Morgunblaðið - 22.08.1991, Page 38

Morgunblaðið - 22.08.1991, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR .22. ÁGÚST 1991 ® 1990 Jim Unger/Oislribuled by Jniversal Press Synðicale ,, V/'S i/erSam að þegar þotunnú L&ttir. " Ást er ... ... sjötta skilningarvitið. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1991 Los Angeles Timt-s Syndicate Kossar verða að bíða uns ég hef talað við kærastann um brúðkaupsdaginn, um brúðkaupið... Með morgunkaffinu á skrifstofunni nema kaffi- konunni. Hún sagði: ég vildi óska hann fótbryti sig á báðum ... HOGNI HREKKVISI H4 \ 3r ,,/néft ER MBIKILLA WP PAO PBGAR MNN FINMUK EITTHW4Ð ’A t'rrSÖLU." Stríð gegn lífríkinu Qan yuyani þig man ég munakuni elska þig ég Kukutakuna Vofurnar Qayramanri Qayrara til fara Bólivískt wayanu. viðlagastef Qayara er tákn um grimmdarlegt tortímingarstríð manna gegn líf- ríkjum náttúru, mannleg samfélög þar með talin. Asbest lungu (silicosis) er ekki nýlegur sjúkdómur, tengdur eld- varnarplötum og hemlaborðum. Átta milljón ótímabær mannslíf tóku silfurnámurnar í Potosi til sín. Innfæddir á meðan þeir entust, þar á meðal íbúar Qayra, Afríkumenn þá er innfædda þraut, og þeir hrundu líka niður. Qayra byggðist aldrei upp áftur. Einhvern veginn finnst mér að minning þessa fólks og annars svo að milljónum skiptir liggi í láginni þegar dáðir landa- fundamanna og landnema eru tí- undaðar, heppnaðra sem mishepp- naðra. Sáuð þið myndina í sjónvarpinu Mig langar að koma með síðbún- ar kveðjur og þakklæti fyrir hönd okkar hjónanna fyrir ógleymaniega dagsferð sem okkur var boðið í ásamt hótei- og ferðaskrifstofufólki þann 14. júlí. Ferðaskrifstofan Saga ásamt Hafþóri Ferdinandssyni höfðu veg og vanda af ferðinni. Sá dagur verður okkur ógleym- anlegur. Við höfðum aldrei farði í slíka fjallaferð áður enda ekki slík ferð farin nema með þaulvönum fararstjóra og á stórum fjallabílum. Fyrst var okkur boðið í morgunmat á hátel Garði, þaðna var haldið í Hveragerði og stoppað við Húsið á sléttunni. Þar tók eigandinn, Ólafur Reynirsson, á móti okkur með mikl- um höfðingsskap og góðum veiting- um. Snyrtimennska var þar mikil og kom staðurinn okkur mjög á óvart, og er hiklaust hægt að mæla með honum. Þar næst var ferðinni haldið áfram að Keldum á Rangár- völlum. Þar tók góður ieiðsögumað- ur á móti okkur og fræddi okkur um þann sögufræga stað. Það var haldið Syðri-Fjallabaksleið fram hjá Rauðafossafjöllum, Tindfjallajökull „Svarti þríhyrningurinn" 18. júní? Þar sást fólk fárveikt af völdum mengunar. Kona ein iðraðist þess að hafa fætt börn inn í þennan heim. Kommúnisminn, sem er óað- skiljanlegur hluti vestrænnar menn- ingar, jók á þjáningar þessa fólks. í þessu iðnaðarsvæði í hjarta Evr- ópu er fólkið algerlega háð iðnvæð- ingunni, eftir að vera hluti hennar í nokkrar kynslóðir. Vandamálið virðist óleysanlegt. Það þarf orku. Um aðeins tvo valkosti er að ræða, úran eða brúnkol, með gjöreyðandi mengun. Menn deila um hvor tveggja kosta sé verri. Vandamálið er víðar þekkt, án kommúnisma, enginn kálfur fæðist til lífs á eynni Honshu og víðar. Mengunardauðinn nær til Suður- nesja. Það bjargar málinu að Island er stórt og úrkomusamt. Unnt er að leiða drykkjarhæft neysluvatn lengra að. Sólarorka til iðnvæðingar leysir engan vanda, ræktun og iðja í Negev-eyðimörk, sem er í gervirík- inu Israel, er 400% óhagkvæm sam- kvæmt reglum fijálsrar samkeppni. Það, eins og vígbúnaður sem og öll tilvera ríkis þessa, byggðist á gjafa- fé auðugra zionista víða um heim. skartaði sínu fegursta á hægri hönd. Síðan var farið hjá Lauga- feili í Hrafntinnusker. Leiðin er ótrúiega falleg og stórbrotin. And- stæðurnar eru svo miklar sem mæta auganu að aðra eins litadýrð er varla hægt að hugsa sér. Jökull, hverir, íshellar og hraun. Síðan á leið niður Landssveit, Hekla gamla lét því miður ekki sjá sig nóg. Þessari ferð mæli ég hiklaust með. Hún var ótrúlega skemmtileg. Hafðu þökk fyrir Hafþór og verði alltaf þínar góðu vættir með þér eins og hingað til. Guð veri með þér í öllum þínum jökla og íjallaferðum sem þú átt ófarnar, og er ég viss um að þar mæli ég fyrir hönd okk- ar allra sem fórum með þér í þessa ferð. Ég vona að þú finnir nafnið á þessum fallega fossi þar sem þú bauðst okkur upp á góðar veiting- ar. Ef ekki þá mæli ég með nafninu Sögufossi. Það ætti ekki illa við. Það voru ánægðir ferðalangar sem komu til Reykjavíkur kl. 11 að kvöldi. Bergþóra Þorvaldsdóttir Það eru ekki aðeins lífríkin sem sæta áþján. Seint hefði margurtrú- að að biðja þyrfti Náttúruverndar- ráð um að friðlýsa holt, hraun, mela, skriður, urðir og fastaklöpp. Hér á Stór-Reykjavíkursvæði hefur geisað stórstyijöld gegn stórgrýti og fastaklöpp um árabil. Dínamít og lofthamrar hafa ekki verið spar- aðir í styijöld þessari sem að mestu mun háð í þágu mislukkaðra arki- tekta. Sár af völdum þessa hrópa gegn himni. Virðist oft að stórvirk- ar vinnuvélar séu hafðar að leik- fangi. Hraun suðaustur af Hafnar- fírði eru klóruð og skafin svo að tugum hektara skiptir. Af öllu þessu hefur hlotist landauki smár. Út af fyrir sig er það virðingarvert að vilja stækka Island, út frá Skúla- götu, Kársnesi og Fjarðargötu. Gallinn er bara sá að við þurfum ekki stærra ísland, óþarfa náttúru- spjöll eru af þessu og brambolt þetta íþyngir pyngju neytenda og skattborgara. Það er gott að eiga sér draum. Um'árabil hafa menn freistað þess að framkalla samruna vetnis og helíums án þess að þurfa að sprengja kjarnorkusprengju. Þetta hefur tekist en þó þannig að til þarf meiri orku en samruninn skil- ar. Vonir eru þó bundnar við orku- gjafa þennan og fé veitt til hans. Áldrei minnast menntunaraular þeir, er við þetta fást, á hvernig þeir ætla að komast hjá auknum „gróðurhúsaáhrifum" í gufuhvolfi jarðar af völdum gífurlegs afgangs- hita, heppnist þeim tilraunin. Aðal endurhönnuðir koltvíildis, skógar og annar grænn gróður á láði sem legi, eru á hröðu undan- haldi. Banna verður alla óþarfa notkun ökutækja, skipa og flugvéla. Rafbílar eða akstur á lyfturum er engin lausn, af því að framleiðsla raforku er koltvíildismyndandi eða geislunarmengandi nema í undan- tekningartilfellum eins og hér á landi. Náttúran þolir ekki nema takmarkaðan fjölda stórra húsdýra, og hross eru nú þegar of mörg. Ráð er því að huga að reiðhjólinu. Einn grundvallarhluti mannrétt- inda hefur legið í láginni. Að halda saman þjóðum með hervaldi einu saman eins og til dæmis Júgóslavíu er óvetjandi. Réttur þjóðar til að segja sig úr lögum við aðra er ótví- ræður, ekki síst ef sú ríkjandi kúg- ar og arðrænir hina. „Hvat dvelr Orm hinn langa?“, skipun sendiráð- herra íslands í Litháen? Bjarni Valdimarsson Skemmtileg ferð Víkveiji skrifar Víkverji dagsins hefur oft setið undir stýri á bifreið og bölsót- ast út í vélhjólakappa, sem engu skeyta heldur æða áfram, oftar en ekki á kolólöglegum hraða. Hins vegar kynntist Víveiji öðru sjónar- horni þegar hann settist sjálfur á vélfák fyrir skömmu og ók um borg- ina. Þá rann skyndilega upp fyrir honum að bílstjórar eru æði oft ótrúlega tillitslausir og láta sem þeir sjái ekki vélhjólin. I fljótu bragði man Víkvetji eftir tveimur alvarlegum dæmum um slíkt frá þessari stuttu ökuferð. í fyrra skipt- ið ók hann vélhjólinu upp Njarðar- götu og, vel að merkja, á löglegum hraða. Bílstjóri, sem ók bifreið sinni niður götuna, horfði beint á vélhjól- ið, en iét það í engu aftra' sér frá því að beygja í veg fyrir það, aust- ur Laufásveginn. Skömmu síðar ók Víkveiji hjólinu niður Bjargarstíg. Þegar að Grundarstígnum kom birt- ist bifreið frá hægri. Ökumaður hennar átti að sjálfsögðu að hlíta biðskyldu, eins og umferðarmerki sagði til um, en honum var eins farið og fyrri ökumanninum, hann leit á vélhjólið sem kom niður Bjarg- arstíginn og ók svo áfram, eins og ekkert hefði í skorist. í báðum þess- ara tilvika varð Víkveiji að bregð- ast hart við. Niðurstaða Víkveija eftir þessa stuttu ökuferð er sú, að þó margir ökumenn vélhjóla mættu hugsa sinn gang og fara sér hægar, þá eru ökumenn bifreiða síst betri. Auk þess sem þeir bijóta ítrekað á vél- hjólamönnum virðast þeir beinlínis ætlast til þess að vélhjólin aki á milli bifreiða á tvíbreiðum' akbraut- um og verða ergiiegir ef ökumaður vélhjóls fer að settum reglum þar um. xxx Víkveiji sá sem nú ritar sótti um síðustu helgi ættarmót á Húnavöllum. Þangað hafði Víkveiji aldrei komið áður, en var hæst- ánægður með móttökurnar. Nýleg- ur Húnavallaskóli er rekinn sem Eddu-hótel á sumrin og ungt og áhugasamt starfsfólkið var á þön- um í kringum gestina. Á laugar- dagskvöld var mikil matarveisla, sem ung kona, yfirmatreiðslumaður staðarins, hafði undirbúið af kost- gæfni og voru allir gestir, hátt í tvö hundruð manns, hrifnir af því hvernig til tókst. Þá spillti ekki fyr- ir að fullorðna fólkið gat setið að snæðingi í ró og næði í matsalnum og um leið fylgst með börnunum, sem léku sér í íþróttasalnum á næstu hæð. Sundlaugin og heiti potturinn nutu einnig mikilla vin- sælda. Víkveiji er ákveðinn í að koma aftur við í Húnavallaskóla og getur hiklaust mælt með helgardvöl þar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.