Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 30
'30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1991 Minning: jísdís Sveinsdótt- ir húsmæðrakenn arit Egilsstöðum Fædd 15. apríl 1922 Dáin 15. ágúst 1991 Það kom mér ekki á óvart þegar ég fregnaði lát föðursystur minnar, - ■ Asdísar Sveinsdóttur. Hún og allir aðrir vissu hvernig erfið og löng veikindabarátta myndi enda. Eftir því sem nær dró varð mér oft hugs- að til kvæðis Jóns Helgasonar „Lest- in brunar“, en þetta kvæði kenndi Ásdís mér þegar ég var unglingur. Lestin brunar, hraðar, hraðar, húmið ljósrák sker. Bráðum ert þú einhvers staðar óralangt frá mér. Út í heim þú ferð að finna frama nýjan þar, ég hverf inn til anna minna, allt er líkt og var. _. Lífið heldur áfram en verður þó ^tldrei eins. Minningin stendur eftir um trausta konu og mikinn persónu- leika, sem einlægt gladdi og hjálp- aði þegar á reyndi. Fyrir mér eru kvöidin, sem ég naut að sitja hjá og ræða við þessa greindu og fróðu konu, dýrmætust, enda mun margt af því sem hún hefur kennt mér og tjáð veka mér vegvísir í framtíðinni eins og til þessa. Einhvers skírra einhvers blárra æskti hugur minn, ^j.og þú dreifðir daga grárra deyfð og þunga um sinn. Ásdís hefur nú flutt sitt kvæði á jörð í hinsta sinn, og ég kveð hana með sárum söknuði en jafnframt þökk fyrir allar þær stundir sem ég hef fengið að njóta með henni. Blessuð _veri minning hennar. Asdís Ingimarsdóttir í sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna. Hvað er menning manna ef menntun vantar snót? (Matthías Jochumsson.) • Svo kvað skáldið okkar góða á ^num tíma, en orð hans eru alitaf í fullu gildi og eiga einkar vel við nú þegar, með fáum orðum, er minnst Ásdísar frænku eins og börnin mín ávallt kölluðu hana. Ásdís Sveinsdóttir var fædd 15. apríl 1922 á Egilsstöðum á Völlum, dóttir merkishjónanna frú Sigríðar Fanneyjar Jónsdóttur og' Sveins Jónssonar bónda þar. Hann er nú látinn fyrir allmörgum árum en móðirin dvelur á sjúkrahúsi í hárri elli. Á Egilsstöðum ólst Ásdís upp með foreldrum sínum og bræðrum, Jóni Agli og Ingimar. Ung fór Ásdís til mennta, fyrst í Verslunarskóla íslands, þaðan lá leið hennar í Húsmæðrakennara- ^óla ísiands og útskrifaðist hún þaðan árið 1946. Þá tók hún sér hlé frá námi og fór að miðla öðrum af þekkingu sinni, síðar fór hún til Reykjavíkur og lauk þar stúdents- prófi. Ásdís hóf farsælan kennsluferil sinn á Egilsstöðum, kenndi einn vetur við barnaskólann þar. Árið eftir tók hún að sér skólastjórn Kvennaskóla Húnvetninga á Blönduósi og stýrði honum með prýði í nokkur ár. Það var einmitt í anddyri þess húss sem ég sá Ás- dísi fyrst og er mér enn í fersku vmiíjni handtakið hennar þétta og hlýja, fasið allt og persónutöfrar. Æskustöðvarnar, Fljótsdalshérað með Löginn, Snæfellið og alla sína fegurð, áttu sterk ítök í huga henn- ar. Og haustið 1954 tók hún við forstöðukonustarfi Húsmæðraskól- ans á Hallormsstað. Þeim skóla stjórnaði hún styrkri hendi í áratug. breytti hún til, flutti í Egilsstaði og gerðist fyrsti framkvæmdastjóri Héraðsheimilisins Valaskjálfar, sem þá var að taka til starfa. Nokkrum árum síðar tók hún við starfsemi gistihússins heima á Egilsstöðum af móður sinni. Samhliða rekstri gistihússins og stuðningi við aldraða foreldra sína fékkst hún við kennslu- og skrifstofustörf. Ásdís var félagslynd og þrátt fyr- ir öll þessi erilsömu ábyrgðarstörf gaf hún sér tóm til félagsstarfa og þá einkum sem lutu að mennta- og menningarmálum kvenna. Hún starfaði í Kvenfélagi Vallahrepps, kvenfélaginu Bláklukkunni á Egils- stöðum^og var formaður Sambands austfirskra kvenna um árabil. Ótalin eru ýmis nefndar- og stjórnarstörf sem Ásdís gegndi. Á þessu sést að hér fór dugmikil hæfileikakona. Athygli vakti áhugi hennar á ungu fólki og hversu auð- velt hún átti með að Iaða ungmenni að sér. Hún gaf þeim tíma, var þeim fræðandi vinur og þroskandi félagi, kynslóðabilið var henni fjarstætt. Ásdís Sveinsdóttir var vel mennt- uð gáfukona sem gekk með djörfung og reisn að öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var frjó í hugsun, ung í anda, sífellt í sókn — hún var hetja. Hún ólst upp á fjölmennu heim- ili, gekk í fjölmenna skóla, stýrði fjölmennum stofnunum, vildi vera í fjölmenni — lifa með lífinu. En hún naut þess líka að vera ein með sjálfri sér sem þeim einum er lagið sem búa yfir „sálarþroska". Eina dóttur átti Ásdís, Sigríði Ingunni, sem var svo lánsöm að geta orðið móður sinni að liði í veik- indum hennar. Einnig átti Ásdís eina dótturdóttur, Ásdísi Grímu, augastein ömmunnar. Eg tel mig mikla lánsmanneskju að hafa átt þess kost að kynnast Ásdísi og hennar heimili. Þar var mér og mínum ávallt vel tekið. Hún var sannur vinur vina sinna, þeirra þarfir voru hennar þarfir, þeirra gleði var hennar gleði. Nú þegar Ásdís frænka er öll, göngu hennar lokið á þessu tilveru- stigi, er margs að minnast og mikið að þakka, orð eru þar lítils megnug. Eg og fjölskylda mín sendum móður hennar, dóttur og ömmu- barninu innilegar samúðarkveðjur og biðjum við þeim guðsblessunar. Ég trú því að hún standi í and- dyri næsta tilverustigs með útrétta hönd og taki á móti ættingjum og vinum. Minningin um mæta konu mun lifa. Elsa G. Þorsteinsdóttir Vort líf er svo rikt af Ijóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. - Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. Þetta stef úr ljóðinu „Brot úr kveðju" eftir Jóhannes úr Kötlum vil ég tileinka elskulegri mágkonu minni. Ásdís fæddist á Egilsstöðum á Völlum og voru foreldrar hennar Sveinn Jónsson bóndi þar og kona hans, Sigríður Fanney Jónsdóttir, og lifir hún dóttur sína í hárri elli. Hún ólst upp í föðurgarði, á stóru og umsvifamiklu heimili ásamt bræðrum sínum tveim, Jóni Agli og Ingimar. Þar var rausn og höfðings- skapur alla tíð í fyrirrúmi. Hún lauk prófi frá Verslunarskóla íslands og síðar frá Húsmæðrakennaraskóla Islands og dvaldi auk þess erlendis viðnám. Ásdís var síðar skólastjóri við Húsmæðraskólann á Blönduósi í nokkur ár, einnig um árabil skóla- stjóri við Húsmæðraskólann á Hall- ormsstað. Þegar Héraðsheimilið Valaskjálf var risið af grunni, var hún ráðin fyrstj framkvæmdastjóri þess. Síðar tók hún við rekstri Gisti- hússins á Egilsstöðum af foreldrum sínum er þau létu af þeim störfum fyrir aldurs sakir. Hún hélt síðan heimili með foreldrum sínum. Faðir hennar lést árið 1981, en móðir hennar hefur búið í skjóli Ásdísar á Egilsstöðum fram á þetta ár. Ásdís eignaðist eina dóttur, Sig- ríði Ingunni leikstjóra, og dótt- urdóttirin, Ásdís Gríma, var yndið hennar og augasteinninn. Ásdís var félagslynd kona og virk í félagsmálum kvenna á Austur- landi. Hún var um tíma formaður Sambands austfirskra kvenna og var fyrir skömmu sæmd fálkaorð- unni fyrir störf að félags- og ferða- málum. Hún var stórgáfuð og víðlesin og unni góðum bókmenntum, ekki síst ljóðum. Hún var vinföst, gjafmild og stór- lynd höfðingskona sem hafði samúð með öllum minni máttar. Átti það ekki síst við ef í hlut áttu börn og unglingar. Sýndi hún það í verki er hún tók undir sitt þak sér óskylda unglinga sem áttu í erfiðleikum með að fóta sig á hálum brautum þessa heims. Bræðrum sínum og þeirra fjöl- skyldum unni hún mjög og sýndi það_ ætíð í gjörðum sínum. Ég vil að leiðarlokum þakka vin- áttu og veglyndi við okkur Ingimar. Börnunum okkar var Ásdís frænka, eins og þau nefndu hana ætíð í daglegu tali, ómetanlegur förunaut- ur og sálufélagi. Þtjú síðastliðin ár hefir hún bar- ist við þann sjúkdóm sem að lokum hafði yfirhöndina. Ingunn dóttir hennar hefir staðið við hlið hennar og stutt hana eftir mætti allan þann tíma. Síðustu sex mánuðina hefir hún verið heima hjá móður sinni á Egilsstöðum og annaðist hana og einnig ömmu sína, Sigríði Fanneyju. Síðustu_ tvo og hálfan mánuð dvaldist Ásdís á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum við einstaka umhyggju alls hjúkrunarfólks og lækna. Ollu því fólki eru hér færðar þakkir. Að öllum öðrum ólöstuðum eru hér færðar fram sérstakar þakkir til Péturs Heimissonar læknis fyrir ómetanlega umhyggju fyrir Ásdísi bæði meðan hún dvaldist heima og einnig eftir að hún kom á sjúkra- húsið. Þeim þrem sem mest hafa misst, Fanneyju tengdamóður minni, Ing- unni og Ásdísi Grímu, bið ég bless- unar Guðs. Blesuð veri minning Ásdísar Sveinsdóttur. Guðrún Gunnarsdóttir Ég á ekki gott með að skilja hvað það þýðir að vera dáinn en mér skilst að sá sem er dáinn komi aldr- ei aftur. Og ég veit að mér finnst vont að sjá Asdísi frænku mina aldr- ei aftur. Ég mun sakna stundanna við eldhúsborðið hjá ömmu minni með þeim ömmu og Ásdísi. Þá var setið og spjallað um ýmislegt og ég og mínar hugmyndir voru alveg jafn merkilegar og þær og þeirra hug- myndir þó ég væri ekki einu sinni orðin nógu merkileg til að ganga í skóla. ísinn sem „ísfrænka" mín mundi alltaf eftir að taka með í þessi samkvæmi varð öðruvísi en annar js í þessum einstaka félags- skap. Ég vona bara að ég geti ein- hvern tíma orðið einhverri lítilli stelpu eins góð frænka og Ásdís frænka mín var mér því ég er alveg viss um að það myndi gleðja hana. Guðbjörg Anna Bergsdóttir Öllu er mörkuð stund. Þegar leið- ir skiljast er staldrað við og litið um öxl. Tíminn stöðvast augnablik og minningar líða hjá. Stórbrotin kona er gengin. Fyrir 35 árum réðst ég til starfa austur á Fljótsdalshérað, sem kenn- ari við Húsmæðraskólann á Hall- ormsstað, þá ung að árum og alls óreynd í starfi. En það sem olli því að ég tók þessa ákvörðun var að skólastýran, Ásdís Sveinsdóttir, lagði að mér. Austurland hafði ég aldrei séð og vart hugsað þangað, en rödd skólastýrunnar var svo mild og ljúf. Síðsumardagurinn sem val- inn var til ferðar var bjartur og hlýr. Síðdegis stöðvaðist áætlunarbíllinn við símstöðina á Egilsstöðum og á móti mér tók Ásdís, höfðingleg í fasi. Héraðið skartaði sínu fegursta og allt viðmót var blandið virðingu og hlýju. Fyrsti dagurinn í nýju umhverfi var að kveldi kominn og er minningarnar sækja að og litið er yfir farinn veg er minningin um Ásdísi ætíð lík þessum fyrsta degi. Ásdís var gefandi, mjög félags- lynd og víðfróð enda var starf henn- ar lengst af við kennslu og stjórn- un. Undir handleiðslu hennar gat ég náð fótfestu í starfi mínu en mér fannst oft sem ég væri einn af nem- endunum. Skólinn var eins og stórt heimili þar sem þjóðlegir siðir og hefðir voru í heiðri hafðar, undir hennar stjórn. Ásdís var skaprík kona. Stundum gat hvesst og hurð- um var skellt, en oft þarf að ýta við hinu hversdagslega, en ávallt var skammt í sætt og umburðar- lyndi. Að Asdísi stóðu sterkir stofnar og að koma á bernskuheimiii hennar er mér mjög eftirminnilegt. Frú Sig- ríður Fanney, þessi virðulega kona, sem geislaði af og Sveinn fasmikill og höfðinglegur. Olýsanlegt heimili sem var í þjóðbraut, alla tíð opið gestum og gangandi og mér er um megn að festa á blað þau hughrif sem ég fann þar. Ég og fjölskylda mín flytjum Sig- ríði Fanney, Ingu og litlu Grímu innilegar samúðarkveðjur og megi minningin um góða dóttur, móður og ömmu verða sorginni yfirsterk- ari. Ég vil þakka Ásdísi fyrir árin sem við áttum saman og í kvöld fer ég í kirkjuna hennar á klettinn og bið hljóða bæn. Ingveldur Anna Ásdís var fædd á Egilsstöðum á Völlum og voru foreldrar hennar hjónin Sveinn Jónsson óðalsbóndi á Egilsstöðum og kona hans, Sigríður Fanney Jónsdóttir, er fædd var á Strönd á Völlum. Hún var elst barna þeirra hjóna, en tvo bræður átti hún, Jón Egil bónda á Egilsstöðum III og Ingimar, nú kennara við Bændaskólann á Hvanneyri. Við Ásdís vorum bræðradætur og jafn- öldrur og kynntumst þegar í barn- æsku, en ég var oft í sveit á sumr- um hjá ömmu minni, Margréti Pét- ursdóttur á Egilsstöðum, og lékum við Ásdís okkur þá saman. Ætíð var ég aufúsugestur á heimili foreidra hennar og gisti oft hjá þeim. Er Ásdís var á tólfta ári fór að bera á höfuðveikindum hennar, er ágerðust svo að læknar ráðlögðu foreldrum hennar að leita henni lækninga erlendis. Var svo gert og fór móðir hennar með hana til Dan- merkur, þar sem hún gekkst undir höfuðaðgerð. Eftir að heim kom batnaði henni svo að hún lauk hinu venjulega grunnskólanámi, e_n síðan lá leiðin i Verslunarskóla íslands,_ og lauk hún þar námi vorið 1941. Árið 1944 fer hún í nám í Húsmæðrakennara- skóla Islands og brautskráðist það- an 1946. Haldið vartil frekara náms í hússtjórnarfræðum við Árósa- háskóla 1947. Eftir nám þetta kom hún heim til foreldra sinna og aðstoðaði þau við gistihúsreksturinn, er þau ætíð höfðu, en jafnframt kenndi hún vetr- arlangt við barnaskólann á Egils- stöðum. Skólastjóri verður hún við Kvenn- askólann á Blönduósi 1948-1952 að hún flytur sig um set og gerist skól- astjóri í heimabyggð sinni við Hús- mæðraskólann á Hallormsstað, og er þar í tíu ár. Vilhjálmur Hjálmars- son frá Brekku í Mjóafirði, fv. al- þingismaður og ráðherra og formað- ur skólanefndar Húsmæðraskólans á Hallormsstað, getur þess í form- ála _í riti um skólann fimmtíu ára, að Ásdís hafi, er hún var formaður Sambands austfirskra kvenna, haft forystu um að skrásetja skólasög- una. Er félagsheimilið Valaskjálf var reist á Egilsstöðum varð hún’fram- kvæmdastjóri þess frá 1965-1969, en eftir það rak hún gistihúsið á Egilsstöðum, þar til fyrir þrem árum að hún leigði gistihúsreksturinn vegna veikinda sinna. Eftir lát föður síns 26. júlí 1981 tók hún við af honum umboði Bruna- bótafélags íslands á Egilsstöðum og hélt því svo lengi sem heilsa hennar leyfði. Var hún þar vel kynnt að dugnaði og fæmi í starfi. Ásdís eignaðist eina dóttur, Sig- riði Ingunni, leikstjóra að mennt, og starfar við leikhús í Reykjavík, auk þess, sem hún vinnur við_ þýð- ingar. Hún á eina dóttur, Ásdísi Grímu, sem nú er ellefu ára og var augasteinn ömmu sinnar. Ásdís naut þess að starfa að menningarmálum á ýmsum sviðum. Hún var listelsk og hafði ánægju af að sækja leikhús og listviðburði, er hún gat því við komið. Þess má geta að hún hafði uppi frumverk eftir meistara Kjarval á gistihúsinu, og jafnvel á gistiherbergjum og fannst sumum nóg um að svo verð- mæt listaverk væru þar sett, því slíkt er ekki almennt á gistiherbergj- um, heldur eftirprentanir eða ljós- myndir. Er Ingunn dóttir hennar var í leiklistarnámi í Rússlandi og Þýska- landi heimsótti hún hana þangað og naut slíkra ferða. Ásdís átti marga trausta vini frá skólastarfi sínu og námi, er reynd- ust henni vel. Þetta er í fáum dráttum lífshlaup frænku minnar, sem er litríkt, en hetjusaga hennar, og sem við skyld- menni hennar minnumst best og dáumst að. Kjarkur og festa var óbilandi til hinstu stundar. Hún varð oft að fara utan til höfuðuppskurðar svo sem til Sví- þjóðar og til Bandaríkjanna. Hún var raunar aldrei heil heilsu, þjáðist ætíð af höfuðveiki, en skilaði þó fullu starfi eins og að framan er rakið, og aldrei kvartaði hún né barmaði sér. Hún var stjórnsöm, skapmikil, gerði kröfur til að vel væri unnið og staðið að verkum hjá nemendum sínum, en gerði einnig miklar kröfur til sjálfrar sín. Hún kom ætíð virðulega fram, háttvís í allri framkomu, og Iét aldr- ei bilbug á sér finna, þó að á móti blési í lífi hennar. Síðustu þijú árin voru henni erf- ið. Hún gekk undir höfuðuppskurð hér á Landspítalanum. Síðan fór hún til sömu aðgerðar tvisvar sinnum til Bandaríkjanna og fylgdi Ingunn dóttir hennar henni þangað og að- stoðaði hana allt svo sem hún mátti. Eftir þetta fór hún til Englands vegna meinsins og tíma og tíma var hún á krabbameinsdeild Landspítal- ans. En er meira varð ekki að gert, fór hún heim í Egilsstaði að vera hjá aldraðri móður sinni, sem nú er 97 ára. En síðan fóru þær báðar á sjúkrahúsið á Egilsstöðum, og þar lauk hinu langa og stranga lífsstríði hennar. Ingunn dóttir hennar fylgdi henni austur og var hjá henni til hinstu stundar. Ásdísi var sýndur ýmis sómi af stofnunum þeim_ er hún veitti for- stöðu, og forseti Islands sæmdi hana riddarakrossi Hinnar íslensku fálka- orðu. Ég vottá Ingunni, Grímu og öðr- um aðstandendum dýpstu samúð. Sigríði Fanneyju móður Ásdísar bið ég Guðsblessunar og þakka henni löng og góð kynni, og hversu vel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.