Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 35
35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991
Harður slagur um hlut-
verk kattarkvendisins
Strákarnir: Tómas Oddur Hrafnsson, Kristinn Friðrik Hrafnsson,
Erling Jóhann Brynjólfsson og Haukur Árni Hjartarson, söfnuðu
2.000 kr. til styrktar Rauða krossinum, á hlutaveltu sem þeir héldu.
Þeir eiga heima í Seljahverfi í Breiðholtsbyggðinni.
Það gengur ekkert lítið á í Holly-
wood þessi misserin, en það
stendur mikill styrr út af undirbún-
ingi og vinnu við kvikmyndina „Bat-
man 2“, en „Batman 1“ rakaði sam-
an óheyrilegu fé fyrir framleiðend-
urna og leikara. Nú skal endurtaka
leikinn, en myndin er erfiðari í fæð-
ingu en sú fyrri. Skal nú greint frá
því hvers vegna.
Þannig er mál vexti, að leikkonan
Michelle Pfeiffer nældi sér í hlut-
verk kattarkonunnar í nýju kvik-
myndinni um leðurblökukarlinn.
Hún fær 3 milljónir dollara fyrir
ómakið. Anette Bening átti upprun-
alega að fá hlutverkið, en hún varð
að draga sig í hlé er í ljós kom
fyrir skömmu að hún er með barni
þeirra Warrens Beatty. Slúðursér-
fræðingar vestra hafa gaman af
því að velta sér upp úr því að Ben-
ing átti aðeins að fá eina milljón
dollara og þykir þetta mikill sigur
fyrir Pfeiffer þar sem Bening hefur
verið mikið í fjölmiðlunum síðustu
misseri.
Bening lét sér fátt um fínnast og
sagði að það væri ekki heimsendir
þótt hún yrði að sleppa einu góðu
hlutverki. Fleiri myndu reka á fjör-
una þegar barnsburðurinn væri að
KNATTSPYRNA
Hvöt sigraöi
í Flóamótinu
Blönduósi.
KNATTSPYRNULIÐ sjötta
flokks Hvatar á Blönduósi
sigraði í Flóamótinu svokallaða
sem haldið var á Blönduósi um
helgina. Liðið skoraði 23 mörk en
fékk ekki á sig eitt einasta mark.
Liðin sem tóku þátt í þessari
keppni voru frá Skagaströnd og
Hofsósi eYi af einhveijum ástæðum
mætti liðið frá Hvammstanga
ekki. Finnur Vignisson, átta ára
drengur í liði Hvatar, var valinn
efnilegasti útileikmaðurinn og
Breki Ingólfsson í liði Neista frá
Hofsósi var valinn efnilagasti
markvörðurinn.
Jón Sig.
KVIKMYNDIR
Þessir krakkar héldu hlutaveltu til ágóða fyrir fjársöfnun Rauða
krossins til hjálpar hungruðum börnum í Afríku. Þau söfnuðu rúm-
lega 3.000 kr. Þau heita Inga Kristín Kjartansdóttir, Frank A.Bl.
Cassata og Stefán Örn Kárason.
Sean Young t.h. ásamt Joan Ri-
vers í sjónvarpsþættinum.
Michelle Pfeiffer er ineð öll trompin á hendi sinni.
baki og hún væri reiðubúin að hefja
störf á ný.
Önnur leikkona í Hollywood er
hins vegar ekki eins sátt við allt
og alla þessa daganna. Það er Sean
Young sem þykir óútreiknanleg og
ofstopakvendi í skapi. Á sínum tíma
hafði hún verið ráðin til að leika
hlutverk Vicky Vale í myndinni
„Batman“, en er æfingar stóðu sem
hæst, viðbeinsbrotnaði hún og varð
að gefa hlutverkið eftir. Kim Basin-
ger hreppti það og græddi á tá og
fingri. Ungfrú Young taldi vart
þurfa að ræða það að hún kæmi
til álita í hlutverk kattarkvendisins
í „Batman 2“ en það var eitthvað
annað. Fulltrúar Warner Bros
ræddu ekki einu sinni við hana og
það gerði leikstjórinn Tim Burton
ekki heldur. Er nær dró ráðningun-
um og orðrómar fóru að komast á
kreik, reyndi Young ákaft að ná
tali af forráðamönnum kvikmyndar-
innar, en þeir forðuðust hana eins
og heitan eldinn að því að hún seg-
ir sjálf.
Er það var gert heyrinkunnugt að
Michelle Pfeiffer fengi hlutverkið
ærðist Young gersamlega og kom
fram í tveimur þekktum viðræðu-
þáttum í bandaríska sjónvarpinu,
þáttum þeirra Joan Rivers og Ars-
enio Hall. Tróð hún þar upp í kattar-
konubúningi sem leyndi ekki lögu-
legum vextinum, og romsaði út úr
sér fúkyrðum um Warner Bros og
leikstjórann Tim Burton. Hvers
vegna hún gerði svo, svaraði hún:
„Þetta er samansafn af skræfum
og þeir komu illa fram við mig.
Svoleiðis hyski hlífi ég ekki.“
Þetta eru þau: Ásdís Þórhallsdóttir, Harpa Dögg Kjartansdóttir,
Harpa Steinunn Steingrímsdóttir, Andri Þór Kjartansson og Ingi
Már Kjartansson. Þau héldu hlutaveltu og söfnuðu í Hjálparsjóð
Rauða krossins kr. 2.430.
Teppi - dúkar - flísar - parket - mottur - bútar
10-50% afsláttur
Opiú til kl. 18 la&parilaga
V/SA®
Samkort
TEPBVBUÐIN
GOLFEFNAMARKAÐUR, SUÐURLANDSBRAUT 26, S. 91 681950
V