Morgunblaðið - 22.08.1991, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 22.08.1991, Qupperneq 41
ieei t DOA .ss ii’JOAQUTMMre qiqAjaM’JgtftOM MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1991 IÞROTTIR UNGLINGA Lýsismótið í knattspyrnu: Framarar sigursælir - sigruðu bæði íflokki a-liða og b-liða LÝSISMÓTIÐ íknattspyrnu fór fram um síðustu helgi í Grindavík og var keppt í a og b-liðum 4. flokks frá 9 félögum. Fram frá Reykjavík bar sigur úr bítum á báðum vígstöðvum eftir úrslitaleik við Stjörnuna úr Garðabæ. Frimann Ólafsson sknfarfrá Grindavik Fram sigraði með 9 mörkum gegn einu í b-liða úrslitum og með 4 mörkum gegn engu í úrslit- um a-liða og skoraði Þorbjörn Sveinsson öll mörk- in. Framarar voru með áberandi sterk lið og bæði liðin eru í úrslitum íslands- mótsins sem fram fer á næstunni. Stjarnan keppti til úrslita bæði í a og b-liðum og var verðugur mót- heiji Framarar þó ekki ynnist sigur í þetta skiptið. Keppt var eftir reglum um minnibolta þannig að sjö leikmenn voru í hvoru liði og keppt á hálfum velli. Lýsi hf. gaf verðlaun á mótið og auk þess fengu verðlaunahafar lýsisflösku að launum til að geta haldið áfram að frekari uppbygg- ingu á hraustum líkama. Pepsi gaf Morgunblaðið/Frimann Gunnar Axel Davíðsson frá Seyðisfírði kom lengst að keppenda ásamt liði sínu og var kjörinn prúðasti leikmaður b-liða. bolta fyrir prúðasta leikmann í hvorum flokki og fékk Rafn Arn- arsson frá Grindavík verðlaun í flokki a-liða og Gunnar Axel Davíðsson frá Seyðisfírði í flokki b-liða. Mótið fór vel fram og tíma- setningar stóðust með miklum ágætum. Námskeið: Handboltaskóli FH Handknattleiksskóli FH verður í íþróttahúsinu við Kaplakrika í ágúst. Námskeiðið verður í 8 daga, hefst núna á laugardaginn og verð- ur á hverjum degi til laugardagsins 31. ágúst. Kennt verður í báðum sölum samtímis, stúlkur í öðrum og drengir í hinum. Yngri krakkarnir, 6, 7, 8, 9 og 10 ára (fædd ’81 tií ’85) verða kl. 10.30 til 12.00, en eldri krakkarnir 11, 12, 13 og 14 ára (fædd ’77 til ’80) verða frá kl. 12.00 til 13.30. Kennarar verða Geir Hallsteins- son og Theódór Sigurðsson ásamt aðstoðarfólki og ætla þeir að leggja áherslu á leikræna þáttinn í kennsl- unni. Þátttökugjaldið er kr. 1.500. Grillveisla verður í lokin og allir fá viðurkenningarekjöl. Leikmenn meistaraflokks karla og kvenna koma í heimsókn. Körfuboltaskóli ÍBK ÍBK verður með köifuknattleiks- skóla 26.-31. ágúst í íþrótthúsinu vjð Sunnubraut. Skólinn er fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 5-16 ára. I skólanum verða undirstöðu- atriði körfuknattleiks kennd og æfð, einnig verður farið í ýmsa körfuknattleiksleiki. Skólinn er hugsaður bæði fyrir bytjendur í íþróttinni og þá sem eru lengríKF veg komnir. Aðalþjálfarar verða Axel Niku- lásson, Margrét Sturlaugsdóttir, Stefán Arnareon og Jón Kr. Gísla- son. Auk þess munu aðrir þjálfarar starfa við skólann. Þátttökugjald er kr. 1.500 og fer innritun fram í fyrstu tímum hvers aldurehóps. Krakkar fæddir árin 1979 til 1985 verða í skólanum frá kl. 9.00 til 12.00, krakkar fæddir 1977-’78 verða frá kl. 12.30 til 15.30 og unglingar fæddir 1974-’76 verða frá kl. 15.30 til 18.30. Nánar upp- lýsingar eru veittar í síma 11771. ÚRSLIT Lýsismótið Keppni A-liða: 1. sæti: Fram-Stjarnan.............4-0 3. sæti: FH-Haukar.................2-0 5. sæti: Reynir-Grindavík............5-3 (eftir vítaspyrnukeppni) 7. sæti: Þróttur-Selfoss........... 9-8 (eftir vítaspyrnukeppni). Keppni B-liða: 1. sæti: Fram-Stjaman................9-1 3. sæti: FH-Haukar...................5-1 5. sæti: Grindavík-Reynir............2-1 2. flokkurkarla: , Fram íslands- meistari Fram varð íslandsmeistari í 2. flokki karia 1991, sigraði lA í úrslitaleik 3:1. Liðið var skipað eftirtöldum leikmönnum: Aft- ari röð frá vinstrij Ólafur Orrason, liðs- stjóri, Magnús Jonssori, þjálfari, Pétur Bjarnason, Kjartan Már Hallkelsson, Ámi Sigurðsson, Sigurjón Þorri Ólafsson, Sæv- ar Guðjónsson, Þorvaldur Ásgeirsson, Ásgeir Ásgeirsson, Friðrik Sigurðsson, Daníel Stefánsson, Sigurður Kári Kristj- ánsson og Sigurgeir Kristjánsson. Fremri röð f.v: Viðar Þ. Guðmundsson, Ríkharður Daðason, Friðrik I. Þorsteinsson, Pétur Marteinsson, Helgi Áss Grétarsson, Ómar Sigtryggsson, Guðmundur Páll Gíslason, Arnar Amarsson, Rúnar Gíslason. Morgunblaðið/Frosti Eiðsson ÍA íslandsmeistari í 3. flokki kvenna íslandsmeistarar í 3. flokki kvenna, - lið ÍA sem sigraði KR í úrslitaleik 3:2. Fremri röð frá vinstri: Ragnhildur Ólafs- dóttir, Sigrún Margrét Hallgrímsdóttir, Elfa Ásgeirsdóttir, Áslaug Ragna Ákadóttir, Lára Björk Gísladóttir, Guðrún Sigureteinsdóttir og Jón Vilhelm Ákason. Aftari röð frá vinstri: Jóhanna Ólafsdóttir, Anna Sólveig Smáradóttir, Lilja Lind Sturlaugsdóttir, Brynja Kolbrúnardóttir, Herdís Guðmundsdóttir, írena Ásdís Óskaredóttir, Halla Svansdóttir, Áki Jónsson þjálfari. Opið golfmot á Selfossi Sunnudaginn 25. ágúst fer fram TIMBURMENN OPIÐ á Selfossi. Leikinn verðurfjórleikur- punkt- ar með 7/a forgjöf. Vegleg verðlaun fyrir fimm efstu sætin. Aukaverðlaun fyrir að vera næst holu á 4/m og 7/16 brautum. Rástímar í síma 98-22417. Golfklúbbur Selfoss^ Boðsmiðar á úrslitaleik í Mjólkurbikarkeppai KSÍ Athygli íþróttaforystumanna, dómara og annarra handhafa aðgönguskírteina (passa) er vakin á því, að breytt hefur verið reglum um frímiða (boðsmiða) að landsleikjum, Eyrópukeppnum félagsliða og Mjólkur- bikarkeppni KSÍ. Aðgönguskírteini (passar) gilda ekki að framangreindum leikjum, en handhafar þeirra geta sótt miða á leikina á skrifstofu KSÍ í Laugardal gegn^r framvísun skírteina (passa). Miðar á leik Vals og FH sunnudaginn 25. ágúst verða afgreiddir á skrifstofu KSÍ eigi síðar en kl. 17.00 föstudaginn 23. ágúst. Þá er rétt að þenda handhöfum boðsmiða á, að eftir- leiðis er þeim ætlað að ganga inn um merkt: Boðsmiðar. Laugardalsvöllur og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.