Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991 11 Kevin Kelly: Endurskapað landslag no. 4. Endursköpun heimsins Landslag og meira Myndlist Eiríkur Þorláksson Umhverfi mannsiris hefur löngum verið listamönnum mikil- vægt hugðarefni, þó formerkin hafí auðvitað verið mismunandi í gegnum tíðina. Á þessum ára- tug hefur smám saman verið að vakna vitundin um það gífurlega tjón, sem maðurinn hefur unnið á náttúrunni, og listamenn hafa tekið þessi málefni upp á sína arma, bæði sem baráttumál og sem almenn viðfangsefni í listinni. Víða um lönd hafa listamenn fjallað um þær breytingar, sem maðurinn hefur gert á náttúr- unni, og hvernig þær hafa án nokkurs vafa skilað okkur lakari heimi en fyrr. Land hefur verið brotið til ræktunar, jafnað og sléttað, vegir lagðir, skógar ruddir, ár og lækir stíflaðir, borgir og bæir hafa risið á kostn- að umhverfisins, og svo mætti lengi telja. Um langan aldur hefur staðið yfir endursköpun heimsins, og aldrei hefur hraðinn í þeirri þróun verið meiri en nú um stundir. Umfjöllun um samspil manns og náttúru hefur enn sem komið er ekki verið áberandi þáttur í myndlist hér á landi, hvað sem síðar kann að verða. Því vekur það áhuga, þegar hingað berst þó ekki nema örlítið brot af þeim vangaveltum, sem ganga meðal erlendra listamanna um þessi efni. í neðri sölum Nýlistasafnsins hefur verið sett uppp innsetning eftir kanadíska listamanninn Kevin Kelly, svo og nokkrar teikningar frá hans hendi. Af þeim gögnum sem liggja frammi á sýningunni að dæma hefur Kelly um nokkurt árabil fjallað um náttúruna í list sinni út frá því sjónarhorni, að henni hafí allri verið umbreytt; maðurinn hafi aðlagað hana eigin vilja og þörfum. Listamaðurinn bendir réttilega á, að á meginlandi Evr- ópu sé tæpast að fínna nokkra „villta náttúru; maðurinn hefur breytt öllu með eigin þarfir í huga. Innsetningin í neðri salnum er þannig allt að því átakanlegt dæmi um þá endursköpun, sem maðurinn hefur staðið fyrir. Ein aumkvunarverð tófa stendur fýr- ir framan ljósmyndir af hinni þrælskipulögðu náttúru nútím- ans; sléttir akrar umkringja lít- inn blett af nákvæmlega horn- réttu ijóðri, þar sem trén standa með jöfnu millibili í beinum röð- um. Þetta er hin endurskapaða náttúra reglustikunnar, þar sem dýr merkurinnar eiga sér ekki mikla lífsvon. Kevin Kelly stundaði sitt list- nám bæði í Kanada og í Holl- andi, og hefur sýnt bæði austan hafs og vestan. Á öðrum sýning- um sínum hefur hann í nokkrum tilvikum sett upp stærri ímyndir þess endurskapaða landslags, sem hann fjallar um, t.d. með því að hafa stórt landslagsmál- verk (tíu metra langt) í hálfboga um sýningarsvæðið, sem síðan hefur að geyma landspildu, sem er sundurgrafin eða á annan hátt umbreytt til að þjóna þörfum mannsins. — Teikningarnar í Nýlistasafninu sýna skurði, vegi og akra — sem allt eru breyting- ar sem maðurinn hefur gert á náttúrunni vegna eigin þarfa. Þessi litla sýning lætur ekki mikið yfir sér, en getur vissulega vakið fólk til umhugsunar á tím- um raflínu-deilna innanlands. Framsetning hennar er hins veg- ar ekki nógu markviss, og sár- lega vantar stutta íslenska kynn- ingu á listamanninum og list- hugsun hans; slíkt telst sjálfsögð kurteisi í garð sýningargesta. Sýningu Kevins Kelly í Ný- listasafninu við Vatnsstíg lýkur sunnudaginn 18. ágúst. Það væri þægileg einföldun að segja að málverk af þekktum stöðum á landinu væru ekkert annað en málaðar ljósmyndir af þeim, og þannig staðfræðilegar lýsingar fyrir ferðamenn eða þá sem tengjast þessum stöðum sér- stökum tilfinningaböndum. Þægileg einföldun stenst hins vegar sjaldan nánari athugun og fellur um sjálfa sig þegar persón- uleg vinnubrögð listamanna eru tekin með í reikninginn. Um þessar mundir er að ljúka í efri sölum Nýlistasafnsins sýn- ingu á verkum ungs listmálara, Aðalsteins Svans Sigfússonar. Aðalsteinn stundaði sitt listnám fyrst við Myndlistaskólann á Ákureyri og síðan við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1982-86. Hann hefuur tekið þátt í nokkrum sýningum á höfuð- borgarsvæðinu, en síðan haldið einkasýningar á Akureyri árlega frá 1985. Þau fimmtán málverk sem Aðalsteinn sýnir í Nýlistasafninu hafa til að bera tvo meginþætti. Fyrst eru það hinir þekktu stað- ir, sem flestar myndirnar draga nöfn sín af; Drangey, Herðu- breið, Þingvellir, Hekla, Horn- bjarg og allir fossarnir. Sem landslagsmyndir eru ímyndimar tærar, málaðar með eilítið grófri áferð í björtum sumar- og haust- litum, þar sem birtan er jöfn og skær; hið algilda póstkort, ef svo má segja. En síðan koma verurnar eða búkarnir, sem svífa yfír flestum af þessum þekktu ferðamanna- slóðum, og ijúfa þessa ímynd. Fyrstu viðbrögð við þeim eru að minnast fordæmis í verkum Helga Þorgils Friðjónssonar, en slíkur samanburður yrði Aðal- steini ekki hagstæður. Við nán- ari athugun kemur þó í ljós að listamaðurinn er á nokkuð ann- arri leið í sínum myndum. Þannig myndast straumar í kringum ver- ur Aðalsteins í fletinum, sem ná niður til náttúrunnar, og mynda tengsl innan hverrar myndar fyr- ir sig, andstætt þeirri einangrun, sem er aðaleinkennið í verkum Helga Þorgils. Þessi tengsl innan myndanna eru misjafnlega skýr. Fjalla- drottningunum Heklu (nr. 7) og Herðubreið (nr. 2) fylgja pör, sem kunna að vísa til sérstöðu fjall- anna sem fulltrúa fyrir hina tví- hliða náttúru landsins, ís og elda. Gyðja friðar og visku fylgir Þing- völlum (nr. 5), en styrkur jötuns- ins svífur yfir Goðafossi (nr. 10). — En þó að hugmyndaleg tengsl kunni að fínnast í nokkrum tilvik- um, eru þau þyngri í vöfum í öðrum, og öllu óvissari. Myndin „Syndafallið" (nr. 6) er eitt stærsta verkið á sýning- unni, en feliur ekki beint að öðru myndefni sem þar getur að líta. Hins vegar er athyglisvert hvaða augnablik listamaðurinn velur; það er búið að bíta af eplinu, og hin syndsamlega vitund er að þyrma yfir — áður en refsingin kemur til sögunnar. Þetta magn- aða andartak kemst ágætlega til skila hjá Aðalsteini. Listamaðurinn er í verkum sín- um greinilega að reyna að tengja saman tvo heima. Það hefði verið vel þegið að gestir hefðu fengið í sýningarskrá örlítið innlit í þá listhugsun sem ræður viðfangs- efnum hans; slíkt er ætíð vel til þess fallið að gera fólki betur kleift að nálgast það sem fyrir augu ber. Sýningu Aðalsteins Svans Sigfússonar í Nýlistasafninu lýk- ur sunnudaginn 18. ágúst. Aðalsteinn Svanur Sigfússon: Dyrhólaey. Brahms-tónleikar í Listasafni Sigurjóns Tónlist Ragn’ar Björnsson Ekki er heiglum hent að skila „Vier ernste Gesánge" svo að listræn uppljómun sitji eftir hjá áheyrandanum. í þessari, einni síðustu tónsköpun Brahms, er texti og tónlist svo magnþrungin að tæplega er ætlandi öðrum en margreyndum ogþroskuðum list- amönnum að skila svo að eftir- minnilegt verði. Nauðsynlegt er þó fyrir alla að spreyta sig á þessum óvenju krefjandi verkefn- um, því af glímunni við þau þroskast listamaðurinn. Ljóða- flokkurinn Vier ernste Gesange er skrifaður fyrir bassa og kennski fær hann þannig fluttur sitt rétta innihald og þunga. Jó- hanna V. Þórhallsdóttir hefur söngrödd sem ekki er öllum gef- in, mikla og hljómfallega dýpt, „dramatísk“ og auk þess gædd ágætum tónlistargáfum, en rödd- in er eigi að síður hennar vanda- mál. Að brúa bilið milli dýptar- innar og hæðarinnar er þessari raddgerð alltaf höfuðverkur og þarna brestur tæknin hjá Jó- hönnu. Henni tekst ekki að jafna þetta bil ennþá og röddin verður á flakki, sérstaklega þegar kem- ur í hæðina, stuðningurinn verður óöruggur og fyrir bregður jafnvel óhreinum tónum. Þetta er vanda- mál Jóhönnu, vandamál sem hún verður að takast á við af mikilli hörku, því auðvelt verður það ekki. En takist að vinna á þessum tæknivandamálum þá gæti orðið gaman að upplifa með henni „Vier emste Gesánge“ því eins og fyrr segir, hún hefur óvenju- lega rödd og listræna hæfíleika hefur hún til þess að geta talað tungu skáldins. En fullkomin tækni er það sem fyrst verður að heimta, fyrr er ekki hægt að tala um list. í tveim lögum „Gestillte Sensucht“ og „Geistliches Wieg- enlied", þar bætir Brahms inn sjálfstæðri sellórödd sem Biyndís skilaði fallega. Tónleikunum lauk með „Átta sígaunalögum op,103“, þar gerði Jóhanna margt fallega, en sömu tækni- vandamálin komu í veg fyrir að maður slappaði fyllilega af. Dagný Björgvinsdóttir lék á píanóið af ágætu öryggi en hefði mátt gefa meira, bæði í fyrsta verkefninu og ekki síður í Sí- gaunaljóðunum. Textaþýðingar í efnisskrá voru eftir Reyni Axels- son, en tónleikarnir voru í minn- ingu Margrétar Björgólfsdóttur söngkonu, sem lést mjög um ald- ur fram. Hafnarborg: Bandarísk og íslensk list TVÆR sýningar standa nú yfir í Hafnarborg í Hafnarfirði. Bandariska listakonan Joan Backes sýnir málverk í sýningar- sölum hússins og Jón Þór Gísla- son í kaffistofunni. Joan Backes stundaði listnám í Illinois. Árið 1989 fékk hún styrk frá Fullbrigþt-stofnuninni til þess að starfa á íslandi og nýlega hlaut hún styrk úr sjóði The American- Scandinavian Foundation til að vinna að list sinni í vinnustofu Ed- vards Munch í Noregi. Joan hefur haldið einkasýningar í heimalandi sínu og víðar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Jón Þór Gíslason lauk námi úr málaradeild Myndlista- og handíða- skóla íslands árið 1981. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar hér- lendis og tekið þátt í samsýningum hér og í Þyskalandi, þar sem hann hefur stundað framhaldsnám frá árinu 1989. Sýningar þeirra Joan og Jóns Þórs standa tii 25. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.