Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 26
AKUREYRI
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991
Öldnmarþjónusta í Norður-Þingeyjarsýslu:
Þjónustuhús
tekin í notkun
Raufarhöfn.
DVALARHEIMILI aldraðra sf. var stofnað 18. janúar 1976 af 13
sveitarfélögum í Suður- og Norður-Þingeyjarsýslu. A þessu ári eru
liðin 15 ár frá stofnun félagsins og 10 ár eru liðin frá vígslu
Hvamms sem er dvalarheimili aldraðra á Húsavík. í tilefni af þess-
um tímamótum hjá félaginu var ákveðið að kynna fyrir almenningi
í Þingeyjarsýslum þá starfsemi og uppbyggingu í öldrunarþjónustu
sem fram fer á vegum þess.
Hápunktur afmælisársins var sl.
laugardag, 10. ágúst, þegar starf-
semi félagsins í Norður-Þingeyjar-
sýslu var kynnt bæði á Kópaskeri
og Raufarhöfn. Hófst hátíðin með
því að Öldrunarþjónustan Mörk á
Kópaskeri var formlega tekin í
notkun, en rekstur hófst þar á sl.
ári, vígð var ný garðstofa sem
verið hefur í byggingu við húsið.
í Mörk er rekin dagvistun og mat-
arþjónusta, sem allt að 10 aldraðir
nýta sér reglulega, hefur þessi
starfsemi farið í alla staði vel á
stað.
Öldrunarþjónustan Mörk á
Kópaskeri er í gömlu húsi sem
gefið var kvenfélaginu á staðnum
til að koma þar upp þjónustu fyrir
aldraða. Þetta húsnæoi hefui nú
verið endurbætt til að uppfylla þær
kröfur sem settar eru, sett nýtt
eldhús, bað og ný tæki, búnaður
og húsgögn. Gengið hefur verið frá
umhverfi hússins, steypt bílastæði
og hellulagðir göngustígar. Er
húsið nú allt hið skemmtilegasta
og nú síðast var byggð við það
garðstófa sem vígð var við þetta
tækifæri.
Öldrunarþjónustan Mörk er rek-
in í tengslum við Hvamm, heimili
aldraðra á Húsavík, og hefur það
samstarf gengið í alla staði mjög
vel. Framkvæmdakostnaður frá
upphafi er orðinn um 7,5 milljónir,
sem fjármagnaðar hafa verið af
sveitarfélögunum og með framlagi
úr Framkvæmdasjóði aldraðra.
Verkið hefur verið unnið af heima-
aðilum og aðalverktaki var Trémál
hf. en tæknileg ráðgjöf var í hönd-
um Tækniþjónustunnar hf. á
Húsavík.
Tengiliður á staðnum við Dval-
arheimili aldraðra sf. er Öldrunar-
þjónustunefnd hreppsins, formað-
ur hennar er Bryndís Helgadóttir
nýja þjónustuhúsi aldraðra og það
skoðað og formlega vígt.
Formaður Dvalarheimilis aldr-
aðra ávarpaði gesti og gerði grein
fyrir byggingu hússins. Fram-
kvæmdir hófust 1988 við grunn
hússins og í ár hefur verið lokið
við húsið innan sem utan ásamt
lóð. Verkið hefur að mestu verið
unnið af heimaaðilum eftir tilboð-
um, aðalverktaki var J.J.R. — tré-
smiðir sf. á Raufarhöfn, rafvirkja-
meistari var Björn Friðriksson.
Vinnustofa arkitekta hf. í
Reykjavík hannaði húsið, en burð-
arþol og lagnir teiknaði Tækni-
þjónustan hf. á Húsavík.
Húsið er um 310 fermetrar og
1.080 rúmmetrar og skiptist í tvær
einstaklingsíbúðir og tvær hjóna-
íbúðir ásamt 60 fermetra sameign
sem ætluð er m.a. fyrir dagvist
síðar. Hér er um leiguíbúðir að
ræða í eigu Dvalarheimilis aldraðra
sf. í Þingeyjarsýslu sem annast
allan rekstur hússins, en leigu
verður stillt mjög í hóf.
Kostnaður við þetta glæsilega
þjónustuhús er um 29 milljónir.
Það hefur verið fjármagnað með
framlagi eignaraðila, styrk úr
Framkvæmdasjóði aldraðra og láni
frá Húsnæðisstofnun. Sóknar-
presturinn á Raufarhöfn, séra
Ragnheiður Erla Bjarnadóttir,
blessaði húsið og gaf því nafnið
Vík. Húsið var að mati viðstaddra
allt hið glæsilegasta og er það ósk
þeirra sem að hafa komið, að aldr-
aðir Þingeyingar eigi ánægjulegt
ævikvöld í þessu nýja húsi. Eftir
athöfnina var gestum boðið til
veislu á Hótel Norðurljósum. Húsið
var opið almenningi til sýnis síðari
hluta dagsins.
- segir Kristín Hjálmarsdóttir formaður Iðju
„EG fagna því mjög að menn telji möguleika á að ullariðnaður geti
gengið hér áfram,“ sagði Kristín Hjálmarsdóttir formaður Iðju, fé-
lags verksmiðjufólks, eftir þá ákvörðun bæjarráðs að Akureyrarbær
gerist eignaraðili að nýjum fyrirtækjum um rekstur ullariðnaðar í
bænum.
og kollsteypur verið teknar, en hún
hefði ætíð haft trú á að hann gæti
gengið. Erfiðleikar hefðu steðjað
að öðrum iðngreinum í bænum, eins
og skó- og skinnaiðnaði, en þessar
iðngreinar hefðu rétt úr kútnum og
til að mynda væri. skinnaiðnaður
orðin blómlegur nú.
„Mér líður mun betur eftir þessa
ákvörðun bæjarráðs og eins er sjálf-
sagt farið um okkar félagsmenn.
Eg held að fólk sé bjartsýnna á
framtíðina og ekki veitir af,“ sagði
Kristín.
Kristín sagði að vissulega væri
margt eftir óunnið áður en málið
yrði endanlega í höfn og hún sagð-
ist ekki á þessari stundu gera sér
fyllilega grein fyrir hvaða aðilar
kæmu til liðs við bæinn. „Það eru
alltaf til aðilar sem tilbúnir eru að
taka áhættu, en ég vona svo sann-
arlega að einhverjir séu reiðubúnir
til þátttöku og hafi trú á þessum
iðnaði,“ sagði Kristín.
Hún sagði að vissulega hefði á
ýmsu gengið varðandi þennan iðnað
Hótel Stefanía:
Hreinn Pálsson
skipaður bústjóri
HREINN Pálsson héraðsdóms-
lögmaður hefur verið skipaður
bústjóri í þrotabúi Hótels Stef-
aníu, sem úrskurðað var gjald-
þrota fyrir nokkru.
Skiptafundur í búinu verður hald-
inn 13. nóvember næstkomandi, en
ekki liggur Ijóst fyrir hversu miklar
kröfur eru í búið. Búnaðarbankinn
óskaði eftir að hótelið yrði tekið til
gjaldþrotaskipta. Frá upphafi voru
tvö hlutafélög um reksturinn, Hafn-
arstræti 83, 85 og 88 sem átti fast-
eignir þær þar sem starfsemin fór
fram og Hótel Stefanía sem var
rekstraraðili hótelsins.
Hafnarstræti 83, 85 og 88 sagði
upp leigusamningi við Hótel Stef-
aníu 30. júlí síðastliðinn og nýr
rekstraraðili tók við, þannig að hót-
elið er í fullum rekstri.
Morgunblaðið/Helgi
Þjónustuhús fyrir aldraða hef-
ur verið tekið í notkun á Rauf-
arhöfn, en því var gefið nafnið
Vík. En á myndinni t.v. séstEg-
ill Olgeirsson formaður Dvalar-
heimilis aldraðra sf.
Fólk er bjartsýnna
á framtíðina en áður
og í forsvari fyrir rekstrinum er
Þói'unn Pálsdóttir. Óhætt er að
segja að tekist hafi að skapa í
Mörk einstaklega heimilislegt um-
hverfi sem er aðstandendum öllum
til sóma.
Við vígsluna var mikill fjöldi
gesta, m.a. fulltrúi heilbrigðisráðu-
neytis, alþingismenn kjördæmis-
ins, sveitarstjórnarmenn víða úr
Þingeyjarsýslu og aðrir sem að
málinu hafa komið ásamt mökum.
Sóknarpresturinn, séra Eiríkur Jó-
hannsson á Skinnastað, fór með
bæn og blessaði starfsemina í
Mörk. Að lokinni athöfn var opið
hús í Mörk, þar sem starfsemin
var kynnt almenningi og gestum
boðið upp á veitingar.
Að lokinni athöfn á Kópaskeri
var haldið til Raufarhafnar. Þar
var fyrst haldinn aðalfundur fé-
lagsins á Hótel Norðurljósum, en
það er í fyrsta sinn sem hann er
haldinn utan Húsavíkur. Að fund-
inum loknum var haldið að hinu
Úr verksmiðjum Álafoss.
Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn
BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að fela Iðnþróunarfélagi Eyja-
fjarðar, IFE, að vinna að stofnun tveggja fyrirtækja, framleiðslufyrir-
tækis og markaðsfyrirtækis er tæki við rekstri fata- og vefdeildar
Álafoss annars vegar og sæi um sölu og markaðsmál hins vegar. Starf-
semin kemur væntanlega til með að verða smærri í sniðum en starf-
semi Álafoss var, einkum í Ijósi þess hversu ótryggur Sovétmarkaður
er, en félagið treysti sér ekki til að byggja tillögur sínar á því að sala
jiþangað yrði með svipuðum hætti og verið hefur.
Á fundi bæjarráðs í fyrradag
gerðu starfsmenn Iðnþróunarfélags
Eyjafjarðar ráðinu grein fyrir þeirri
vinnu sem unnin hefur verið síðustu
vikur varðandi möguleika þess að
stofna fyrirtæki til að taka við rekstri
Álafoss af Landsbanka íslands um
næstu áramót. Á grundvelli tillagna
IFE samþykkti bæjarráð að fela fé-
laginu að vinna að stofnun fram-
leiðslufyrirtækis og markaðsfyrir-'
tækis vegna áframhaldandi reksturs
á þessu sviði í bænum.
Framleiðslufyrirtækið mun taka
við rekstri fata- og vefdeildar Ála-
foss á Akureyri, en markaðsfyrirtæk-
ið mun sjá um sölu- og markaðs-
mál. Bæjarráð samþykkt jafnframt
að Akureyrarbær gerðist eignaraðili
að þessum fyrirtækjum.
Ásgeir Magnússon framkvæmda-
stjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar
nú yrði unnið hratt að stofnun fyrir-
tækjanna tveggja. Hann sagði að
ástæða þess að lagt var til að stofn-
uð yrðu tvö fyrirtæki væri sú, að það
fólk sem unnið hefði að markaðsmál-
um á vegum Álafoss væri búsett
syðra. Það myndi hætta störfum inn-
an skamms, en vænlegast hefði þótt
að reyna að fá það til samstarfs aft-
ur.
„Við gáfum okkur ákveðnar for-
sendur og miðað við hvernig við sett-
um dæmið upp þá bendir allt til þess
að grundvöllur sé fyrir áframhald-
andi rekstri. Það sem við reynum að
gera er að tryggja sem flestu af því
fólki sem starfað hefur að þessari
framleiðslu atvinnu áfram. Það er
ljóst að ufn verður að ræða talsvert
minna fyrirtæki að umfangi en Ála-
foss var,“ sagði Ásgeir.
Hann sagði að markaður í Sov-
étríkjunum væri ótryggur og óvíst
væri hver salan þangað gæti orðið í
framtíðinni, menn treystu sér ekki
til að stilla upp tillögum sem gerðu
ráð fyrir svipaðri sö.lu á þann markað
og yerið hefði.
Ásgeir sagðist ekki vilja nefna á
þessu stigi hversu mikið fjármagn
leggja þarf í fyrirtækin. Það kæmi
betur í Ijós er starfsemin hæfist. „Ef
okkur tekst að koma markaðs- og
hönnun^rdeildinni strax af stað, þá
er vel og við munum þá halda ótrauð
áfram,“ sagði Ásgeir. Akureyrarbær
mun leita eftir samstarfsaðilum varð-
andi reksturinn, en hann sagði að
þreifingar í þá veru væru enn ekki
hafnar.
Framleiðslu- og* markaðsfyrírtæki
verði stofnuð á rústum Alafoss