Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1991 VALDARANIÐ I KREML MISTOKST Fórnarlamb átakanna fyrir utan þinghúsið hangir hálfvega út úr skrið- dreka. Myndin var tekin skömmu eftir að Rauði herinn reyndi að ráðast gegnum ysta lag vígisins sem fólkið hafði hlaðið úr strætisvögn- um, múrsteinum og öðru tiltæku. Að minnsta kosti þrír féllu í þessum átökum. Mönnum, sem stóðu með gjallarhorn í mannþrönginni, tókst að stilla til friðar með því að grátbæna hermennina um að þyrma lífi rússneskra borgara. Talsmenn Rauða hersins hafa nú lýst því yfír að hermennirnir hafí ekki átt sök á mannfallinu. Mannfjöldinn hafi verið á götum úti í trássi við útgöngubann. Reuter Kona í stuðningshópi Jeltsíns klifrar upp á skriðdreka hersins að- faranótt gærdagsins, en e.t.v. endurspeglast hugarástand fólksins og ákafí í því að hún hirti jafnvel ekki um að fara úr háhæluðum skónum. Fyrir utan rússneska þinghúsið söfnuðust saman yfir tuttugu þúsund manns o g slógu um það skjaldborg. Innan í húsinu lögðu þing- menn drög að útlaga- stjórn, og hugðust reyna að verja hinar tuttugu hæðir þingsins til hins ítrasta. Talið er að mannfjöldinn hafi átt stóran þátt í að herinn lét ekki til skararskríða. MOSKVUB ÚAR FAGNA FALLI NEYÐARNEFNDARINNAR Fögnuður braust út í Moskvu við brottför sovéskra skrið- dreka af Manies-torgi, og ljóst var að nefnd harðlínumann- ana sem steypti forseta Sovét- ríkjanna, Míkhaíl Gorbatsjov, af stóli, var fallin og allt útlit fyrir að eðlilegir stjómarhætt- ir kæmust á að nýju. Sam- kvæmt óstaðfestum heimild- um, héldu allir meðlimir neyð- arnefndarinnar frá Moskvu í gær, án þess þó að vitað sé um núverandi íverustaði þeirra. Fréttaskýrendurtelja, að staða Borís Jeltsíns, Rúss- landsforseta, hafí styrkst mjög við þessa atburði, en óbugaður leiddi hann andstöð- una gegn valdaráni harðlínu- manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.