Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 10
10 leei TRUOA .VI HUOAdílAnUA; QKJAJaM'JOHOl MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991 Landhelgi og lögsaga Bókmenntir Erlendur Jónsson Jón Þ. Þór: LANDHELGI ÍS- LANDS 1901-1952.100 bls. Sagn- fræðistofnun HÍ. Reykjavík, 1991. Yfirlit þetta hefst á samningi þeim sem Danir gerðu við Bretaj en fyrir hönd fslendinga, 1901. I hita þorskastríðanna, áratugum síðar, var samningi þessum gróf- lega formælt og stundum kallaður svínakjötssamningurinn þar eð talið var að Danir hefðu selt Bretum aðgang að íslandsmiðum í staðinn fyrir markað fyrir svínakjöt sitt: Hafi Danir farið á bak við íslend- inga sem einskis máttu sin og vissu ekki fyrr en allt var um garð geng- ið og breskir togarar voru teknir að skrapa hér botninn inni á fjörð- um og flóum. Jón Þ. Þór hefur áður gert grein fyrir samningi þessum og upplýst að hvorki hafi Danir farið á bak við Islendinga né samið af þeim vísvitandi. »En hinu verður trauðla á móti mælt,« segir Jón Þ. Þór, »að dansk-enski samningurinn frá 1901, sem var í samræmi við lög'og reglur, er giltu um fiskveiði- lögsögu víðast hvar í Norður-Evr- ópu um þetta leyti, reyndist íslend- ingum ekki eins vel og ýmsir virð- ast hafa gert sér vonir um.« Skemmst er frá að segja að samningurinn reyndist hinn óhall- kvæmasti. Um miðjan þriðja ára- tuginn voru fiskstofnarnir að hruni komnir. Það sáu íslenskir útvegs- menn þó þeir hefðu ekki við annað en eigin reynsluvísindi að styðjast sem Jón Þ. Þór kallar svo. Þótt Bretaveldi væri sterkt, íjár- hagur þess stæði á traustum grunni og því bærust aðföng frá víðri ver- öld er sýnt að fiskveiðarnar við ís- land töldust til hlunninda sem um munaði. Sá var þá háttur heims- velda að beija niður mótspyrnu hvar og hvenær sem hennar varð vart og beita til þess afli. íslending- ar gerðu sér því ljóst að vonlaust væri að bægja risanum frá með valdi. Því datt sumum í hug að ef til vill mætti fara' að Bretum með ■ ÞRJATIU ár eru liðin frá vígslu viðbyggingar félagsheimilisins Víðihlíð í Víðidal og verður þess minnst með dansleik laugardaginn 17. ágúst. Hljómsveit Geirmund- ar Valtýssonar leikur fyrir dansi en það var einmitt hljómsveit Geir- mundar, Rómó og Geiri, sem lék á dansleik við vígsluna. Því er í raun verið að halda uppá tvöfalt afmæli. Fyrstu árin eftir það átak að reisa samkomuhúsið var öflug starfsemi í húsinu, sem sést best á því að árið 1969 hafði Geirmundur leikið þar á 100 dansleikjum; er hann nú kominn hátt á annað hundraðið. Það er líklegt að ungir jafnt sem aldnir sæki samkomuna í tilefni þessara tímamóta því þeir eru eflaust margir sem minnast dans- leikjanna í Víðihlfð með ákveðnum dýrðarljóma. (Frcttatilkynning.) 21150-21370 LÁRUS Þ, VALDIMARSS0N framkvæmdastjori KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Nýendur- og viðbyggt einbhús steinhús ein hæð 129,5 fm v/Háabarð í Hafnarf. Góður bílsk. 36 fm. Ræktuð, glæsil. lóð 630 fm. Útsýnisstaður. Eignaskipti mögul. í „Hreyfilsblokkinni" v/Fellsmúla 4ra herb. suðurib. á 3. hæð um 100 fm auk geymslu og sameignar. Stór stofa, 3 svetnherb., sólsvalir. Sér hiti. Mikil og góð sameign. Skammt frá „Fjölbraut" í Breiðholti góðar íbúðir 4ra og 5 herb. v/Vesturberg (Góð lán kr, 3,5 millj.) og Hrafnhóla (4 svefnherb. Mjög gott verð). Eignaskipti mögul. Henta m.a. námsfólki Einstaklíb., 2ja og 3ja herb. íbúðir v/Snorrabraut, Ránargötu, Vindás, Hverfisgötu og víðar. Verð frá kr. 3,1 millj. Ný íbúð - sérþvottah. - bílskúr Úrvalsíb. á 1. hæð v/Sporhamra 117,5 fm. Tvöf. stofa, 2 svefnh., stór skáli, fullg. sameign. Húsnlán kr. 5,0 millj. til 40 ára. Eignask. mögul. í borginni óskast helst miðsvæðis: Góð sérhæð 5-6 herb., 3ja-4ra herb. ib. um 100 fm, einbhús eða rað- hús 110-150 fm, íbúðir m/bílsk. 3ja-5 herb. Ennfremur 3ja herb. íb. um 80 fm. Margir bjóða útborgun f. rétta eign. Margs konar eignaskipti. • • • Opið í dag kl. 10.00-16.00. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGHASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Borgarnes í Borgarnesi ertil sölu eftirfarandi iðnaðar- og atvinnuhúsnæði: A. Sólbakki 7-9. Húsið er steinsteypt, 400 fm að flatar- máli og 2047 rúmmetrar. Lóðin er 3997 fm og býð- ur uppá mikla möguleika til stækkunar. Húsið var reist 1980 og er í mjög góðu ástandi. B. Brákarbraut 11. Fiskbúð Þórðar. Húsið er úr timbri, 100 fm. Reist 1978 og í ágætu ástandi. Báðum húsunum fylgja rúmgóðir kæli- og frystiklefar. Nánari upplýsingar veitir: JósefH. Þorgeirsson, lögmaður, Stillholti 14, Akranesi, sími 93-13183. góðu; sýna þeim fram á að rányrkj- an kæmi einnig niður á þeirra hags- munum. Lítt varð þó úr þess háttar málaleitunum. Þegar öllu var á botninn hvolft taldist ósennilegt að Bretar yrðu móttækilegir fyrir þess háttar rök. Hlutur Breta vó auðvitað þyngst á metunum, og einhverra hluta vegna fór alltaf meira fyrir þeim en öðrum. En fleiri þjóðir sóttu á íslandsmið, t.d. Þjóðverjar; og svo auðvitað Færeyingar sem nutu sama réttar og Islendingar þar sem þeir voru þegnar sama konungs! Danir sáu um strandgæsluna en þóttu rækja það slælega — til að styggja ekki stórveldið að sumir héldu fram. Jón Þ. Þór vill þó meina að til þess hafi þá skort getu frem- ur en vilja. Gæsla sú, sem íslending- ar hófu þegar á heimastjórnartíma- bilinu, var þá aðeins fólgin í að skrá nafn og númer lögbijóta og tilkynna yfirvöldum. A þriðja og fjórða áratugnum gerðist hvort tveggja að íslendingar tóku gæsluna í sínar hendur og íslenskum togurum ljölgaði. Gátu þeir gerst brotlegir ekki síður en bresku togararnir. Um þær mundir voru loftskeytin komin til sögunnar og var þá farið að senda togurunum »ömmuskeytin« minnisstæðu — dul- málsskeyti um ferðir varðskipanna. Jón Þ. Þór rifjar upp hversu skeyta- sendingarnar urðu að hitamáli með- Jón Þ. Þór al stjórnmálamanna. í þeim umræð- um kom mætavel fram hver afstaða stjórnmálaflokkanna var þá til stór- útgerðar yfirhöfuð. Sveitalífið og sjálfsþurftarbúsklapurinn átti enn sterk ítök í vitund margra sem litu svo á að fiskveiðamar ættu aðeins að vera stuðningsgrein við landbún- aðinn sem yrði og ætti að vera undirstaða íslensks þjóðlífs um alla framtíð. Undir lok þess tímabils, sem Jón Þ. Þór tekur fyrir, hillti undir þær öru breytingar er síðar urðu á haf- réttarmálum, bæði hér og erlendis. Olíuvinnsla á hafsbotni var í sjón- máli og sáu stórveldi sér þá hag í rýmka lögsögu sína. Vitanlega hlaut hún þá einnig að taka til fisk- veiða. íslendingar höfðu því byrinn með sér þegar til úrslita dró. Bret- ar, sem áður gátu fiskað hér í skjóli laga, tóku þá að skírskota til »sögu- legs« réttar. Jón Þ. Þór hefur kannað breskar heimildir og að sjálfsögðu einnig íslenskar og styðst þá mest við þingtíðindi. Er athyglisvert að framan af létu aðeins fáir þingmenn sig landhelgismál verulega skipta, og þá einkum þeir Pétur Ottesen og Olafur Thors. Sérstaklega virðist Pétur hafa verið óþreytandi að halda málinu vakandi þó vonin um árangur virtist lengst _af heldur veik. Þótt lífshagsmunir íslendinga væru í veði ræddu menn jafnan hlutlægt um mál þessi; tilfínninga- semi blandaðist lítt í umræðurnar; og stóryrði um heimspólitíkina gátu menn sparað sér, þar varð engu þokað hvort eð var. Enda þótt þorskastríðin beri hæst þegar horft er um öxl er for- saga þeirra, sem hér er rakin, engu að síður.merkileg. Hún sýnir svart á hvítu hvað við hefði blasað ef íslendingar hefðu setið með hendur í skauti og erlend fiskiskip hefðu haldið áfram að kemba botninn á íslenskum fiskimiðum. Jón Þ. Þór hefði getað endað rit- gerð sína 1948 þegar landgnmns- lögin voru samþykkt. En hann hef- ur kosið að láta hana ná tö 1952 þegar fyrsta útfærslan tók giidi og þar með fyrsta deilan við Breta. Það er að því leyti rökrétt að í vit- und almennings markar sá atburður mun gleggri tímamót en lagasetn- ing sú sem byggt var á. feforneftift rnvffl Umsjónarraaður Gísli Jónsson Jón Á. Gissurarson í Reykjavík skrifar mér stutt og laggott bréf sem þarf ekki aðrar athugasemdir en þakkir umsjón- armanns: „Fyrir nokkru rabbaði kona ein við börn í útvarp, meðal annars um morauða kú. Ekki er þess að vænta, að fólk, sem alist hefur upp í bæjum, viti full skil á litaheitum íslensks búpenings, enda skiptir þar um eftir tegundum. en mætti ekki gera þá kröfu til barnafræðara í ríkisútvarpi að þeir kynnu þar skil á, hætti þeir sér út á þann hála ís um þau að fjalla? í sama þætti borðaði þessi mæta morauða kýr. I átthögum mínum sunnan heiða át búpen- ingur, en einungis menn borð- uðu, nema þá í niðrandi merk- ingu, t.d. að einhver æti yfir sig og þótti ekki sómi að. Sömu blæ- brigða varð ég áskynja í heima- högum þínum. Eg gisti við annan mann að hausti 1925 hjá afa þínum á Urðum. Hann leiddi okkur til borðs og bauð okkur að borða ijúkandi slátur. Var það þegið með þökkum eftir gönguför frá Hólum í Hjaltadal yfir Heljar- dalsheiði. Vinnukona á Urðum færði bæjarhundinum fullan dall af ruðum og sagði honum éta. í sama þætti fæddi meri nokkur, en hjá okkur köstuðu hryssur. (Ær og hryssur fæddu vel ef þær mjólkuðu svo að af- kvæmi þeirra mættu ná eðlileg- um þroska, ef ekki fæddu þær illa). Vendum nú voru kvæði í kross. Á skápahurðum í Sund- höll Reykjavíkur gefur að lesa: Varist þjófnað. Er þetta ekki eitt af boðorðum Móse sem hljóðar svo í biblíuþýðingum: Þú skalt ekki stela? Með bestu kveðjum.“ ★ Vilfríður vestan kvað: Ég hélt allt við Gunnvarð svo göfugt, sagði Gauja, svo mér féll það höfugt að þreifa á í vetur - og það heldur betur — að þetta var aideilis öfugt. Ásgeir Ó. Einarsson í Reykjavík svarar spurningum mínum ákveðið og eindregið (sjá þætti 598 og 601 t.d.). Hann er mikill aðdáandi þingeysks málfars og segir meðal annars: „Það er allmikill munur á þingeysku og lélegri reykvísku. Við eigum fyrir alla muni að halda þingeyskunni við, enda höfum við þegar nokkra Þingey- inga við „vörpin“ . .. Þingeyskan er svona hreint, fornt og fallegt mál vegna þess að á þessu svæði var lítið sem ekkert af dönskum kaupmönn- um til að skemma það.“ Ásgeir segir að þegar hann kom í fyrsta sinni að Kópaskeri, þá fyrst hafi sér fundist hann heyra hreina íslensku. Hann var þá full-lærður í þýsku og fannst sem bændurnir eystra bæru málið fram og færu með það líkt og Þjóðverjar. Dæmi: Mjól-ka (ekki mjólk-a); fimm-tán (ekki fímmt-án). Hann telur að þeir, sem ráð- ast í störf þular og fréttamanns við vörpin, ættu að vera Þingey- ingar sem töluðu þingeysku og bætir við: „Þegar Fjölnismenn og yfirvöld endurlífguðu íslensk- una hér í Reykjavík, þá hefðu þeir þurft að hafa Þingeyinga fyrir kennara, þá hefðum við búið að því enn í dag.“ Spurningu 3 og 4 svarar Ás- geir jafn-afdráttarlaust: „Það eina rétta er: vaskur, sósa og kökuform (hvk.). Tjaldur beygist sem faldur.“ Umsjónarmaðurinn þakkar Ásgeiri skýr svör. En ekki skrifa ég undir nema fátt af því sem í þeim er, og þykir þó Þingey- ingnum í mer hólið að vissu marki gott. Ég held að Ásgeiri sé full alvara. En ég vildi gjarna fá fleiri svör, áður en ég segi meira um það sem í bréfinu stóð. 1. Lyf (hvk. flt.) er svokallað- ur ja-stofn í beygingafræðinni. Það þýðir á venjulegu manna- máli að þágufali er lyfjum (ekki 602. þáttur lyfum) og eignarfall lyfja (ekki lyfa). Rétt er því að tala um lyfjaverð (ekki „lyfaverð“, þó að auðvitað verðum við að lifa!). 2. Margir íþróttamenn ágirn- ast grasvelli, og sumstaðar ætla menn að notast við gervigras. Ég held að það sé nokkuð gott mál, en öllu má ofgera. Ekki vildi ég t.d. fá gervigras á skrif- borðið mitt, en í blaði mátti lesa fyrir skömmu þessa fýrirsögn: „Héraðsnefnd Eyjafjarðar: Gervigras upp á borðið“. 3. Velkunniégþví, þegarJón Baldvin Halldórsson fréttamað- ur nefndi „fundamentalista“ bókstafstrúarmenn, sbr. 599. þátt og stóru orðabók Arnar og Órlygs. 4. Þjóðviljinn hefur apað eftir Ólafí R. Grímssyni að kalla alþingi „þjóðþingið". Ólafur er alþingismaður, en ekki „folke- tingsmand". 5. Og svo var það maðurinn sem ætlaði að vera spaklegur í tali og sagði, þegar honum of- bauð: Ja, nú kastar tólf tonnum. Grásleppan veiðist suður með sjó, það sýnir hvað hún er gáfnasljó, að af henni fá menn nægtanóg í netin á hveijum vetri. En aðrir fískar í öðrum sjó, þeir eru víst lítið betri. (Óvíst um höfund, upplýs- ingar vel þegnar.) Stenbideren fiskes ved sönderstrand, det viser hvor lidt den begribe kan at af den fár man en mængde sand i nættene sikkert og árlig. Men andre fiske i andre vand de ere vist ligesá dárlig. (Óvíst um þýðanda, upplýs- ingar þegnar.) Der Fischlumpen lebt im femen Meer am Frankreichs Ufer, so dumm ist er, dass viele Leute ihn fast zu sehr fangen durch Netz und Köder. Als andere Fische woanders her ist er doch wenig blöder. (Þýðandi Stefán Þ. Þorláks- son.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.