Morgunblaðið - 22.08.1991, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1991
21
Mannfjöldi safnaðist sanian við höfuðstöðvar KGB í Moskvu í gær
þegar ljóst var að valdaránstilraunin hafði farið út um þúfur. Fyrir
framan höfuðstöðvurnar stendur stytta af Felix Dsjerzhinskíj.
Viðbrögð á Vesturlöndum:
Sigri lýðræðis fagnað
Deilt um efnahagsaðstoð við Sovétríkin
VESTRÆNIR leiðtogar fögn-
uðu í gær sigri lýðræðisafla og
endurkomu Míkaíls Gorbatsjovs
í embætti forseta Sovétríkj-
anna. Meðal leiðtoganna er þeg-
ar kominn upp ágreiningur um
hvort veita eigi Sovétríkjunum
aukna efnahagsaðstoð. Þjóð-
verjar og Frakkar telja rétt, í
ljósi valdaránsins, að auka að-
stoðina en James Baker, ut-
anríkismálaráðherra Banda-
ríkjanna telur að fyrri vanga-
veltur Bandaríkjamanna um
aukna aðstoð við Sovétmenn,
komi ekki lengur til greina.
Allir báru leiðtogarnir lof á
Boris Jeltsín, forseta Rússlands,
sem leiddi andstöðuna gegn
valdaráninu.
„Ég vil taka undir með þeim
sem segja að Jeltsín hafi sýnt
geysilegt hugrekki,“ sagði George
Bush, Bandaríkjaforseti og sögðu
fréttaskýrendur það vera vísbend-
ingu um að hann myndi framvegis
taka aukið tillit til Rússlandsfor-
seta. Bush hefur hingað til þótt
taka Gorbatsjov fram yfir Jeltsín.
Bush átti í gær samtal við Gorb-
atsjov og sagði að sér hefði heyrst
hann vera í sjöunda himni og við
góða heilsu.
Helmut Kohl ítrekaði ósk Þjóð-
veija um aukna efnahagsaðstoð
við hinn umbótasinnaða Gorbatsj-
ov. Hann sagði að það væri frá-
leitt að ætla að sitja auðum hönd-
um og láta sér nægja að fylgjást
með ástandinu í Sovétríkjunum.
Francois Mitterand, forseti Frakk-
lands, tók undir orð Kohls.
James Baker kvaðst þess full-
viss að sú ákvörðun að auka ekki
efnahagsaðstoð við Sovétmenn
væri rétt. Sagði Baker að til yrðu
að koma grundvallarbreytingar í
hagkerfinu, í átt til fijáls markað-
ar. John Major, forsætisráðherra
Bretlands var á sömu skoðun og
Baker. Hann sagðist ekki telja að
Vesturlönd bæru ábyrgð á valda-
ráninu, þar sem þau hefðu neitað
Gorbatsjov um aukna efnahagsað-
stoð á fundi sjö helstu iðnríkja
heims, sem haldinn var í síðasta
mánuði.
Hættan enn
fyrir hendi
- segja viðmælendur
Morgunblaðsins
VIÐMÆLENDUR Morgunblaðs-
ins í Moskvu láta í ljós ugg um
að þótt tilkynnt hafi verið að
valdarán harðlínumanna hafi mis-
tekizt, sé ekki öll hætta á burt.
„Ástandið í Moskvu er mjög óljóst.
KGB-menn og svarthúfusveitir inn-
anríkisráðuneytisfns eru iíklega enn
í borginni þótt herinn sé farinn.
Enginn veit hvað gerist,“ sagði
Míkhaíl Ívantsjíkov, ritstjóri Vegar-
ins, blaðs kristilegra demókrata, í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Sú hætta er fyrir hendi að fólk
telji að fyrst neyðarnefndin sé farin
frá völdum, verði allt gott aftur. En
hveijir voru á bak við neyðarnefnd-
ina?“ sagði Dalía Bankauskaite,
starfsmaður litháísku sendinefndar-
innar í Moskvu. „Allir tala um að
sigur hafi unnizt, en enginn tiltekur
hvers konar sigur það sé eða hver
nákvæmlega hafi verið sigraður.
Fólk má ekki láta blekkjast. Almenn-
ingur verður að fylgjast afar grannt
með öllu, sem gerist."
Bankauskaite sagði að engar
fréttir af brottflutningi hersveita
hefðu heyrzt frá Litháen og ekki
hefði heldur frétzt af átökum þar.
„Fólk drífur að úr öllum landshlutum
til Vilníus að veija þingið. Menn
óttast að fyrst harðlínumönnunum
mistókst í Moskvu, múni þeir reyna
að ráðast á lýðveldin, því að þeir
hafi engu að tapa lengur. Það er
ómögulegt að spá því hvað gerist."
Hersveitir fara úr Moskvu í friði:
Borgarbúar kveðja her-
inn með fagnaðarlátum
„FOLK stendur á gangstéttunum við Leníngrad-breiðgötuna og fagnar
hermönnum, sem veifa á móti ofan af skriðdrekunum. Löng lest skrið-
dreka og brynvagna ekur út úr borginni, í átt að Sjeremetíjevo-flug-
vellinum. Konur hlaupa að brynvögnunum og rétta hermönnum mat,
blóm og sígarettur,“ sagði Kíríll Alexandrovítsj, háskólastúdent í
Moskvu, í samtali við Morgunblaðið í gær.
eru fegnir. Ungir hermenn vildu ekki
skjóta á jafnaldra sína.“
Alexandrovítsj braut útgöngubann
neyðarnefndarinnar í fyrrakvöld og
var við þinghús Rússlands er skrið-
drekar gerðu tilraunir til að bijótast
í gegnum götuvígi og komast að
byggingunni. „Ég lenti ekki í neinum
átökum sjálfur, ég var það nálægt
þinghúsinu. Ég heyrði hins vegar
skothríð. Vinur minn var við götuvíg-
in, sem skriðdrekamir réðust á. Hann
sagði að undir Kalínín-brúnni hefði
einn af veijendum þinghússins reynt
að stöðva skriðdreka, og hann var
drepinn. En aðeins einn maður var
skotinn held ég, Ijórir létust et skrið-
drekar óku yfir þá.“
%*Artline
UMHVERFISVÆNIR
VIÐ LEIK OG STÖRF
Hann sagði að fólki hefði létt
gífurlega þegar tilkynnt hefði verið
að neyðarnefndin svokallaða hefði
flúið borgina. „Rússneska þingið var
kallað saman til skyndifundar og
fólk flykktist að þinghúsinu til að
heyra kallað af svölunum hvað fram
færi á fundinum. Ég hef aldrei á
ævi minni séð jafngífurlegt mann-
haf, ég hugsa að það hafi um milljón
manns verið við þinghúsið," sagði
Alexandrovítsj.
„Um klukkan þijú síðdegis byij-
uðu skriðdrekarnir að yfirgefa borg-
ina. Allir eru mjög glaðir. Almenn-
ingur hefur reynt að koma vel fram
við hermennina allan tímann og allir
Alexandrovítsj sagðist vona að
Míkhaíl Gorbatsjov kæmi aftur til
valda, en hann óttaðist ennþá að
ekki væri allur vindur úr harðlínu-
mönnum. Samkvæmt skeytum Reut-
ers-fréttastofunnar er misjafnt hvort
fólk vill fá Gorbatsjov aftur á forseta-
stól eða hvort menn telja að Borís
Jeltsín eigi að verða æðsti maður
Sovétríkjanna. „Mennirnir, sem
Gorbatsjov hafði valið sjálfur,
steyptu honum. Höfum við efni á að
láta mann, sem er svona úr tengslum
við veruleikann, stjórna okkur?“
sagði verkfræðingurinn Georgíj
Astafíev við fréttamann Reuters.
Olga Nefíjodóva, ung móðir, sagði
að Rússum hefði verið sagt að engin
þjóð hefði það betra en þeir. „Nú
vitum við að enginn hefur það aum-
ara en við. Þetta urðum við að fá
að vita til að geta tekið okkur á, og
það er Gorbatsjov að þakka.“