Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991 5 Sjúkrabíll íárekstri Maður var fluttur á slysadeild meiddur á hendi eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut um klukkan 8 í gærmorgun. Bíl var ekið í veg fyrir sjúkrabíl sem var á leið norður Reykjanesbraut og ökumaður sjúkrabílsins reyndi að forðast árekstur með því að beygja undan en ók þá aftan á fólksbíl á þeirri akrein. Ökumaður þess bíls slasaðist og var fluttur á sjúkrahús en meiðsli hans reyndust ekki hættuleg, að sögn lögreglu. Bíll mannsins skemmd- ist mikið en sjúkrabíllinn minna. Morgunblaðið/Ingvar Skaut af hagla- byssu inni hjá sér HLUTI víkingasveitar lögregl- unnar í Reykjavík var kvaddur að húsi við Melabraut á Seltjarn- arnesi laust fyrir klukkan tíu í fyrrakvöld en þar hafði ölvaður maður á fimmtugsaldri hleypt af haglabyssu í íbúð sinni. Maðurinn ógnaði engum með byssunni og var einn í því herbergi þar sem hann hleypti af fjórum skotum í vegg en kona hans var stödd í íbúðinni. Lögreglan beið átekta í á aðra klukkustund enda var maðurinn þá einn í íbúðinni og talið að hann gengi senn til náða. Þegar farið var inn í húsið var maðurinn sofandi. Hann var handtekinn og færður í fangageymslur. Rannsóknarlögregla ríkisins yfir- heyrði manninn í gærmorgun og að því loknu var hann látinn laus en haglabyssunni og skotfærum mannsins var haldið eftir. Norrænir tannlæknar: Fundaðum alnæmis- vamir HÓPUR norrænna tannlækna fundar eftir helgina um alnæmi og ráðstafanir til að verjast smiti við tannaðgerðir. Hollensk alnæmisrannsókn leiðir í ljós að í 6% alnæmistilvika verður fyrstu einkenna vart í munni og 80% sjúklinganna höfðu sár í munnf af völdum HlV-smits. Til að veijast smiti eiga einföld atriði eins og notkun gúmmíhanska við blóðugar aðgerðir og sótthreinsun tækja að duga tannlæknum og sjúklingum, að sögn Magnúsar Gíslasonar yfir- tannlæknis. Yfirtannlæknar, fulltrúar há- skóla og fagfélaga tannlækna á Norðurlöndum hittast annað hvert ár. Fundurinn í Reykjavík verður á mánudag og þriðjudag og hann sitja um 22 tannlæknar. Upplýsingum sem fram koma á fundinum verður síðan miðlað til tannlækna, að sögn Magnúsar Gíslasonar. Hann segir að útbreiðsla alnæm- is og helstu varúðarráðstafanir á tannlæknastofunum verði til um- ræðu á fundinum. „Við skiptumst á upplýsingum um hvað tannlæknar geri til að varast smit við aðgerðir og reynum að átta okkur á því hvort varúðarráðstafanir hafi borið tilætlaðan árangur. Veiran sem veldur alnæmi er frekar viðkvæm, hún þolir til dæmis ekki meira en 60 gráðu hita, svo að tiltölulega einfalt er að veijast henni.“ Eitt efnisatriða á fundi tann- læknanna snertir þá stefnu sem tannlæknar fylgja hvað varðar upp- lýsingar og smitvarnir, með sér- stöku tilliti til svokallaðs Flórída- máls. Þar smitaði tannlæknir sjúkl- ing og í framhaldi af því sam- þykkti Bandaríkjaþing lög sem skylda tannlækna til að greina sjúklingum sínum frá ef þeir eru smitaðir af alnæmi. Magnús Gísla- son segir slíkar reglur ekki gilda hérlendis, engin upplýsingaskylda hvíli á sjúklingum. Bankarán- ið eystra óupplýst INNBROTIÐ í afgreiðslu Landsbanka íslands á Borg- arfirði eystra um verslunar- mannahelgina þar sem stolið var um einni milljón króna er enn óupplýst, að sögn Lár- usar Bjarnasonar, sýslu- manns og bæjarfógeta á Seyðisfirði. Að sögn Lárusar er málið enn til rannsóknar. Aðspurður sagði hann að enginn væri í haldi vegna málsins og að ekki væri unnt að segja einhver ákveðinn lægi undir grun. ÆMn__o fr\ HEIMSKLÚBBUR Skipulag og farargtjóm: Ingólfur Guðbrandsson INGÓLFS KYNNIR mM ÞAÐ BEZTA í 4 HEIMSÁLFUM FEGURD OG FURDUR AFRÍKU l 24.aóv. 1991 Landið er ríkara en flest önnur af öllu, sem ferðalangur getur' óskað sér. Hvergi finnurðu aðra eins fjölbreytni og litadýrð í ríki náttúrunnar, nærri 300 tegundir villtra dýra, þ. á m. fíla, gíraffa, ljón, hlébarða, zebra, nashyrn- inga, vísunda, ótal yndisfagrar antilópu- og gazelluteg- undir, 500 tegundir fugla og 24.000 tegundir blóm- strandi trjáa og jurta í blóma vorsins á suðurhveli. Fólk er orðlaust af undrun og fögnuði og finnst engin skemmt- un jafnast á við að njóta þessara töfra í ríki náttúrunnar. Ferðin er full af spennandi ævintýrum og sterkari upp- lifun náttúrunnar en þig hefur órað fyrir, þú verður þátttakandi í þessu stórkostlega sjónarspili, rétt eins og í kvikmynd. Alls þessa nýturðu við beztu skilyrði, vega- kerfið er gott eins og farartækin, hótelin glæsileg og matur og vín með því bezta, sem þekkist í heiminum á verði, sem er lægra en víðast annars staðar, loftið tært, hitastig hæfilegt, um 25°C, heilnæmasta veðurfar i heimi er talið vera i Höfðaborg. FERÐA TILHÖGUN: Flogið er til London og áfram samdæg- urs til JÓHANNESARBORGAR og gist á hinu glæsilega JOHANNESBURG SUN & TOWERS með fullkomna þjónustu og fjölda veitingasala. Heimsókn í GOLD REEF CITY, gamla gullgrafarabæinn og daginn eftir dagsferð til höfuðborg- arinnar PRETORIA með fagrar bygg- ingar, minnismerki og blómstrandi trjá- göng. Jóhannesarborg er nýtízkuleg með fjölda fagurra bygginga og glæsi- verzlana, borgin sem reis á gulli, en þar fundust auðugustu gullnámur heims fyr- ir 100 árum. Ekið norður um frjósamar lendur TRANSVAAL í KRUGER-ÞJÓÐGARÐ- INN, stærsta friðaða svæði villidýra í heimi, í safari-ferðina miklu og gist 2 nætur í Safari Lodge við jaðar villidýra- svæðisins og Iágskógarins „bushweld", fullt fæði, sundlaug og frábær aðbúnað- ur. Ekið suður í DREKAFJÖLL og gist 2 nætur á lúxushótelinu DRAKENS- BERG SUN í hrífandi umhverfi „Hring- leikahússins" svonefnda, farið þaðan í safariferðir. Þaðan liggur leiðin til DUR- BAN, stærsta baðstaðar Afriku, gist á fimmstjörauhótelinu MAHARANI á strönd Indlandshafsins, 3 nætur. Flogið til PORT ELIZABETH, en þaðan hefst þriggja daga ferðalag eftir „blómaleið- ÍOUTH AFRICA REYNSLA FARÞEGA: „Afríkuferðin var samfellt ævintýri. Hver einstakur dagur var ferðarinnar virði. Ég sagði við Sigríði kvöldið sem við komum frá Chobe að ég mundi hafa keypt ferðina fyrir þennan eina dag. Mér finnst ólíklegt að ég eigi eftir að fara jafn skemmtilega ferð og þessa, þó ég voni, að ég komist í ferð síðar, sem nálgist þessa. Glaðværðin, sem ríkti í allri ferðinni og hve allir urðu góðir vinir, tel ég líka einn bezta mæli- kvarðann á hrifningu og ánægju þátttakenda. Beztu þakkir. Bjöm Traustason, byggingameistari. “ Heimsreisufarar í Höfða- borg. Borðfjallið í baksýn. inni“, GARDEN ROUTE, til HÖFÐA- BORGAR með viðkomu á mörgum heill- andi stöðum eins og OUTSHORN og WILDERNESS. Gist á nýjasta lúxushót- eli CAPE TOWN í einni af fegurstu borgum veraldar í 4 nætur og farið í ferðir á „Borðfjallið" fræga, GÓÐRAR- VONARHÖFÐA og í VÍNLÖNDIN, þar sem sum beztu vin heimsins eru fram- leidd. Hægt að framlengja í Höfðaborg. Flogið þaðan um London heim. ÓDÝR FERÐ! Þú kynnist varla öðru eins á ævinni. Gríptu tækifærið og njóttu töfra þessa lands við bestu skil- yrði núna, áður en verðið þýtur upp. Aðeins 6 sæti laus. Ingólfur verður til viðtals kl. 13-14 í dag og á mánudag og veitir upplýsingar. ÍTALÍA LISTAVEISLAN MIKLA 23. ág.-5. sept. 4 sæti laus vegna forfalla ef pantað er strax. IIIIMIBSIImi AUSTURSTRÆTII7, SÍMI: (91)622011 & 622200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.