Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 34
Færíböné - kríbanáreimr Allt til viðgerða d færíböndum Gott verð G. Pdlmason, Súðarvogi 9, sími 685099, fax 685456. Tísku- sýning í Naustkjallaranum í kvöld kl. 21.30 INGA V. ÓLAFSDÓTTIR sýnir í fyrsta sinn á Islandi. Módelsamtökin sýna. Skreytingar frá BLÓrtóLFHR3RR Vesturgötu 4 Naustkjallarinn. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1991 fclk i fréttum SLYS Enn er sorgin fylgifiskur Brandofj ölsky ldunnar Nýr harmleikur hefur dunið yfir Brando-fjölskylduna frægu, en sem kunnugt er hefur Christian Brando nýlega verið dæmdur til að afplána 10 ára fangelsisdóm fyrir að vega ástmann hálfsystur sinnar. Nú hefur bróðir Christians, Miko, sem fylgdi Marlon gamla eins og skugginn í gegn um réttarhöldin yfir Christian, misst eiginkonu sína í bíl- slysi. Eiginkona og barnsmóðir Mikos, Giselle, varð fyrir bifreið í Pasadena og voru tildrög slyssins vægast sagt óvenjuleg. Giselle hafði verið í af- mælisveislu og er hún hélt heim á leið skaut hún vagni sínum undir vinkonu sína og frænku. Á leiðinni hófust róstur í bílnum mílli farþeg- anna tveggja og tókst Giselle ekki að skakka leikinn með fortölum og þrábeiðnum. Ók hún því bílnum út í vegarkantinn og steig út úr bifreið- inni, opnaði farþegahurðina og ætl- aði að segja nokkur vel valin orð. En það varð ekki, áflogahundarnir í aftursætinu byltust út úr bílnum og bárust slagsmálin út á götuna og hrökklaðist Giselle nauðug með. Bíll sem kom aðvífandi á mikilli ferð náði ekki að stöðva í tæka tíð og ók hann á allann hópinn. Giselle lést samstundis, en konurnar tvær slös- uðust minna, fengu báðar að fara heim af slysadeild eftir að gert hafði verið að sárum þeirra. Miko og Giselle kynntust árið 1985 er þau unnu bæði fyrir Michael Jack- son. Var hún aðalbókari hans, en Miko lífvörður. Miko sagðist hafa verið mjög sér er Jackson lét hvorki sjá sig eð aí sér heyra við jarðarför- ina. Giselle og Miko ásamt litlu barni sínu. BÆKUR Enn og aftur fær Nancy Reagan „gúmoren“ Nancy Reagan, fyrrum forset- afrú Bandaríkjanna hefur ekki átt sjö daganna sæla í seinni tíð. Hún var heldur betur á milli tanna á fólki er slúðurdálkahöfund- urinn Kitty Kelly ritaði ævisögu Nancy í fullkominni óþökk frú Re- agan. I bók ungfrú Kelly var Nancy- „hökkuð í spað“, en það mun vera vægt til orða tekið miðað við útreið- ina sem Nancy fær í ritverkinu. Nancy og fleiri urðu til þess að gagnrýna og fordæma ritið, sögðu það meiri og minni lygaþvælu, en margt gekk illa að hvítþvo sig af, því þar stóðu staðhæfingar gegn staðhæfingum. Sagt er að jafnan skiptist á skin og skúrir. Nú er hellidemba á ný hjá Nancy, því dóttir hennar Patti Davis, hefur sent frá sér sína þriðju skáldsögu. í bókinni, „A House of Secrets“, eða „Hús leyndardómanna“ segja sérfræðingar í einkamálum Reag- an-fjölskyldunnar að víða megi þekkja Nancy Reagan í hlutverki illrar móður stúlku nokkurrar. i húsi leyndardómanna er fjallað um Cörlu Lawton. Lýst uppvexti hennar hjá móður sem hataði hana alla tíð, ekki síst eftir að eldri syst- ir Cörlu fellur frá, en móðir þeirra elskaði ævinlega systur Cörlu út af lífinu. í bókinni er hver kaflinn af öðrum þar sem móðirin beitir Clöru líkamlegu og andlegu ofbeldi og víða þykjast menn geta séð sam- svörun í lýsingum Patty á hinni hugsjúku móður Cörlu og Iýsingum Kitty Kelly á Nancy Reagan. Hitt er svo annað mál, að menn hafi aldrei átt von á öðru frá Patty Davis en óhróðri um foreldra sína, en hin síðari ár og alveg sérstak- lega er Ronald Reagan var forseti Bandaríkjanna virtist Davis að sögn sérfræðinga hreinlega þrífast á ós- ætti við foreldra sína. Illar tungur segja Davis vera sviðsfíkil sem noti fræga foreldra sína til að beina sviðsljósinu á sig. Þannig selji hún jafnan drjúgan slatta af bókum sín- um, því ekki geri hún það sökum gæða þeirra. Skáldsögurnar þrjár hafa allar fengið siæma dóma og gagnrýnendur-yfirleitt á einu máli um að stúlkan sé ekki á réttri hillu. Patti Davis. ■ BBQborgari..............kr Nautasnitsel m/pönnusteiktum kartöflum Glóóarsteiktur piparsteinbítur m/sinnepssösu...............kr Súpa fylcjir öllum réttum nrtumttitu?*»M*r5Kmu«*«ni flf i • t i HRAÐLISTRARNAMSKEIÐ k Vilt þú margfalda lestrarhraðann og bæta eftirtektina? k Vilt þú verða mikið betri námsmaður og auðvelda þér nám- ið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? k Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? •k Vilt þú hafa betri tíma til að sinna áhugamálunum? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax. Næsta námskeið hefst fimmtudaginn 5. september. Skráning í síma 641091. Ath.: Óbreytt verð frá síðasta vetri. VR og mörg önnur félög styrkja þátttöku félaga sinna á námskeiðunum. HRAÐLESTRARSKOLINN EITURLYF Samvinnan staðfest Bandarísk og tékknesk stjórn- völd hafa stóraukið alls kyns samvinnu hin síðari misseri, eða eftir að járntjaldið féll. í Tékkosló- vakíu ráða nú ríkjum menntamenn og fyrrum andófsmenn sem sátu oft og iðulega á bak við lás og slá fyrir það að hafa viljað meira frelsi og réttlæti. Eitt sviðið sem sameinar þjóðirnar tvær er barátt- an gegn eiturlyfjaplágunni. Fyrir skömmu var undirritað skjal í Prag þar sem kveðið er á um víð- tæka samvinnu í baráttunni. Ástandið í Bandaríkjunum er mjög alvarlegt og í Tékkoslóvakíu er það fyrir hendi og fer vaxandi. Á meðfylgjandi mynd hafa fulltrúar stjórnvalda Tékkoslóvakíu og Bandaríkjanna undirritað plaggið, þau eru f.h. Shirley Temple Black, fyrrum barnastjarna þeirra Bandaríkjamanna, og Jan Langos, innanríkisráðherra Tékkoslóvak- íu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.