Morgunblaðið - 22.08.1991, Side 44

Morgunblaðið - 22.08.1991, Side 44
FIMMTUDAGUR 22. AGUST 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Hafnaframkvæmdir og ferjukaup: Skuldbindingar um- fram heimilaðar fjár- veitingar 650 millj. SKULDBINDINGAR ríkissjóðs vegna hafnaframkvæmda sem fyrr- verandi ríkisstjórn stofnaði til umfram heimilaðar fjárveitingar nema nú 650 milljónum króna, að sögn Halldórs Blöndal samgönguráðherra. „Svo þungur baggi setur okkur í mikinn vanda þegar við erum að reyna að ná saman endum á samdráttartímum," segir hann. Stærstu framkvæmdir sem hér um ræðir eru að sögn ráðherra hafnar- framkvæmdir í Sandgerði, sem sam- kvæmt lánsfjárlögum munu kosta 260 milljónir, framkvæmdir við Hornafjarðarós upp á um 130 millj- ónir og kostnaður sem hlýst af því að ekki var hugsað fyrir ferjuaðstöðu vegna nýs Herjólfs og við kaupin á Djúpskipinu Fagranesi á ísafirði. Framkvæmdir við feijubryggju á Þorlákshöfn vegna siglinga Herjólfs taka 11 mánuði, að sögn ráðherra og mun hlutur ríkissjóðs nema um 160 milljónum. Teknirfyrir ávísanafals 'ÞRÍR menn voru handteknir í gær í tengslum við ávísana- fals. Arvökul afgreiðslu- stúlka í söluturni í borginni hafði gert lögreglu viðvart um að hún teldi sig hafa tekið á móti falsaðri ávísun. Maður kom inn í söluturn- inn, bað um þijár vindlingja- lengjur og greiddi fyrir þær með átta þúsund kr. ávísun. Afgreiðslustúlkan bað hann um að framvísa bankakorti en kvaðst maðurinn ekki hafa það tiltækt. Stúlkan greiddi mann- inum til baka en hafði sam- band við lögreglu skömmu ksíðar og lýsti grunsemdum sínum. Mennirnir voru síðan handteknir í húsi og ávísana- heftið gert upptækt. Mennirnir voru undir áhrifum áfengis og hafa komið áður við sögu lög- reglunnar. „Hér hefur verið gengið skör lengra en áður hefur tíðkast," sagði Halldór. „Stefna okkar er að stöðva vinnubrögð sem binda ríkinu þá bagga fyrirfram að ríkissjóður eigi að standa undir fjármagnskostnaði. Því hef ég ákveðið að skipa nefnd til að gera tillögur um skynsamlegri og árangursríkari vinnubrögð við hafnaframkvæmdir, að fjármagni verði framvegis beint á þá staði þar sem þörfin er brýnust og stuðlað verði að því, að sveitarfélögin sam- einist um hafnaraðstöðu, því rekstur þessara mannvirkja er mikill og stofnkostnaður sumstaðar yfirþyrm- andi. Sturla Böðvarsson alþingis- maður og formaður Hafnasambands- ins mun hafa forystu í þeirri vinnu,“ sagði Halldór. Ráðherra sagðist einnig hafa skip- að nefnd Vestfirðinga til að gera til- iögur um ferjuaðstöðu við ísafjarðar- djúp í samráði við hafnarmálastjóra og Vegagerð ríkisins. Er Auðunn Karlsson á Súðavík formaður nefnd- arinnar. , j"-". W* -*• GÆGST UT UMGLUGGA Igor Krasavín, sendiherra Sovétríkjanna á Islandi: Lýðræðisumbætur í Sovét- rfldunum munu halda áfram „VIÐ fylgjumst grannt með at- burðum í landi okkar. Við lýs- um ánægju með yfirlýsingu for- seta okkar, Míkhaíls Gorbatsj- ovs, um að hann hafi fulla stjórn á ástandinu og að sambandið við landið, sem rofnaði vegna ævintýramennsku nokkurra æðstu manna ríkisins, hefur verið endurnýjað,“ sagði ígor Krasavín, sendiherra Sovétiúkj- anna í Reykjavík, er Morgun- blaðið leitaði álits hans í gær- kvöldi á atburðum dagsins í Sovétríkjunum. Andrúmsloftið við rússneska þinghúsið á miðnætti: Sigursæl andlit í stað alvar- legra sem biðu örlaga sinna segir Stefán L. Stefánsson sendiráðsritari „ANDRÚMSLOFTIÐ við þinghúsið hefur gjörbreyst á einum sólar- hring. A þriðjudagskvöldið var fólkið alvarlegt, ákveðið og þögult í regndrunganum þegar það stóð andspænis skriðdrekunum, en í kvöld ríkti sigurgleði og bjartsýni, og búið var að skrcyta drekana með blóm- um. Fólkið sagði mér að þessi stund myndi breyta andrúmsloftinu í öllum Sovétríkjunum,“ sagði Stefán L. Stefánsson, sendiráðsritari í Moskvu í samtali við Morgunblaðið seint í gærkvöldi. Stefán var við rússneska þing- ^isið í gærkvöldi og fyrrakvöld og sagði að kúvendingin væri algjör. „Um miðnættið var að hefjast messa á svölum þinghússins, en einnig var messað þar síðdegis í gær,“ sagði hann. „Jeltsín bað fólk að vera um kyrrt í nótt, því enn væri hættan ekki að fullu liðin hjá. Fólkið tók orð hans alvarlega, og piggnandi mannfjöldinn hjálpaðist að við að endurbyggja götuvígin við húsið með strætisvögnum og blómskreyttum skriðdrekum." Stefán sagði að í gærmorgun hefði útlitið ekki verið gott. „At- burðir þriðjudagskvöldsins sem við urðum vitni að sátu enn í okkur. Við fylgdumst grannt með útvarps- og sjónvarpsfréttum ríkisútvarpsins hér, og fram undir hádegi að stað- artíma bárust aðeins fréttir frá neyðarnefndinni um þann miði!,“ sagði Stefán. Erlendar sjónvarps- stöðvar nást ekki í íslenska sendí- ráðinu í Moskvu. „Um hádegisbil gekk ég ásamt Olafi Egilssyni sendiherra niður að þinghúsinu. Þar hafði aftur safnast fjöldi fólks sem beið átekta líkt og við.“ „Ólafur fór síðan á fund sendi- herra Norðurlanda í Moskvu, en ég hélt áfram að skoða ummerki átak- anna sem urðu við þinghúsið á þriðjudagskvöld.“ Stefán sagði að stuttu seinna hefði heyrst til manns með gjallar- horn. „Múgurinn safnaðist um manninn, sem hafði þær fréttir að færa að meðlimir neyðarnefndar- innar væru að yfírgefa borgina, líklega á flótta. Andrúmsloftið snar- breyttist, sumir fóru að fagna, en aðrir trúðu fréttunum varlega. En þessar blendnu tilfrnningar breytt- ust síðan í ósvikna gleði.“ Stefán fór svo aftur til sendiráðs- ins, setti sig í sambandi við sendi- herrann og færði honum tíðindin. Þeir urðu ásáttir um að Stefán leit- aði staðfestingar á þessum fréttum. „Upplýsingafulltrúi Jeltsíns tjáði mér að neyðarnefndin hefði í raun réttri farið flugleiðis frá Moskvu. Skömmu eftir þetta átti að hefjast þingfundur, og stuðningsmenn Jeltsíns sögðu mér að ef svo færi að hið íhaldssama Gostel-radio myndi sjónvarpa frá fundinum væri það tryggt merki þess að tök neyð- amefndarinnar væru að gliðna. Það gekk síðan eftir,“ sagði Stefán enn- fremur. Nokkru síðar sagði hann endanlega hafa komið i ljós að valdaránið hefði farið út um þúfur. Krasavín sagði að þjóðfélagið hefði fordæmt aðgerðir þeirra, sem rændu völdunum í Kreml. „Samsærið mistókst vegna stað- festu lýðræðisaflanna í landi okk- ar,“ sagði hann. Sendiherrann sagði að sendi- ráðsmenn gætu nú fylgzt með sovézka sjónvarpinu og hefðu þar heyrt yfirlýsingu Gorbatsjovs lesna upp. „Við höfum ennþá ekki heyrt hvort Gorbatsjov forseti er kominn aftur til Moskvu, en það var gefið til kynna að hann væri á leiðinni,“ sagði hann. Krasavin sagði að í símtali við George Bush Bandaríkjaforseta í gær hefði Gorbatsjov fullvissað Bush um að sá ferill, sem hafizt hefði í Sovétríkjunum með lýðræð- isumbótum, myndi halda áfram vegna endurreisnar lýðræðislegra stjórnarhátta. „Við erum líka afar ánægðir með að báðir forsetar skuli hafa orðið sammála um að halda uppi samskiptum til fram- búðar og áframhaldandi samvinnu á öllum sviðum í samræmi við samninga, sem gerðir hafa verið. Þetta kom fram í símtali forset- anna í dag,“ sagði sendiherrann. Aðspurður hvort hann teldi að atburðir síðustu daga í Sovétríkj- unum myndu hraða lýðræðisum- bótum sagði Krasavín: „Alltént sýnir yfirlýsing forseta okkar greinilega að lýðræðisþróuninni mun miða í áttina.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.