Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991
It'lk í
fréttum
________
KÓNGAFÓLK
Albert Mónakóprins bú-
inn að finna þá réttu?
Þær færðu forsetanum blóm. Frá vinstri: Frú Vigdís Finnbogadótt-
ir, Agnes Soffía, María Kristín og Astrid Jóhanna Benediktsdætur.
URUGVÆ
Hlýleg'ar móttökur
Isfðustu viku var sagt frá heim-
sókn forseta íslands til Úrúgvæ
í Morgunblaðinu. Var þá meðal
annars birt mynd af þremur íslensk-
um telpum, búsettum í Uruguay,
sem færðu forsetanum blómvönd í
Montevideo, höfuðborg landsins.
Þar sem myndin kom frá erlendri
fréttastofu var ekki getið um nöfn
telpnanna í myndatextanum og
leikur eflaust mörgum hugur á að
vita nánari deili á þeim. Telpurnar
þrjár heita María Kristín, sem er
þeirra elst, og tvíburamir Astrid
Jóhanna og Agnes Soffía. Þær eru
dætur þeirra Benedikts Garðars
Stefánssonar og konu hans, Maríu
Magdalenu Stefánsson, sem er úr-
úgvæsk. Benedikt hefur að mestu
leyti búið þar syðra frá árinu 1977
og vinnur hann sem flugvélstjóri
hjá fragtflugfélaginu Aero-Sur.
Blaðamaður Morgunblaðsins átti
stutt samtal við Benedikt og sagð-
ist hann kunna vel við sig í Úr-
úgvæ. Veðrið væri gott og fólkið
vinsamlegt. Að vísu væri eitt og
annað athugavert við hagkerfi
landsins en það snerti fjölskyldu
hans ekkert þar sem hann fengi
laun sín í Bandaríkjadölum. Bene-
dikt sagðist stefna að því að koma
bráðlega í heimsókn til íslands með
fjölskylduna en af dætrum hans
hefur aðeins María Kristín komið
hingað áður.
HEILSUHLAUP
200 hlupu
Blómahafs-
hlaupið
HEILSU- og ijölskylduhlaup
Blómahafsins v/Gullinbrú og
Fjölnis í Grafarvogi fór fram fyrir
skömmu. Hátt í 200 manns á öllum
aldri tóku þátt í hlaupinu. Farið var
frá Blómahafinu yfir Gullinbrú og
þaðan hring inn fyrir Grafai’vogs-
botn, alls um 3,5 km.
Fóthvatastur reyndist Ingólfur
Gissurarson. Hann rann skeiðið á
12,10 mín. en fast á hæla hans kom
ungur hlaupari, Magnús Örn Guð-
mundsson. Tími hans var 12,29
mínútur.
Að hlaupinu loknu fengu allir
þátttakendur verðlaunapening frá
Blómahafinu, birkiplöntu frá Skóg-
ræktarfélagi Reykjavíkur og svala-
drykk frá Sól. Að sögn Sigríðar
Bjarnadóttur, formanns frjáls-
íþróttadeildar Fjölnis, var nú efnt
til hlaupsins í annað sinn og er
stefnt að því að það verði árlegur
viðburður í íþróttalífinu á höfuð-
borgarsvæðinu.
Nú velta menn því fyrir sér
hvort að senn verði blásið til
bruðkaups í furstadæminu Món-
akó, en Albert prins, erfingi fur-
stadæmisins, hefur nú um tveggja
mánaða skeið vart getað slitið sig
frá nýjustu ástinni sinni, Helen
Willis, 19 ára gamalli stúlku frá
Tallahassee í Florida.
Ungfrá Willis er dóttir virts lög-
fræðings í Tallahassee, en í vor
hélt hún til Frakklands til þess að
læra frönsku. Kvöld eitt eigraði
hún inn á diskótek í Mónakó og
beint í flasið á Albert prins. Vinir
beggja segja að það hafi verið
nánast ást við fyrstu sýn og síðan
hafa þau verið að heita má óað-
skiljanleg. Þau hafa haldið sig sem
mest út af fyrir sig, en nýverið
átti bandaríski auðkýfingurinn
Steve Wyatt stórafmæli og hélt
upp á það á Rivierunni. Wyatt, sem
er þekktastur við að vera náinn
vinur Fergie hertogaynju af Jór-
vík, bauð öllu því fræga fólki sem
hann mundi eftir til veislunnar og
þar komu Albert og Helen í fyrsta
skipti fram á fjölmennu manna-
móti. Þar var hin komunga banda-
ríska dama kynnt fyrir fólki á
borð við Andrew Lloyd Webber,
Roger Moore og fleiri og kunni
hún vel að meta glansinn allann.
Nú er á þessu stigi ekki vitað
hver verður framvinda mála, því
Albert hefur verið kvensamur í
meira lagi alveg frá því hann kom
til vits og ára. Meðal annarra
kvenna sem hafa verið við hann
kenndar eru bandarísku leikkon-
urnar Kiystyne Haje, Darryl
Hannah, Brooke Shields og Lydia
Cornell. Fjölmargar minni spákon-
ur hafa og komið þarna við sögu.
Hins vegar segja nánir vinir prins-
ins, að hann hafi óvenjulega hrif-
inn að Þessu sinni og hann sé auk
þess tekinn að róast mjög í þessum
efnum. Hin unga Helen, sem er
14 árum yngri en prinsinn, hefur
borið honum vel söguna og það
hafi komið sér einna mest á óvart
hversu kurteis hann væri og yfir-
vegaður. „Alveg eins og pabbi,“
er haft eftir henni. Það hefur kom-
ið fram, að Helen, sem er eina
dóttir foreldra sinna, hefur alltaf
verið kölluð „prinsessan" á heimili
sínu. Nú velta áhugamenn um
kóngafólk því fyrir sér hvort að
nýtt „Grace Kelly ævintýri“ sé í
uppsilgingu í furstadæminu litla.
Helen Willis, Albert prins ásamt auðkýfingnum Steve Wyatt.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Sigurliðið í Flóamótinu í knattspyrnu, 6. flokkur Hvatar, ásamt þjálfara sínum, Gunnari Jónssyni.