Morgunblaðið - 22.08.1991, Page 23

Morgunblaðið - 22.08.1991, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1991 23 ingar- ærfis ingunum gekk valdaránið því þeir voru sérfræðingar í svona löguðu. — það er mjög skrýtið að þetta skuli hafa gengið svona illa hjá þeim. Þess ber þó einnig að gæta, að hér er um að ræða allt annars kon- ar Rússa en fyrir örfáum árum, áður en Gorbatsjov komst til valda. Á undanförnum sex árum hefur hann kennt fólki að vera ekki hrætt við KGB, og fólk hlýddi kallinu, fór út á göturnar og mótmælti. — En hvers vegna tóku þeir ekki Jeltsín þegar í upphafi? „Það getur verið að þeir hafi reynt það og mistekist, en ég tel það ósennilegt. Hinn möguleikinn er sá að þeir hafi ekki þorað að taka hann höndum, því það mundi skapa geigvænleg viðbrögð meðal fólksins — því tóku þeir mann sem fáum líkaði, nefnilega Gorbatsjov. Það komu fréttir um að þeir hefðu » hafist handa við að handtaka eins marga og mögulegt var af ráðgjöf- um og aðstoðarmönnum Jeltsíns, og maður getur hugsað sér að þeir hafi ætlað að einangra hann og setja honum síðan úrslitakosti um að gera eins og þeir segðu. — Stóð einhver að baki áttmenn- ingunum? „Nei. Þótt þetta virðist vonleysis- legt þegar maður lítur til baka er óhugsandi acf einhveijir hafi staðið að baki þeim. Eitt nafn hefur þó ekki verið nefnt hingað til, en það er nafn Gromovs hershöfðingja, sem var næstráðandi í innanríkis- ráðuneytinu, beint undir Púgo. Hann var síðasti yfirmaður setuliðs- ins í Afghanistan og hefur lengi verið talinn hættulegur." Á barmi hengiflugsins — Hvað munaði miklu að þeim tækist valdaránið? „Mjög litlu. Ef Gorbatsjov og Jeltsín vissu um áformin var hættan kannski ekki eins mikil og kann að virðast. Að öðrum kosti má segja að við höfum staðið á barmi hengi- flugsins, en síðan tekið skref aftur á bak. — En hveijar verða afleiðingar þessa misheppnaða valdaráns? „Það má segja að þetta hafi ver- ið mjög heppilegt fyrir áframhald- andi þróun í Sovétríkjunum, því nú losna þeir Gorbatsjov og Jeltsín við alla gömlu harðlínumennina — sov- éska dómsmálaráðuneytið hefur nú þegar hafið rannsókn á glæpsam- legu athæfi ýmissa manna í sam- bandi við valdaránstilraunina. Það eiga eftir að fylgja þessu miklar hreinsanir, þar sem menn verða annað hvort sendir í útlegð eða hreinlega teknir af lífi. Ekki má þó gleyma því að hvorki herinn né ör- yggislögregluna er hægt að fjar- lægja.“ — Hvað gerist næst í Sovétríkj- unum? „Ég held að við munum vakna upp við það, að allt í einu eru ekki til nein Sovétríki. Þetta verða sext- án eða fleiri sjálfstæð ríki og þá upphefjast ný vandamál eins og sjá má í Armeníu og víðar. Fátt getur orðið til að stöðva þessa þróun. Enginn ráðamanna í hernum kemur til með að hafa vilja eða getu til að sporna gegn úrsögn lýðveldanna úr ríkjasambandinu — þeir hverfa með neyðarnefndinni, og Jeltsín hefur margsinnis sagt opinberlega að hann styðji þjóð- frelsishreyfingarnar víðs vegar um landið. Gorbatsjov er búinn að vera — hans hlutverk var að miðla málum milli gömlu 'harðlínumannanna og umbótasinna. Jeltsín á senuna hér eftir. Sex ár undir stjórn Gorbatsjovs var eins konar meðganga, og á sextíu klukkustundum fæddist nýtt aljóðakerfi með mörgum nýjum ríkjum þótt líkurnar á að móðir og barn kæmust lifandi frá þessu væru minni en venjulega." VALT ER VERALDARGENGI Gera má ráð fyrir að í kjölfar valdaránsins misheppnaða sigli mannabreytingar á æðstu sem lægstu stöðum. Að neðan sést hvernig ætla má að sumir klifri upp stigann, aðrir falla niður, en menn á borð við Jazov og Krjútskov hanga í vindinum. Ealexander bessmertnyk Utanríkisnáðherra Bessmertnyk er í innsta hring Gorbatsjovs fyrir og mun stjarna hans vafalaust ekki dvina við það, að valdaræningjarnir sáu ástæðu til þess að kyrrsetja hann. EDÚARD SHEVARDNADZE Þingmaöur Utannkisráðherra Gorbatsjovs þar til i desember sl„ þegar hann sagði af sér vegna þrýstings frá harðlínumönnum. Framganga hans gegn valdaræningjunum þykir benda til þess að hann muni láta tii sín taka á ný. ALEXANDER JAKOVLEV Nngmaöur Var náinn ráðgjafi Gorbatsjovs, en hefur sennilega mátt láta undan þrýstingi harðlinumanna sem neyndu að einangra Gorbatsjov í embætti. Hann situr á þingi fyrir flokk umbótasinna. SAVRÍLPOPOV Horgarstjóri t Moskuu Hlaut glæsilegan meiriihluta í borgarstjórnárkosningum i sumar. Yfirlýstur umbótasinni og stuðningsmaður Jeltsíns. Sagði sig úr kommúnistaflokknum fyrir ári með harðorðum yfirlysingum. 30RISJBJSÍN Bússiandslorseti Lýðræðislega Iqörinn forseti Rússlands með yfir 90% fylgi. Honum má þakka hversu vel gekk að ráða niðurlögum valdaræningjanna, enda nýtur hann gifurlegrar lýðhylli. Er nú líkiega vinsælasti ráðamaður í Sovétrikjunum. SBWiADÚ JANAJEV Varaforseti Gorbatsjov sagðist treysta honum, en Janajev launaði traustið með þvi að steypa honum af stóli. Var óspar á yfirlýsingar um ágæti perestrojkunnar þar til í febrúar, er hann réðst á hana opinberlega. nnanríkispáðherra Alræmdur harðlínumaður, fyrrverandi yfirmaður KGB, og einn hinna átta valdaræningja, Púgo fyrirskipaði árásir. sérsváta hersins í Vilníus og Ríga i febrúar þar sem þrettán manns féllu. DflfflTra JAZQV varnarnHuaraonerra Stýrði afvopnunarsamhingum fyrir hörxi Sovélrikjanna og var um tima áns konar vörumerki nýnrar stefnu Gorbatsjovs í afvopnunarmálum. Snerist síðan gegn honum og tók þátt í MÚÍHAÍL fiORBATSJOV ftirsBtl Stóð af sér vatdaránstilraun hinnar sjálfskipuðu neyðarnefndar rneð dyggri aóstoð Jeltsíns og ffeiri róttaekra umbótasínna Pó hann sé nú kominn til embættís á hýer líklegt að Jeltsín ági dftir aö skáka honum. YfirmaðurKGB Harðtínukömmúnisti eins og télagaf hans I attmenningaklíkunni. Lýsti yfirborðsstuðningi við Gorbatsjov og perestrojku. Hann er sagður hafa verið handtekinn. pV - ,ÍS i ' ■' ' \ ó|í: .... lin árlega hersýning 1. maí á Rauða torginu þar sem sovéski herinn ýndi véldi sitt var jafnan afar íburðarmikil. vakíu og í Póllandi eru þeir aðeins um 40.000. Yfirstjórn Rauða hersins hefur frá stofnun Sovétríkjanna á þriðja áratugnum gætt þess að brjóta ekki gegn stjórnarskrá landsins og hefur að því best er vitað aldrei borið fram raunvenilegar hótanir um valdarán. Að þessu sinni virðast a.m.k. sumir hershöfðingjarnir hafa komist að þeirri niðuretöðu að svo hart sé hægt að ganga fram í af- vopnun að þeir verði að grípa inn í rás viðburðanna. í þessu mati sínu ganga þeir út frá áðurnefndri for- sendu um að veija beri ríkið og til þess verði þeir að geta komið her- liði sínu fyrir hvar sem þess er þörf, í öllum lýðveldum þess. Myndugleiki yfirmanna Það sem reynir einkum á við slíkar aðstæður er hvort æðsta stjórn hersins hefur nægilegan myndugleika til að hrinda áætlun- um sínum í framkvæmd. Enginn efast um samstöðuna í yfirstjórn- inni. Sovétrannsóknastofnun Sand- hurst-skólans í Bretlandi fullyrti á mánudag að telja mætti þá here- höfðingja sem styddu Gorbatsjov á „fingrum annarra handar.“ Sagt er að einbeittasti stuðningsmaður- inn, Dmítríj Volkogonov hershöfð- ingi, hafi orðið að víkja úr herráð- inu vegna þess að félagar hans í ráðinu hafi tekið þá ákvörðun að losna við hann og beita til þess öll- um ráðum. Sérfræðingarnir í Sand- hurst segja að fyrir æðstu menn á borð við Dmítríj Jazov varnarmála- ráðherra og Míkhaíl Moisjev, for- seta herráðsins, sé herinn sjálft föð- urlandið, miklu fremur en Rússland sjálft. Agaleysi hefur vaxið hratt í Rauða hernum undanfarin ár, óbreyttir hermenn verða víða að sætta sig við afar slæman aðbúnað og séu: þeir íeá uppreisnarlýðveldun- um sex. iiafa þeir sætt hvers kyns áreiti\i,'mauðgunum pg barsmíðum er jáfnvel hafa leitt þá til dauða. Jafnframt hefur álit almennings á hernum hríðfallið, fólk kennir hern- um um allt sem aflaga fer og blö- skrar ijárausturinn enda óhemju dýrt að hafa fjórar til fimm milljón- ir manna stöðugt undir vopnum. Liðsforingjar hafa verið myrtir úr launsátri í stórborgunum. Herskylda og föðurlandsást Einingin í' efstu röðum tryggði því ekki að hershöfðingjarnir gætu í tilvikum sem þessum haft sitt fram gagnvart lægra settum foringjum, enn síður óbreyttum liðsmönnum sem gegna herskyldu. Að sögn sér- fræðinganna í Sandhurst hafa verið gerðar skoðanakannanir sem sýna að flestir liðsforingjar sem hafa lægri tignargráðu en undirofursti vilja að herinn einbeiti sér að fag- kunnáttu og styðja þá stefnu að meiri áhersla verði lögð á hana en mikinn fjölda hermanna og vígtóla. Hugmyndir um meiri fagkunnáttu eru eitur í beinum gömlu hershöfð- ingjanna og flokkshestanna því að þær merkja að hætt yrði við her- skylduna og komið á atvinnuher. Samkvæmt kokkabókum kommún- istabroddanna er herskyldan besta ráðið til að innræta öllum ungum Sovétmönnum, af hvaða -þjóðerni sem þeir eru, föðurlandsást og virð- ingu fyrir yfirvöldum. Hætt er við að þeir sem gegna herþjónustu, menn með stuðning fjölskyldna sinna á bak við sig, séu líklegir til að íhuga liðhlaup eða jafnvel að snúa byssuhlaupunum í óvænta átt eins og gerðist í einhveijum mæli við rússneska þinghúsið. Einnig hefði neyðarnefndin getað þurft að kaila út varalið til herþjónustu með sömu áhættuna .í huga. Mæður ungra manna á herskyldualdri mót- mæltu sumar ákaft þegar synir þeirra voru sendir til Armeníu til að kveðá niður þjóðaátök á síðasta ári og margir varaliðsmenn létu ekki sjá sig á skráningarstöðum. Sérfræðingarnir í Sandhurst voru á því að enn erfiðara yrði að tjónka við herskylduliðið og varaliðið ef mótmæli breiddust' út meðal al- mennings. Neyðarnefndin gat kall- að út ákveðnar hersveitir sem vitað var að myndu hlýðnast æðstu yfir- boðurum sínum og þannig gátu valdaræningjarnir sýnt nokkum styrk. Líklegt er að skriðdrekasveit- irnar sem sáust á götum Moskvu á mánudag hafi verið frá herstöðvun- um Taman eða Kantímírovskí sem eru í grennd við höfuðborgina. Ef ekki hefði verið leyfi hjá herekólun- um í Moskvu er líklegt að nemar úr þeim hefðu einnig verið sendir á vettvang. En hermenn af þessu tagi henta ekki til að kveða niður mót- þróa almennings, þeir eru m.a. ekki þjálfaðir til slikra verka. Neyðar- nefndin, með Borís Púgó innanríkis- ráðherra og Vladímír Krjútjskov, yfirmann öryggislögreglunnar KGB, innanborðs, hafði að vísu til umráða um 70.000 velþjálfaða hgr- menn innanríkisráðuneytisins og allt að 220.000 KGB-hermenn en samanlagt er þetta ekki nægilegt lið til að tryggja völdin ef fólkið rís upp. Þátttaka sjálfs Rauða hersins var því grundvallaratriði ef valda- ránið átti að heppnast. Óljóst er enn hvort reynt hafi verið að nota hermenn frá Asíulýð- veldunum til að kæfa mótspyrnuna í Moskvu eins og margir óttuðust að valdaræningjaroir hygðust gera. Var þá háft í huga að kínverskir ráðamenn 'gripu til þess ráðs að nota hermenn frá áfskekktum her- uðum til að beija niðuir-andófs- hreyfingu námsmanna í Pelcing" 1989. Ymislegt bendir til að aðrir en herehöfðingjar Rauða -hersins hafi annast skipulagningu aðgerð- anna í Moskvu, svo margt fór úr- skeiðis við tilraunina. (Byggt á The Daily Telegraph, og Reuter o.fl.).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.