Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991 Hálendið: Ótryg'g ferðakort og litlar merkingar segir Hilmar Már Aðalsteinsson ERLENDIR ferðamenn með gömul ferðakort lenda oft í ógöngum því upplýsingar sem lesa má af kortunum eru löngu úreltar. Þeir sem viðað hafa að sér nýjum kortum telja sig hins vegar nokkuð örugga að rata rétta leið og komast klakklaust á leiðarenda. Sam- kvæmt upplýsingum frá einum hálendisferðalanginum, Hilmari Má Aðalsteinssyni, eru ferðamann þó langt frá því hólpnir þó þeir hafi fest kaup á nýju ferðakorti. Hann bendir einnig á að merkingum á hálendinu sé ábótavant. Máli sínu til stuðnings vitnaði Hilmar meðal annars í ferðakort Landmælinga íslands frá því í fyrra þar sem merktur er vegur sem ligg- ur frá vestri til austurs norðan við Kvíslavatn en þessi vegur er nú aflagður. Annað dæmi er um veg sem er vegarslóði samkvæmt ferðakortinu og liggur frá vestri til austurs sunnan við vatnið en er í raun aðalvegur. Við þennan veg er bensínstöð sem ekki er merkt inn á kortið. Bensínstöð í Land- mannalaugum er hins vegar ofauk- ið á kortinu. Vegarspotti sunnan Kvíslarvatns er ekki ekinn eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Ný leið leið að Oskju norðan við Gæsavatnaleið hefur hvorki verið merkt á ferðakortið né Mið-íslands- kort frá því í sumar. Þar sem þess- ar leiðir skiljast norðvestan við Vatnajökul má hins vegar sjá merki sem vísar fólki nýju leiðina að Öskju. Gæsavatnaleið er ekki merkt sem leið að Öskju þrátt fyr- ir að hún sé að sögn Hilmars mun fallegri en nýja leiðin sem liggur norðan við Gæsavatnaleið. Ekki er einungis um misræmi á vegakortum og vegakerfi að ræða eftir því sem Hilmar segir. Mikill skortur er einnig á merkingum á hálendinu. Má þar til dæmis nefna að engar merkingar eru um að akstur utan vega sé bannaðar á hálendinu. Á síðustu vegamótum ferðalanga sem ætla í skála Ferða- félags íslands í Nýjadal er heldur engin merking. Eystri vegurinn er sá rétti en nyrðri vegurinn er stik- aður og því velja margir ferðalang- ar hann. Þegar komið er að Fjórð- ungskvísl áttar fólkið sig hins veg- ar á villu sinni og heldur eftir alls kyns troðningum í átt til Nýjadals þar til komið er að skálanum en umhverfis hann er grasi gróið svæði. Yfir þetta svæði má fólk ekki aka. Skálaverðir reyna að veija svæðið en eins og Hilmar benti á í samtali við Morgunblaðið eru þeir hvorki löggjafar né land- verðir. Þeirra hlutverk er einungis að innheimta gjald fyrir tjaldstæði og gistingu í skálanum. Hilmar var í Nýjadal um verslunarmannhelg- ina. Þá helgi sagði hann að 11 bíl- ar hefðu valið nyrðri leiðina og komið að skálanum úr rangri átt. Þess má geta að einsdæmi er að gróður sé í jafn mikilli hæð og við skálann í Nýjadal. Þar er tölu- vert af mosa. i Skagafjörð ^ Vegprest vantar: í stað þess að beygja rétta leið til austurs er haldið áfram stikaða leið til norðurs og síðan á jeppaslóðum til austurs. j) í Eyjafjörð Laugafell Hofsjökull Hér er bensínstöð sem ekki er merkt inn á nýtt ferðakort Reynum eftir fremsta megni að vera með nýjustu upplýsingar - segir Agúst Guðmundsson forstjóri Landmælinga ÁGÚST Guðmundsson, forstjóri Landmælinga íslands, segir að afar erfitt sé að kortleggja vegi og vegarslóða á hálendinu vegna þess að leiðir breytist og hverfi milli ára. Hann segir að bensínstöðvar sem starfi tímabundið séu ekki merktar á kort en bensínstöð í Landmannalaugum sé ofaukið á ferðakort frá þvi í fyrra vegna þess að sótt hafi verið um leyfi til selja bensín við iaugarnar en leyfið hafi ekki verið veitt. Fram kom í samtali við Ágúst að rætt hefði verið um að merkja Nýja Gæsavatnaleið inn á aðalkort í sum- ar en ákveðið hefði verið að falla frá því. Leiðin verður hins vegar á endurprenturt aðalkorts næsta sumar. Morgunblaðið/Hilmar Már Aðalsteinsson Ferðalangar, sem valið hafa rangan veg á síðustu vegamótunum áður en komið er I Nýjadal, koma að skálanum. „Við reynum eftir fremsta megni að vera með nýjustu upplýs- ingar um vegi og vegarslóða á hálendinu en það getur reynst nokkrum erfíðleikum bundið. Svæðið er opið stuttan tíma á sumri og þá sendum við fólk upp- eftir til að kanna kringumstæður. Næsti vetur líður og kortið er gef- ið út samkvæmt upplýsingum starfsmanna og kunnugra en þá er spurning hvernig hálendið lítur út. Vegir geta horfið yfir veturinn og nýjir slóðar myndast um suma- rið,“ sagði Ágúst þegar hann var spurður út í gagnrýni ferðalanga sem segja að ekki sé fullkomlega treystandi á ferðakort Landmæl- inga íslands. Ferðalangar hafa einnig kvartað yfir þvi að ekki séu allar bensín- stöðvar merktar inn á kort Land- mælinga en Ágúst segir að ástæð- an fyrir því hljóti að vera sú að bensínstöðvar sem starfi tíma- bundið eða séu ekki merktar inn á kortin. Hvað bensínstöð í Land- mannalaugum sem ofaukið er á ferðakort frá því í fyrra varðar segir Ágúst að hún hafi verið á lista olíufélaganna yfir bensín- stöðvar því eitt þeirra hefði sótt um leyfi til að selja bensín við lau- garnar en hefði ekki verið veitt leyfið. Aðspurður um af hveiju „Ný Gæsavatnaleið" væri ekki merkt inn á ný kort frá Landmælingum sagði Ágúst að rætt hefði verið um að merkja leiðina inn á aðal- kort í sumarbyijun en þá hefði ekki verið ljóst hverning leiðin yrði eða hvort hún yrði opnuð. Nýja leiðin hefði hins vegar verið opnuð í sumar. Sagði Ágúst að loftmynd- ir yrðu teknar af leiðinni á næst- unni og hún merkt inn á endur- prentun á aðalkorti næsta sumar. Hvað varðar þá gagnrýni fót- gangandi ferðamanns á 1:50.000 kort Landmælinga að þar væru ekki merktir hamrar og hengiflug í Velvakanda fyrir skömmu sagði Ágúst að kortin væru unnin í sam- vinnu við DMFAHTC og sam- kvæmt staðli þeirra sem ekki gerði ráð fyrir merkingum af þessu tagi. Aftur á móti væru mjög þéttar hæðarlínur á kortinu sem hjálpa ættu ferðamönnum. Hann sagði að áhugi væri fyrir því hjá Land- mælingum að gefa út kort af þessu tagi með skyggingu og hömrum en til þess hefði ekki fengist fé. í samtalinu við Ágúst kom fram að stefnt væri að því að gefa út yfirlitsferðakort árlega en aðalkort á þriggja til fimm ára fresti. Hann benti á fólk gæti komið athuga- semdum um kort á framfæri við Landmælingar Islands. Hagsmunir smákónga fara saman þegar í harðbakkann slær eftir Hallgrím Sveinsson Ný hugsun Þegar syrtir í álinn hugsa menn oft á annan veg en ella. Sé tekið mið af Vestfjörðum og hagsmun- um þess landsfjórðungs, virðist mega álykta að nú þurfi að kveða við nýjan tón, þegar menn sjá fram á mögur fiskveiðiár og að auðlind- ir sjávar fyrir Vestú'örðum eru tak- markaðar eins og annarsstaðar, en það ætti ekki að koma á óvart. Forsvarsmenn sjávarútvegs- fyrirtækja í fjórðungnum þurfa nú að íhuga stöðu fyrirtækja sinna með tilliti til sameiningar, meiri samvinnu en verið hefur og auk- innar hagkvæmni í rekstri. Eitt stórt vestfirskt sjávarútvegsfyrir- tæki, sem næði yfir allan fjórðung- inn, er sjálfsagt út í hafsauga, en viðhorf til þessara mála eru þó óðaum að breytast með bættum samgöngum á landi. Að minnka kostnað Málið snýst um það hvernig hagkvæmast er að veiða fiskinn og hvar og hvernig skal verka hann svo hámarks arður náist. Tilgangur samtengingar og samvinnu áðurnefndra fyrirtækja, ef af yrði, hlýtur að vera sá að skera niður kostnað eins og mögu- legt er, bæði við veiðar og vinnslu. Hér verða ekki hafðar uppi neinar fullyrðingar. Þess í stað skal varp- að fram tíu spurningum mönnum til íhugunar. 1. Eru skipin of mörg sem veiðar stunda frá ofannenfndu svæði? 2. Eru vinnslustöðvar of margar á svæðinu? 3. Væri það til bóta ef ein bók- haldsskrifstofa, staðsett einhvers- staðar á fjörðunum, sæi um allt bókhald, sem fyrirtækin þurfa á að halda? 4. Mundi það minnka kostnað ef framkvæmdastjórum og öðrum „toppmönnum" yrði fækkað um segjum helming? 5. Yrði aksturs-, ferða- og síma- kostnaður minni við sameiningu? 6. Mundi liðurinn „ýmis rekstrar- kostnaður" í ársreikningum fyrir- tækjanna lækka við sameiningu eða samvinnu þeirra? „ Allt tal um sameiningu er út í hött nema menn geri sér grein fyrir því að ekkert er unnið við breytingu breyting- anna vegna. Þeir sem reynt hafa, telja að sameining fyrirtækja komi ekki að notum nema gert sé það sem gera þarf, þótt svo sum- ir hagsmunaaðilar missi við það spón úr aski sínum.“ 7. Væri hægt að lækka kostnað við varahlutaþjónutu og birgðahald fyrir skipin og vinnslustöðvamar, ef slíkt yrði á einni hendi? 8. Mundi það vera til bóta ef hægt væri að samnýta „Yfirfæranlegt tap“ liðinna ára gagnvart opinber- um gjöldum? Hallgrímur Sveinsson 9. Væri það til bóta ef alls konar hús og tæki sem áðurnefnd fyrir- tæki þyrftu ekki á að halda eftir sameiningu, yrðu seld. 10. Skyldi það vera til bóta fyrir umrædd fyrirtæki ef þau kæmu fram sem einn aðili gagnvart bönk- um og öðrum lánastofnunum? Sendum út á sextugt djúp, sundurlyndisfjandann Allt tal um sameiningu er út í hött nema menn geri sér grein fyrir því að ekkert er unnið við breytingu breytinganna vegna. Þeir sem reynt hafa, telja að sam- eining fyrirtækja komi ekki að notum nema gert sé það sem gera þarf, þótt svo sumir hagsmunaaðil- ar missi við það spón úr aski sín- um. Hér er verið að tala um að minnka kostnað, lagfæra rekstur og hætta bruðli þar sem það við- gengst. Markmiðið hlýtur að vera að reka fyrirtækin með hagnaði, án opinberra afskipta. Vestfirðingar eru þekktir að frumkvæði og dugnaði en þeir eru einnig kunnir fyrir að láta sundur- lyndisfjandann leika lausum hala. En nú, þegar miklir erfiðleikar eru greinilega fyrir dyrum, verða menn að duga og senda þann fjanda út á sextugt djúp, líkt og Sverrir Hermannsson ráðlagði Bíldæling- um að gera hér um árið og varð að áhrínsorðum. Sá hugsunarhátt- ur sem sumir vilja kenna við smá- kónga, má ekki vera alls ráðandi. Smákóngar eru nausynlegir hver í sínu byggðarlagi, en þeir verða að skilja það að hagsmunir þeirra og annarra smákónga fara saman þegar í harðbakkann slær. Höfundur er stjórnarformaður Kaupfélags Dýrfirðinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.