Morgunblaðið - 22.08.1991, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1991
* *
Minning:
Lilja Þórðardóttir
hárgreiðslumeistari
Fædd 15. janúar 1911
Dáin 13. ágúst 1991
í dag er elskuleg systir mín, Lilja
Þórðardóttir, til moldar borin, en
hún lést 13. þessa mánaðar á Elli-
heimilinu Grund þar sem hún hafði
dvalist við nokkum heilsubrest um
þriggja ára skeið.
Lilja var fædd í Reykjavík 15.
janúar 1911. Foreldrar hennar voru
Þórður Magnússon bókbindari (f.
1881), sem lengi starfaði hjá ísa-
fold, og kona hans, Guðrún Magn-
úsdóttir (f. 1891). Bjuggu þau í
Ofanleiti (nú Ingólfsstræti 7A),
húsi sem reist var 1896 og stendur
enn. Önnur börn þeirra voru: Páll
verslunarmaður (f. 1907), Magnús
starfsmaður Gasstöðvarinnar á sín-
um tíma (f. 1915) og Geir (f. 1926),
bókbindari og verkstjóri hjá Frjálsri
fjölmiðlun, sá er þetta ritar og lifir
einn systkinanna.
Mikill harmur var kveðinn að ijöl-
skyldunni þegar móðir okkar, Guð-
rún, lést af barnsförum árið 1929,
38 ára gömul. Lilja, sem þá var
aðeins 18 ára, tókst á hendur það
-erfíða hlutverk að annast heimilið.
Var hún systkinunum og föður okk-
ar hin mesta stoð og stytta og sýndi
þann dug og seiglu sem í henni bjó
þrátt fyrir ungan aldur. Annað áfall
henti fjölskylduna þrem árum síðar
þegar elsti bróðirinn, Páll, lést af
völdum umferðarslyss.
Árið 1937 giftist Lilja Ragnari
Þórarinssyni húsasmíðameistara og
var heimili þeirra alla tíð á Túngötu
36 í Reykjavík. Þau eignuðust einn
son, Þóri (f. 1938), sem nú er bóka-
?j;örður í Háskólabókasafni. Kona
hans er Guðríður Magnúsdóttir,
skrifstofustjóri, og eiga þau saman
tvö böm: Ingibjörgu og Ragnar.
Áður en Lilja kynntist Ragnari
hafði hún eignast soninn Gunnar
(f. 1932) með Snorra Halldórssyni.
Gunnar ólst upp hjá föðurömmu
sinni, Sigríði Bjarnadóttur, mikilli
sómakonu. Gunnar Snorrason er
kunnur verslunarmaður og atvinnu-
rekandi hér í bæ. Kona hans er
Jóna Valdemarsdóttir og eiga þau
fjögur börn: Önnu Lilju, Sigurð,
Brynju og Ástu. Barnabörn þeirra
eru orðin sjö talsins.
Lilja bjó manni sínum hlýlegt og
smekklegt heimili. Þau hjónin voru
vinmörg og því var gestkvæmt hjá
þeim fyrr á árum. Þangað var gott
að koma og þar mætti manni vel-
vild og gestrisni í ríkum mæli. Lilja
missti mann sinn árið 1971.
Við Lilja áttum tvær hálfsystur,
dætur Þórðar. Það voru þær Hulda,
er lengi starfaði í bókbandi Hóla í
Reykjavík, og Fríða, sem ung flutt-
ist til Kaupmannahafnar og giftist
þar Christian Lindhard. Hélt Lilja
ævinlega góðum vináttutengslum
við þær systur, en þær létust fyrir
nokkrum árum.
Lilja lærði hárgreiðsluiðn á yngri
árum þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
Árið 1940 setti hún, ásamt Kristínu
Lárusdóttur, á stofn hárgreiðslu-
stofuna Lilju í Templarasundi 3.
Ráku þær hana í þrjú ár, en árið
1944 keypti góð vinkona hennar,
Sigríður Bjamadóttir, stofuna og
starfrækir hana enn í dag.
Það mun hafa verið litlu síðar
að Lilja fór ásamt ágætri vinkonu
sinni, Magnþóru Magnúsdóttur, að
aðstoða við hárgreiðslu hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur. Frá því um 1950
tók hún við þessu starfi hjá félaginu
og hafði það með höndum til ársins
1980.
Vinnuherbergi leikara undir svið-
inu í Iðnó var skemmtilegur vinnu-
staður. Eftir meira en 30 ára veru
þar hafði Lilja margs að minnast:
skemmtilegra atvika, hnyttinna til-
svara og margja mætra manna.
Var það henni mikil gæfa að fá að
starfa með því yndislega fólki sem
þarna var og eiga vináttu þess. Hún
lagði alúð í starf sitt, lét sig ekki
vanta í vinnu og var komin manna
fyrst á vettvang hvert vinnukvöld
til að skipuleggja hlutina. Var við
brugðið hve hún rækti starf sitt af
mikilli kostgæfni og trúmennsku.
Lilja var kona hjartahlý og hjálp-
söm. Mörgum þótti því gott að leita
til hennar. Barnabörnin voru henni
mikils virði og hjá henni áttu þau
iðulega gott skjól. Hún var höfðingi
í lund og kappkostaði að vera frem-
ur veitandi en þiggjandi. Og ófáar
eru þær konur sem notið hafa greið-
vikni hennar þegar lagfæring hár-
greiðslunnar var annars vegar.
Ég kveð hjartkæra systur mína
hinstu kveðju. Blessuð sé minning
hennar og megi góður Guð greiða
henni veg inn í nýjan og bjartari
heim. Því segi ég með orðum sr.
Valdemars Briem:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Geir Þórðarson
Kveðja frá Leikfélagi
Reykjavíkur
Við fráfall Lilju Þórðardóttur
koma upp í hugann minningar frá
árum Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó.
Þar starfaði Lilja sem hárgreiðslu-
meistari Leikfélagsins í áratugi við
vinnuskilyrði sem í rauninni voru
algjörlega óviðunandi.
Kjallarinn í Iðnó, búningsher-
bergi leikara, hefur aldrei verið
aðlaðandi vistarvera — og langt
undir lágmarkskröfum sem gerðar
eru til aðbúnaðar á vinnustað. En
hún Lilja hárgreiðslukona var ein-
stök og átti sinn stóra þátt í því
að gera kjallarann að þeim stað sem
við minnumst nú með ákveðnum
söknuði þrátt fyrir allt.
Hvert einasta sýningarkvöld var
Lilja mætt í kjallarann á undan öll-
um öðrum, búin að hella upp á
könnuna og tók á móti manni með
sínu þægilega viðmóti og skemmti-
legum athugasemdum um eitt og
annað. Og þegar hún lét af störfum,
eftir að hafa verið í hugum margra
samgróin Leikfélaginu áratugum
saman, vissum við sem höfðum ver-
ið henni samferða að kjallarinn yrði
aldrei aftur hinn sami.
Leikfélag Reykjavíkur á tilveru
sína ekki hvað síst að þakka starfs-
fólki eins og Lilju Þórðardóttur,
hárgreiðslumeistara, sem vann sín
störf á bak við tjöldin í Iðnó við
hinar erfíðustu aðstæður. Við Leik-
félagsmenn minnumst hennar með
sérstakri hlýju og innilegu þakklæti.
Sigurður Karlsson
Þegar við eldumst fer hann að
stækka hópur vinanna kæru sem
farnir eru frá okkur yfír í heiminn
bjarta þar sem réttlætið býr.
Við eldri leikararnir hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur njótum nú ekki
lengur umönnunar og kærleika kon-
unnar sem var okkur öllum svo
mikils virði. Þegar ég stilli huga
minn til baka og reyni að gera mér
grein fyrir hvað það var í fari henn-
ar Lilju, hárgreiðslukonunnar okkar
í Iðnó sem gerði það að verkum,
að nú þegar við heyrum andlát
hennar, langar okkur aðeins til að
taka hana í fangið í heimi hugans,
og hvísla í eyra hennar: Þakka þér
fyrir Lilja, þú ókrýnda drottning
kjallarans í Iðnó.
„Hann var góður þessi,“ mundi
Lilja þá segja og líklega mundi hún
losa sig hæglátlega úr þessu tilfínn-
ingasama faðmlagi, því hún var
ekkert mikið fýrir faðmlög hún
Lilja. Ég man satt að segja eftir
því að hún sagði mér einu sinni að
sér leiddist allt svoleiðis. Samt var
öll hennar nærvera eins og eitt stórt
faðmlag.
Ég var 11 ára gömul þegar ég
kom í Iðnó í fyrsta skipti. Eg var
í mínu fínasta pússi, með tilheyr-
andi slöngulokka í hárinu sem
magnaðir voru fram með sjóðandi
heitu krullujárni. Ég vissi ekki þá
sem ég sat í grænu plusssæti, stjörf
af fínheitum, hvað ég átti oft eftir
að sitja undir einmitt slíkum jámum
í þessu töfrahúsi en það var ekki
fyrr en mörgum árum seinna, að
ég sat niður í svokölluðum „almenn-
ingi“ og hendurnar sem þar beittu
krullujárninu af undraverðri fími,
vom hendurnar hennar Lilju
minnar. Krullujárnið bókstaflega
dansaði í höndum hennar, hún dró
það sjóðandi heit undan kaffikönn-
unni sem stóð á heitri rafmagns-
hellu á borðinu við spegilinn. Þá
sneri hún því fímlega nokkra hringi
í loftinu, blés síðan á það og stakk
því síðan í hár mitt og hóf samræð-
ur kvöldsins. Og samræður okkar
Lilju hófust reyndar alltaf á sömu
setningunni. Einhverra hluta vegna
bytjuðu þær alltaf með því að Lilja
spurði: „Hvernig hefur hún tengda-
móðir þín það?“ Þegar ég var búin
að segja henni allt um heilsufar
þeirrar tengdamóður sem við átti í
það skipti, og Lilja var búin að lýsa
því yfír að ég ætti svo sæta tengda-
t
Sonur minn og bróðir,
BERGSTEiNN THEÓDÓR ÞÓRARINSSON,
Hásteinsvegi 22,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsunginn frá Landakirkju föstudaginn 23. ágúst kl. 14.00.
Anna Halldórsdóttir,
Ásta Þórarinsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GEORG HÓLMBERGSSON,
Dalbraut 25,
lést þann 13. ágúst sl.
Útförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð.
Sigríður Jónsdóttir,
Ingibjörg Georgsdóttir, Þórir Guðmundsson,
Sigriður Bachmann, Matthías Magnússon,
Guðmundur Þórisson, Ingi Þór Þórisson,
Magnús Þórir Matthíasson.
ERFIDRYKKJUR
Tökum að okkur erfidrykkjurfyrir allt að250 manns.
Verð frú kr. 830. -
Upplýsingar í síma 11440 eða á staðnum.
Hótel Borg
Útför t ELÍSABETAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Hnífsdal
fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 26. ágúst kl. 13.30.
Þórhallur Már Sigmundsson, Guðmundur Samúelsson, Anna Lilja Gestsdóttir, Sigriður Sigmundsdóttir.
Ástkær eiginkona t mín og móðir okkar.
FANNEY JÓNASDÓTTIR,
Álfheimum 9,
lést 19. ágúst.
Jónas R. Jónasson og dætur.
t
Ástkær sonur okkar, faðir og bróðir,
GÍSLI RAGNAR EINARSSON,
Álfhólsvegi 89,
Kópavogi,
sem andaðist á heimili sínu 16. ágúst, verður jarðsunginn frá
Kópavogskirkju föstudaginn 23. ágúst kl. 10.30.
Þórhildur Gísladóttir, Einar Kjartansson,
Arna Viktorfa Gísladóttir,
Margrét Bragadóttir,
Fríða Björk Einarsdóttir,
Kjartan Júlíus Einarsson.
móður. Þá var lítil tregða á að fínna
umræðuefni. Þá var malað um alla
heima og geima allt fram á síðustu
krullu. Og alltaf fannst mér jafn
hressandi og gaman að tala við
Lilju. Hún hafði mjög ákveðnar og
afdráttarlausar skoðanir og þessar
skoðanir voru aldrei eins og allra
hinna. Ég man eitt vorið sagði hún
mér að hún væri nýkomin úr heim-
sókn í sumarbústað. „Ó,“ sagði ég
upphafín. „Var ekki yndislegt að
koma svona upp í sveit og njóta
náttúrunnar?" „Nei,“ sagði Lilja,
„ég veit ekkert leiðinlegra en njóta
náttúrunnar, hvað þá að vera að
flækjast upp í sveit.“ Og síðan var
hlegið dátt, þangað til Lilja fór að
gráta, en hún var ein af þessum
skemmtilegu manngerðum sem fá
alltaf tár í augun þegar mikið er
hlegið. Og oft hafði ég hana grun-
aða um að koma með þessar óvenju-
legu yfírlýsingar sínar, bara til að
fá mig til að hlæja.
„Almenningurinn“, lágreista
kjallaraherbergið í Iðnó, þar sem
Lilja ríkti við spegilinn stóra, hefur
sjálfsagt hlotið nafn sitt af því að
gengið er inn í öll búningsherbergi
leikara úr þessu miðherbergi og eru
búningsherbergin eins og dilkar í
rétt út frá almenningnum. Og þar
inni í örlitlu búningsherbergjunum
sátu hinir leikararnir og förðuðu sig
og biðu eftir því að komast að í
stólinn til Lilju. Oft gerðist það, ef
hláturgusurnar frá speglinum henn-
ar Lilju urðu háværar og hjartan-
legar, þá var öllum sjö dyrum bún-
ingsherbergjanna svipt upp á gátt
til að enginn missti nú af neinu.
Eða einhveijir leikarar höfðu orðið
ósammála uppi á sviði og komu svo
eins og ískaldir stormsveipir niður
í almenning, þar sem einhver sat
undir krullujárninu hennar Lilju.
Þessir ofsareiðu leikarar brunuðu
svo framhjá henni og hurfu hver í
sitt herbergi og tveimur hurðum
var skellt af slíku afli að krullujárn-
ið fór að nötra í höndum Ljlju. Eft-
ir örskamma stund opnuðust svo
aðrar dyrnar og eitthvað gott og
krassandi var sagt, síðan skellt aft-
ur. í sömu svifum opnast hinar
dyrnar með gusti og einhver öskrar:
Að hinn skuli ekki halda ... o.s.frv.
Síðan _skellur hálfu fastar en sá
fyrri. Ómögulegt er að skilja hvern-
ig litlu hurðirnar þoldu allar þessar
sviptingar. Svo fór að ijúka úr krull-
unum hjá Lilju. Sem auðvitað átt-
aði sig snarlega og kippti tryllitæk-
inu úr sviðnuðu hárinu, vingsaði
því í nokkra hringi í loftinu, stakk
því síðan undir kaffikönnuna og
sagði: „Hafiði það nú hálft annað
takk.“ En það var orðatiltæki sem
Lilja notaði alltaf þegar mikið gekk
á. Undir smærri uppákomum heyrð-
ist stundum hljóðlega sagt frá
speglinum stóra: „Ég á ekki krónu.“
Hún elskaði að gera okkur leik-
konurnar fínar, þessi hjartagóða
drottning kjallarans í Iðnó. Og hún
tók alltaf mjög nærri sér ef við
áttum að leika einhveijar ljótar
druslur. „Viltu vera svona?“ spurði
hún áhyggjufull og mundaði járnið
góða. Henni fannst við ekkert er-
indi eiga upp á leiksvið nema með
volga krullu við vangann. Hún
vandi okkur fljótt af öllu veikinda-
væli, því ef leikari kvartaði undan
þrota í hálsi eða hitaslæðingi, þá
dreif hún í okkur skeið af hreinu
spritti. Þetta var slíkur viðbjóður á
bragðið, að þótt Lilja fullvissaði
okkur um að þetta mundi hjálpa
báru flestir sína hálsbólgu í hljóði
til að sleppa við sprittskammtinn.
Eins og Lilja elskaði okkur og
annaðist eins og bömin sín, þá
nennti hún aldrei að koma og horfa
á okkur uppi á sviði, henni leiddust
svo leikrit. En henni þótti gaman
að hlusta á okkur syngja í gegnum
hátalarakerfið. Svo upp á sviðið
máttum við fara í baráttuna Lilju-
laus. Og áfram höldum við að troða
lífsleiðina án þessarar elskulegu
vinkonu. En aldrei mun ég ganga
framhjá Iðnó öðruvísi en óska þess
að nú gæti ég augnablik horfíð aft-
ur í tímann, skotist niður í kjallara,
sest í stólinn hjá henni Lilju og feng-
ið að hlægja með henni örlitla stund,
áður en hún mundi horfa á mig
áhyggjufull, munda járnið og
spyija: „Ætlarðu að fara svona út
í lífið?“
(
(
<
I
(
(
(
(
(
(
(
í
í
Guðrún Ásmundsdóttir