Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991 33 Þórarinn Guðmunds- son kennari - Kveðja In memoriam Þegar ég sat á skólabekk í Menntaskólanum fyrir hartnær tveimur áratugum skar Þórarinn Guðmundsson sig nokkuð úr hinum virðulega hópi kennara minna. Hann virtist ekki taka sjálfan sig ýkja hátíðlega, en hafði engu að síður betri tök á nemendum en flest- ir samkennarar hans. Þannig glæddi hann áhuga hinna áhuga- sömu, en vakti jafnframt forvitni og skilning annarra á frumhugtök- um eðlisfræðinnar, svo að allir höfðu nokkurt gagn af. Það vita þeir, sem reynt hafa, að oft getur verið erfitt að kenna námsgrein á borð við eðlisfræði svo öllum líki en Þórarinn komst ótrúlega nærri því. Oft leituðum við bekkjarfélagar ráða hjá Þórarni um sitthvað. Mér er minnisstætt að ég velti því eitt sinn fyrir mér hvort hann teldi ein- hveija-framtíð fólgna í eðlisfræð- innámi. Svarið var stutt og laggott, ef ég vildi verða ríkur ætti ég held- ur að fara í bísness. Ég skil svar hans enn eins og ég gerði þá, og tel þvi Þórarinn hafa átt dijúgan þátt í að vekja löngun mína til frek- ara eðlisfræðináms. Ég hitti Þórarin Guðmundsson því miður sjaldan eftir að ég hóf störf að námi loknu, en hef fylgzt nokkuð með frammistöðu nemenda úr smiðju hans er þeir koma til náms í Háskólanum. Árangur þeirra er Menntaskólanum til mikils sóma. Reyndar verður þeim, sem leggja metnað í raungreinakennslu í framhaldsskólum seint fullþakkað, en störf þeirra, sem hlúa að undir- stöðunni eru grátlega vanmetin á tímum stundahagsmuna og yfir- borðmennsku. Þórarinn var til fyrir- myndar í erfiðu starfi sínu, og er það mikil gæfa þegar slíkir menn ráðast til kennslustarfa. Það er því skarð fyrir skildi í röðum eðlisfræði- kennara að Þórarni Guðmundssyni öllum. Blessuð sé minning hans. Hafliði Pétur Gíslason Kveðja frá 6. X, árgangi 1989 „Hugsum okkar, að við séum í flugvéi og allir þessir lengdarbaug- ar séu að flækjast fyrir okkur ...“ Ölafía Eyleifs- dóttir - Kveðja Fædd júlí 1902 Dáin nóvember 1989 Kveðja frá dóttur Man ég, er í síðsta sinn, þar sem móður minnar varði mænir lágt í kirkjugarði sat ég hljótt með hönd und kinn. Þokuskýja skuggatjöld féllu létt um fjallahlíðar, fyrri ströndu bylgjur þýðar kváðu sætt um sumarkvöld. Aleinn þar ég úti var, horfði á, er húmið dökkva hjúp sinn breiddi’ og fór að rökkva skugga bar um byggð og mar. Svo ég laut að leiði þín, grúfði mig í grasið skæra, grét þar æsku mína kæra og þig, bezta móðir mín. - Glötuð eru gullin mín, týndir leikar æsku allir, orðnar rústir bemskuhallir, allt týnt - nema ástin þín. Hún mér enn í hjarta skin, ljósið bezt i lífi 'mínu, líknin flest í auga þínu brosti ætíð, móðir mín. („Til móður minnar." - Gestur Pálsson) Þannig hófst einn stjörnufræði- tíininn í skammdeginu urn veturinn. Þótt þreytt værum og syfjuð, gátum við ekki annað en brosað. Kímni- gáfa umsjónarkennara okkar lagð- ist aldeilis ekki í híði er sól fór lækkandi, heldur fannst manni Þór- arinn eimitt í essinu sínu þegar dagurinn var hvað stystur — og glaðlegt augnaráð og hnyttin tilsvör vermdu mest. Þessa leið til þess að ná athygli bekkjarins notaði hann enda óspart og þar sem saman og mikill áhugi hans á viðfangsefninu, hafði hann sérstakt lag á að miðla til okkar fróðleik um eðlis- og stjörnufræðileg fyrirbrigði, burtséð frá áhuga okkar að öðru leyti á þessum efnum. Við tókum upp á því í fimmta bekk að færa inn í bók nokkra, Berg að nafni, hnyttin til- svör kennara okkar og bekkjarfé- laga og skyldu svo bestu „kom- mentin“ fara í Faunu í sjötta bekk. Er yfir lauk hafði íjöldi bókanna með Bergsnafninu fyllt tuginn og var bróðurparturinn helgaður Þór- arni, enda munu kennslustundirnar hjá honum þessa tvo vetur hafa verið alls tæplega 500. Oft er gluggað í bækurnar, þegar sauma- klúbbur er haldinn hjá bekknum, en það gerist reglulega (ath. 17 strákar og 3 stelpur) og alltaf gleðja okkur tilsvör Þórarins jafn mikið. Starf kennarans er áreiðanlega oft vanmetið, enda erfitt að meta áþreifanlegan árangur að bragði. Vegurinn frá sáðkorninu að blóm- inu er nefnilega stundum býsna langur. Minningu vinsæls kennara heiðra nemendur hans ekki síst með því að hlúa að þeim kornum þekk- ingar, sem hann sáði. Ég vona að- eins að við berum gæfu til að nýta okkur það veganesti, sem hann gaf okur á sviði eðlis- og stjörnufræði, eins viss og ég er um að tilsvörin hans og gamansemin mun lifa með okkur og ylja. Fyrir hönd bekkjarins sendi ég fjölskyldu Þórarins og vinum inni- legar samúðarkveðjur. Ásta Kristjana Sveinsdóttir Birtíng afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Eyjólfur Júlíus Kristjánsson Gunnar Sölvi Jónsson Beðist afsökunar: Myndir víxluðust Slæm mistök urðu í blaðinu í gær er birtar voru í sömu opnu minningargreinar um Gunnar Sölva Jónsson og Eyjólf Júlíus Kristj- ánsson. Þau leiðinlegu mistök urðu við vinnslu greinanna að mynd- irnar rugluðust. Biður Morgunblaðið alla hlutaðeigandi afsökunar á þessum mistökum. Kveðja: Þóra Sveinsdóttir Eitt sinn skal hver deyja er orðatil- tæki sem okkur er kennt mjög snemma á lífsleiðinni. Samt er það einhvernveginn svo að við höfum litla trú á að það hendi okkur eða þá sem við elskum, allavega ekki strax. Augsýnilega liallaði undan fæti í baráttu Þóru við óvæginn sjúkdóm, samt trúðum við ekki innst inni að hún yrði undir í þeirri baráttu, í það minnsta ekki á næst- unni. t Við hjónin kynntumst Þóru ekki fyrr en hún var byijuð sína sjúk- dómsgöngu. Við hefðum gjarnan kosið að kynnast þessari dásamlegu konu fyrr en vorum þó þakklát að fá að vera samferða henni einhvern spöl af lífsleiðinni. Sagt er að á ögurstundum komi fram kjarni manns okkar. Ef svo er þá fengum við sem þekktum Þóru einstakt tækifæri til að votta að kjarni mannssálarinnar getur verið einstaklega fagur. Það var ekki hægt annað en að dást að þessari konu. Kjarninn sem kom fram á hennar ögurstundu var óum- deilanlega tilkomumikill og fagur. Kjarninn sem Þóra sýndi í sjö ára baráttu og návígisglímu við dauð- ann var hreinni og strekari en mann órar fyrir að til sé í einni mann- eskju. Þolgæði þessarar nettu og fínlegu konu var með ólíkindum. Fjöldi erfiðra skurðaðgerða og kval- ir árum saman voru afgreiddar með brosi þegar spurst var fyrir um heilsu. Já, sannar hetur er að finna á ýmsum stöðum. Af öllum þeim undursamlegu hliðum sem Þóra sýndi á þessum erfiðu tímum fannst okkur þó mest koma til um æðruleysið sem hún bjó yfir. Þrátt fyrir allar sínar raun- ir og þjáningar var forgangurinn alltaf að sýna fjölskyldunni og öðr- um blíðu og umhyggju. Vinaleg orð og áhugi fyrir annarra velferð var henni eðlilegra en vangaveltur um eigin líðan. Það er ákaflega sér- kennilegt að sjá að mikilli og þungri byrði sé hægt að mæta með mýkt og hlýju. Okkur langar til ða kveðja Þóru, tímabundið. Við munum minnast hennar ekki aðeins nú lieldur um ókomna framtíð. Með lífi sínu og tilveru hefur hún hækkað mat okk- ar á mannlegri tilveruu. Hún var dásamlegur ferðafélagi á leiðinni í gegnum lífið og við vitum að hún bíður okkar á leiðarenda. Við vonumst jafnframt til að ljós- ið í lífí Þóru þurrki fljótlega burtu skuggann sem brottförin hefur varpað á líf ástkærra barna hennar og eiginmanns. Megi Guð blessa ykkur og gefa ykkur styrk. Elli og Rós t Útför móður okkar, ELfSABETAR ALBERTSDÓTTUR frá Hesteyri, Bræðraborgarstfg 24a, verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. ágúst kl. 13.30. Sigurjón Ingi Hilaríusson, Hans G. Hilaríusson. t Þökkum innilega veittan stuðning og hlýju við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ALDÍSAR REYNISDÓTTUR, Bárðarási 9, Hellissandi. Örn Hjörleifsson, Ásdís Arnardóttir, Ágúst Jóel Magnússon, Örn Arnarson, Guðrfður Sirrý Gunnarsdóttir, Bjarni Arnarson, Kristín Guðbjörg Sigurðardóttir, Sigrún Hjördís Arnardóttir, og barnabörn. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, dótt- ur, móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, ÁGÚSTU SIGURÐARDÓTTUR, Túngötu 9, Álftanesi. Hjartanlegar þakkir sendum við starfsfólki deildar 11E á Landspítalanum. Guð blessi ykkur öll. Sigurbjörn Pálsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Margrét Sigurbjörnsdóttir, Ragnar Hannesson, Sigurður Sigurbjörnsson, Linda Björk Ragnarsdóttir, Hallgrímur P. Sigurbjörnsson, Sigurbjörn Grétar Ragnarsson og systkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.