Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991 43 GOLF / EM OLDUNGA íslensku sveitirnar í þriðja og fjórða sæti í Evrópukeppninni: Besti árangur íslendinga á EMtil ÍSLENDINGAR urðu ífjórða sæti í Evrópukeppni öldunga í golfi, sem lauk í Grafarholti í gær. í keppni b-sveitaí Leirunni gerðu íslendingar enn betur og náðu þriðja sætinu. Hvort tveggja er mun betri árangur en íslenskar sveitir hafa náð áður og er óhætt að segja að íslendingarnir hafi staðið sig mjög vel að þessu sinni. Svíar urðu Evrópumeistarar að þessu sinni, léku alls á 944 höggum. ítalir urðu í öðru sæti á 950 höggum, Spánvetjar notuðu 974, íslendingar 976 og Norðmenn, sem lentu í fimmta sæti, 984 högg. Þorbjörn Kjærbo varð í sjöunda sæti í keppni einstaklinga á mótinu. Lék alls á 240 jiöggum (81-78-81). Hann lék best íslendinganna í gær, á síðasta degi keppninnar. Finninn Matti Louhio lék best allra á 227. Hann lék á 73, 76 og 78 höggum. Svíar urðu í öðru og þriðja sæti; Göran Stenford lék á 230 (76-75-79) og Magnus Lindberg á 231 (73-77-81).' Sænska sveitin lék best í gær, á 321 höggi, ítalir notuðu 323 högg, Spánverjar 325, íslendingar 327 og Norðmenn 331. Skor íslensku keppendanna í gær var sem hér segir: Þorbjörn Kjærbo og Sigurður Albertsson léku báðir Morgunblaöiö/Bjarni Þorbjörn Kjærbo til hægri lék best íslendinganna í Evrópukeppnini í Grafar- hoitinu. Varð í sjöunda sæti í keppni einstaklinga. Hér er hann ásamt ítalanum Nario Prette. Morgunblaðið/Björn Blöndal Islenska b-sveitin sem varð í þriðja sæti í Leirunni. Frá vinstri: Sveinbjörn Jónsson, Ólafur Gunnarsson, Jóhann Benediktsson, Ragnar Jónsson, Birgir Björnsson og Alfreð Viktorsson. á 81 höggi, Pétur Antonsson á 82, Gunnar Júh'usson 83, Karl Hólm 89 og Gísli Sigurðsson 91. Austurríki vann Evrópubikarinn — keppni b-liðanna — í Leirunni. Austurríska sveitin lék alls á 846 höggum, Finnar urðu í öðru sæti á 848, íslendingar í þriðja sæti á 855 og Svíar í fjórða sæti á 857 högg- um. íslenska sveitin lék á 295 högg- um í gær, Finnar hins vegar á 274, Austurríkismenn á 275 og Svíar á 304. Jóhann Benediktsson náði þriðja besta heildarárangri í Leirunni, lék á 73 höggum í gær og alls á 208 höggum. Bucky Charan, Noregi, var á 67 höggum nettó í gær og alls á 205 og annar varð Spánveij- inn Vincent Lacomba. Hann lék á 70 höggum í gær og alls á 207 höggum. KNATTSPYRNA / 2. DEILD Gríndvíkingar iuku spennuna Anton Benjaminsson skrífar frá Ákureyri GRINDVÍKINGAR juku heldur betur á spennuna í 2. deild í gærkvöldi er þeir sigruðu Þórs- ara, nokkuð óvænt, á Akureyri með einu marki gegn engu. Það var Páll M. Björnsson sem gerði eina mark leiksins um miðjan síðari hálfieik. Leikurinn var í heild slakur, mik- ið um hnoð á miðjunni og há- loftaspyrnur og gekk leikmönnum illa að finna samheija sína. Bæði lið fengu þokkaleg færi, Þórsarar voru þó öllu aðgangs- harðari við mark andstæðinganna og fengu þeir besta færið en Þorsteinn Bjarnason varði vel af stuttu færi frá Birgi Karlssyni. Sigurmarkið kom á 64. mín. þegar Hjálmar Hallgrímsson lék upp hægri kant- inn, sendi lága fyrirgjöf fyrir mark- ið þar sem Páll M. Björnsson renndi knettinum örugglega í netið af stuttu færi. Eftir markið sóttu Þórs- arar nokkuð í sig veðrið og reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna og átti Axel Vatnsdal tvívegis skot rétt framhjá markinu. Á lokamínút- unni komst Axel síðan aftur i gott færi en skaut yfír. Maður leiksins: Páll M. Björnsson, UMFG. Sigurmarkið á lokamínútunni IR-ingar höfðu 3:1 forystu hálftíma fyrir leikslok og stuðn- ingsmenn liðsins voru farnir að munda hátíðavindlana. En veður voru fljót að skipast Frosti í lofti og í leikslok Eiösson voru það Þróttarar sknfar gem ag fögnuðu sigri, 4:3. Leikur liðanna var fjörugur og færin fjölmörg við bæði mörkin. Goran Micic skoraði fyrsta mark leiksins á 39. mínútu eftir frábæra sendingu Sigfúsar Kárasonar en ÍR-ingar svöruðu með þremur mörkum á tíu mínútna kafla. Tryggvi Gunnarsson jafnaði leikinn á lokamínútu hálfleiksins, Pétur Jónsson skoraði annað markið á fimmtu mínútu síðari hálfleiksins og Kjartan Kjartansson bætti því þriðja við fimm mínútum síðar og var síðastnefnda markið nokkuð vafasamt. Ólafur Sveinsson blés í flautu sínu eftir að spyrnan var tekin en markið var engu að síður dæmt löglegt. Á 62. mínútu fékk Þróttur aukaspyrnu, knettinum var rennt inn í vítateiginn þar sem Óskar Óskarsson var á auðum sjó og skoraði. Sigurður Hallvarðsson varamaður Þróttar reyndist síðan þungur á metunum á lokamínútun- um. Hann jafnaði leikinn úr víta- spyrnu sem dæmd var á Njál Eiðs- son og á lokamínútu leiksins var hann aftur á ferðinni. Hann náði boltanum á hægri vængnum og komst framhjá varnarmönnum Þróttar með skemmmtilegu þríhyrningaspili við Jóhannes Jóns- son. Sigurður skaut. föstu skoti í stöngina og inn og fögnuður Þrótt- ara var mjög mikill í leikslok. Maður leiksins: Sigurður Hallvarðsson, Þrótti. Óbreytt staða % Tindastóll tapaði enn einum leiknum í gærkvöldi, nú 3:2 fyrir Fylki í Árbænum. Fyrri hálfleikur var talsvert fjör- ugri. Fylkismenn Stefán voru fljótari og spil- Stefánsson uðu oft á tíðum skrifar skemmtilega en tókst ekki að koma boltanum í netið fyrr en eftir hálftíma leik þegar Lúðvík Braga- son skoraði með nettu skoti. Sex mínútum síðar bættu þeir við öðru marki þegar Guðmundur Magnús- son átti skot í slá, markvörður Stól- anna skutlaði sér og lá, svo að Kristinn Tómasson skallaði léttilega í autt markið. Sauðkrækingar sýndu þó góða baráttu allan tírriann og Þórður Gíslason skoraði undir lok fyrri hálfleiks eftir klaufalegt úthlaup markvarðar Árbæinga. Stólarnir mættu mun ákveðnari til síðari hálfleiks en náðu ekki að skapa sér færi. Kristinn Tómasson bætti síðan við öðru marki sínu og þriðja marki Fylkis með skalla eftir laglega sendingu frá Guðmundi Magnússyni. Á næst síðustu leiks- ins uppskar Tindastóll launin fyrir baráttuna þegar Guðbrandur Guð- brandsson minnkaði muninn í 3-2. Maður leiksins: Örn Guðmundsson Fylki Selfyssingar sloppnir Selfyssingar styrktu stöðu sína á botni 2. deildar með sann- gjörnum sigri á Haukum, 1:0, í Hafnarfirði í gærkvöldi. Liðin léku ákaflega varlega, hvorugt þorði að taka áhættu og var leikurinn eftir því. Mest var um lang- spyrnur og fátt um markatækifæri. Undir lok fyrri hálfleiks átti þó Sævar Sverrisson Selfyssingur gott skot í stöng Haukamarksins. Seinni hálfleikur var mjög tíðindalítill þar til á 85. mín. að Selfyssingar gerðu eina mark leiksins. Sævar óð upp hægri kantinn, gaf góða fyrirgjöf á Salih Porca, sem lagði boltann fyrir fætur Páls Guðmundssonar sem skoraði með góðu skoti frá vítateig í bláhornið niðri. Á næstu mínútum fékk Porca tvö góð færi en mistókst í bæði skiptin. Á síðustu mínútu leiksins komust tveir Selfyssingar skyndilega gegn einum varnarmanni Hauka en af óskiljanlegum ástæðum stöðvaði Gísli Björgvinsson dómari leikinn til að áminna einn Selfyssinginn hinum megin. Þar fór síðasta færi leiksins. Maður leiksins: Gylfi Siguijónsson, Selfossi. Ómar Jóhannsson skrifar URSLIT 2. DEILD Þór - Grindavík...................0:1 - Páll M. Björnsson (64.) Þróttur-ÍR...................... 4:3 Goran Micic (39.), Óskar Óskarsson (62.), Sigurður Hallvarðsson 2 (vsp 70., 90.) - Tryggvi Gunnarsson (45.), Pétur Jónsson (50.), Kjartan Kjartansson (55.) Haukar - Selfoss..................0:1 - Páll Guðmundsson (85.) Fylkir - Tindastóll...............3:2 Lúðvik Bragason (30.), Kristinn Tómasson 2 (36., 64.) - Þórður Gíslason (51.), Guð- brandur Guðbrandsson (95.) Fj. leikja u J r Mörk Stig LEIFTUR 15 9 2 4 35: 17 29 Bí 15 8 3 4 26: 16 27 DALVÍK 15 7 3 5 31: 26 24 SKALLAGR. 14 6 4 4 32: 33 22 ÍK 14 5 5 4 33: 23 20 ÞRÓTTURN. 14 5 5 4 32: 25 20 VÖLSUNGURfA 5 5 4 16: 19 20 MAGNI 14 3 3 8 32: 43 12 REYNIRÁ. 15 3 3 9 19: 48 12 KS 14 2 5 7 14: 20 11 Fj. leikja U j T Mörk Stig ÍA 14 12 0 2 46: 9 36 ÞÓR 14 8 2 4 30: 19 26 IBK 14 7 4 3 32: 16 25 ÞRÓTTUR 14 7 3 4 19: 17 24 GRINDAVÍK 14 7 2 5 21: 15 23 ÍR 14 7 1 6 36: 27 22 FYLKIR 14 4 5 5 19: 20 17 SELFOSS 14 5 2 7 22: 26 17 HAUKAR 14 1 2 11 11: 46 5 TINDASTÓLL 14 1 1 12 14: 55 4 3. DEILD Leiftur - Dalvík.................2:1 Gunnlaugur Sigursveinsson (1.), Stefán Aðalsteinsson (15.) - Árni Sveinsson (30. vsp.) Reynir-BÍ........................1:3 Arnaldur Skúli Baldursson (65.) - Helgi Helgason (35.), Ámundi Sigmundsson (72.), Trausti Harðarson (81.). 4. DEILD C Grótta - Létti...................13:0 Kristján Brooks 5, Erling Aðalsteinsson 4, Garðar Garðarsson 2, Gísli Jónasson, Sverr- ir Herbertsson. íÞtémR FOLX ■ KARL Hólm lenti í skemmti- legu atviki á 14. braut á fimmtu- dag. Upphafshöggið var hálf mis- heppnað hjá honum en næsta högg tókst vel með trékylfu, en erfiðlega gekk að finna boltann. Kylfingar hafa 5 mínútur til að leita að bolta og þegar tíminn var alveg að renna út datt einum í hug að gá í holuna og viti menn, þar lá hann! Örn hjá Karli! ■ FINNAR leika aðeins fimm í hvorri sveit. Þeir byijuðu þó mótið með fullskipaða sveit, sex kylfinga í hvorri, en á fimmtudag fékk Olof Nyman í A-sveitinni vatn inná hnjálið og varð að hætta við að leika. Matti Salminen í B-sveitinni varð einnig að hætta við að leika vegna þess að hann fann til fyrir hjartanu. ■ TVEIR íslenskir alþjóðlegir sunddómarar dæma í HM í sundi, sem hefst í Aþenu eftir helgina. Það eru Kristín Guðmundsdóttir, KR og Ármann Guðmundsson, Akureyri. 9 JONATHAN Bow, fyrryjg leikmaður KR í körfuknattleik, sem' hefur gengið til liðs við ÍBK, mun ekki leika með KR-ingum í Evrópu- keppninni, eins og þeir vonuðust eftir. IBK gefur Bow ekki lausan, þar sem Keflavík leikur þijá leiki í Reykjanesmótinu á þeim tíma sem KR leikur í Evrópukeppninni. ■ KONRÁÐ Oktvson, landsliðs- maður í handknattleik, skoraði fimm mörk fyrir Dortmund í jafn- teflisleik, 16:16, gegn Gummers- bach í vikunni. Þetta var æfinga- leikur. ^ ■ GROSSWALLSTADT hefur gefið grænt ljós á að Sigurður Bjarnason leiki með 21 árs lands- liðinu í handknattleik í heimsmeist- arakeppni 21 árs liða. ■ JON Kristjánsson, landsliðs- maður úr Val, fékk góðar móttökur þegar hann kom til Shul, sem hann leikur með í Þýskalandi. íslenski fáninn var við hún þegar Jón kom til félagsins. ■ TEKKNESKI körfuknattleiks- maðurinn Radim Lukes, sem var kominn til Breiðabliks, er byrjaður að æfa með IR-ingum. BLIKARNIR hafa fengið þrjá . körfuknattleiksmenn til liðs við sig. Keflav íkingana Hjört ArnarS<§P* og Egill Viðarsson og Steingrím Bjarnason frá Haukum. 9 LILJA María Snorradóttir setti íslandsmet í 200 m ijórsundi í sínum flokki á EM fatlaðra í sundi í Barcelona. Hún synti á 3:01,67 mín. og fékk bronsverðlaun. Ólafur Eiríksson fékk einnig bronsverð- laun í sömu grein í sínum flokki - synti á 2:34,04 mín. 9 GUÐJÓN Guðmundsson, fim- leikamaður, hefur ekki náð lág- markinu fyrir heimsmeistaramótinu í fimleikum, eins og hefur komið fram. Hann hefur náð heildarlág- markinu, 102 stigum, en það segir ekki alla söguna. Guðjón ver^y: að ná 8,5 stigum í öllum keppnis1" greinum. Hann hefur ekki náð þeim árangri á bogahesti (best 7,8 stig) og á tvíslá (8,2) stig. Guðjón mun reyna við lágmörkin í þessum grein- um á móti í Noregi um helgina. 9 HEIMIR Guðjónsson, knatt- spyrnumaður í KR, verður varla með alveg á næstunni. Atli Eð- valdsson, félagi Heimis, hljóp á hann í leiknum í Eyjum í fyrra- kvöld með þeim afleiðingum að neðri vörin rifnaði frá að innan- verðu. Þetta var á 26. mín. og Heimir fór af velli. 9 RAGNAR Margeirsson, lem- maður KR, fór af velli aðeins fjórum mín. á eftir Heimi eftir að hafa tognað aftan á læri. 9 PETER Borglund, spjótkast- arinn snjalli frá Svíþjóð, er á mik- illi uppleið og er talið að hann blandi sér í baráttuna um verðlaunasæti á heimsmeistaramótinu í Tókj*. Borglund kastaði 87,00 m á þriðju- daginn í Stokkhólmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.