'Tullorðinsaldri og voru öll hið mann- vænlegasta fólk. Helgi var kaup- sýslu- og útgerðarmaður á Siglu- firði um langt skeið, Guðmundur var lögregluþjónn og hafnarvörður og systurnar Kristín og Ólöf voru giftar ágætum mönnum og lengi húsfreyjur á Siglufirði við rausn og myndarskap. Andrés fór snemma að stunda verslunarstörf, fyrst við verslun Helga bróður síns og síðan við Gránufélagsverslunina, og þar kom, að hann stofnaði eigin verslun, sem hann rak í nokkur ár. Síðar gerðist hann umboðsmaður Olíuverslunar íslands á Siglufirði og hélt þeim starfa ævilangt. Andrés tók virkan ^iátt í félagslífi og bæjarmálum Siglufjarðar. Hann var í bæjarstjórn um skeið, í skólanefnd og fleiri trún- aðarstörfum gegndi hann, hann var Leiðrétting* í einni af minningargreinunum sem birtust í gær um Eyjólf Júl. Kristjánsson stendur að sonur hans, Bragi, sé kvæntur. Þar er farið ranglega með nafn eiginkon- unnar. Hún heitir Sigríður Síverts- dóttir Hjelm. sæmdur riddarakrossi fyrir félags- störf sín. Eitt þessara starfa hans ber þó lang hæst í huga mínum: Það var starf hans í þágu kirkjunn- ar. Hann átti sæti í sóknarnefnd um margra ára skeið, lengst af formaður nefndarinnar og hann var meðhjálpari í Siglufjarðarkirkju hluta af þessum tíma. Það er óhætt að segja, að hann hafi verið eins- konar „kirkjumálaráðherras á Siglufirði um margra ára skeið. Áhugi hans á þessum málum var mikill og einlægur. Hann var stjórn- samur mjög og minnti mig á hundr- aðshöfðingjann, sem sagt er frá í guðspjöllunum og tjáði sig á þessa leið: Eg segi við þennan: Far þú og hann fer, og við annan: Kom þú og hann kemur, og við þjón minn: Gjör þú þetta og hann gjörir það. Þannig var Andrés: stjórnsamur og stundum skipandi, en þó svo hjartahlýr og mildur í lund. Andrés unni kirkjunni sinni. Óþreytandi var elja hans fyrir hana. Stundum gaf hann henni góðar gjafir. Ef ég man rétt þá liggur á altari Siglufjarðar- kirkju biblía í glæstu skinnbandi með fagurri silfursmíð. Það er gjöf hjónanna Ingibjargar og Andrésar. Og hlut átti hann að máli, er afkom- endur Hafliða hreppstjóra Guð- mundssonar gáfu kirkjunni fagran hátíðarhökul. Og þá kem ég að öðrum þætti þessa máls, en það eru minningar mínar um frú Ingibjörgu Jónsdótt- ur. Hún var fædd á Akureyri 12. nóv. 1890, og var því nokkrum mánuðum eldri en Andrés. Foreldr- ar hennar voru hjónin Jón Jónsson, verslunarrnaður og Jóhanna Gísla- dóttir, búsett á Akureyri, og voru þau hjónin skagfirsk í ættir fram. Var í ætt hennar margt merkra manna og landskunnra, m.a. sr. Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM, Jón Stefánsson. listmálari, Jón Sigurðsson, alþingismaður frá Reynistað o.fl. Ingibjörg ólst upp á heimili for- eldra sinna til tvítugsaldurs ásamt systkinum sínum, en þau voru: Gunnlaugur Tryggvi, sem um langt skeið rak bókaverslun á Akureyri, Helga, sem gift var Skafta Stefáns- syni, útgerðarmanni á Siglufirði, Alfreð, verkamaður á Akureyri, og hálfsystir Guðrún, sem húsfreyja var í Eyjafirði. Leiðir Ingibjargar lágu til Siglu- fjarðar, hún gerðist aðstoðarstúlka frú Sigríðar, konu Hafliða hrepp- stjóra «g varð dvöl hennar á þessu heimili lengri en ungu stúlkuna ór- aði fyrir. Segja má að þarna hafi hún stigið sitt gæfuspor. Andrés og Ingibjörg gengu í hjónaband 4. desember 1915. Þau stofnuðu heim- ili sitt að Aðalgötu 19. Heimili þeirra var í huga mínum arftaki heimilis Hafliða hreppstjóra og þar bjuggu þau hjónin saman þar til t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN THEÓDÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR, Dalbraut 27, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 19. ágúst kl. 15.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Guðmundur Þór Pálsson, Ragnhildur Auður Vilhjálmsdóttir, Hrafnhildur Valgarðsdóttir, Karl Vernharðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur sonur okkar og bróðir, STEFÁN HARÐARSON, lést 12. ágúst sl. Hörður Sveinsson, Elín Kristinsdóttir, Sveinn Harðarson, Margrét Harðardóttir, Kristinn Harðarson, Sigrún Harðardóttir. Ingibjörg lést 1961. Ég átti mörg spor inn á heimili þeirra. Það var staðsett í hjarta bæjarins og stóð öllum opið til greiða og gestrisni. I huga mínum er sérstakur blær yfir heimili þeirra, einhver gömul reisn, einhver höfðingsblær, sem vermdur var af hjartahlýju húsbændanna. Ingibjörg stóð dyggilega við hlið manns síns í öllum störfum hans. Hjartahýja hennar og greiðasemi var rómuð. Hun mátti ekkert aumt sjá. Húri var kona góð, sem hafði hjartað á réttum stað. Já, hún var allra kvenna greiðugust og hugul- sömust við þá, sem bágindi steðjuðu að. Henni var það mikið ánægju- efni, að geta borið birtu og yl-til þeirra, sem í skugga sátu. Ingibjörg var bókhneigð kona og vel að sér um marga hluti. Hún tók fyrr á árum virkan þátt í ýmsum félagsskap kvenna, var m.a. stofn- andi að líknarfélagi, sem starfaði á Siglufirði um skeið og síðar í Kven- félaginu Von. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið: Hafliði, fulltrúi í Reykjavík, hann er látinn, hann var kvæntur Guðrúnu Eiríksdóttur, næst er Jó- hanna Sigríður, búsett í Hafnar- firði, var gift Vigfúsi Sigurjónssyni skipstjóra en hann er látinn og loks Hinrik, umboðsmaður á Siglufirði, hann er kvæntur Margréti Péturs- dóttur. Nú er öld liðin síðan þau fædd- ust blessuð hjónin Ingibjörg og Andrés. Við, sem kynntumst þeim blessum minningu þeirra og við þökkum þeim og öðrum, sem gengnir eru af þeirra kynslóð fyrir það, að skila landinu betra en við því var tekið. Ég vil að þessar línur flytji bestu kveðjur okkar hjónanna til allra Siglfirðinga. í þessari norðlægu byggð, í skjóli hárra fjalla áttum við hjónin að sumu leyti okkar bestu ár, fyrir það erum við þakklát. Guð blessi Siglufjörð um ókomin ár. Ragnar Fjalar Lárusson Ragnar Skagfjörð Jónsson - Kveðja Fæddur 22. apríl 1930 Dáinn 14. júlí 1991 Símhringing — helfregn. Skyndilega var sem líðandi stund væri horfin. Omur liðinna æsku- daga fyllti hugann og fram streymdu myndir og minningar frá glaðværum skóladögum fyrir rúm- um fjórum áratugum. Þegar við Ragnar ásamt fleiri góðum félögum sátum saman á skólabekk, fyrst á Laugarvatni, síðar í MR. Kynni okkar Ragnars Skagfjörð hófust á Laugarvatni en uxu og urðu nánari þegar við komum til Reykjavíkur og þurftum hvor í sínu lagi og sameiginlega að takast á við þau viðbrigði sem því fylgdu að koma úr nálægu sambýli heima- vistarskóla í nýtt umhverfi sem ekki bauð upp á jafn náinn og ein- lægan félagsskap. Osjaldan sátum við saman, glugguðum í námsbækur og reynd- um að veita hvor öðrum þann stuðn- ing í námsgreinunum sem geta leyfði, eða ræddum um heima og geima. Margar þessara stunda eru mér enn ríkar í minni. Ragnar vin- ur minn var ákveðinn í skoðunum og fastur á meiningunni, en hafði þá víðsýni til að bera að geta séð stærra samhengi hlutanna og ólíkar hliðar mála. Þess vegna hafði hann miklu að miðla í viðræðum, ekki síst vegna þess að hann íhugaði vandlega það sem hann heyrði og sá, bar það saman og byggði dóma og ályktanir á þeim grunni. Þessu kynntist ég ekki síst í bréfum hans frá Þýskalandi þar sem hann stund- aði verkfræðinám og átti allt sitt ævistarf og af samtölum okkar er fundum bar saman hér heima. Hann sá þróun mála hérlendis í senn sem góður íslendingur og með gestsaug- um þess sem fylgist, opnum augum og vakandi huga, með því sem er að gerast og gerði sér grein fyrir hliðstæðum og andstæðum í fram- vindunni. Ragnar aflaði sér menntunar á sviði efna- og matvælaverkfræði og án efa urðu það honum veruleg vonbrigði þegar hann kom heim að námi loknu, að forráðamenn hér höfðu þá enn ekki eignast þann skilning á gildi hennar og nauðsyn að hann fékk hér ekki starf við hæfi. Hann settist því að í Þýska- landi og starfaði þar alla tíð, kvænt- ist þarlendri konu, Christu, fæddri Edelmann, sem hann missti langt um aldur fram. Eignuðust þau eina dóttur, Katrínu. Alla tíð ræktuðu þau samband við ættingja og vini hér heima og jafnan hittu vinir hans hinn einlæga góða dreng og félaga þó að tímaleysi setti á menn Kristján Steindórs son - Kveðjuorð Ástkær afi okkar og góður vinur Kristján Steindórsson hefur nú fengið hvíld eftir stutta en harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Þegar við fluttum aftur til lanþs- ins 17. júní sl. eftir 12 ára búsetu erlendis var hann hress eins og hann hefur alltaf verið, en nú er hann látinn. Það er ekki fyrr en nú eftir á að við áttum okkur á því að þegar hann sótti okkur á flug- völlinn var hann sárlasinn og hald- inn' miklum kvölum, en vildi ekki láta á neinu bera. Við hlökkuðum mikið til að geta umgengist afa og ömmu aftur svo til daglega og við fundum hjá þeim að það var gagnkvæmt. Afí var líka spenntur að sjá og geta fylgst með vexti að þroska litlu systur okkar Maríu Kristínu sem aðeins var rúm- lega eins mánaðar gömul þegar við komum heim. Samverustundirnar með afa voru alltaf ánægjulegar og eigum við systkinin góðar minn- ingar um þær. Ljúfar eru minning- ar okkar frá þeim tíma þegar við vorum með afa og ömmu í sumarbú- staðnum á Þingvöllum sem var afa svo kær. Eftir að við fluttum til Svíþjóðar sáum við afa og ömmu sjaldnar en við hefðum óskað, en stundirnar sem við áttum saman voru góðar. Við hlökkuðum mikið til að hitta og fá að vera með afa og ömmu aftur. Við viljum þakka afa okkar fyrir allt sem hann hefur gert fyrir okk- ur og þann tíma sem við fengum að umgangast hann. Nú eftir 12 ára dvöl erlendis erum við flutt heim aftur og fengum ekki nema tæpa tvo mánuði saman. Við mun- um sakna afa okkar mikið og minn- ing hans mun vera okkur kær. Kristján Geir og Margrét Kristín, barnabörn. sitt mark, vináttuböndin teygðust og fundir stijáluðust. Langdvöl er- lendis og makatengsl við aðra þjóð höfðu engin áhrif á ræktarsemi hans við þjóð sína og ættjörð og þar naut hann góðs skilnings og stuðnings eiginkonunnar sem lagði sig af alúð eftir því að þekkja og skilja íslensk viðhorf, menningu og sérkenni. Þó að ættartré hans hér heima væri kvistað, báðir foreldrar .hans og einkabóðir látin, lagði hann nú í sumar ásamt vinkonu sinni leið sína hingað heim til þess að efla og styrkja tengslin við ættjörðina. Sú varð hans síðasta ferð. A ættar- slóðum móður hans í Skagafirði kom kallið til nýrrar tilveru. Órlög- in sáu til þess að á Islandi bæri hann beinin. Við vinir og fornir félagar Ragn- ars Skagfjörð Jónssonar drúpum höfði í hlýrri þökk fyrir samveru og kynni sem auðguðu líf okkar, vottum ástvinum hans einlæga samúð og biðjum honum blessunar Guðs á þeim brautum sem framund- an eru og okkar allra bíður að feta, fyrr eða síðar. Snorri Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.