Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. AGUST 1991 15 „Tími kraftaverk- anna runninn upp“ — segir Ban It Chiu fyrrum biskup í Singapore Ban It Chiu var til fjölda ára yfirmaður kristnu kirkjunnar í Austur- Asíu. Undir hans sljórn jókst vegur kristinna til muna í Asíu. Hann er staddur hér á landi ásamt konu sinni, Wendy, í boði Guðrúnar Asmundsdóttur og í dag laugardag, og á morgun sunnudag, mun hann dveljá að Skálholti þar sem hann á bæna- stundir með fólki og skýrir því frá trúarreynslu sinni og krafta- verkum sem hann hefur orðið vitni að. Hann segist vonast til þess að einhverjir þeir er komi og biðji í Skálholti muni fá bót meina sinna. Chiu er fæddur árið 1918 í Penang í Malasíu. Hann lærði lög- fræði í Englandi og ætlaði að því búnu aftur til Penang til þess að starfa sem lögfræðingur. Stríðið setti strik í reikninginn og meðan á því stóð kom biskupinn af Hong Kong til hans og bað hann að koma til starfa hjá kirkjunni í Asíu. Chiu brást vel við kallinu og lærði til prests. Að því loknu starfaði hann sem lögfræðingur í Penang um þriggja ára skeið en að hans sögn bar honum skylda til þess vegna fjölskyldunnar en það var hennar vegna að lögfræð- in var valin í upphafi. Árið 1950 kom hann til starfa hjá kirkjunni og síðan hefur hann helgað henni alla sína krafta. Chiu varð biskup af Singapoore og Vestur-Malasíu árið 1966 og gengdi því starfi til ársins 1982 er hann fór á eftirlaun. Undir biskupinn í Singapoore heyra kirkjur í fjölmörgum löndum svo sem í Víetnam, Thailandi og Kambódíu. Chiu segir að fyrstu árin hafi kirkjan í Singapoore verið í kreppu. „Hún var lífvana, við vorum fáliðuð og okkur skorti fé. Ástandið var slæmt og ég var fullur örvæntingar," segir Chiu. „En árið 1973, þegar ég var staddur á trúarþingi í Bangkok, varð bylting í trúarlífi mínu og Heilagur andi vitnaðist mér. Auð- vitað þekkti ég til kennisetningar- innar um Heilagan anda en mér hafði ekki verið ljóst að hann var enn að verki alveg eins og á dög- um Jesús og læknaði sjúka og vanheila." Lifandi kirkja og lækningar Chiu segir að eftir þetta hafi hann séð margs konar fólk lækn- að í kirkjunni sinni í Singapoore og honum hafi orðið ljóst að kirkj- an ætti að vera meira en reglur og kennisetningar: „hún á að vera lifandi eins og á dögum Jesús Krists. Áhrif kraftverkanna létu heldur ekki á sér standa, kirkjurn- ar urðu þéttsetnar og við fjölguð- um messum á sunnudögum úr þremur í átta.“ Það voru ekki all- ir kirkjunnar menn jafn hrifnir af þessari breytingu sem varð á kirkjunni. „En ég benti þeim á að nú væru kirkjumar fullar af fólki og þar öðlaðist fólk bót meina sinna og það leið ekki á löngu þar til þessar gagnrýnis- raddir þögnuðu. Tími kraftaverk- anna er runninn upp eins og á dögum Jesús,“ segir Chiu og ljóm- ar allur þegar hann skýrir blaða- manni frá þeim kraftaverkum er hann hefur orðið vitni að. Nú er svo komið að lækningar eru hluti af guðsþjónustu allra enskumæ- Iandi kirkna í Singapoore. Kínver- skumælandi kirkjur hafa ekki leyft þær og að sögn Chius hafa þeir söfnuðir ekki vaxið líkt og þeir enskumælandi. Chiu segir að samkvæmt óopin- berum tölum tilheyri um sjötíu milljónir kristinni kirkju í Kína en hið opinbera hefur þessa tölu talsvert lægri. Kommúnistar bönnuðu allt trúboð í Kína og eyðilögðu biblíur að sögn Chiu en viðhorf yfirvalda er mun vinsam- legra núna bætir hann við. Það er athyglisvert að stærstu kristnu söfnuðirnir í heiminum era allir í þriðja heims löndum og þar virðist mikil trúarvakning hafa átt sér stað síðustu tvo ára- tugina. Ég spurði Chiu hvort hin vestræna veröld væri alveg ós- nortin af þessari trúarbylgju? „Nei alls ekki, nú þegar hefur orðið mikil vakning í Englandi og ég held að hún sé einnig hafin hér á íslandi. Heiminn hungrar í trúarlegan sannleika og það er áríðandi að við-fæðum þá hungr- uðu rétt annars fara þeir villur vegur.“ Kaj Munk borgaði farið til Islands En er ekki nýaldarhreyfingin dæmi um það að fólk hefur gefist upp á kirkjunni og leitar sannleik- ans annars staðar? „Það má kannski segja það,“ segir Chiu Morgunblaðið/Bjarni Biskup B.I. Chiu og Guðrún Ásmundsdóttir fyrir utan heimili Guðrúnar. Chiu verður í Skálholti um helgina og segir frá krafta- verkum sem hann hefur orðið vitni að „en þetta er falskur sannleikur. Þama er hið illa á ferðinni sem engill ljóssins, Lúsifer. Hið sanna ljós er Jesús Kristur og það ljós kemur utan frá en nýaldarfólk talar um ljós innra með sér. Ef Guð er bara innra með okkur þá er það lítill _Guð sem þar rúmast." Guðrún Ásmundssdóttir kynnt- ist Chiu í Englandi í fyrrasumar og hún segist hafa ákveðið að bjóða honum og konu hans til íslands og í rauninni hafi það verið Kaj Munk sem hafi borgað farið þeirra. Það er þær greiðslur sem hún hafí fengið þegar leikrit- ið var flutt í útvarpi. Guðrún seg- ist hafa heillast af því andrúms- lofti sem hún fann ríkja í ensku trúarlífi í fyrrasumar en hvað finnst henni um kirkjulífið hér- lendis? „Hér á landi er áherslan alltof mikið á það hvernig fólk á að haga sér í kirkjunni, margir þora jafnvel ekki að fara til altaris og taka sakramenntinu því þeir era hræddir um að gera eitthvað vit- laust. Minn draumur er að lifandi kirkja öðlist sinn sess hér á landi.“ Heimsókn Chius og helgin í Skál- holti er liður í þessum draumi Guðrúnar og yfirskrift þessara samverustunda segir hún vera úr Lúkasarguðspjalli: „Brann ekki hjartað í okkur meðan hann tal- aði við okkur á veginum, og lauk upp fyrir okkur ritningunum?" Chiu segist vænta þess að ein- hverjir muni læknast í Skálholti nú um helgina. „Ég vona að kraftaverkin gerist svo fólk geti upplifað það sem ég ætla segja því frá,“ sagði Chiu að lokum. Langholtskirkja Langholtskirkja: Sumarferð aldraðra HIN ÁRLEGA sumarferð aldr- aðra í Langholtssókn verður far- in næstkomandi þriðjudag og er ferðinni heitið upp á Akranes. Rúm 30 ár eru liðin frá því ferð- ir þessar hófust fyrst. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Langholtssókn verður lagt af stað frá Langholtskirkju kl. 13 og drukk- ið síðdegiskaffi í safnaðarheimili Akranesskirkju en að því búnu mun síra Bjöm Jónsson sóknarprestur þar sjá um helgistund í kirkjunni. Áætluð heimkoma er kl. 18. í fréttatilkynningunni segir enn fremur: „Rúm 30 ár era nú liðin frá því að þessar ferðir hófust fyrst og hafa þær jafnan verið vel sótt- ar. Bifreiðastjórar Bæjarleiða gefa vinnu sína við þessar ferðir en veit- ingar eru í boði kvenfélags og bræðrafélags Langholtssóknar." Ekki verður ætlast til að þeir sem áhuga hafa þurfi að tilkynna þátt- töku sína sérstaklega en mæta ve.'ður tímanlega fyrir brottför við Langholtskirkju. (Úr fréttatilkynningu) Opnun M-hátíðar í Skaftárhreppi FORMLEG setning M-hátíðar í Skaftárhreppi var hinn 11. ágúst sl. Hátíðin hófst með guðs- þjónustu í kapellu Jóns Stein- grímssonar og var táknrænt að hefja hátíðina á þeim stað þar sem þess var einnig minnst að þennan dag voru liðin 200 ár frá andláti Jóns. Við guðsþjón- ustuna prédikaði sr. Jónas Gísla- son, Skálholtsbiskup, en auk hans tóku þátt í athöfninni sr. Sigurjón Einarsson, sóknar- prestur á Kirkjubæjarklaustri, og sr. Hjörtur Hjartarson, prest- ur í Ásum í Skaftártungu. Síðan var dagskrá i félags- heimilinu Kirkjuhvoli þar sem Jóna Sigurbjartsdóttir, foiinaður M- nefndar Skaftárhrepps, setti hátíð- ina. Að því loknu var tónlist, Mín- verva Haraldsdóttir lék á píanó. Þá tók til máls menntamálaráð- herra, Ólafur G. Einarsson, en þetta mun vera í fyrsta skipti í hans ráðherratíð sem hann er við opnun M-hátíðar. Að því búnu var ljóðalestur, Sveinn Gunnarsson las ljóð eftir Ulf Ragnarsson, fyrrver- andi héraðslækni á Klaustri. Síðast á þessari dagskrá var síðan söng- ur, Hjörtur Hjartarson söng ein- söng og hann og Hjörtur Hannes- son sungu síðan tvísöng, undirleik- ari var Mínerva Haraldsdóttir. Hátíðargestir þágu síðan kaffi- veitingar en að því búnu var hald- ið á Hótel Eddu á Kirkjubæjar- klaustri þar sem opnuð var sam- sýning myndlistarmannanna Páls Ragnarssonar og Ragnhildar Ragnarsdóttur. Sú sýning stendur yfir til 31. ágúst. Um kvöldið var frumsýnt í Jóna Sigurbjartsdóttir setur há- tíðina. ir Einar Bragi og Steinunn Sigurð- ardóttir og lásu úr verkum sínum. Næst á dagskrá eru síðan kammertónleikar 17. og 18. ágúst og síðasta atriðið á vegum M- nefndar verða tónleikar Sinfóníu- hljómveitar íslands á Klaustri þann 12. september. Má því segja að hver viðburður- inn reki annan í Skaftárhreppi á þessu M-hátíðarári Sunnlendinga. - H.S.H.- Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir Leikstjóra og höfundi færð blóm að frumsýningu lokinni. Prestbakkakirkju leikritið „Seinna koma sumir dagar“ eftir Þórunni Sigurðardóttur. Hún samdi leikri- tið sérstaklega fyrir leikdeild UMF Ármanns sem sá um flutning und- ir leikstjórn Viðars Eggertssonar. Leikritið fjallar um líf og starf eld- klerksins Jóns Steingrímssonar og styðst að miklum hluta við ævisögu hans. Var leikritinu frábærlega tekið og leikendum, höfundi og leikstjóra klappað lof í lófa. Leik- endur eru 18 en með helstu hlut- verk fara Sigurgeir Hilmar Frið- jónsson, Hjalti Þór Júlíusson og Vignir Snær Vigfússon. Ymislegt hefur verið á döfinni hjá M-nefnd hreppsins og má þar nefna sýninguna „Líf og list milli sanda“, sem nú stendur yfir í Múlakotsskóla en þar eru sýndir handunnir munir eftir Skaftfell- inga, sú sýning verður til 18. ágúst. I vor var mikil listahátíð barna og unglinga á vegum nefndarinn- ar, þar sem öll skólabörn héraðsins lögðu sitt af mörkum á 2ja daga hátíð og í apríl komu rithöfundarn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.