Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1991 Um stjórnun fiskveiða eftir Jónas Haraldsson Það gefur að skilja að skiptar skoðanir verða alltaf um leiðir, þeg- ar taka þarf upp skömmtun og tak- markanir í stað athafnafrelsis og ftjálsræðis, sem menn hafa búið við. Þetta á ekki sízt við um jafn þýðingarmikinn málaflokk fyrir okkur íslendinga og fiskveiðar og stjórnun þeirra, þegar takmarka þarf þann afla, sem draga má úr sjó. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar eða bent á, sem hagkvæmar til stjórnunar fiskveiðanna og-sýnist sitt hverjum. Ég er þeirrar skoðun- ar, eins og þeir langflestir, er starfa í sjávarútvegi, að núverandi kvóta- kerfí, þ.e. aflamagnskerfið, sé skásti kosturinn, þótt það kerfi hafl sína galla. Mér hefur virzt í þessari umræðu um stjómun fískveiða, að skoðanir og afstaða margra hafi mótazt mjög af því, að það hefur vaxið mönnum í augum, að afkoma útgerðarinnar hefur á síðustu misserum verið al- mennt all þokkaleg. Þetta hefur leitt til þess, að einstaka útgerðir sjá fram á að geta myndað sæmi- lega eiginfjárstöðu, sem er grund- vallarforsenda hagræðirigar í rekstri. Þetta og ekki sízt framsals- réttur útgerðarmanna á aflaheim- ildum, kvótum, hefur leitt til þess að sumir geta ekki á heilum sér tekið, nema útgerðin greiði gjald fyrir réttinn að fá að veiða. Aðalatr- iðið er hjá mörgum þessara aðila, að útgerðin borgi, borgi bara eitt- hvað til ríkisins. Er þá gjaman við- báran, að ekki náist fram hagræð- ing í útgerð og fiskiskipum fækki ekki, nema útgerðarmenn borgi. Því meir sem þeir borgi, því meiri verði hagræðingin. Ýmsar leiðir til stjórnunar físk- veiða hafa verið nefndar. Ýmist aðrar úfærslur á aflamarkskerfinu, sérstaklega varðandi úthlutun veiðiheimilda. Einnig hefur verið bent á eldri kerfi, sem gefizt var upp á og þá gjaman með einhveij- um smábreytingum, sem breyta engu um kjama kerfisins. Sóknarkerfi Að undanfömu hafa nokkrir aðii- ar komið fram með þá tillögu, að einhvers konar sóknarkerfí verði tekið upp. Hvort sem slíkt kerfí kallast sóknarmark, skrapdaga- kerfl, banndagakerfi, sóknarstýring eða eitthvað annað, þá byggist kerf- ið aðallega á því, að í ákveðinn tíma mega menn fiska eins og þeir geta, án tillits til allra aðstæðna. Eftir það er flotanum lagt til næsta tíma- bils eða kvótaárs eftir atvikum. Þeir sem styðja þetta fyrirkomu- lag, eru einkum og sér í lagi þeir, sem teljast sumir vera aflaklær eða búa á svæðum sem liggja vel við fengsælum fískimiðum eða hafa nýlega keypt lítil skuttogskip, tapp- atogara, og ætluðu að skapa sér aflareynslu á gamla sóknarmark- inu. Þessir aðilar sjá efír sókn- armarkskerfinu og vilja núverandi aflamagnskerfi feigt. Sóknarkerfi þjónar ekki hagsmunum heildarinn- ar í útgerð og hefur enga hagræð- ingu í för með sér, eins og menn eru lengi búnir að reyna. Smáfiskadráp I þessu samhengi vil ég nefna hér svokallað smáfiskadráp, sem er að margra mati stærsti galli afla- markskerfisins, og er öll umræða um lausn þessa vandamáls löngu tímabær. Fagna ber því að menn þori nú að tala um þessa hluti opinberlega, sé það gert á málefnalegum grund- velli og hávaðalaust. Það vekur þó athygli, að þeir, sem hæst heyrist í, eru þekktir fylgjendur sóknar- kerfís. Læðist að manni sá grunur, því miður, að það sé ekki smáfíska- drápið sem slíkt, sem sitji á oddin- um, heldur sé þessi umræða notuð sem tæki til að reyna að ná fram breytingum. Koma höggi á afla- markskerfið, sem verða mætti til þess að einhvers konar sóknarkerfi verði tekið upp aftur, sem svo þjón- ar persónulegum hagsmunum þeirra sjálfra. Ég vil fullyrða að umræða þess- ara aðila um smáfískadráp leiðir ekki til afnáms aflamarkskerfisins. Hún mun eingöngu leiða með réttu eða röngu til álitshnekkis fyrir alla sem stunda sjó, seka eða saklausa. Ætli menn sér að flnna lausn á þessum vanda varðandi smáfiska- drápið, verða menn að mæta heilir- og óskiptir til leiks. Fiskvinnslukvóti Af hálfu fiskvinnslunnar hafa komið fram hugmyndir að hún fái hluta heildarkvótans til eigin ráð- stöfunar, sem hún geti síðan úthlut- að til skipa, sem leggi upp afla í viðkomandi fískvinnslustöð. Það tryggði vinnslunni hráefni og fisk- vinnslufólkinu frekara atvinnuör- yggi- Hvað þessa hugmynd snertir, þá má benda á þá staðreynd, að talið er að um 80% útgerðarinnar séu í eigu fískvinnslunnar. Það eitt út af fyrir sig að hafa slíkan umráða- rétt yfír aflaheimildum í hendi sér, ætti að leiða til þess að fískvinnslan geti tryggt sjálfri sér nægt hráefni til vinnslu og tryggt þar með hags- muni sína nægjanlega. Byggðakvóti Það er mín bjargfasta skoðun, að sé farin sú leið, sem stungið hefur verið upp á að eftirláta kvót- ann einstökum byggðarlögum, sem síðan úthlutuðu honum innan við- komandi sveitarfélags, sé óskyn- samlegasta leiðin, sem mönnum hefur dottið í hug. Vissulega skilur maður grunn- hugsunina að baki þessarar tillögu. Menn hafa af því áhyggjur, að ein- stakir útgerðarmenn ráðstafi afla skipa sinna að hluta utan heima- byggðar í stað þess að landa aflan- um til vinnslu heima fyrir. Fisk- vinnslufólk óttast eðlilega um at- vinnuöryggi sitt. í þessum efnum hafi útgerðarmenn að margra mati siðferðilegar skyldur að landa afla í heimabyggð a.m.k. að einhveiju leyti. Þetta er að sjálfsögðu allt íhugunarefni. í því sambandi vil ég nefna, að samtök útvegsmanna hafa beitt sér fyrir því í nokkrum tilvikum að leiða einstökum útgerð- armönnum þetta fyrir sjónir. Með byggðakvóta er átt við út- hlutunaraðferð á kvóta, eins og ég nefndi hér á undan. Þegar byggða- kvóti er nefndur, dettur mér oft í hug frásögnin um Egil Skallagríms- son, sem átti þá ósk heitasta í elli sinni, að strá silfri sínu yfir þing- heim á Alþingi, og sjá þingheim síðan berjast um silfrið. Hjá Agli réð illviljinn, en góður ásetningur gagnstætt því hjá stuðningsmönn- um byggðakvóta. Afleiðingarnar yrðu þó þær sömu. Það þarf held ég ekki að fara mörgum orðum um það, hvað myndi gerast, ef pólitískt skipaðar sveitar- stjómir í landi kunningsskaparins ættu að fara að útdeila kvótanum innan sveitarfélagsins. Innbyrðis- átök og illindi myndu fylgja í kjölf- arið, sem seint greri yfir. Þann kaleik vilja menn vafalaust losna við. Hugmyndir um byggðakvóta hafa af og til skotið upp kollinum gegnum tíðina. Man ég eftir tillögu t.d., sem fram kom á aðalfundi út- vegsmannafélags fyrir u.þ.b. 15 Jónas Haraldsson „Ég vil hér ítreka þá skoðun mína, að vissu- lega er það athugunar- efni vegna þess gegnd- arlausa áróðurs og fúk- yrðaflaums í garð út- gerðarmanna vegna frjálsrar sölu á kvóta, að fella hann niður. Yrði þá að heimila rík- an yfirfærslurétt á milli kvótatímabila í þeim til- vikum að mönnum tæ- kist ekki að veiða sinn kvóta af einhverjum ástæðum.“ árum, að síldarkvótanum yrði skipt hlutfallslega á þau byggðarlög, hvaðan bátar hefðu stundað síld- veiðar. Síðan var hugmyndin að sveitarstjórnirnar deildu kvótanum niður á einstaka aðila í plássinu. Þótt þessi tillaga hljómaði vel í eyrum í fyrstu, þá áttuðu menn sig fljótt á því, hversu fáránleg hún var. Hæst andmæltu henni þeir fundarmenn, sem sátu í hrepps- nefndinni og kæmu til með að út- hluta kvótanum. Hefðu menn áhuga á að sjá byggðarlagið rústað, þá gætu menn fengið aðra menn til slíkra verka en hreppsnefndarmenn eða gert það með öðrum hætti. Til- lagan var felld með öllum atkvæð- um fundarmanna. Þá skal lögð á það áherzla, að sveitarfélögum er tryggður for- kaupsréttur á skipum og jafnframt kvótum þeirra, eigi að selja skip. Þennan forkaupsrétt hafa sveitarfé- lögin nýtt sér í þó nokkrum mæli, þannig að skip og a.m.k. kvótinn hafa haldizt í byggðarlaginu. Gjaldtaka Hugmyndir þeirra manna, sem styðja þá skoðun, að útgerðinni skuli gert að greiða sérstakt gjald fyrir að veiða físk, eru nokkuð á reiki um það, hvernig eða í hvaða formi skuli haga slíkri gjaldtöku. Hefur helzt verið bent á tvær leiðir í þessu sambandi. Annars vegar sölu veiðileyfa. Hins vegar greiðslu veiðileyfagjalds, afnotagjald, auð- lindaskatt eða hvaða nöfn menn kjósa að nota yfir slíkar greiðslur. Stuðningsmenn gjaldtöku hafa skipzt í tvo hópa. Annars vegar „sérfræðingar Háskóla íslands í sjávarútvegsmálum“, sem margir hveijir eru hagfræðingar, sem reyna að byggja sín rök á kenning- um hagfræðinnar, undir yfirskini hagræðingar í sjávarútvegi. Hins vegar eru það ýmsir aðilar úr ýms- um stéttum þjóðfélagsins, þar sem leiðarljósið er andúðin á fijálsum # HanDEn LITLU HONDEN RENNIBEKKIRNIR TIL AFGREIÐSLU AF LAGER %R0T Sími 653090, fax 650120, Kaplahrauni 5, 220 Hafnarfirði. framsalsrétti útgerðarmanna, þ.e. að þeir geti keypt og selt óveiddan afla, þ.e. réttinn til að veiða ákveð- ið aflamagn, og geti bókfært kvót- ann sem sína eign. Þeirrar andúðar gætir einnig hjá sérfræðingunum. Framan af beindist umræðan að sölu veiðileyfa, en nú virðast þessir aðilar hafa hætt því og miða nán- ast eingöngu við veiðileyfagjald af einhveijum ástæðum. Á þessu tvennu er reginmunur. Hvor leiðin, sem farin yrði, myndi íþyngja út- gerðinni verulega fjárhagslega sem getur að sjálfsögðu verið markmið útaf fyrir sig, ef menn kjósa svo. Veiðileyfagjald Hvort heldur útgerðinni væri gert að greiða auðlindaskatt eða veiðileyfagjald, þá er um hreinar álögur að ræða á útgerðina. „Sér- fræðingar Háskóla íslands í sjávar- útvegsmálum" gefa sér þá for- sendu, að slík gjaldtaka myndi leiða til hagræðingar í sjávarútvegi með fækkun fiskiskipa, þannig að veiði- leyfagjaldið myndi leiða til þess að óhagkvæmustu skipunum yrði lagt. Þetta stenzt ekki að neinu marki í raunveruleikanum. Veiðileyfagjald mun ekki leiða til fækkunar skipa. Geti einhver ekki borgað, mun ein- hver annar taka við. Ég tel, að það sé ekki hægt að nota sem hagstjómartæki skattpín- ingu eða háa gjaldtöku til að ná fram hagræðingu í formi fækkunar skipa, þannig að menn verði píndir fjárhagslega unz buddan brestur, og menn neyðast til að selja skip sín. Hvaða mælikvarða á þá að nota við mat á því, hvað telst óhag- kvæmt skip, sem væri ástæða til að yrði tekið úr umferð? Taka má dæmi af öðrum vett- vangi. Stjórnvöld telja brýna nauð- syn bera til að draga úr akstri einkabifreiða með það markmið í huga að draga úr benzíneyðslu, sliti á götum og vegum, fækka umferð- arslysum o.s.frv. í því skyni er lagt á mjög hátt bifreiðagjald til þess að þvinga menn til að hætta að aka einkabifreiðum til að ná fram sett- um markmiðum. Ég myndi gefast upp með fyrstu mönnum og leggja bílnum, enda stutt milli heimilis og vinnu, eins og hjá mörgum. Kunningi minn, sem býr í Mosfellssveit en vinnur í Reykjavík, og aðrir í sömu sporum myndu veija sinni síðustu krónu í bifreiðagjaldið og láta aðra reikn- inga sitja á hakanum. Einhveijir myndu reyna að fá þriðja aðila, væntanlega atvinnurekanda sinn, til að borga bifreiðagjaldið. Næðu stjórnvöld í þessu dæmi fram sett- um markmiðum með álagningu bif- reiðagjaldsins, svo nokkru skipti? Eiris má spyija varðandi útgerð- ina og veiðileyfagjaldið. Áður en útgerðarmenn yrðu píndir til að hætta og selja frá sér skipin og lífs- björgina myndu flestir þeirra þráast við fram í rauðan dauðann, ef ég þekki þá rétt. Hveijir þeirra myndu telja sig reka óhagkvæm sícip eða ekki geta gert út fiskiskip? Sum sjávarpláss byggja allt sitt á sjávarfangi, og útgerð þar stend- ur víða höllum fæti vegna skuld- setningar. Leggist útgerðin af, deyr byggðin. Halda menn virkilega að slíkt verði látið viðgangast? Það verður haldið áfram að veita fyrir- greiðslu úr opinberum sjóðum eftir sem áður. Nú bætist aðeins við kostnaður vegna veiðileyfisins. Áður en lengra er haldið í þessum efnum yfírhöfuð, þarf einhvern tím- ann aðmóta heildstæða byggða- stefnu, þar sem fram komi hvar byggð skuli haldast í landinu og hvar ekki o.s.frv. Þangað til a.m.k. geta menn gleymt öllum hugleið- ingum um möguleika á hagræðingu með skattpíningu. Veiðileyfasala Séu menn að tala um hagræð- ingu, þ.e. fækkun fiskiskipa með sölu veiðileyfa, þ.e. kvótasölu, þá getur það verið sjónarmið út af fyrir sig og áhugavert rökræðunnar vegna. Allt annað er þar upp á ten- ingnum en varðandi veiðileyfagjald- ið. Það hefur verið skoðun útgerðar- manna, að fyrst ekki var talin ástæða til áður að láta útgerðina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.