Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1991 13 borg'a fyrir þann afla sem hún veiddi, þegar veiðar voru óheftar, þá sé síður ástæða nú, þegar veiðar hafa verið skertar verulega, að láta útgerðina borga fyrir það aflamagn, sem hún má veiða. Lakari afkomu- möguleikar hennar nú vegna minni aflamöguleika réttlæta ekki slíkar greiðslur. Á „sérfræðingum Háskóla ís- lands í sjávarútvegsmálum" má skilja, að þessi skoðun sé alröng, sem stafi fyrst og fremst af því að útgerðarmenn þekki ekki grund- vallarkenningar í hagfræði. Meðan veiðarnar voru frjálsar og ótak- markaðar myndaðist ekki framboð og eftirspurn, þ.e. markaðsverð á óveiddum fiski, eins og nú. Af þeim sökum var fiskurinn í sjónum ekki verðmæti, sem borga skyldi fyrir að fá að veiða. Allt annað gildi núna, þegar auðlindin er takmörk- uð. Sé bent til samanburðar á aðrar auðlindir í sameign þjóðarinnar, svo sem fossaorku og jarðhita, þá er svar hagfræðinganna það, að slík orka sé ekki ennþá orðin takmörkuð auðlind. Ekkert framboð og eftir- spurn og ekkert markaðsverð. Þangað til það verður, beri ekki að greiða gjald fyrir nýtingu hennar, auk þess sem ekki þurfí að stýra hagkvæmri nýtingu orkunnar með gjaldtöku. Með öðrum orðum þá er orkan ekki verðmæti, sem greiða ber fyrir að fá að nýta, þar sem hún er ekki fullnýtt og lögmál markaðarins um framboð og eftirspum og markaðs- verð séu þar með ekki fyrir hendi í dag. Eg spyr þá: Hvað með afréttir landsins, sem sauðfjárbændur nýta? Em þær ekki fullnýttar? Meira að segja uppétnar og uppblásnar víð- ast hvar. Ber ekki þessum bændum að borga eitthvað fyrir afnotin? Eg veit svar hagfræðinganna nú. Ekk- ert framboð og eftirspum og ekk- ert markaðsverð og því ekkert verð- mæti og því engin greiðsla. Engan aur að hafa þar. Hvað þá með þau rök, að fáir útvaldir séu að fénýta sér sameign þjóðarinnar án þess að greiða neitt fyrir það, sem sett var fram varð- andi útgerðarmennina, sægreifana, eins og þeir eru víst kallaðir nú? Gildir ekki það sama um þá, sem nýta sér afréttimar og fossa- og jarðorkuna? Eru þessir aðilar ekki að fénýta sér sameign þjóðarinnar? Eigum við sameigendurnir ekki að fá eitthvað borgað fyrir það líka? Ekki ætla ég mér að velta vöng- um yfír kenningum hagfræðinnar, sem ég skil greinilega illa eða alls ekki. Á hinn bóginn vil ég vekja athygli á því, að alls staðar skín í gegn sem rauður þráður hjá þessum aðilum, að eitt meginmarkmiðið með veiðileyfasölu, og þá veiðileyfa- gjaldið einnig, sé að ráðskast með gengisskráninguna, með því að fella gengið verulega. Fé verði sogað úr sjávarútveginum til þess að styrkja og jafnvel halda uppi öðmm útflutn- ingsgreinum. Vissulega er það sjón- armið út af fyrir sig, að ekki aðeins afraksturinn af útgerð standi að stórum hluta undir velmegun okkar íslendinga, heldur verði útgerðin einnig látin standa undir og styrkja aðra útflutningsstarfsemi í landinu. Að stela glæpnum Ég vil hér ítreka þá skoðun mína, að vissulega er það athugunarefni vegna þess gegndarlausa áróðurs og fúkyrðaflaums í garð útgerðar- manna vegna fijálsrar sölu á kvóta, að fella hann niður. Yrði þá að heimila ríkan yfírfærslurétt á milli kvótatímabila í þeim tilvikum að mönnum tækist ekki að veiða sinn kvóta af einhveijum ástæðum. Þetta þýddi það, að útgerðar- mönnum yrði ekki lengur heimilt að selja og kaupa kvóta, sem virð- ist vera meginástæða kröfu margra um veiðileyfasölu eða veiðileyfa- gjald, þótt fijáls framsalsréttur sé undirstaða hagræðingár í útgerð að mínu mati. Eftir sem áður fengju útgerðarmenn að koma með sinn takmarkaða afla að landi án krafna um peningagreiðslur fýrir. Verði sú leið til þess að friður haldist um þessa atvinnugrein og starfsfriður geti ríkt innan hennar, væri það vel þess virði að skoða þann mögu- leika. Veit ég þó vel, að ekki verða allir er starfa í sjávarútvegi sam- mála mér um þessa skoðun. I þessu sambandi myndu vafa- laust einhveijir benda á það, að þrátt fyrir afnám fijáls framsals- réttar, myndi góður kvóti skipa hafa áhrif á söluverð þeirra. Má það tii sanns vegar færa. Á hinn bóginn má skattleggja slíkan „sölu- gróða“ með hefðbundnum leiðum, eins og gert hefur verið hingað til. Ég legg áherzlu á, að skip hafa alltaf verið verðlögð mishátt eftir ástandi þeirra og aflamöguleikum á hveijum tíma, sbr. t.d. loðnuskip- in. Sérstaklega mætti hér nefna svonefnd hólfaskip, togskip undir 26 metrum, sem aðgang hafa að ákveðnum veiðisvæðum innan land- helginnar umfram önnur skip. Góð- ur kvóti skipa breytti hér engu um. Aðeins yrði hér hugsanlega um fleiri skip að ræða en fyrr við sölu, sem „söluhagnaður“ yrði skattlagð- ur af. Lokaorð Að endingu vil ég leggja áherzlu á þetta: Núverandi kvótakerfí er skásti kosturinn af mörgum slæm- um fyrir heildina séð. Þetta stjóm- unarkerfi hefur vissulega sína galla, eins og bent hefur verið á. Mönnum er ljóst að vinna þarf að lagfæringu á þessum vanköntum hið bráðasta. Þetta verður aðeins gert, ef aðilar sjálfír í sjávarútvegi, sem málið snertir, vinna saman að lagfæringu þeirra og leggja fram helzt sameig- inlegar tillögur um úrlausn vegna væntanlegrar endurskoðunar kvót- alaganna. Vil ég fyrir mína parta frábiðja mér alla aðstoð „sérfræð- inga Háskóla íslands í sjávar- útvegsmálum" í þeim efnum. Vandi okkar í sjávarútveginum er nógur fyrir. Höfundur er skrifstofustjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. U SÖLU miða í „Happaveltu" Lukkutríós björgunarsveitanna er nú lokið. Draga átti í bónusleik um glæsilega Mercedes Benz bif- reið 13. ágúst sl. en ákveðið va/1 að fresta drætti til 26.. ágúst. Var þetta gert til að gefa öllum tæki- færi til að skila inn bónusmiðum með myndum af svörtum köttum. Það eru því síðustu forvöð að skila miðum á skrifstofu Lukkutríós, Snorrabraut 60, fyrir mánudaginn 26. ágúst. Lukkutríó þakkar góðar undirtektir og biðst forláts á drætt- inum. (Fréttatilkynning) ■ SKÁKFÉLAG Hafnarfjarðar mun í vetur halda svokallað sjóðs- mót á mánudögum kl. 20.00. Teflt verður í húsnæði skákfélagsins í Dverg, á horni Suðurgötu og Lækjargötu. Umhugsunartími er 10 mínútur. Þátttökugjald er kr. 400. Sigurvegarar mótsins í& pen- ingaverðlaun. Þátttökurétt hafa allir skákmenn með 1.500 ELO stig og meira. Nánari reglur liggja fyrir á mótsstað. Fyrsta mótic verður mánudaginn 26. ágúsi 1991, kl. 20.00. Næsta mót verðui 2. september. Regluleg starfsem Skákfélags Hafnarfjarðar hefsl með unglingaæfingu kl. 14.00 sunnudaginn 8. september 1991 Æfing fyrir eldri skákmenn verðui síðan um kvöldið kl. 20.00. NQATUN Stórkostleg verölækkun á lambal • •• . • ÍJOtl Kr. kg. Venjulegt verð Lambalæri .... 499 jíæ Lambahryggur ... 499 £69 Lambaframp. sagaður.... 369 m Lambasaltkjöt .... 399 Lambalifur ... 299 Hangilæri m/beim 699 Hangiframp. sagaður.. .... 499 Lambaskrokkar '/2 - 349 kr. Nautakjöt tilboðsverð Nautagúllas........ 995 Nautasnitzel....... 1.095 NÓATÚN17 ROFABÆ39 HAMRABORG, KÓP * 17261 ® 671200 «43888 LAUGAVEG1116 ÞVERHOLTI6, MOS FURUGRUND 3, KÓP. «23456 «666656 «42062 SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. • Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. • Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. • Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. • Stykkishólmur: Skipavflc, Hafnargötu 7. • Búöardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. • ísafjörður: Póllinn hf., AÖalstræti 9. < Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennjsbraut 1. • Sauöárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. • Siglufjöröur: TorgiÖ hf., Aöalgötu 32. • Akureyri: Sír hf.; Reynishúsinu, Furuvöllum 1. Húsavík: öryggi sf., Garðarsbraut 18a. Þórshöfn: NorÖurraf, Langholti 3. Neskaupstaöur: Rafalda hf., Hafnarbraut 24. Reyöarfjörður: Rafnet, Búðareyri 31. Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13 Höfn í Hornafirði: Kristall, Hafnarbraut 43. Vestmannaeyjar: Tréverk hf„ Flötum 18. Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. Selfoss: Árvirkinn hf„ Eyrarvegi 29. Garöur: Raftækjav. SigurÖar Ingvarssonar, HeiÖartúni 2. Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.