Morgunblaðið - 22.08.1991, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.08.1991, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1991 Bankaeftirlit Seðlabankans: Innlausnir á eng- an hátt óeðlilegar BANKAEFTIRLIT Seðlabankans telur innlausnir hlutdeildarskír- teina tiltekinna verðbréfasjóða í umsjá Verðbréfamarkaðar Fjárfest- ingarfélagsins á engan hátt óeðlilegar eða gefa tilefni til frekari athugunar á grundvelli laga um verðbréfaviðskipti og verðbréfa- sjóði, að sögn Þórðar Olafssonar forstöðumanns Bankaeftirlits Seðlabankans. Bankaeftirlitið fór yfir innlausnir hjá Verðbréfamarkaðinum frá 1. júlí til 16. ágúst sl. til að ganga úr skugga um hvort lög um verð- bréfasjóði og verðbréfamiðlun hefðu verið brotin fyrir gengis- breytinguna sl. laugardag, en lögin kveða á um að aðilar sem aðgang hafí að upplýsingum megi ekki nýta sér þær í eigin þágu. „Athugunin á þeim gögnum sem við óskuðum eftir leiddi í ljós að innlausnir hlutdeildarskírteina á umræddu tímabili hefðu á engan hátt verið óeðlilegar,“ sagði Þórður. „Ósk okkar um yfirlitið var sett fram sem nauðsynlegur og eðlileg- ur þáttur í lögbundnu eftirliti miðað við þær aðstæður sem höfðu skap- ast. Eftirlit okkar beinist ekki ein- ungis að verslun með hlutdeild- arskírteini heldur almennt með markaðsverðbréf og við munum hér eftir sem hingað til beita sambæri- legum aðferðum,“ sagði Þórður Ólafsson. Samkomulag um yfir stj órn Skrif- stofu viðskiptalífsins hunsað segir formaður Félags íslenskra stórkaupmanna BIRGIR R. Jónsson, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, kveðst telja að Verslunarráð ís- lands ætli að hunsa samkomulag við Félag stórkaupmanna frá 5. mars í vetur. Samkomulagið var þess efnis að frá og með 1. júlí taki formaður Félags íslenskra stórkaupmanna við yfirstjórn Skrifstofu viðskiptalífsins. Birgir hefur ritað Verslunarráði íslands bréf þar sem hann átelur Vilhjálm Egilsson, framkvæmda- stjóra Verslunarráðs, fyrir að geta þess ekki í viðtali í Morgunblaðinu, að könnun á afkomu. fýrirtækja á árinu 1990 var unnin og kostuð af Félagi íslenskra stórkaupmanna til jafns við Verslunarráð Islands. Segir Birgir í bréfínu að Vilhjálmur hefði átt að hafa samráð við hann um þetta mál sem önnur er heyra undir starfsemi Skrifstofu viðskiptalífsins. Að sögn Birgis gerir það málið enn alvarlegra að umrædd könnun var unnin af framkvæmdastjóra Félags íslenskra stórkaupmanna. í samkomulagi milli Félags stór- kaupmanna og Verslunarráðs frá 5. mars í vetur er kveðið svo á að for- maður Félags stórkaupmanna skuli taka við yfirstjóm á Skrifstofu við- skiptalífsins frá 1. júlí 1991 til ára- móta. „Þetta tel ég hafa verið huns- að,“ «egir Birgir R. Jónsson, „og fréttin í Morgunblaðinu undirstrikar það.“ Jóhann J. Ólafsson, formaður Verslunarráðs íslands, neitar því að samkomulagið frá 5. mars hafí verið hunsað. Jóhann segir að samkvæmt samningi um rekstur Skrifstofu við- skiptalífsins fari sérstök samstarfs- nefnd með stjórn hennar. Formenn Verslunarráðs og Félags stórkaup- manna skiptist á um formennsku í nefndinni. Eins segir Jóhann að al- gengt sé að starfsmenn Skrifstofu viðskiptalífsins vinni ýmis verkefni fyrir hvort félagið um sig. Bob kem- ur ekki LEIFAR af fellibylnum Bob stefndu í gær austur frá Labrador og munu í dag verða um 1500 kíló- metra suðaustur af íslandi. Upplýsingar sem Morgun- blaðið hafði eftir Veður- stofunni í gær um að leifar af Bob kæmu hingað til lands reyndust rangar. Önnur lægð sem hefur verið að myndast yfir austurströnd Grænlands mun hins vegar nálgast landið í dag og má því búast við suðvestan strekkingi um allt land, að sögn Ásdísar Auðunsdóttur veðurfræðings á. Veðurstof- unni. V A LDA RAIMIÐ I KREML MISTOKST Lára Margrét Ragnarsdóttir, alþingismaður, í Lettlandi: væntíngu en það er vart uni sig Forsætisráðherra, utanríkisráðherra og formaður utanríkismálanefndar telja að viðurkenna beri sjálfstæði allra Eystrasaltsríkjanna þrig-gja „AUGU fólks hér í Rígu glampa af eftirvæntingu, en það er vart um sig. Þegar við ókum inn í borgina voru skriðdrekar á götunum og lögreglumenn vopnaðir vélbyssum. Talið er að enn séu um 200 svarthúf- ur á sveimi og ómögulegt að þekkja þær frá lettneskum lögreglumönn- um,“ segir Lára Margrét Ragnarsdóttir, alþingismaður, sem situr fund evrópskra þingmanna um Eystrasaltslönd í Rígu. Þing landsins sam- þykkti sjálfstæðisyfirlýsingu síðdegis í gær og þar með hafa öll Eystra- saltsríkin sagt sig úr lögum við sovéska ríkjasambandið. Jón Baldvin Hannibalsson hefur skorað á utanríkisráðherra NATO-ríkja að endur- skoða afstöðuna til Eystrasaltsríkja, ganga hreint til verks og viður- kenna sjálfstæði þeirra. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að nú hafi myndast raunveruleg og skýr skilyrði fyrir hreinu stjórnmálasam- bandi við Eystrasaltsríkin öll. Eyjólfur Konráð Jónsson formaður ut- anríkismálanefndar telur að taka eigi upp slíkt samband við Lettland og Eistland rétt eins og áformað sé um Litháen. og espað harðlínuöfl væru fallin. Davíð Oddsson segir ísland við- urkenna sjálfstæði Lettlands og Eistlands með sama hætti og Lithá- ens. „Það hefur í sjálfu sér aldrei fallið niður frá 1922,“ segir Davíð, „en nú er miklu auðveldara að taka upp hreint stjórnmálasamband við þessi ríki. Skynsamlegast er að sjá hveiju fram vindur og láta löndin sjálf um að meta hvenær rétti tíminn er kominn.“ Lára Margrét Ragnarsdóttir Þingmennirnir Lára Margrét og Jóhannes Geir Sigurgeirsson komu til Rígu síðdegis í gær. Þau halda til Litháen í dag eftir fund í Lett- landi. Lára Margrét segir ástandið alls ekki öruggt ennþá, menn séu varir um sig en glaðir, eftirvænting og spenna liggi í ioftinu. „Menn taka fréttum með fyrir- vara,“ segir Lára. „Þeir spyija hver ráði Moskvu og hvað muni gerast. Hér eru engin hátíðahöld, menn vilja sjá endalok erfíðleikanna og bíða í óvissublandinni von. Embætt- ismenn sem tóku á móti okkur hik- uðu við að fara heim tii sín í gær- kvöldi, þeir óttast um líf sitt og vilja síður vera á ferli eftir myrkur. Hér hafa þrír menn verið myrtir síðustu daga. Einn var verkfræð- ingur sjónvárpsstöðvar sem ætlaði að kanna hvemig stæði á að útsend- ingar hefðu stöðvast. Tveir einkennisklæddir menn með alvæpni komu í anddyri hótels- ins í kvöld og þegar ég spurði hverj- ir þetta væru var mér sagt að það vissi enginn, ekki væri hægt að þekkja sundur lögreglu og svathúf- ur.“ íslensk stjómvöld fagna sjálf- stæðisyfirlýsingu Lettlands og á fundi utanríkisráðherra NATO- landa í gær spurði Jón Baldvin Hannibalsson í ræðu sinni hvort ekki væri nú rétti tíminn til að ganga hreint til verks og viður- kenna sjálfstæði Eystrasaltsþjóð- anna. Það væri liður í aðgerðum til stuðnings lýðræðisöflum í þessum heimshluta og rökin um að viður- kenning gæti spillt fyrir umbótum Baráttuvilji fólksins bug- aði áform harðlínumanna - segir Davíð Oddsson forsætisráðherra „ÞESSIR atburðir eru engu líkir. Baráttuvilji fólksins i Moskvu og sá skerfur sem það þó hafði hlotið af lýðræði og frelsi bug- aði áform harðlínumanna um að ganga götuna til baka,“ segir Davíð Oddsson forsætisráðherra um hið misheppnaða valdarán i Sovétríkjunum. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir flest benda til að söguleg umskipti liafi orðið í Sovétríkjun- um. „Sá sem fyrst og fremst hefur styrkt stöðu sína er Borís Jeltsin forseti Rússlands og bandamenn hans,“ segir Jón Baldvin. „Á síðustu tveim dögum höfum er, en ég held að framþróun gangi við orðið vitni að einhveijum sér- stæðustu atburðum sem orðið hafa á öldinni," segir Davíð Odds- son. „Ég er sannfærður um að styrkur og hugrekki Jeltsíns hefur ráðið úrslitum um að afturhalds- öflin urðu að hörfa. Sovétríkin eru höktandi heimsveldi eins og er, mun hraðar nú þegar dauðakippir afturhaldsaflanna eru gengnir yf- Jón Baldvin Hannibalsson segir að komið hafí á daginn að þeir sem ráði ógnarstjómartækjum ríkisins, leynilögreglu og her, geti samt sem áður ekki haldið Sov- étríkjunum saman með ofbeldi eða brotið lýðræðislegar hreyfíngar á bak aftur. „Þetta eru hin sögulegu um- skipti, vegna þess að hingað til hafa fáir vefengt að það væri á valdi hers og lögreglu að snúa klukkunni til baka. Hingað til hefur það verið veikleiki Jeltsíns að hafa ekki haft forræði yfir þessum tækjum. Ef fer sem horf- ir og Gorbatsjov tekur aftur við embætti sem forseti, þá er niður- staðan sú að þessi hætta á aftur- ■ hvarfi til Stalínismans með of- beldi, er úr sögunni í bili.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.